Morgunblaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 Fjarþjónusta fyrir betri heyrn ReSound Smart3D Afgreiðslutími 10:00-14:00 • Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Við bendum þeim á sem komast ekki í heyrnarþjónustu til okkar að nýta sér forritið ReSound Smart3D í snjalltækjum og fá þar heyrnartækin sín fínstillt og uppfærð. Með fjarþjónustunni er snjalltæki notað til að senda heyrnarfræðingum beiðni um að breyta stillingu ReSound Linx 3D og Quattro heyrnartækjanna. Við svörum eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar er á finna á www.heyrn.is eða í síma 534 9600. Rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir var beðin um að mæla með lista- verkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomubanni. „Ég var að klára að lesa Grown Ups, nýju bókina eftir Marian Keyes. Ég mæli alveg hrikalega mikið með henni – eins og öllum bókum Marian reyndar, þær eru fyndnar og skemmtilegar og taka sig ekki mjög hátíðlega þótt þær fjalli um alvöru stöff. Mjög gott að lesa hana þegar mað- ur er niðurdreg- inn. Á undan henni las ég Range of Ghosts eftir Elizabeth Bear. Hún er líka góð, þótt hún sé aðeins meira „heví“. Þetta er fantasía sem gerist í ímynduðum heimi sem líkist helst Asíu. Allir eru mikið á hestbaki og að drekka te og borða núðlur og dömplinga og vekja upp dauða stríðsmenn með svartagaldri. Þessa dagana er ég búin að vera mikið heima með börnunum mín- um, eins og kannski fleiri, og þess vegna hefur tónlistarvalið svolítið stýrst af því að finna eitthvað sem allir nenna að hlusta á. Það er t.d. Taylor Swift, Billie Eilish og barna- platan Bland í poka. Núna er ég að horfa á nýju ser- íuna af RuPauĺs Drag Race og líka einhvern frekar „skerí“ þátt sem heitir The Outsider, veit ekki alveg hvort ég mæli með honum, hann er byggður á bók eftir Stephen King og er eiginlega aðeins of sorglegur og ógeðslegur fyrir þessa tíma – ég er soldið viðkvæm þessa dagana eins og aðrir. En ef einhver er ekki búinn að horfa á Fleabag þá verður sá hinn sami að gera það strax. Podköstin sem ég hlusta mest á núna eru Dear Prudence, sem er gamaldags heiðarlegur vanda- máladálkur – það er alltaf svo gam- an að gægjast inn í einkalíf fólks – og svo Harry Potter and The Sacred Text. Þar lesa tveir trúlaus- ir guðfræðingar úr Harvard Harry Potter eins og bækurnar væru helgirit. Það hljómar kannski undarlega en meikar samt fullkom- inn sens!“ Mælt með í samkomubanni Fleabag Hildur segir að hafi fólk ekki horft verði að bæta úr því. Bland í poka höfðar til allra Marian Keyes Bækur hennar eru „fyndnar og skemmtilegar“. Hildur Knútsdóttir AFP Heimilislegir The Rolling Stones flutti „You Can’t Always Get What You Want“, hver meðlimur heima í sinni stofu. Margar vinsælustu stjörnur tónlistarheimsins í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar tóku höndum saman og komu á laugardagskvöldið var fram í tveggja klukkustunda löngu streymi frá heimilum sínum, til stuðnings heilbrigðisstarfs- mönnum í framlínu baráttunnar gegn COVID-19. Áður en aðalútsendingin hófst var löng upphitun þar sem minni spá- menn komu fram. Yfirskrift dagskrárinnar, sem Lady Gaga stóð að ásamt fleirum, var „One World: Together at Home“. Streymt var á netinu en líka sent út á þremur af vinsælustu sjón- varpsstöðum Bandaríkjanna, CBS, NBC og ABC, og skiptust kvöld- þáttastjórar stöðvanna, Stephen Colbert, Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel, á um að kynna, með góðri aðstoð ýmissa sem ávörpuðu áhorf- endur og heilbrigðisstarfsmenn. Meðal listamana sem komu fram má nefna Paul McCartney, Rolling Stones, Billie Eilish, Lizzo, Taylor Swift, Stevie Wonder og Elton John.  Studdu heil- brigðisstarfsfólk Látlaust Billie Eilish flutti ásamt Finneas slagarann „Sunny“. Hugmyndasmiðurinn Lady Gaga söng „Smile“ eftir Charlie Chaplin. Stjörnufans í beinni Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefði átt að hefjast í dag, hefði ekki komið til samkomubannsins, en ekki verður hægt að halda fjöl- menna viðburði fram á sumar. Samt vill Reykjavíkurborg að börn fái að njóta eins ríkulegrar barna- menningar í vor og sumar eins og kostur er. Í því skyni hefur verið lögð fram tillaga að fyrirkomulagi viðburða í nafni hátíðarinnar. Lag Barnamenningarhátíðar 2020, samið af Daða Frey og unnið í samstarfi við 4. bekki, mun koma út í maí og verður Daði Freyr með tónleika fyrir 4. bekki á netinu. Lagið fer svo í almenna spilun þeg- ar 4. bekkir hafa fengið að heyra það fyrstir allra. Viðburðir sem hafa fengið sam- þykktar umsóknir um fé til við- burða og/eða eru á dagskrá hátíð- arinnar munu fá sveigjanleika til að framkvæma þá í nafni hátíðarinnar á tímabilinu 4. maí til 15. ágúst. Opnunarviðburður Barnamenn- ingarhátíðar fer fram 20. apríl á næsta ári. Þá verður 4. og 5. bekkj- ar árgöngum grunnskóla borgar- innar boðið að njóta hátíðardag- skrár í Hörpu saman. Ævintýrahöll Barnamenningar- hátíðar verður á Árbæjarsafni þeg- ar samkomubanni fyrir allt að 2.000 manns hefur verið aflétt. Barnamenningarhátíð tekur breytingum Morgunblaðið/Eggert Í fyrra Emmsjé Gauti tróð upp á hátíðinni. Met var sett hvað varðar fjölda umsókna um styrki úr Hönnunarsjóði. Umsóknarfrestur fyrir úthlutun í maí rann út 15. apríl og er ljóst að aldrei hafa jafnmargir sótt um. Alls bárust 126 umsóknir um 237 milljónir króna, sem er um 30% aukning, en sjóðurinn mun veita 20 milljónir að þessu sinni. Í tilkynningu frá Hönnunarsjóði segir að ljóst sé að „ástandið í kjölfar Covid-19-faraldursins hefur áhrif á fjölda umsókna og virðist líka hafa áhrif á verkefnin sem sótt er um sem snúa mörg að nýsköpun í kjölfar far- aldurs og breyttri heimsmynd sem blasir við. Meðal annars má sjá áherslu á rafrænar lausnir, sjálfbærni og matarsóun.“ Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Hönnunarsjóður veitir jafnframt styrki til kynningar- og markaðsstarfs erlendis í því skyni að efla útflutning íslenskrar hönnunar. Metfjöldi umsókna úr Hönnunarsjóði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.