Morgunblaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 365.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Angela Merkel Þýskalandskanslari kallaði í gær eftir því að Þjóðverjar sýndu áfram af sér aga, þrátt fyrir að nokkrum af þeim hömlum sem þýsk stjórnvöld hafa sett á vegna kórónu- veirunnar væri aflétt í gær. Sagði Merkel að í raun væri heimsfarald- urinn rétt að byrja og að Þjóðverjar væru langt frá því að vera „komnir yfir fjallið“. Minni búðir í sumum héruðum Þýskalands mátti opna á ný í dag, en verslanir sem eru með meira en 800 fermetra munu þurfa að bíða enn um sinn. Þá munu einhverjir skólar, en ekki allir, fá að hefja kennslu á ný frá og með 4. maí. Jafnframt því að það mátti opna búðir settu stjórnvöld í sambandslöndunum Saxlandi og Bæjaralandi þá skyldu á fólk að hylja vit sín með grímu á almanna- færi. Munu fleiri sambandslönd vera að íhuga slík tilmæli. Leikskólar í Noregi voru opnaðir aftur í gær, og í Danmörku fengu sum minni fyrirtæki, þar á meðal hárgreiðslustofur, tannlæknar og húðflúrarar, að opna fyrir kúnnum á ný. Þá má einnig nefna að bókabúðir voru opnaðar á Ítalíu, sem verst hef- ur orðið úti í faraldrinum af Evrópu- ríkjum. Þessar aðgerðir evrópskra stjórn- valda endurspegla aftur vonir um að kórónuveirufaraldurinn sé í rénun þar eftir erfiðar vikur, en meira en tveir þriðju af öllum dauðsföllum sem skráð hafa verið af völdum kórónuveirunnar hafa orðið í ríkjum álfunnar. Dánartölur hafa hins vegar farið niður á við síðustu daga í flest- um af stærri ríkjum Evrópu, svo sem Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og á Ítalíu. Á Spáni voru skráð 399 dauðsföll vegna veirunnar á mánu- daginn, sem er hið lægsta í meira en mánuð. Biður Kínverja um gagnsæi Merkel skoraði á blaðamanna- fundi sínum í gær á Kínverja að vera eins gagnsæir og mögulegt væri um upphaf kórónuveirufaraldursins. „Ég trúi því að því meira sem Kín- verjar greina frá upphafi veirunnar, því betra sé það fyrir heimsbyggðina alla til að læra af því,“ sagði Merkel. Hún bættist þar með í hóp Emm- anuels Macrons Frakklandsforseta, og Dominics Raabs, staðgengils for- sætisráðherra í Bretlandi, sem báðir gáfu til kynna í síðustu viku að ekki væru öll kurl komin til grafar varð- andi upphaf faraldursins í Kína, og sagði Raab að Kínverja biðu „erfiðar spurningar“ um tildrög kórónuveir- unnar og hvort hægt hefði verið að stöðva framgang faraldursins fyrr. Þá hafa stjórnvöld í Ástralíu óskað eftir óháðri rannsókn á viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við faraldrin- um, sem myndi meðal annars fjalla um viðbrögð bæði Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, WHO, og kínverskra stjórnvalda þegar kórónuveiran kom fyrst upp. Þjóðverjar sýni áfram af sér aga  Nokkur ríki Evrópu léttu af hömlum vegna kórónuveirunnar í gær  Jákvæð teikn á lofti  Merkel segir harða baráttu enn eftir  Kallar eftir því að Kínverjar séu opinskáir um upptök faraldursins AFP Gríma Margir Þjóðverjar verða nú að ganga með grímu á almannafæri. Skemmtiferðaskipið MSC Magnifica sést hér í höfninni í Marseille í Suður-Frakklandi. Eru þá engin skemmti- ferðaskip í siglingu á heimshöfunum sjö, en Magnifica og gestir þess voru á ferðalagi um Eyjaálfu þegar þeim var gert að halda heim á leið. Wellington á Nýja- Sjálandi var síðasti áningarstaður skipsins og tók þá við ferðalag aftur til Evrópu. Tók ferðalagið sex vikur og voru farþegarnir eflaust fegnir að komast frá borði. AFP Síðasta skemmtiferðaskipið komið í höfn Samninga- nefndir Breta og Evrópusam- bandsins um frí- verslun eftir út- göngu Bretlands úr sambandinu funduðu á ný í gær, í fyrsta sinn eftir að viðræð- urnar voru settar í bið vegna kór- ónuveirufaraldursins. Bæði Michel Barnier, aðalsamn- ingamaður ESB, og David Frost, samningamaður Breta, fengu kór- ónuveiruna, auk þess sem Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var þungt haldinn um stund. Fór fundurinn fram með fjar- fundabúnaði, en ekki eru taldar miklar líkur á að samkomulag náist í tæka tíð, því undanþágur Breta í viðskiptum við ESB vegna útgöng- unnar renna út um áramótin næstu. Hafa bresk stjórnvöld lýst því yfir að ekki komi til greina að fram- lengja þær. Var sú afstaða stjórn- valda ítrekuð í gær. Viðræður um Brexit aftur farnar af stað Michel Barnier BRETLAND Rannsóknarlögreglumenn í Nova Scotia leituðu í gær ástæðu þess að Gabriel Wortman, 51 árs gamall að- stoðarmaður tannlæknis með hreint sakavottorð, ákvað að ganga ber- serksgang um helgina. Staðfest var í gær að Wortman hefði orðið að minnsta kosti átján að bana áður en hann sjálfur var felldur af lögregl- unni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í gær á blaðamanna- fundi sínum að mögulega myndi eng- inn vita hvers vegna Wortman ákvað að láta til skarar skríða. Lýsti Trud- eau yfir þjóðarsorg í Kanada vegna ódæðisins. Stephen McNeil, fylkisstjóri Novia Scotia, sagði að rannsókn málsins yrði flóknari en ella vegna kórónuveirufaraldursins, og varaði kanadíska lögreglan einnig við því að enn kynnu að finnast fleiri fórnar- lömb eftir skotárásina. Kveikti í og skaut á íbúana Wortman hóf árás sína í bænum Portapique, þar sem hann átti minnst tvö íbúðarhús. Vitni segja að hann hafi kveikt í húsum þar og skot- ið á fólk er það flúði eldtungurnar. Fyrstu fórnarlömb hans virðast hafa verið honum vel kunnug. Var Wortman klæddur í lögreglu- búning og keyrði á milli staða í bíl sem hafði verið málaður til að líkjast lögreglubíl. Stöðvaði hann meðal annars bifreið undir því yfirskini að hann væri lögreglumaður, og skaut svo ökumann og farþega bílsins. Lögreglan náði að króa Wortman af við bensínstöð í bænum Enfield, í nágrenni Halifax. Hófst þar skot- bardagi, er lauk með andláti Wort- mans. sgs@mbl.is Leita að ástæðu fyrir ódæðinu  Átján manns létust í skotárás- inni í Nova Scotia AFP Þjóðarsorg Flaggað var í hálfa stöng við höfuðstöðvar fjalla- lögreglunnar í Nova Scotia. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, lýsti því yfir í gær að hann vildi að ríkis- stjórar landsins afléttu öllum höml- um sem nú væru í gildi í þessari viku, þrátt fyrir að heilbrigðisráðu- neyti landsins telji að kórónuveiru- faraldurinn hafi ekki náð hápunkti sínum í Brasilíu. Forsetinn rak heil- brigðisráðherra landsins á föstudag- inn fyrir að styðja við áframhaldandi útgöngubann. Stjórnarandstaða landsins gagn- rýndi Bolsonaro hart í gær fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum um helgina gegn útgöngubanninu, en hávær hluti mótmælenda hrópaði meðal annars hvatningarorð til hers- ins um að loka þinginu. Sagði Bols- onaro sér til varnar að hann væri frjáls skoðana sinna, en bætti við að hann vildi ekki láta loka þinginu eða hæstarétti landsins. Vill opna Brasilíu í vikunni  Gagnrýna mót- mæli Bolsonaros

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.