Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020
Ten Points Maria
25.990 kr.
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Framkvæmdirnar við Hringbraut
sem standa yfir vegna byggingar
nýs Landspítala ganga vel og er
vinnu við grunn nýs meðferðar-
kjarna nánast lokið.
Gunnar Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf.
(NLSH), segir að jarðvinnuverkefn-
inu við meðferðarkjarnann og gatna-
gerð á svæðinu ljúki í næsta mánuði.
„Íslenskir aðalverktakar vinna það
verkefni og þeir munu klára það
núna í maí. Þá verður tilbúinn
grunnurinn fyrir meðferðarkjarn-
ann og bílakjallarann auk þess sem
allri gatnagerð og vinnu við bíla-
stæði og fleira á svæðinu er lokið,“
segir hann.
Stór útboð standa fyrir dyrum
Að sögn hans verður vonandi
mjög fljótlega ráðist í lokað útboð á
uppsteypu meðferðarkjarnans. For-
vali vegna uppsteypunnar lauk í vet-
ur og segir Gunnar að fimm verktak-
ar bíði þess nú að fá útboðsgögnin í
hendur og leggi því næst fram tilboð.
„Þetta verkefni stendur yfir í tvö og
hálft ár og felst í uppsteypu og síðan
tekur innivinnan við, þannig að gert
er ráð fyrir að vinnu við meðferðar-
kjarnann ljúki á árinu 2025, ef vel
gengur,“ segir hann.
Útboð fleiri stórra verkþátta
standa fyrir dyrum og framkvæmdir
verða í fullum gangi í vor og sumar.
Unnið er að hönnun rannsóknar-
hússins og að sögn Gunnars stendur
nú yfir markaðskönnun hjá Ríkis-
kaupum sem aðdragandi að alútboði
vegna bílastæða-, tækni- og skrif-
stofuhúss. „Einnig eru fleiri útboð á
leiðinni í loftið sem varða verk-
eftirlit, yfirferð á séruppdráttum og
fleiri verkefnum. Það er því eitt og
annað í gangi,“ segir Gunnar.
Eina röskunin sem hefur orðið að
undanförnu í tengslum við kórónu-
veirufaraldurinn snýr að röskun við
notendastuðning klínískra og tækni-
legra ráðgjafa frá Landspítalanum
sem hafa eins og þekkt er verið und-
ir miklu álagi á síðustu vikum vegna
faraldursins. „Við höfum sinnt okkar
verkum áfram í samstarfi við okkar
ráðgjafa, innlenda og erlenda, sem
skipta tugum,“ segir Gunnar.
Að sögn hans eru meginfram-
kvæmdir vegna Nýja Landspítalans
á áætlun. „Þetta krefst auðvitað þess
að allar heimildir liggi fyrir. Verk-
efnið er á fjárlögum í ár og ekki gert
ráð fyrir breytingum,“ segir hann.
Ný bílastæði í notkun
Farið er yfir stöðu einstakra verk-
efna á svæðinu í nýútkomnum
Framkvæmdafréttum Hring-
brautarverkefnisins þar sem m.a.
kemur fram að jarðvegsfram-
kvæmdir sunnan og vestan við Eir-
berg eru langt komnar og hið sama á
við um vinnu við steypu kantsteina
við bílastæði vestan við Eirberg, sem
á að vera lokið í lok apríl.
Jarðvegsframkvæmdir við grunn
bílakjallara undir Sóleyjartorgi eru
á lokastigi og alls er búið að losa um
99% af heildarmagni efnis fyrir með-
ferðarkjarnann og bílakjallara. Ný
bílastæði við gamla Landspítalann
hafa verið tekin í notkun. Eftir er að
helluleggja þau en því á að vera lokið
fyrir mánaðamót.
Jarðvinna á lóð spítalans á lokastigi
Vinnu við grunn fyrir meðferðarkjarna og bílakjallara Landspítala lýkur í maí Fljótlega ráðist í
lokað útboð á uppsteypu meðferðarkjarnans Framkvæmdir verða í fullum gangi í vor og sumar
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Sprengiefni komið fyrir. Vinna við grunn nýs meðferðarkjarna er langt komin.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Fjórar vikur eru nú liðnar síðan hert
samkomubann tók gildi hér á landi.
Þá voru mörk mannfjölda við skipu-
lagða viðburði færð úr 100 niður í 20.
Við það var skemmtistöðum gert að
skella í lás og fjöldi veitingastaða
hefur gert slíkt hið sama. Óvíst er
hvernig veitingastöðum og börum
reiðir af á næstu vikum og óhætt er
að segja að hljóðið í mörgum veit-
ingamönnum sé þungt.
Meðal þeirra veitingastaða sem
hefur verið lokað er Grillið á Hótel
Sögu. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótel-
stjóri á Sögu, segir að þegar farald-
urinn skall á og samkomubann gekk
í gildi hafi þurft að grípa til róttækra
aðgerða enda ljóst að litlar tekjur
yrðu af rekstrinum á næstunni.
Segja þurfti upp helmingi starfsfólks
og losa ýmsan fastakostnað. „Við
vissum að þetta tæki meira en einn
til tvo mánuði og þurftum að velja
hvaða einingar væru opnar,“ segir
hún.
Ingibjörg viðurkennir að óvissa sé
um framtíð Grillsins eins og staðan
er núna. „Grillið er ofboðslega stór
hluti af Hótel Sögu. Vonandi náum
við að finna einhvern flöt á því að
opna það að nýju. Eins og staðan er
núna verður það ekki á næstunni.
Matreiðslumennirnir eru enn þá í
vinnu hjá okkur og matreiða fyrir
Mími. Ef ríkisstjórnin framlengir
hlutastarfaúrræðið höfum við tök á
því að halda þessu framúrskarandi
fagfólki.“
Rekstur veitingastaðarins og
barsins á Kex hosteli við Skúlagötu
er farinn í þrot. Að því er kom fram í
Stundinni verður hann ekki endur-
reistur. Staðurinn hefur notið tals-
verðra vinsælda síðustu ár en
reksturinn hefur verið þungur. Þá
herma heimildir Morgunblaðsins að
óvíst sé hvort og hvenær Bryggjan
brugghús verði opnuð að nýju.
Jón Mýrdal, veitingamaður á
Röntgen við Hverfisgötu, segir að
óvissa sem krár og skemmtistaðir
búi við sé erfið. „Þetta er hræðilegt
ástand. Við erum ekki komin með
neina dagsetningu á opnun, 4. maí
þýðir ekkert fyrir okkur.“
Hann segir að síðustu vikur hafi
nýst vel við viðhald og fleira slíkt.
„Flestir eru búnir að semja við
birgja en menn hafa áhyggjur af
samningum við leigusala. Fasti
kostnaðurinn er erfiður, menn eru
ekkert endilega tilbúnir að gefa eftir.
Svo er bara beðið eftir hvað ríkis-
stjórnin kynnir í dag.“
Landið virðist þó vera að rísa hjá
sumum og í gær var Sólon í Banka-
stræti opnaður að nýju. Þá verður
Grillmarkaðurinn opnaður á
morgun.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Café París Nýir eigendur hafa keypt reksturinn af Birgi Bieltvedt og nýta samkomubann til endurbóta.
„Hræðilegt ástand“ og
óvissa í veitingageiranum
Grillið á Hótel Sögu lokað Veitingastaður á Kex í þrot
Róbert Ragnar Spanó, dómari við
Mannréttindadómstól Evrópu
(MDE), var í gær kjörinn forseti
dómstólsins. Ró-
bert tekur form-
lega við forseta-
stólnum af
Linos-Alexandre
Sicilianos frá
Grikklandi 18.
maí næstkom-
andi og gegnir
embættinu út
nóvember árið
2022.
„Þetta er náttúrlega bæði gríðar-
lega mikill persónulegur heiður fyr-
ir mig og einnig fyrir okkur Íslend-
inga. Íslendingur hefur aldrei
gegnt embætti forseta Mannrétt-
indadómstóls Evrópu og raunar
heldur ekki neinn frá Norðurlönd-
unum frá því að þessi dómstóll tók
til starfa í núverandi mynd,“ sagði
Róbert Spanó í samtali við mbl.is í
gær.
Róbert, sem er 47 ára að aldri,
hefur starfað sem dómari við dóm-
stólinn í tæp sjö ár, var kjörinn
varaforseti í apríl í fyrra. Þá var
Grikkinn Linos-Alexandre Sicili-
anos kjörinn forseti en hans níu ára
kjörtímabili er að ljúka og því
þurfti að kjósa að nýju.
„Dómstóllinn er mjög stór stofn-
un og þar starfa tæplega 700
manns svo að það er mikið verkefni
framundan. Forsetinn stýrir öllu
þessu starfi auk þess að vera mál-
svari dómstólsins út á við gagnvart
aðildarríkjum og ráðherranefnd
Evrópuráðsins þannig að starfið er
mjög umfangsmikið,“ bætti Róbert
við. Nánar á mbl.is. thor@mbl.is
„Heiður fyrir mig og
okkur Íslendinga“
Róbert Spanó kjörinn forseti MDE
Róbert Spanó