Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Við sérsmíðum gluggatjöld sem passa fullkomlega fyrir þig og þitt heimili Z-Brautir og gluggatjöld Allt fyrir gluggana á einum stað Vegna breyttra aðstæðna verður opið hjá okkur alla virka daga frá 12-18. Lokað um helgar. KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Sigurður Bogi Sævarsson Þorsteinn Ásgrímsson Reglur um sóttkví sem fólk er kemur að utan og til Íslands fer í verða hugsanlega rýmkaðar eftir 15. maí næstkomandi, þótt slíkt ráðist af stöðu kórónuveirufaraldursins. Í dag gildir að þeir sem koma til landsins frá útlöndum þurfa í sóttkví, en undantekning er heilbrigðisstarfsfólk og þau sem vinna að ákveðnum verk- efnum með sama hópnum og fara ekki víðar. Þetta kom fram í máli Þór- ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á daglegum upplýsingafundi almanna- varna í gær Fjöldi staðfestra covid19-smita á Íslandi er nú 1.773, 402 eru í einangr- un og 1.362 hafa náð bata. Alls eru 1.427 innanlandssmit. Samtals hafa um 43.143 sýni verið tekin, þar af 381 síðasta sólarhring. Skv. tölum Landspítalans eru 23 á Landspítala með smit, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. 341 er í eftirliti á göngudeild, þar af 32 börn á Barnaspítala Hringsins. Alls hefur 1.406 batnað og 68 sjúklingar verið útskrifaðir af spítalanum. Börnin ekki þungamiðja Á fundi gærdagsins greindi Þórólf- ur frá minnisblaði sem hann hefur sent heilbrigðisráðherra um út- færslur á afléttingu samkomubanns- ins 4. maí næstkomandi. Ljóst þykir að erfitt geti reynst að hafa skólahald með hefðbundnu sniði samhliða fjöldatakmörkunum og tveggja metra nálægðarreglu. Um þetta sagði Þórólfur að tveggja metra reglan þyrfti ekki að gilda í skóla- starfi, enda smituðust börn síður en aðrir af kórónuveirunni. Slíkt stað- festi niðurstaða starfs smitrakningar- hóps. „Við teljum börnin ekki þunga- miðju í sóttvarnarráðstöfunum,“ sagði Þórólfur. Á þeim forsendum tel- ur hann mega hefja skólastarf að nýju. „Faraldurinn er enn í mikilli niður- sveiflu, en betur má ef duga skal. Samt er nauðsynlegt að sjá árangur aðgerðanna í stærra samhengi og hvernig tölurnar verða næstu daga,“ sagði Þórólfur. Alma Möller gerði störf bakvarða í heilbrigðisþjónustunni að umfjöll- unarefni. Færði þeim þakkir og sagði þá hafa unnið þrekvirki við erfiðar að- stæður. Hún vakti athygli á símaapp- inu Rakning C-19 sem margir hafa nálgast. Mikilvægt væri að sem flestir kynntu sér það og settu í síma sinn. Einnig greindi Alma frá því að hún hefði lagt til við heilbrigðisráðherra að takmörkunum á valkvæðum að- gerðum yrði aflétt í maíbyrjun. Álagið á heilbrigðiskerfið væri í rénun, svo framarlega sem faraldur kórónuveir- unnar tæki ekki óvænta stefnu. Góð birgðastaða á Landspítala Landspítalinn er vel settur með birgðir af áhöldum, tækjum og öðru sem þarf til starfseminnar, að því er fram kom í mál Páls Matthíassonar, forstjóra sjúkrahússins. Að undan- förnu hafa flugvélar Icelandair farið þrjár ferðir austur til Kína til að sækja þar búnað og tæki. Birgða- staðan á spítalanum er því metin góð. Að tryggja slíkt er þó ekki sjálfgefið en í aðgerðum að undanförnu við að afla fanga til sjúkrahússins hafa ís- lensk stjórnvöld, landlækir, almanna- varnir, birgjar og kínverskir aðilar unnið vel saman. – Þá greindi Páll for- stjóri frá því að álag á barna- og ung- lingageðdeild spítalans væri að aukast. Fagfólk þar á deild hefði áhyggjur af félagslegri stöðu barna og unglinga í þeim aðstæðum sem væru uppi núna. „Við þurfum að styðja börnin í að halda þennan erfiða tíma út. Þetta undirstrikar líka mikil- vægi skólans í lífi og umhverfi barnanna,“ sagði Páll. Sex í sóttkví í Vestmannaeyjum Um stöðu kórónuveirunnar og co- vid-19 í Vestmannaeyjum fjallaði Hjörtur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofn- un Suðurlands. Sex eru í sóttkví í dag í Vestmanna- eyjum en voru 500 um tíma. Tíu eru í einangrun og alls hafa 104 smitast. Margir heilbrigðisstarfsmenn þurftu í sóttkví og þurfti því að laga starf- semina að þeim veruleika. Ekkert smit hefur komið upp á hjúkrunar- heimilinu Hraunbúðum. Vegna torveldra samgangna reyndist á tímabili erfitt að geta ekki sent sýni vegna kórónuveirunnar allt- af til Reykjavíkur og fengið niður- stöður hratt. Þær skiluðu sér þó á endanum en alls 1.500 Eyjamenn voru prófaðir á tveimur dögum í byrj- un mánaðar. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 2 102 Útlönd 1 0 Austurland 8 22 Höfuðborgarsvæði 1.295 725 Suðurnes 77 41 Norðurland vestra 35 2 Norðurland eystra 46 35 Suðurland 176 50 Vestfirðir 92 99 Vesturland 41 33 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 43.143 sýni hafa verið tekin 1.362 einstaklingar hafa náð bata 10 einstaklingar eru látnir 25 eru á sjúkrahúsi 5 á gjör-gæslu 402 eru í einangrun Fjöldi smita frá 28. febrúar til 19. apríl Heimild: covid.is 1.773 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.773 402 feb. 1.650 1.375 1.100 825 550 275 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 80% 53% 9,8% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,62% sýna tekin hjá ÍE 18.129 hafa lokið sóttkví1.109 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit mars apríl Faraldurinn í mikilli niðursveiflu  Fjöldi staðfestra kórónuveirusmita á Íslandi 1.773  Allir sem koma frá útlöndum fara í sóttkví til og með 15. maí  Nálægðarreglan verður erfið í skólastarfi  Styðja þarf börnin á þessum erfiða tíma Ljósmynd/Lögreglan Blaðamannafundur Þríeykið góða frá vinstri talið og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er lengst til hægri. Á skjá Hjörtur Kristjánsson læknir í Vestmannaeyjum, en þar í bæ var kórónuveiran aðgangshörð um skeið. Á norðanverðum Vestfjörðum verð- ur á nokkrum stöðum létt á settum reglum vegna kórónuveirunnar frá og með 27. apríl. Að undanförnu hef- ur á svæðinu gilt að einungis fimm manns megi koma saman í einu, skólar verið lokaðir og í verslunum mega ekki vera fleiri en 30 inni á hverri stundu. Þetta gildir áfram á Ísafirði, í Hnífsdal og Bolungarvík fram til 4. maí. Almenna reglan um að 20 manns hið mesta megi koma saman í einu mun hins vegar gilda í Súðavík, á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri frá og með næstkomandi mánudegi. „Rökin fyrir þessari ákvörðun eru þau að það hafa ekki greinst ný smit í þessum litlu þorpum í kringum okkur,“ útskýrir Súsanna Björg Ást- valdsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða. „Veiran er mjög lúmsk. Ég vil biðla til fólks um að slaka ekki á núna. Nú eigum við að spýta í lófana, halda áfram og koma í sýnatöku við minnstu einkenni. Fólk hefur lýst litlum einkennum en verið mjög smitandi. Bara smákitl í hálsi í einn dag,“ segir Súsanna. Hún kvaðst ánægð með niður- stöðu skimunar Íslenskrar erfða- greiningar sem leiddi í ljós að sam- félagssmit á svæðinu væri tæplega 0,4%. Það sýndi að núverandi sótt- varnaraðgerðir virkuðu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingeyri Slakað á kröfum um sóttvarnir þar og víðar frá næsta mánudegi. Létt á reglum í fjór- um þorpum vestra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.