Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 Scarpa Mistral GTX léttir gönguskór, dömu og herra. 28.995 kr. Scarpa Mojito-hike GTX léttir gönguskór, herra. 32.995 kr. Scarpa Mojito-hike GTX léttir gönguskór, dömu. 32.995 kr. Scarpa Terra GTX gönguskór, dömu og herra. 32.995 kr. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu okkar. Hvað er betra en góð gönguferð með sjálfum sér eða sínum nánustu, nú þegar sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skíðalyftum hefur verið lokað? Við minnum ykkur á að netverslunin okkar er opin allan sólarhringinn. TILBÚIN Í ÚTIVISTINA Fjölmiðlarýni Viðskiptablaðsþótti mikið bogið við við- brögð forstjóra opinberrar stofn- unar sem varð stúrinn yfir að- finnslum í hennar garð sem birst höfðu í fjölmiðlum:    Embættismaður-inn grípur þá til þess óvanalega ráðs að stíga fram á völlinn og taka til varna um sumt af því, en gerir það ekki á eigin vettvangi, heldur í grein í þriðja miðl- inum, sem þó hefur takmarkaða út- breiðslu, og notar svo skattfé til þess að ýta undir út- breiðsluna á orðaskakinu.    Með fullri virðingu fyrir Sam-keppniseftirlitinu og kansellíinu öllu, þá er þetta eigin- lega ekki í þess verkahring.    Vilji forstjórinn nota frítímasinn í ritdeilur má hann það auðvitað, svo fremur sem stofnunina setji ekki niður við það, en það er fráleitt að fjár- munum hins opinbera sé varið til útbreiðslu á því.    Kannski forstjórinn hafi hugs-að þetta sem langþráðan opinberan styrk til fjárvana fjöl- miðils á dögum plágunnar, að með þessu gæti hann aukið lesturinn á eigin vísdómsorðum og aukið umferðina til metnaðar- fulls jaðarmiðils. Hver veit?    En það á ekki – ekki frekar ennokkrar fjárveitingar úr sjóðum hins opinbera, af al- mannafé – að gerast fyrir duttl- unga og náð einstakra embættis- manna.“ Andrés Magnússon Gáði í geitarhús STAKSTEINAR Páll Pálsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kvikmyndaframleiðendur, sem fá að jafnaði fjórðung kostnaðar við fram- leiðslu mynda endurgreiddan úr ríkissjóði þegar verkefninu lýkur, geta nú óskað þess að fá hluta þess- arar endurgreiðslu fyrirframgreidd- an. Með þessu er tekið tillit til þess að framleiðsla kvikmynda geti hafa raskast vegna kórónuveirunnar. Þar sem því verður við komið geta greiðslur borist fyrr en ella væri. Þessi undantekning gildir á tíma- bilinu 1. apríl til 1. júlí næstkomandi og verkefnið þarf þegar að hafa haft vilyrði stjórnvalda fyrir því að fá þessa endurgreiðslu á endanum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir nýsköpunarráðherra birti reglugerð um þetta í Stjórnar- tíðindum í gær. „COVID-19 heimsfaraldurinn hef- ur haft töluverð áhrif á kvikmynda- gerð á Íslandi, þar sem frestað hefur þurft tökum og framleiðslu á verk- efnum. Þá hefur frumsýningum einnig verið frestað vegna lokunar kvikmyndahúsa,“ segir í tilkynn- ingu. „Fjármögnun flestra íslenskra kvikmynda og útgreiðsla styrkja er háð framvindu verkefna og lokum þeirra. Þannig greiða flestir sjóðir lokagreiðslu sína við skil á verk- efnum og frumsýningu. Við frestun frumsýninga frestast því greiðsl- urnar og hefur þetta töluverð áhrif á greiðsluflæði verkefnanna.“ Endurgreiðslunum verður flýtt  Létt undir með kvikmyndaframleiðendum  Frumsýningum var frestað Morgunblaðið/Árni Sæberg Bíó Kvikmyndatökuvélar á lofti. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tryggingastofnun (TR) hefur af- greitt til útgreiðslu leiðrétt réttindi þeirra dánarbúa ellilífeyrisþega sem eiga réttindi fyrir janúar og febrúar 2017 og ekki var búið að afgreiða. Um er að ræða um 3.100 dánarbú þar sem réttindi auk vaxta nema alls um 450 milljónum króna. Stofnunin hefur þegar leiðrétt réttindi ellilíf- eyrisþega sem og réttindi þeirra dánarbúa þar sem maki situr í óskiptu búi. Umrædda leiðréttingu má rekja til niðurstöðu dóms Landsréttar í máli nr. 466/2018. Þar var niðurstað- an sú að ekki var talið heimilt að láta greiðslur úr skyldubundnum at- vinnutengdum lífeyrissjóðum hafa áhrif á ellilífeyri til lækkunar í jan- úar og febrúar 2017. Tryggingastofnun greiddi síðast- liðið haust tæplega 29 þúsund ein- staklingum í samræmi við dóm Landsréttar, alls um 5.500 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Sig- rúnar Jónsdóttur, verkefnastýru á skrifstofu forstjóra TR, er heildar- upphæðin því um 6 milljarðar króna á þessum tímapunkti. „Endanlegt uppgjör og samantekt liggur ekki fyrir en það verður væntanlega á næstunni,“segir Sigrún. Tryggingastofnun hefur sent bréf til forsvarsmanna dánarbúanna með nánari upplýsingum um útgreiðslu réttinda ásamt því að birt hefur verið auglýsing í Lögbirtingablaðinu. Fullnægjandi umboð og upplýsingar um bankareikning umboðsmanns viðkomandi dánarbús þurfa að liggja fyrir hjá Tryggingastofnun til að hægt sé að greiða leiðrétt réttindi. Skila þarf umræddum gögnum í gegnum Mínar síður á tr.is. Fram kemur í bréfinu að greiddir séu 5,5% vextir af upphæðinni og hefur fjármagnstekjuskattur verið dreginn frá. Spurð hvort rétthafar þurfi að greiða erfðafjárskatt af upp- hæðinni segir Sigrún að sýslumenn taki ákvörðun um hvort þörf sé á að endurupptaka skipti og greiða af inneigninni erfðafjárskatt. TR bendi á í bréfum sínum til hlutaðeigandi að það sé í höndum erfingja að taka upp einkaskipti komi fram eignir sem hefðu átt að koma til skipta. Dánarbú fá 450 milljónir frá TR  Leiðrétt réttindi frá árinu 2017  Um er að ræða um 3.100 dánarbú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.