Morgunblaðið - 21.04.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 21.04.2020, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 Hagkerfið hér á landi er mjög auðlindadrifið. Frá miðri síðustu öld hafa aðallega verið tveir megindrifkraftar hagvaxtar, þ.e. auðlindir sjávar og orka fallvatna og jarðvarma. Það var ekki fyrr en eftir bankahrun að ný auðlind bættist við af fullum þunga, nátt- úrufegurð Íslands og menning. Þessar auðlindir eiga nú undir högg að sækja á sama tíma, tekjuöflun dregst saman og jafn- vel bregst alveg eins og ferða- þjónusta á þessu ári. Þó að þetta komi vonandi sem mest til baka, þá er nýsköpun í þessum grein- um og ekki síður nýsköpun með nýrri atvinnustarfsemi mikil- vægur þáttur í endurreisn sem fram undan er. Sjálfbærni er leiðarljósið Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á nýsköpun í atvinnulíf- inu í öllum greinum. Útflutnings- og markaðsráð og Íslandsstofa, sem er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs, hafa mótað stefnu í útflutningsáherslum þar sem sjálfbærni er leiðarljósið. Þessar áherslur snúa að sex þáttum.  Orka og grænar lausnir.  Hugvit, nýsköpun og tækni.  Listir og skapandi greinar.  Ferðaþjónusta.  Sjávarútvegur.  Sérhæfð matvæli og náttúruafurðir Áhersla er á hagvöxt og verðmætasköpun, sem byggist á auknum útflutningstekjum, þar sem nýsköpun og sjálfbærni skiptir höfuðmáli. Nýsköpun getur snúist um markaðsstarf, að byggja upp sterk vörumerki, gæði afurða, framleiðni í framleiðslu, að nýta auðlindir með arðbærri hætti og bæta menntun, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hugvitið er sjálfbærast allra auðlinda Það þarf ekki að spara hugvit og það minnk- ar ekki heldur eykst við notkun. Hugvit býr til nýja þekkingu, stuðlar að nýsköpun og laðar til landsins innflytjendur, sem hafa áhuga á að setjast að og starfa í menningar- og velferðar- samfélagi. Þegar ráðist er í nýsköpun, sem tengist hug- viti og skapandi greinum, þá verða áföllin lítil í samanburði við atvinnuleysi nú á tímum COVID-19-kreppu. Fyrir Íslendinga er þetta sérlega mikilvægt vegna þess hve vægi auð- lindanotkunar er mikið í sjávarútvegi, orkunýt- ingu og ferðaþjónustu. Auka þarf fjölbreytni og færa áherslur í menntun, atvinnuþróun og nýsköpun í greinar sem tengjast fjórðu iðnbylting- unni. Fjórða iðnbyltingin tengist sjálfvirknivæðingu á fjölmörgum sviðum, gervigreind, nýjum öfl- ugum upplýsingakerfum, líftækni, breytingum í fjölmiðlun og við- skiptaháttum. Vægi efnislegra eigna minnkar á sama tíma óefnis- legar eignar verða verðmætari. Óefnislegar eignir er hægt að nýta án þess að verðmæti rýrni við notkun og hægt að nýta þær á mörgum stöðum á sama tíma. Gott dæmi um þetta eru þau verðmæti sem Facebook, Google og Amazon hafa skapað eigendum sínum og endalaus dæmi um slíkt um allan heim. Við fjórðu iðnbyltinguna verða til ný atvinnutækifæri, sem koma í stað fækkunar starfa í hefðbundnum atvinnugreinum náttúruauðlinda. Fjölmörg tækifæri á sviði heilbrigðis- og líftæknimála Þekking Íslendinga hefur verið mikil í tengslum við heilbrigðis- mál, rekstur og rannsóknir Land- spítala, ýmissa heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi fyrirtækja á þessu sviði. Síðast en ekki síst má nefna fyrirtæki á sviði erfðatækni og lyfjaþróunar. Litið hefur verið á heilbrigðis- og velferðar- mál sem byrði og kostnað á fjárlögum. Fram- undan virðist vera nánast óstöðvandi þörf fyrir aukin útgjöld, en aukin tækniþekking m.a. þró- un stafrænna miðla og fjórða iðnbyltingin getur lækkað kostnað og aukið hagkvæmni í þessum geira. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hef- ur bent á nokkur dæmi um ný viðhorf sem hafa komið upp í tengslum við COVID-19 baráttuna. Sett var upp sérstök göngudeildarþjónusta og í raun var um fjargöngudeildarþjónustu að ræða. Einnig hefur heimsóknabann aðstand- enda kallað á möguleika á fjarfundabúnaði fyr- ir inniliggjandi sjúklinga og fyrir eldri borgara á hjúkrunarheimilum. Heilbrigðismál snúast ekki eingöngu um vel- ferð og heilbrigði heldur einnig tækifæri til verðmætasköpunar og hagvaxtar. Fjárfestingarsjóðir og frumkvöðlafyrirtæki Eitt af „tækjum“ fjármálamarkaðarins, sem styðja við nýsköpun, eru svokallaðir áhættu- fjármagnssjóðir (e. venture capital funds eða VC sjóðir). Þetta hafa verið kallaðir „vísis- sjóðir“ og dæmi um slíkan sjóð er vísissjóður- inn Crowberry Capital sem er rekinn af fyrir- tæki í eigu þeirra Heklu Arnardóttur, Helgu Valfells og Jennýjar Ruthar Hrafnsdóttur. Crowberry I er 4 milljarða króna íslenskur vís- issjóður stofnaður árið 2017 með 10 ára líftíma. Hann er um 80% í eigu lífeyrissjóða. Sjóðurinn hefur fjárfest í 12 tæknifyrir- tækjum. Þar af eru 25% á sviði heilbrigðis- tækni, 25% í leikjaiðnaði og 17% í fjártækni. Annað er á hefðbundnari hugbúnaðar- og tæknilausnum. Það er athyglisvert í þeim heimsfaraldri, sem nú herjar, þá eru þessi fyrirtæki ekki að verða fyrir neikvæðum áhrif- um eða fækka starfsfólki, enda stafrænar lausnir í heilbrigðistækni aldrei verið eins nauðsynlegar og nú. Þetta eru dæmigerðar fjárfestingar fjórðu iðnbyltingarinnar. Nefna má nokkur fyrirtæki, sem hafa sprott- ið upp á undanförnum árum, og tengjast rann- sóknum og þróun á sviði heilbrigðis- og líf- tækni. Kara Connect, Stjörnu Oddi, 3Z, Kerecis, Nox Medica, Saga Natura, Oculis, Mentis Cura, Zymetech, Sidekickhealth og Neckcare. Stærri fyrirtæki eins og Össur, Alvogen, Alvotech og Decode þekkja allir. Krían er komin og veiran á útleið Mikill stuðningur Þórdísar Kolbrúnar, ráð- herra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, og ríkisstjórnarinnar við nýsköpun og frum- kvöðlastarf hefur varðað leiðina til framtíðar. Frumvarp um frumkvöðlasjóðinn Kríu með 2,5 milljarða króna ráðstöfunarfé er dæmi um aukna áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Krían er sá fugl sem ferðast lengst frá land- inu þegar hún fer í burtu, en kemur alltaf til baka. Hún er eldsnögg og á sífelldu iði og amstri og nafngiftin hæfir því öflugum frum- kvöðlasjóði. Kría eflir enn frekar vísisfjárfest- ingar og byggir grunn að öflugra umhverfi ný- sköpunar hér á Íslandi. Krían er velkomin til landsins og hefur nokk- ur undanfarin ár komið um þetta leyti í lok apr- íl og veiran er vonandi á útleið og er ekki vel- komin til baka. Það er full ástæða til að horfa með bjartsýni til sjálfbærrar nýsköpunar á Ís- landi að lokinni þeirri alheimskreppu sem kennd verður við COVID-19. Stöndum saman að traustu sjálfbæru at- vinnulífi á Íslandi. Við erum öll saman í þessu. Eftir Þorkel Sigurlaugsson » Frumvarp um frum- kvöðlasjóðinn Kríu með 2,5 milljarða króna ráðstöfunarfé er gott dæmi um áherslu stjórn- valda á sviði ný- sköpunar. Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Krían er komin, hvað er næst? Morgunblaðið/́Ómar Óskarsson Vorboði „Krían er velkomin til landsins og hefur nokkur undanfarin ár komið um þetta leyti í lok apríl og veiran er vonandi á útleið og er ekki velkomin til baka.“ e.t.v. 10-12% þegar allt (beint og óbeint) er tal- ið, hefur því nær verið þurrkuð út. Sjávar- útvegur og stóriðja hafa orðið að þola verulegar verðlækkanir og sölu- tregðu. Framlag þess- ara atvinnugreina til þjóðarframleiðslunnar minnkar að sama skapi. Svipaða sögu má segja um fjölmargar iðnaðar- greinar. Margar þjón- ustugreinar og verslun hafa orðið að þola enn meiri sam- drátt. Eins og staðan er núna má full- víst telja að þjóðarframleiðsla Ís- lands minnki mjög mikið á þessu ári. Nánar tiltekið eru nú horfur á að hún minnki um 10-15% frá árinu 2019. Þetta merkir að þjóðin hefur 300-450 milljörðum króna minna af raunverulegum verðmætum til að ráðstafa til neyslu og fjárfestinga. Ástæða er til að undirstrika að hér er um gríðarmikið efnahags- högg að ræða, sennilega það mesta í heila öld. Þarf að leita aftur til árs- ins 1920 til að finna svipaða sam- dráttartölu í þjóðarbúskapnum. Jafnvel í kreppunni miklu 1931 og fjármálakreppunni 2008-9, sem Efnahagsleg áhrif Covid-faraldursins og viðbragðanna við hon- um eru að verða skýr- ari. Öfugt við það sem vonir stóðu til í upp- hafi er nú ólíklegt að faraldurinn gangi hratt yfir í heiminum. Hins vegar eru vax- andi líkur á að tak- markanir á manna- mótum og ferðalögum standi fram eftir árinu. Á þetta ekki síst við um millilandaferðir sem íslensk ferða- þjónusta byggist á. Jafnvel eftir að formlegum takmörkunum á ferða- lögum milli landa hefur verið aflétt er sennilegt að í ljósi reynslunnar hugsi fólk sig um tvisvar áður en það velur að leggja aftur í slík ferða- lög. Því muni líða nokkur misseri þar til alþjóðleg ferðamennska kemst í fyrra horf. Minnkun þjóðarframleiðslu Afleiðingar Covid-faraldursins bitna á flestum höfuðgreinum ís- lensks efnahagslífs. Ferðaþjón- ustan, sem lagt hefur beint um 8% til íslenskrar þjóðarframleiðslu og mörgum er í fersku minni, var sam- drátturinn ekki svona mikill. Hinn efnahagslegi raunveruleiki Hvernig sem málunum er snúið er hinn beinharði efnahagslegi raunveruleiki sá að þjóðin mun framleiða miklu minna af verðmæt- um á árinu 2020 en hún gerði á árinu 2019. Munurinn er sem fyrr segir líklega svona 10-15%. Þjóðar- framleiðslan skiptist í fyrstu umferð milli vinnuafls og fjármagns. Hið opinbera tekur síðan sinn skerf af hvoru tveggja. Óhjákvæmilegt er að þessir aðilar taki á sig þennan sam- drátt í einhverjum hlutföllum. Lítið gagn er að því að rífast um þá skipt- ingu. Stóra spurningin er hvernig við sem þjóð bregðumst við þessari vondu stöðu. Ef brugðist er við af skynsemi og fyrirhyggju er unnt að lágmarka tjónið, sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. Sé hins vegar ranglega við brugðist og rasað um ráð fram er hætta á að þetta upp- haflega efnahagsáfall leiði til lang- varandi uppdráttarsýki í þjóðar- búskapnum. Hvað þetta snertir er rétt að hafa hugfast að framleiðslu- geta þjóðarinnar hefur ekki minnk- að. Efnahagskreppan nú stafar ann- ars vegar af minni eftirspurn erlendis og hins vegar þeim tak- mörkunum sem við höfum sjálf sett á atvinnulífið innanlands til að draga úr áhrifum Covid-veirunnar. Þjóðarframleiðslan getur því frá tæknilegu sjónarmiði vaxið aftur hratt og vel. Hvort hún gerir það fer eftir því hvernig tekið verður á vandanum. Hvað getur hið opinbera gert? Mikilvægt er að átta sig á því að hið opinbera, þ.e. ríki og sveitar- félög, getur ekki verið hjálpræði í þessari stöðu. Þessir aðilar eru ekki framleiðendur. Þeir ráðstafa ein- ungis þeirri framleiðslu þjóðarinnar sem hún lætur þeim í té með skött- um. Þeir búa ekki heldur yfir verð- mætum sem unnt er að ausa af þeg- ar í harðbakkann slær. Hugmyndir um að vegna þess að ríkissjóður Ís- lands sé ekki eins skuldsettur og ríkissjóðir sumra annarra landa geti hann komið til hjálpar er misskiln- ingur á eðli efnahagsvandans. Það eina sem hið opinbera getur gert er að hjálpa við að dreifa byrð- unum milli landsmanna og yfir tíma. Ekki er unnt að færa verðmæti sem verða til í framtíðinni til nútímans. Hins vegar kann að vera unnt að telja suma á að minnka sína eyðslu núna gegn því að fá meira í framtíð- inni. Þetta heitir að taka lán. Að því gefnu að við tökum sæmilega réttar ákvarðanir á öðrum sviðum efna- hagslífsins og komumst þar með hratt upp úr yfirstandandi kreppu er efalítið skynsamlegt að ganga á eignir eða taka lán nú til að halda uppi neyslu og fjárfestingu. Gjaldeyrisvarasjóðurinn Þjóðin á einn sjóð raunverulegra verðmæta. Það er gjaldeyris- varasjóðurinn. Í honum liggur mjög há upphæð, nálægt 800 milljörðum króna á litlum sem engum vöxtum. Sjálfsagt virðist að nota hluta þessa sjóðs til að brúa óhjákvæmilegan gjaldeyrishalla vegna kreppunnar og koma þar með í veg fyrir enn frekari gengislækkun krónunnar og verulega verðbólgu í framhaldinu. Eftir Ragnar Árnason » Ástæða er til að undirstrika að hér er um gríðarmikið efnahagshögg að ræða, sennilega það mesta í heila öld. Ragnar Árnason Höfundur er prófessor emeritus. Covid-kreppan: Mesta efnahagshögg í heila öld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.