Morgunblaðið - 21.04.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 21.04.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Þ egar samkomubannið tók gildi og flest hefð- bundin starfsemi þurfti illu heilli að raskast, gerðist líka ýmislegt ánægjulegt. Eitt af því var tvímæla- laust, að bangsar tóku að birtast hér og þar í gluggum, hér á Egils- stöðum eins og á fleiri þéttbýlis- stöðum um landið. Húsráðendur stilltu upp böngsunum til að börnin í bænum eða hverfinu gætu farið í skemmtilegan leik: að ganga um nærumhverfi sitt og leita að böngs- um. Þannig var komið spennandi tilefni fyrir útivist og samverustund foreldra og barna. Svo var hægt að leika sér með þetta á ýmsan hátt: að telja bangsana, leita að stærstu böngsunum eða leita að mjúkdýrum í ólík- um litum. Sjálfum fannst mér gaman að ganga um nærliggj- andi götur með börn- unum mínum og sjá hvað Egilsstaðabúar voru fljótir að taka við sér í að koma fyr- ir böngsum í glugg- unum sínum. Í þessu tilfelli var vissulega bæði ein- falt og ókeypis að taka þátt, enda leynist eflaust bangsi á meirihluta heimila. Skjót viðbrögð fólks- ins minntu mig samt á, að þegar á reynir viljum við sem betur fer gjarnan setja börnin í forgang og allt sem að þeim snýr. Lærisveinar Jesú Krists voru eitt sinn í keppnisskapi og spurðu hann: Hver er mestur í himnaríki? Jesús kom þeim eflaust á óvart þegar hann svaraði spurningu þeirra með því að kalla til sín lítið barn og segja: „Hver sem auðmýkir sig og verður eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki. Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni tekur við mér“ (Matt. 18.4-5). Með þessum orðum, eins og reyndar víðar í guð- spjöllunum, lyftir Jesús barninu sérstaklega að ljósi. Hann vekur at- hygli á aðgæslu við börnin og gerir þau á vissan hátt að fyrirmyndum fyrir trúaða. Hvernig getum við lært af börn- unum? Með hvaða hætti er gott fyrir okkur, sem eldri erum, að auð- mýkja okkur og verða eins og börn? Fyrir það fyrsta eru lítil börn yfirleitt einlæg og segja hug sinn án þess að hafa sérstakar áhyggjur af skoðunum annarra. Við munum sennilega flest eftir ævintýri H.C. Ander- sen um Nýju fötin keis- arans. Þar þurfti jú barn til að benda á að keisarinn var ekki í neinum fötum. Aðrar sögupersónur höfðu ýmist spilað með eða látið blekkjast af lodd- araklæðskerunum! Í annan stað er leik- urinn eitt eðlilegasta tjáskiptaform barnanna. Mörg okkar gleyma því með árunum hvað það er mikilvægt að kunna að gleyma sér í leik. Þessa dagana sakna margir þess vissulega að geta ekki hitt fjölskyldu og vini. Aðrir hafa hins vegar meiri tíma með heim- ilisfólkinu sínu. Ýmiss konar leikir eru frábær leið til að eiga upp- byggileg samskipti við okkar nán- ustu. Kannski munum við kunna betur að meta leiki með fólkinu okkar þegar takmarkanir á sam- komum og samveru verða að baki. Þriðja atriðið sem við gætum nefnt er forvitni barnsins um um- hverfi sitt. Ef þið hafið prófað að fara í gönguferð úti í náttúrunni með börnum vitið þið að það er eins gott að gefa sér nægan tíma, ekki bara af því að gangan þreyti stutta fætur, heldur ekki síður af því að það er svo margt í umhverfinu sem þarf að skoða! Í fjórða lagi er það svo að hjá flestum börnum er stutt í brosið og gleðina. Þau kunna þá list að gleðj- ast og hlakka til ánægjulegra við- burða og eru yfirleitt mun hlátur- mildari en fullorðnir. Að vísu á þessi punktur sér líka skuggahlið, því að aðstæður barna eru misjafnar og auðvitað getur verið dýpra á bros- inu hjá börnum sem búa við lakan aðbúnað. Barnslega gleðin er því líka áminning um að samfélagið okkar eigi að standa á sérstakan hátt vörð um hagsmuni barna. Síðast en alls ekki síst er barnið fyrirmynd í boðskap Jesú vegna þess að það kann að trúa og treysta Guði. Þegar börn læra að biðja og fá að kynnast Jesú í gegnum frásagnir og boðskap Biblíunnar, er þeim gef- in stórkostleg gjöf. Stundum eiga börn auðveldara með að þiggja þá gjöf en við, þau fullorðnu, með alla okkar fyrirvara og tortryggni. Í Jóhannesarguðspjalli (1.12) segir um Jesú: „Öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.“ Jesús kom í heiminn til að við gætum öll fengið að vera börn Guðs. Og rétt eins og börn þarfnast foreldra sinna, þá þurfum við öll á þeim kærleika Guðs að halda, sem birtist í Jesú Kristi. Bangsarnir í gluggunum gleðja börnin og minna á samstöðuna í samfélaginu á krefjandi tíma. Að- stæður líðandi stundar vekja mörg- um vissulega áhyggjur, depurð eða einmanaleika. Í bæn til Guðs meg- um við koma fram fyrir okkar him- neska föður eins og börn. Í trúnni megum við treysta því að þrátt fyrir allt sem á dynur hvílum við örugg hjá honum, líkt og lítið barn sem grúfir sig í traustum faðmi móður eða föður. Guð blessi þig og styrki í þeirri trú. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gluggabangsar „Leikurinn eitt eðlilegasta tjáskiptaform barnanna.“ Bangsi í glugga Hugvekja Eftir Þorgeir Arason Höfundur er sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls. thorgeir.arason@kirkjan.is Þorgeir Arason Hvernig getum við lært af börn- unum? Með hvaða hætti er gott fyrir okkur, sem eldri erum, að auðmýkja okkur og verða eins og börn? Ekki fer á milli mála að veröldin fór á hliðina við COVID-19 þar sem milljónir manna sýkj- ast og tugþúsundir deyja. Í sögunni hefur minna þurft til að setja allt á aðra hliðina. En við svona ástandi eru fá góð ráð og menn spyrja að leikslokum. Talið er að allt fari fljótlega aftur í gang hjá þeim ríkjum sem fljótlega ná tökum á vírusnum og geta í áframhaldi hamlað smiti. Það er lykilatriði. Aðeins þau ríki sem fljótlega ná tökum á vírusnum til frambúðar munu að lokum ná fullum efnahagslegum bata. Annars halda vandræðin áfram og gætu orðið mjög langvarandi og líklegt að efnahagur þar verði lengi mjög brotinn. Ef það gerist í stórum og fjölmennum ríkjum þá verða afleiðingarnar hjá þeim skelfilegar. Margir fóru strax að velta fyrir sér og skoða mjög ítarlega hvernig hag- kerfið og atvinnulífið muni virka þeg- ar ástandinu slotar. Ljóst er að núverandi ástand þar sem fólk er einangrað í kreppunni hefur opnað á gríðarlega möguleika á tölvuvæddri framtíð í algerlega nýj- um hæðum og víddum. Fyrirtækjum er ráðlagt að endurbyggja allar hug- myndir og verkferla þar sem allt er hugsað upp á nýtt, setja upp nýtt plan og prufukeyra þetta núna meðan allt er stopp. Áhrifavaldar og fjármálamógúlar alheimsmarkaða og viðskipta verða mögulega nýir af nálinni. Þeir sem geta boðið nýjar snjallari útfærslur í hverskonar rekstri svo sem flug- rekstri, skipaútgerð, bílaframleiðslu, húsbyggingum og snjallvæddri mat- vælaframleiðslu, fá viðskiptin í fram- tíðinni. Það er talið að þetta muni allt gjörbreytast og að kaup á vörum og þjónustu flytjist líklega alfarið yfir á internetið þar sem stuðningur þekk- ingarkerfa, gagnagrunna og staðlað viðskiptaumhverfi þarf að koma til. Öflugustu hugbúnaðarfyrirtækin eins og Microsoft, þar sem frum- kvöðullinn og forstjórinn Bill Gates spáði fyrir um þessa kreppu 2015, eru að öllum líkindum tilbúin með allar snjall-lausnirnar. Þegar stefnir í að öflugustu hugbúnaðarlausnirnar geti veitt mönnum forskot og þá verða örugglega breytingar. Framtíðarslagurinn mun fara fram í tölvuskýi en ekki með herafli. Það mundi enginn vita á hvað ætti að skjóta til að vinna – ekki frekar en að vírusinn er ekki skotmark hergagna. Stefnumótandi ákvarðanir leiðandi stjórnmálamanna verða líklega lítils nýtar í þessum slag þar sem áherslurnar og get- an til að koma einhverju í gegn er ekki háð ákvörð- un eða tilmælum eins eða neins. Það verða snjallar lausnir, djarfar og fag- legar ákvarðanir sem munu leiða vinningshaf- ana. Snillingar með öflug tölvukerfi í höndunum munu ná árangri eins og spár gera nú ráð fyrir. Undirbúningurinn fer í að tengja fyrirtæki, hag- og stjórnkerfi ríkja við nýja tegund gagnagrunna og þekkingarkerfa með gervigreind. Þeir sem ætla að taka þátt þurfa að aðlaga sig að þessum nýja veruleika og hafa tæknilega snilld og þekkingu til að byggja upp nettengdar þekk- ingar- og ráðgjafarmiðstöðvar (e. Nerve Centres) eða kaupa slíka þjón- ustu. Í nýrri framtíðarsýn er ný kynslóð margfalt öflugrar farsímagræju með innbyggða gervigreind þar sem al- menningur og fyrirtæki geta haft miklu betri stjórn á áhættu eða tæki- færum í kringum sig. Fólk þarf að sækja upplýsingar til fjölmargra aðila og gagnasafna og vinna í símagræj- unni greiningar á nýjum álitaefnum, ákvarðanatöku, fjármálum og við- skiptum o.s.frv. með upplýsingum sem fólki hefur ekki dottið í hug hing- að til að skiptu neinu máli. Nýir farsímastaðlar svo sem 5G sem eru margfalt hraðvirkari en nú- verandi kerfi hafa nú þegar verið teknir í notkun og verður einn horn- steinninn að þeirri upplýsingasnjall- væddu þekkingarframtíð sem við blasir. Í dag er nú þegar hægt að greina þá sem líklega verða undir í þessum slag út frá því hvernig einstök lönd hafa náð árangri í baráttu við yfir- standandi vírussýkingar. Tilfinningar munu víkja og það er engin tilviljun að Kanadamenn og fleiri eru að skoða íslensku leiðina. Það er allt undir í að ná árangri í framtíðinni sem byggist á því að ná stjórn á veirunni og að hemja sýk- inguna eftir að allt fer aftur af stað. Um það snýst málið til framtíðar. Það er ekki nóg að ná veikindunum niður núna heldur þurfa ríki að hafa fram- tíðarstjórn á ástandinu. Annars held- ur neyðarástandið einfaldlega áfram. Ísland er að fikra sig inn á áhuga- verðar og árangursríkar brautir í glímu við vírusinn svo eftir er tekið. Hjá okkur er verið að vinna við að takast á við ástand hvers dags en einnig verið að leysa stjórnun á vandamálinu til frambúðar með mjög ábyrgum hætti þannig að veikindin rjúki ekki upp aftur. Fyrirtæki munu setja verndun á sínu dýrmæta starfsfólki í forgang auk þess að nota núverandi ástand til að sækja sér nýja, öfluga og ómet- anlega sérfræðinga sem geta byggt upp þessa nýju framtíð. Allt stjórn- og stýrikerfi fyrirtækja endurnýjast á nýjum þekkingargrunni og þau fyrirtæki sem ekki hafa getu til að að- lagast tafarlaust nýrri framtíð gætu lent í miklum vandræðum. Hinir nýju skapandi sérfræðingar, karlar og konur, stjórnendur og lykil- menn eru oftar en ekki með mikla þekkingu, færni og reynslu á sínu sérsviði auk öflugrar þekkingar í list- eða félagslegum greinum. Strax aftur af stað eftir COVID-19 Eftir Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson »Undirbúningur fyrir framtíðina eftir Co- vid-19 miðast að því að tengja fyrirtæki, hag- og stjórnkerfi við nýtt og snjallt nettengt þekk- ingarviðskiptakerfi. Höfundur er BSc MPhil byggingaverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.