Morgunblaðið - 21.04.2020, Síða 17
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020
9,9%
fretta-
bladid.is
14,0%
Fréttablaðið
8,8%
visir.is
9,7%
ruv.is
6,1%
RÚV:
útvarp/
sjónvarp
2,8%
Bylgjan/
Stöð 2
4,2%
DV
6,4%
dv.is
38,0%
38,0% allra frétta frá tíu stærstu fréttamiðlum landsins koma
frá fréttastofu Morgunblaðsins og mbl.is. Þessi elsta fréttastofa
landsins er mönnuð reynslumiklu fagfólki sem hefur aðeins eitt
markmið — að miðla vönduðum fréttum og fjölbreyttu efni til
lesenda á hverjum degi.
Ekki missa af því sem skiptir máli.
Komdu
í áskrift
strax
í dag
Sím
i 569 1100
m bl.is/a s kri
ft
Við skrifum fleiri fréttir
Heimild: Creditinfo - Fjölmiðlavaktin 2020
18,8%
Morgun-
blaðið
19,2%
mbl.is
Í Morgunblaðinu
14.4. 2020 var birt ágæt
grein eftir Jónas Elías-
son prófessor með yfir-
skriftinni: „Raforku-
vinnsla á Íslandi: Aftur
á byrjunarreit?“ Í
greininni ræðir Jónas
um samskipti Lands-
virkjunar og Rio Tinto,
sem er eigandi álverk-
smiðju ÍSAL í
Straumsvík.
Samningur Lands-
virkjunar og ÍSAL
Viðskiptasamningur um sölu á raf-
orku frá virkjunum Landsvirkjunar
til ÍSAL hefur verið í gangi samfellt
síðan 1970 eða í hartnær 50 ár.
Samningurinn hefur verið íslensku
þjóðfélagi til mikilla hagsbóta. Með
honum var riðið á vaðið með nýtingu
vatnsorku í stórum stíl hér á landi.
Almennt séð hafa allt frá upphafi
verið góð samskipti milli ÍSAL og
Landsvirkjunar, sem í rauninni er
nauðsynlegt í svo löngu og farsælu
samstarfi. Þetta hefur breyst á
undanförnum árum.
Svo virðist sem upphaf þeirra
hnökra megi rekja til ársins 2010,
þegar nýr forstjóri Landsvirkjunar
hóf störf, en sama ár var gengið frá
nýjum orkusölusamningi við ÍSAL.
Annars vegar komu til undirbúnings-
ráðstafanir ÍSAL ef til lokunar á
verksmiðjunni kæmi og hins vegar
kvartaði Landsvirkjun yfir framferði
ÍSAL og sagði þær vera hótanir í
sinn garð.
Þetta hefur haft neikvæð áhrif á
samskipti fyrirtækjanna.
Orkuverð í samningnum 2010 var
tengt neysluvísitölu í Bandaríkj-
unum en hafði áður verið tengt ál-
verði á heimsmarkaði. Síðan þá hefur
álverð fallið verulega einkum vegna
stóraukinnar framleiðslu Kínverja á
áli og ekki bætir kórónuveiran
ástandið. Á tímabilinu hefur neyslu-
vísitala í Bandaríkjunum farið
stöðugt hækkandi og er
nú svo komið að orku-
verð Landsvirkjunar til
ÍSAL er orðið 38%
hærra en það hefði ver-
ið ef álverðstenging
hefði gilt og er þar mið-
að við CPI vísitölu 258
og álverð 1494 USD/
tonn. Einnig mætti
nefna önnur atriði í
samningnum, t.d. að
hann skuli gilda til
langs tíma eða til ársins
2036 og með um 80%
kaupskyldu.
Það er með ólíkindum að ÍSAL
skuli hafa látið hafa sig út í þetta á
sínum tíma og mætti halda að þeir
hafi hreinlega gert reiknivillu í mati
sínu á samningnum eða alla vega
gert herfileg mistök í mati á mögu-
legri þróun verðvísa.
Þáttur Harðar Arnarsonar
Þegar Hörður Arnarson tók form-
lega við starfi forstjóra Landsvirkj-
unar í ársbyrjun 2010 lét hann í ljós
þau áform sín að breyta ætti starf-
semi Landsvirkjunar yfir í markaðs-
drifið fyrirtæki sem mundi einbeita
sér að því að græða peninga með öll-
um ráðum, til hagsbóta fyrir eig-
endur þess sem er hinn íslenski al-
menningur.
Byggði hann upp markaðsdeild
innan Landsvirkjunar og fyllti deild-
ina af konum til að gæta jafnréttis.
Hóf hann umfangsmiklar rannsóknir
á þeim ákvörðunum sem leiddu til
byggingar Kárahnjúkavirkjunar
með það að markmiði að sýna fram á
hversu óhagkvæm sú framkvæmd
var. Sá málarekstur var allur með
ólíkindum en í raun var virkjunin
tækniundur sem ávallt hefur staðist
ýtrustu kröfur. Gagnrýni forstjórans
á eigin virkjanir þótti óverðskulduð.
Þáttur Halldórs Ásgrímssonar
Svo langt gekk þetta á stundum að
jafnvel Halldór Ásgrímsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra, sá ástæðu til
að heimsækja forstjórann og ræða
við hann um þetta málefni. Fundur-
inn var haldinn eftir að Halldór lauk
starfi í Kaupmannahöfn 2013. Hall-
dór sagði mér frá fundinum og að
það hefði verið fátt um svör frá hendi
forstjórans þegar hann gekk eftir
þeim. Hann útskýrði fyrir forstjór-
anum að það hefði aldrei verið hug-
myndin með Kárahnjúkavirkjun að
Landsvirkjun rukkaði fyrir raforku
umfram það sem eðlilegt mætti telj-
ast heldur ætti fyrst og fremst að
hugsa um heildarhagsmuni þjóðar-
innar. Halldór var lykilmaður í að
koma á fót Kárahnjúkavirkjun og ál-
veri ALCOA á Reyðarfirði.
Því miður féll Halldór skyndilega
frá á vormánuðum 2015. Hann var
því ekki til staðar þegar umræða
hófst 2017 um stofnun á Þjóðarsjóði
þar sem arður Landsvirkjunar af
raforkusölu væri lagður inn, en
tekjur sjóðsins færu í að versla með
verðbréf í erlendum kauphöllum.
Þessi hugmynd kom frá forstjóra
Landsvirkjunar, en fyrirtækið átti að
halda uppi tekjum sjóðsins. Það hef-
ur ekki hljómað vel í eyrum hinna
stóru viðskiptavina Landsvirkjunar
að þeir væru að greiða svo mikið fyr-
ir raforkuna að það væri grundvöllur
að slíkum sjóði og sem var líkt við
olíusjóð Norðmanna.
Ég var búinn að nefna við Halldór
að hann skrifaði eitthvað niður um
aðdraganda,
byggingu og
fyrstu rekstrarár
Kárahnjúka-
virkjunar og tók
hann líklega í það. Ekkert fannst um
það mál að honum látnum.
Lokaorð
Með þriðja orkupakkanum verða
nýir viðskiptahættir með raforku
innleiddir hér á landi. Markaðs-
hönnun er þar afar mikilvæg, en
Landsnet stendur fyrir verkinu og
hefur fengið til þess erlent ráðgjaf-
arfyrirtæki. Ekkert hefur ennþá
heyrst um hvernig verkinu vindur
fram, en maður bara vonar það
besta. Þá ætti að verða handhægara
að tengja orkusölusamninga við al-
þjóðlega viðskiptahætti í stað þess að
þurfa að sérhanna heimatilbúnar
lausnir. Þarna koma þá væntanlega
staðlaðir raf-
orkumarkaðir
við sögu og þá
munu sjálf-
tökugjaldskrár
orkufyrirtækja
ljúka sínu skeiði
og frjáls sam-
keppni taka við.
Það á að
hætta þessu
þjóðarsjóðsrugli
og drífa í að
endurskoða
samninginn við
ÍSAL, með
sanngirni í
huga.
Orkusölusamningur
Landsvirkjunar og ÍSAL
Eftir Skúla
Jóhannsson » Það á að hætta þessu
þjóðarsjóðsrugli og
drífa í að endurskoða
samninginn við ÍSAL,
með sanngirni í huga.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er
verkfræð-
ingur.
skuli@veldi.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla
útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morg-
unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er
notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom-
andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið
er nóg að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan
sólarhringinn.
Nánari upplýs-
ingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðs-
ins alla virka daga í
síma 569-1100 frá
kl. 8-18.