Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 ✝ Arndís LiljaNíelsdóttir fæddist 10. janúar 1935 í Reykjavík. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 3. apríl 2020. Foreldrar: Jón Níels Carlsson, stórkaupm. f. á Stöðvarf. f. 21.4. 1897, d. 9.5. 1984, og Kristjana Guðrún Kristjáns- dóttir, f. í Hafnarf. 27.9. 1912, d. 21.12. 1952. Kjörmóðir Arn- dísar: Kristjana Þórdís Árna- dóttir, f. í Reykjavík 10.12. 1903, d. 9.5. 1986. Hálfsystkini sammæðra: Kristján Gíslason, Bergsteinn Eiríkur Gíslason, Helgi Gíslason og Lilja Gísla- dóttir. Maki: Ásgeir Beck Guð- laugsson, f. 18.12. 1929, d. 1.11. 2008. Áður kvæntur Guðrúnu Þorkelsdóttur, f. 19.2. 1933. Barn: Larry Guðlaugur, m. Kathy Ann Balatoni. Börn: 1) Caitlin Laura, m. David Greene, barn: Laura Quinn, 2) Larry Allan, m. Anli Worthing- ton. Kv. 3. júlí 1956. Börn: 1) Kristjana Þórdís, tónlistark. f. Plocharski. 6) Níels Árni raf- virki f. 1965. M1 Sue Ukachi Ogbuagu Ásgeirsson, þau skildu. Barn: Makela Urenna Arndís. M2 Denice Baker. Langömmubörnin eru 24. Arndís ólst upp á Laugavegi 37 og 39 í Reykjavík. Hún gekk í „Grænuborg“, Austurbæj- arskólann, Laugarnesskóla og eftir 12 ára bekk fór hún í Kvennaskólann og síðan í Hús- mæðraskólann á Varmalandi 1953. Hún starfaði við barnapöss- un, var umboðsmaður fyrir HHÍ og fleira. 1977 fór hún til starfa hjá Rauða krossinum og síðar í verslunina Casa, þá vann hún hjá Iceland Review og síðan hjá Arnarflugi í 10 ár, hjá Ferðaskrifstofunni Sögu og í eldhúsinu hjá Úrval-Útsýn og Samvinnuferðum-Landsýn. Þá vann hún stutt í eldhúsi Breið- holtsskóla en 1995-2005 er hún í kennaraeldhúsinu við Hvassa- leitisskóla og síðustu starfsárin vann hún í Íþróttahúsi fatlaðra í Reykjavík. Dísa var stofnfélagi í Sina- wik klúbbnum í Reykjavík 1969 og Kvenfélagi Breiðholts 1970 og sat í stjórn þeirra. Þá tók hún virkan þátt í kirkjustarfi eldri borgara í Fella- og Hóla- kirkju og í Prjónakaffi í Gerðu- bergi síðustu ár. Útförin verður frá Kapell- unni í Hafnarfirði kl. 13 í dag. Minningarathöfn fer fram síðar þegar aðstæður leyfa. 1957, m. Guðni Gíslason, innan- hússarkitekt og ritstjóri. Börn: a) Gísli, m. Jessica Capwell, b) Krist- ján, m. Aðalheiður Millý Steindórs- dóttir, c) Jakob, m. Guðný Helgadóttir, d) Smári, m. Sandra Birna Ragnarsdóttir, e) Jón, f) Vignir. 2) Guðrún, f. 1958. M1: Gunnar Jóhannsson. Þau skildu. Börn: a) Árni Beck, m. Mie Rasmussen, b) Guðrún Björg, m. Pétur Ingi Pétursson. M2: Guðmundur Tómasson. Börn: a) Tómas, m. Gunndís Eva Einarsdóttir, b) Ragnar, m. Guðbjörg Pálsdóttir. 3) Níels, f. 1960, d. 1960. 4) Lilja Petra, líf- eindafr. f. 1961, m. Erlendur Magnús Magnússon vagnstjóri. Börn: a) Ásgeir Þór, m. Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir, b) Jón Ingi, c) Heiðdís, m. Jon Olof Täpp, e) Unnar Freyr. 5) Guð- laug leikskólakennari, f. 1962, m. Eiríkur Arnarson bygging- artæknifr.. Börn: a) Óskar, m. Jóhanna Gísladóttir, b) Grétar, m. Hulda Guðlaugsdóttir, c) Dagbjört Helga, m. Maciej Með söknuði kveðjum við móð- ur og tengdamóður. Segja má með sanni: „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag“. Ekki hafði hvarflað að okkur að geta ekki dvalið hjá henni síðustu stundirnar. Hún er nú laus við þær þján- ingar sem hún vaknaði við í byrj- un febrúar síðastliðinn. Meinið hafði tekið sig upp að nýju af full- um þunga og ekki varð við ráðið. Síminn er þagnaður og skila- boðaskjóðan tóm. Ekki lengur spurt hvernig hafið þið það. Takk fyrir umhyggjuna og fyr- ir að vera alltaf til staðar. Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes út Kötlum) Hvíl í friði, elsku mamma. Guðrún og Guðmundur. Mamma var alltaf svo blíð og góð við alla sem hana umgengust. Ég man þegar ég var að alast upp í Urðarstekknum, næstyngst af mínum systkinum, að oft var mik- ið um að vera á heimilinu. Mamma vann heima meðan við vorum að vaxa úr grasi og gegndi þá ýmsum aukastörfum auk þess að sjá um stórt heimili. Hún var meðal annars umboðsmaður HHÍ og rak Stigaleigu sf. í félagi með pabba og bróður hans. Hún tók að sér börn í dagvistun auk þess sem hún leigði út herbergi í kjallaran- um til menntaskólanema. Þannig tókst henni að auka tekjur heim- ilisins. Leigjendurnir voru einnig í fæði hjá mömmu og pabba þann- ig að það voru oft margir í mat og glatt á hjalla. Mamma var alltaf að. Hún saumaði föt á okkur þegar við vor- um lítil og oft á tíðum var saumað upp úr einhverri gamalli flík. Hún var húsmæðraskólagengin og lék handverkið í höndunum á henni. Ef hún var ekki inni að stússa þá var hún úti í garði að hreinsa beð, hlúa að blómunum sínum og snyrta til. Enda var garðurinn í Urðarstekknum alltaf vel snyrtur og fallegur. Og þegar hún flutti í Boðahleinina skipti það miklu máli að geta haft smá garð til að dytta að og laga og bæta við blóm- um hér og þar. Jólaundirbúningurinn var hennar uppáhaldstími. Bakaðar voru margar sortir af smákökum, lagtertur, marmarakökur, sand- kökur og fleira. Mamma og pabbi voru sam- taka í uppeldinu og því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau veittu okkur það sem við vildum, innan skynsemismarka, studdu við bak- ið á okkur, hvöttu okkur til náms og dáða, glöddust með okkur þeg- ar vel gekk, hugguðu okkur þegar eitthvað bjátaði á. Æskuár mín voru mjög ljúf og á ég það því að þakka að við áttum kærleiksríka foreldra. Þau voru samstiga í gegnum lífið. Mamma og pabbi voru dugleg að styðja við bakið á börnum sín- um og aðstoðuðu þau okkur á ýmsa lund. Pabbi var liðtækur að koma að smíða með Rikka þegar við byggðum framtíðarheimili okkar hér í Baughúsum, og mamma var dugleg að passa krakkana fyrir okkur ef á þurfti að halda. Henni fannst ekki til- tölumál að flytja inn á heimilið ef við skruppum til útlanda og þá komu þau bæði, pabbi og mamma. Þegar pabbi veiktist var aðdá- unarvert að fylgjast með mömmu sinna honum af ást og virðingu. Eftir að pabbi dó fann mamma sinn takt í lífinu til að halda áfram með fjölskyldu, vinum og ætt- ingjum sem hún elskaði og hlúði að á sinn einstaka hátt. Fjöl- skyldan var henni allt. Hún hafði unun af því að fara á tónleika, danssýningar, fimleikasýningar og allt það sem börnin okkar og barnabörnin tóku sér fyrir hend- ur. Nú er mamma komin í sum- arlandið til pabba og þau farin að dansa og leika sér eins og þau gerðu forðum. Við sem eftir lifum getum yljað okkur við skemmti- legar minningar, fallega brosið þeirra og smitandi hlátur. Minn- ingin um yndislega móður mun lifa þar til við hittumst aftur. Elsku mamma, ég sakna þín og mun gera mitt besta til að halda merki ykkar pabba á lofti, merki glaðværðar, umburðar- lyndis, væntumþykju, samstöðu og manngæsku. Hvíl í friði mamma mín. Þín dóttir, Guðlaug. Elsku mamma, nú ertu endur- fædd inn í ljósið og getur aftur dansað við pabba og skotist með hugsun einni saman á milli allra afkomenda þinna þó yfir höf og lönd sé að fara. Nú eru engar lík- amlegar eða efnislegar hömlur lengur sem aftra þér. Þú varst alltaf til staðar, það var sama hvað við tókum okkur fyrir hendur hvort sem var í æsku eða á síðustu árum. Þú varst með púlsinn á öllu sem var í gangi hjá afkomendum þínum, vinafólki og ættmennum. Í veik- indum pabba varst þú stoðin og styttan, hjúkkan sem þú aldrei lærðir að verða en tókst samt svo vel til í því hlutverki meðan þörf var á. Þú varst eiginlega aldrei kyrr, hugsaðir vel um heilsu þína og bjóst okkur svo fallegt heimili þar sem kærleikur þinn umvafði alla gesti og gangandi. Þú ólst upp í stóru húsi þar sem ættmenni fengu sitt fyrsta húsnæði er þeir fluttu utan af landi til borgarinnar. Þó þú værir næstyngst í frændsystkinahópn- um tengdist þú hópnum á ein- stakan hátt og hélst þeirri teng- ingu lifandi alla ævi, nú síðustu árin með reglulegum heimsókn- um á hin ýmsu heimili fyrir eldri borgara þessa lands. Ein þeirra sem nutu þessarar umhyggju þinnar var tengdamamma sem bjó í næsta húsi við þig. Til henn- ar fórstu í hverri viku, sóttir hana upp á herbergi ef hún var ekki komin niður í danssal þegar þú mættir og þú dansaðir við hana síðast í 100 ára afmælinu hennar aðeins 10 dögum áður en hún lést í desember sl. Þú færðir okkur fréttir af henni vikulega er við bjuggum erlendis sl. 5 ár og við erum svo þakklát fyrir það. Það hefur verið svo magnað að fylgjast með þér í gegnum veik- indi þín síðasta árið, þú ætlaðir þér að verða 90 ára en það hafðist ekki alveg en vilji þinn og trú færði þér og okkur aukamánuði. Góða mánuði sem við erum þakk- lát fyrir. Síðustu vikurnar á sjúkrahúsi þar sem við fengum um tíma ekki að heimsækja þig hélst þú áfram að brosa og njóta tengingar við okkur á þann hátt sem mögulegur var. Annað var ekki í stöðunni að þínu mati. Þú naust þess að hlusta á ferðasög- urnar um Ísland frá 1814-15 og 1924 sem við systkinin skiptumst á að lesa upphátt er við sátum hjá þér um leið og við hlustuðum á Ragga Bjarna syngja lögin sem þú elskaðir. Þá fórstu á vit minn- inganna. Þú þekktir landið okkar betur en margur enda hafðir þú ferðast um það allt frá barnæsku og þú byrjaðir snemma að kenna okkur örnefni þeirra staða er við fórum um. Það er svo margt sem þú hef- ur kennt okkur en ekki síst að taka utan um fólkið okkar, að elska og virða náungann og rækta frændgarðinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund.. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, (Valdimar Briem) Þú varst einstök fyrirmynd, elsku mamma mín, og minningin um þig lifir. Þín ástkær dóttir Lilja Petra Ásgeirsdóttir. Hún var einstök kona hún Arn- dís Lilja Níelsdóttir. Hún sendi mér fingurkoss út um gluggann á líknardeildinni í Kópavogi örfáum dögum fyrir andlátið og reyndist það vera síðasta kveðja hennar, fingurkoss og bros, þó að hún vissi hvert stefndi og mátturinn væri þrotinn. Ég kynntist þessari brosmildu konu fyrir tæpum 44 árum. Þá var ég farinn að slá mér upp með dóttur hennar sem svo varð eig- inkona mín. Mér var tekið afskap- lega vel og ekki síst af henni Dísu sem ávallt var tilbúin til að hjálpa öllum og með bros á vör. Það var brosið sem einkenndi hana. Bros- ið sem hjálpaði henni í gegnum súrt og sætt, einlægt bros sem hún dreifði svo víða. Hún varð aðeins 85 ára gömul, hún tengdamóðir mín. Ég segi að- eins því einhvern veginn bjóst maður við að hún lifði að eilífu. Þvílíkur var þróttur hennar og lífsgleði þrátt fyrir að hafa misst Ásgeir, eiginmann sinn, úr Alz- heimerssjúkdómi allt of snemma. Í þessum erfiða sjúkdómi var hún styttan við hlið hans og ekkert fannst henni sjálfsagðara. Eftir að hann dó fann hún sér farveg í að heimsækja ættingja og vini á sjúkrastofnanir og ekki síður að fylgjast með barnabörnunum sem fjölgaði stöðugt. Dísa ræktaði frændgarð sinn og grúskaði mikið í gömlum myndum og bréfum sem hún átti frá foreldrum sínum og afa og ömmu. Hún þekkti söguna vel og tengdi við myndir og muni sem hún átti ógrynni af. Já, hún Dísa hafði þann ókost að geta ekki hent neinu. Ýmsir græddu á því en hún var dugleg að fara með ýmsa gamla muni á söfn og gefa þeim sem gátu nýtt þá. En með henni hverfur fróðleikur sem við sem á eftir komum erum oft of værukær með að halda til haga. Þannig týnist tíminn og hún Dísa er ekki lengur á meðal okk- ar. Hún mun þó lifa áfram í huga okkar og mörg barnabarnabörnin ná að eiga góða minningu um langömmu sína sem og auðvitað allir 46 afkomendur hennar auk tengdabarna og vina. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka fyrir samfylgdina í öll þessi ár og allt það sem hún hefur gert fyrir okkur Kristjönu og strákana okkar og fjölskyldur. Ég færi öllum sem hana þekktu sam- úðarkveðjur og þakkir. Guðni Gíslason. Nú kveðjum við með söknuði Arndísi Níelsdóttur, eða Dísu eins og hún var ávallt kölluð, tengdamóður mína sem ég hef nú þekkt í nærri 40 ár. Dísa og Ásgeir voru alla tíð samstiga í heimilishaldinu. Hún vann utan heimilis eftir að börnin voru uppkomin auk þess að sinna áfram heimagistingu. Hafi ein- hverjum ekki verið ljós dugnaður hennar og þrautseigja þá duldist það engum eftir að Ásgeir veikt- ist. Hún barðist í gegnum öll vandamálin sem því fylgdu en gat þó alltaf verið stoð og stytta hjá fjölskyldunni og hvernig hún sinnti Ásgeiri í gegnum margra ára veikindi hans er ofar mann- legu afli. Hún lét veikindi hans þó ekki draga sig niður, var duglegri en nokkur að taka þátt í hinum ýmsu mannamótum og alltaf með Ás- geir sér við hlið meðan hann lifði. Dísa fékk sér lítinn sendibíl og kom fyrir dýnum þannig að í hon- um mátti gista. Á þessum bíl fór hún með Ásgeiri um allt land og heimsótti vinafólk. Já, hún átti vinafólk um allt land og þeir sem þekkja til vita að þarna er ég að gera lítið úr hlutunum. Dísa hefur alltaf verið sérlega félagslynd og vinur vina sinna og var hún oftar en ekki sú sem hélt saman göml- um vinahópum alveg fram undir það síðasta. Það er ekki lengra en ca. 6 ár síðan hún gekk með okkur upp að Heljarkambi frá Básum án nokk- urra vandræða og trítlaði Kattar- hryggina með minniháttar að- stoð. En eins og fram hefur komið tók Dísa alltaf fullan þátt í veislum og mannamótum alveg fram undir það síðasta. Ekki var haldin veisla án þess að Dísa væri þar og fylgdist vel með og hún hélt mun betur út en margir sér yngri. Seinni hluta febrúar sl. var löngu skipulögð gifting í ættinni. Barnabarn hennar var að gifta sig. Einhver hefði talið að Dísa yrði að halda sig til hlés vegna veikinda sinna en svo var aldeilis ekki. Hún fylgdist nákvæmlega með allri athöfninni og var í veisl- unni langt fram á kvöld. Það var henni líkt þegar hún sussaði á mig svo ég truflaði hana ekki þegar hún var að hlusta af nákvæmni á fremur groddalegt myndband frá steggjakvöldi brúðgumans. Elsku Dísa, hvíl í friði. Þinn tengdason- ur, Eiríkur Arnarson. Amma Dísa hafði alltaf eitt- hvað fyrir stafni. Allt frá því að sitja og prjóna næstu peysu á okkur afkomendurna, dansa með vinum sínum á Hrafnistu út í það að ferðast um landið og oftar en ekki bauð hún okkur með. Heim- sóknirnar í Urðastekkinn voru líka alltaf skemmtilegar. Þegar við vorum ekki að horfa á Nonna og Manna á VHS, þá lékum við okkur í garðinum á meðan amma dundaði sér í beðunum eða hlup- um út á róló og lékum okkur þar. Þegar til baka var komið fengum við ristað ömmubrauð með nóg af smjöri. Veislurnar í Urðastekk voru líka ógleymanlegar, húsið fullt af fólki, spilaborð í hverjum krók og auðvitað amma í essinu sínu að bera fram kökur og góð- gæti. Þegar kom að veislum hjá öðrum, þá mætti amma alltaf fyrst með eina eða þrjár banan- arúllutertur og hjálpaði svo til við undirbúninginn. Þegar veislunni var að ljúka var alltaf hægt að finna ömmu inni í eldhúsi að ganga frá öllu því hún var alltaf sú síðasta til að fara úr veislum og rétti hjálparhönd við öll tækifæri. Amma ferðaðist mikið, bæði innan- og utanlands. Hún kom í heimsókn til Óskars og Jóhönnu í Bergen þegar þau bjuggu þar og tókst þar að vera fyrsta og eina manneskjan til að draga Óskar upp á topp Ulriken, fjallsins sem gnæfir yfir Bergen. Einnig kom hún í heimsókn til Álaborgar þeg- ar við systkinin Dagbjört og Grét- ar bjuggum þar og naut þess að ferðast með okkur um Jótland. Hún var líka dugleg að taka rútu innanlands í heimsóknir til vina og vandamanna og kom eitt sinn til Ísafjarðar og hitti okkur Dag- björtu og Grétar og tók okkur með í ferðalag um svæðið. Við fór- um upp á Bolafjall, fórum með bát út á Hesteyri þar sem allar hlíðar voru gjörsamlega tæmdar af blá- berjum og fórum í heimsókn til skólasystur hennar í Bolungarvík sem hún hafði greinilega haldið góðum samskiptum við og sást það langar leiðir hversu stolt hún var af okkur. Amma Dísa bjó hjá okkur í Baughúsum um tíma og vorum við systkinin því svo ótrúlega heppin með að fá að fylgjast með þessari ofur konu í sínu daglega stússi. Alltaf var dagskrá og eitt- hvað fyrir stafni og langoftast voru það heimsóknir eða viðburð- ir með vinkonum sínum eða ætt- ingjum, já eða leikfimi sem hún var mjög dugleg að mæta í enda var hún með eindæmum spræk alla tíð þar til veikindin fóru virki- lega að taka sinn toll. Hún amma okkar hefur alið af sér fleiri afkomendur en margir og henni hefur alltaf tekist með verki, orðum og ást, að vera ein- hver besta fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér og við getum varla í orðum lýst hversu stolt við erum af að hafa hana fyrir ömmu.Hvíl í friði, elsku amma Dísa. Við biðj- um að heilsa afa. Óskar, Grétar og Dagbjört Helga. Arndís Lilja Níelsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA HELGADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugardaginn 18. apríl. Jarðarför mun fara fram í kyrrþey. Anna Guðfinna Stefánsdóttir Sigurður Sveinn Jónsson Ragnheiður Stefánsdóttir Stefán Stefánsson Sólveig Hjördís Jónsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.