Morgunblaðið - 21.04.2020, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Grafarvogskirkja Félagsstarf eldriborgara fellur niður þriðjudaginn
21. apríl vegna samkomubanns.
Korpúlfar. Yndislegu Korpúlfar og co., Allt félagsstarf liggur niðri en
hvetjum alla til að hreyfa sig eftir getu, borða hollt og fara varlega á
óvissutímum. Takk fyrir hversu vel þið haldið utan um hvert annað
með símhringingum og samskiptum á veraldarvefnum. Hlýjar
kveðjur til ykkar allra og velkomið er að hafa samband rafrænt t.d. í
gegnum fb. síðu Korpúlfa eða hringja í síma 662-5058.
Kærleikskveðja.
Seltjarnarnes Jæja gótt fólk. Tíminn líður og nú fer vonandi að styt-
tast í að við fáum einhverjar upplýsingar varðandi okkar áframhald.
Höldum áfram að sýna þolinmæði og bjartsýni. Höldum íka áfram að
viðhalda hreinlæti og spritta. Hugið að nærinu og hreyfingu.
Vonum að allir séu við góða heilsu. Eins og áður þá er fólki velkomið
að senda ábendingar á fb síðuna. Einnig má hringja í Kristínu í síma
893 9800.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Málarar.
Tökum að okkur alla almenna
málningarvinnu, mjög sangjarnir
í verðum.
Upplýsingar í síma 782-4540 eða
loggildurmalari@gmail.com
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
✝ Sólveig Þór-unn Hervars-
dóttir fæddist í
Súðavík í Álfta-
firði 5. september
1932. Hún lést á
Landakotsspítala
11. apríl 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmunda
Eiríksdóttir, f. 19.
desember 1909, d.
5. júlí 2005, og
Hervar Sigurvin Þórðarson, f.
29. september 1906, d. 21. júlí
1985.
Systkini Sólveigar eru: Ósk-
ar, f. 17. júní 1930,
d. 10. febrúar
1998; Fanney, f.
17. júní 1931, d.
17. september
2000; Birna, f. 7.
desember 1933, d.
8. mars 2009;
Svanhildur f. 26.
janúar 1936, d, 8.
desember 2009; Ei-
ríkur, f. 14. sept-
ember 1938; Dóra,
f. 4. september 1939; Hafsteinn
Gunnar, f. 19. febrúar 1943, d.
5. september 1943; og Jón
Trausti, f. 19. ágúst 1945.
Sólveig eignaðist soninn
Rúnar Jóhannes Garðarsson
25. janúar 1952, hann er giftur
Rochell Garðarsson, f. 4. mars
1965. Börn hans eru Andrés
Pétur, Ryan Philip og Eric.
Sólveig giftist 31. desember
1959 Leifi Ásgrímssyni. Börn
þeirra eru: 1) Haukur, f. 1.
desember 1958, d. 15. sept-
ember 1988. 2) Linda Hildur,
fædd 25. apríl 1960, gift Ósk-
ari Sigvaldasyni, f. 10. október
1962. Börn hennar eru Leifur,
Íris, Haukur og Ívar Örn. 3)
Drengur, f. 1962, lést við fæð-
ingu.
Langömmubörnin eru fimm,
Logi Freyr, Gabriela Linda,
Sólveig Cramer, Mikael Leó og
Aþena Mía.
Vegna ástandsins í sam-
félaginu fer útförin fram í
kyrrþey 21. apríl 2020.
Elsku mamma, nú hafa leiðir
skilið. Það er erfitt að hugsa til
þess að hafa þig ekki lengur hjá
mér. Ég vil þakka þér fyrir sam-
fylgdina. Betri móður var ekki
hægt að fá í lífslottóinu. Alltaf
gat ég leitað til þín með hvað
sem var, hvort sem það var að
tala um daginn og veginn, passa
fyrir mig ömmubörnin eða bara
gera okkur glaðan dag saman.
Ég mun sakna þín en ylja mér
við ljúfar minningar um okkar
góða samferðalag.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín.
Í þeim las ég alla,
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita –-
hjarta, er sakna’ ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Kveðja, þín dóttir
Linda.
Elsku amma.
Þegar við hugsum um ömmu
þá hugsum við um blóm og
blómailm. Dálæti hennar á
blómum var óendanlegt. Lagið
Liljan kemur upp í hugann og
þau systkinin trallandi saman á
ættarmóti, þetta er alveg
ógleymanlegt.
Það hefur verið svo erfitt að
kveðja þig. Þú varst ein sú besta
kona sem til hefur verið. Við
höfum oft talað um það systk-
inin hvað það var alltof gott að
vera hjá ykkur afa. Þú varst
alltaf svo hugulsöm og blíð.
Okkur leiddist aldrei með þér,
amma, hvort sem það var að
fara í strætó, bókasafnið, leigja
kvikmynd, fá lukkupakka í Kola-
portinu eða fá að gista, það var
auðvitað toppurinn. Það var allt-
af svo gaman að fá þig og afa í
heimsókn í hverri viku til okkar
þegar við vorum yngri. Við
spjölluðum um daginn og veginn
og þú varst alltaf með allt á
hreinu, þú varst einstaklega
dugleg að kynna þér nýja hluti
eins og að læra á tölvu, skrifa í
word, læra ensku, læra á gsm-
síma og svo á facebook, þú gast
þetta allt. Alltaf með puttann á
púlsinum.
Þú varst ekki bara besta
amman heldur líka besta langa-
mman, þú hefur reynst börn-
unum okkar einstaklega vel. Þau
elskuðu langömmu svo mikið,
enda ekki annað hægt.
Það hefur aldrei skipt neinu
máli hvort við vorum börn, ung-
lingar eða fullorðin þú vildir allt-
af hlusta og af mikilli athygli,
það var alltaf hægt að leita til
þín. Góð ráð og falleg orð var
ávallt það sem þú lagðir til mál-
anna. Mikið hefur það verið erf-
itt að geta ekki hitt þig seinustu
vikurnar, en við njótum góðs af
því að hafa átt mörg hundruð
gæðastundir með þér í gegnum
lífið, elsku amma.
Minning þín lifir að eilífu,
hvíldu í friði, elsku amma Sól-
veig.
Þín ömmubörn,
Leifur, Íris, Haukur
og Ívar Örn.
Sólveig Þórunn
Hervarsdóttir
✝ Björn ViðarSigurjónsson
fæddist á Akureyri
7. júní 1944. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skóg-
arbæ í Reykjavík 4.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar
Björns Viðars voru
Sigurjón Sig-
urjónsson, aðalbók-
ari á Reykjalundi,
f. 12. maí 1915 á Ísafirði, d. 5.
september 1979, og Ármey
Björnsdóttir, f. 1. október 1921
í Reykjavík, d. 10. september
1960. Björn var elstur þriggja
systkina, en hin tvö eru Erna, f.
30. september 1949, d. 21. jan-
úar 2004, og Sigurður Rúnar, f.
Baldur Leó, f. 2015, og Evu
Marí, f. 2019. 3) Ármey Björk, f.
7. júlí 1970, gift Jóni G. Þormar
og eiga þau tvær dætur, Maríu
Ólafíu, f. 2007, og Rakel Hrönn,
f. 2010. Stjúpsonur Björns og
sonur Bergljótar er Páll Páls-
son, f. 13. maí 1963, og á hann
þrjú börn, Eystein Helga, f.
1998, Steinunni Helgu, f. 2002,
og Ásgeir Harald, f. 2007.
Björn Viðar fluttist ungur að
norðan og ólst síðan upp í Mos-
fellssveit til 16 ára aldurs. Eftir
andlát móður sinnar dvaldi
Björn um skeið hjá ættingjum í
Vestmannaeyjum en bjó svo í
Reykjavík. Hann vann um tíma
á Keflavíkurflugvelli, en hóf ár-
ið 1964 störf hjá Skeljungi í
Reykjavík og vann þar þangað
til starfævi hans lauk.
Útför Björns Viðars fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 21.
apríl 2020. Í ljósi aðstæðna í
samfélaginu verður athöfnin
einungis fyrir nánustu aðstand-
endur.
17. desember 1955.
Björn kvæntist
7. júní 1965 Berg-
ljótu Aðalsteins-
dóttur, f. 28. febr-
úar 1944. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: 1) Sigurjón
Helgi, f. 10. mars
1965, í sambúð með
Þorgerði Jóns-
dóttur. 2) Að-
alsteinn Rúnar, f.
3. mars 1966, í sambúð með
Paulu Holm og eiga þau tvö
börn, Hans, f. 1996, og Guð-
rúnu, f. 2000. Fyrir átti Að-
alsteinn dótturina Dagnýju
Björk, f. 1990, í sambúð með
Aroni B. Jósepssyni og eiga þau
þrjú börn, Elfar Bjarka, f. 2013,
Elsku pabbi, með þessu ljóði
kveð ég þig. Hafðu hjartans
þakkir fyrir góðar stundir.
Nú liðin er hin þunga þraut
og þreytta brjóstið rótt,
þinn andi svífur bjarta braut
á bak við dauðans nótt.
Ég kveð með þökk, í traustri trú
um tilverunnar geim
að sál þín örugg svífi nú
til sigurlandsins heim.
(Ingibjörg Þorbergs)
Guð geymi þig.
Þín
Ármey (Emma).
Ástkæri tengdapabbi minn
Björn Viðar, lést 4. apríl, langt
fyrir aldur fram.
Ég hitti hann fyrst fyrir um 29
árum þegar ég og sonur hans
hófum sambúð. Björn var mér
alltaf góður tengdapabbi, við gát-
um hlegið og talað saman um allt
milli himins og jarðar.
Þegar við eignuðumst börnin
okkar tvö var hann tíður gestur á
heimili okkar, hann passaði þau
stundum og fór oft í göngutúra
með þeim í 10/11 sem var nálægt
okkur þá. Svo skemmtilega vildi
til að þau komu alltaf til baka
með fulla poka af alls konar mat,
kaffi, hakki, mjólk og kókómjólk,
sem sonur okkar örugglega hafði
sett í körfuna. Svona var tengda-
pabbi, alltaf tilbúinn að hjálpa til
að leggja í búið.
Árin liðu og í lokin var hann
orðinn það slæmur til heilsu að
hann þurfti að fara á hjúkrunar-
heimili. Ég tel mig heppna að
hann kom á hjúkrunarheimilið
sem ég er að vinna á, svo ég var í
daglegu sambandi við hann.
Hann var farinn að bíða eftir
mér, stundum frammi við lyft-
una. Hann sagði of að hann
hlakkaði til að ég kæmi bara til
að spjalla og gleyma öllu öðru í
kringum sig. Þetta hefur verið
mín daglega rútína í nærri tvö
ár.
Elsku Björn, ég takka fyrir
stundirnar okkar og fer að sakn-
að þeirra mikið, ég veit að þú ert
kominn á betri stað núna. Ég á
eftir að saknað þín mjög mikið,
hvíldu í friði, elsku tengdapabbi.
Þakkir til starfsfólks Heiðar-
bæjar fyrir að hugsa vel um
hann.
Paula.
Björn Viðar
Sigurjónsson
Þegar við frétt-
um lát Róberts kom
það í raun á óvart, þó svo að vitað
væri að hann glímdi við ólækn-
andi sjúkdóm. Seiglan og lífs-
Róbert Jón Jack
✝ Róbert JónJack fæddist
15. september
1948. Hann lést 18.
mars 2020.
Útför Róberts
Jóns hefur farið
fram. Minning-
arathöfn mun fara
fram síðar.
krafturinn í honum
var svo ótrúlegur að
hann lifði lengur en
búist var við. Ef til
vill hefur það lengt
líf hans að hann
hafði svo miklar
framkvæmdir á
Geitafelli sífellt til
umhugsunar.
Meðal þess sem
hann hafði í huga
var að reisa þar or-
lofsbúðir fyrir Vestur-Íslendinga
á stað nærri sjónum og gerðar
voru teikningar sem hann sýndi
mér. Leit vel út með að það
kæmist í verk, en svo varð ekki
úr.
Þá var ein hugmyndin að
endurreisa klettinn Bárð sem
stóð utar í fjörunni og tengist
sögunni af Hvítserk og hafa
hann ekki í sjó frammi, heldur
hjá bænum á Geitafelli. Man ég
eftir því að eitt sinn er ég hitti
hann þar heima vorum við að at-
huga stað fyrir hann. Hvort
tveggja hefði orðið mikil stoð við
ferðamannaþjónustu hér, en
verður vart úr þessu.
Ógleymanleg er samkoman
sem þau hjón héldu um haustið
2017 heima á Geitafelli. Þar var á
borðum, auk sviðaveislu, „hagg-
is“ frá Skotlandi. Þá var skoskur
maður í þjóðbúningi Skota sem
flutti áður kvæði Roberts Burns,
„Hail to the Haggis“, á skosku
og blessaði yfir, á máli sem fáir
þar inni skildu en spilaði á undan
og eftir á sekkjapípu. Til þess að
gera meira þjóðlegt flutti kvæða-
mannafélagið nokkrar stemmur
og frumsamin kvæði voru lesin.
Kona frá þjóðdansafélaginu
stjórnaði skoskum og íslenskum
þjóðdönsum. Ekki spillti fyrir að
með hverjum miða fylgdi eitt
staup af ekta skosku drammi.
Var þar um merkan menningar-
atburð að ræða, sem ekki hafði
verið áður á Vatnsnesinu. Til
stóð að gera hann að árlegum
viðburði, sem varð ekki úr.
Við hjónin þekktum Róbert
heitinn ekki neitt áður fyrr því
leiðir lágu ekki saman þar til
hann fluttist að Geitafelli, en þá
mynduðust fljótt góð kynni, enda
þau hjón einstök í sinni röð.
Vegna þess samkomubanns
sem er nú í landinu gátum við
ekki mætt við útför hans til að
kveðja, en hugur okkar var hjá
aðstandendum.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Sigrúnar,
barna þeirra, Vigdísar móður
hans og systkina, sem og ann-
arra aðstandenda.
Hlíf og Agnar, Hrísakoti.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Minningargreinar