Morgunblaðið - 21.04.2020, Side 24

Morgunblaðið - 21.04.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja Það er bara best að kynnast mér til að skilja mig betur 40 ára Íris Björg Birg- isdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en búsett í Garðabæ. Íris Björg er með B.Sc. í sálfræði frá Háskól- anum í Reykjavík og vinnur sem verkefna- stjóri á fjáröflunar- og kynningarsviði Rauða krossins á Íslandi. Maki: Gunnþór Steinar Jónsson, fæddur 1978, svæðisstjóri þjónustu hjá Marel. Börn: Birgir Bragi, fæddur 2004, og Bjarki Steinar, fæddur 2007 Foreldrar: Birgir Bjarnason, fæddur 1953, fjármálastjóri HK, og Guðbjörg Sig- mundsdóttir, fædd 1953, listakona. Íris Björg Birgisdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu á varðbergi gagnvart þeim sem tala of mikið og jafnvel meira á varð- bergi gagnvart þeim sem gefa þér loforð. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólk veitir þér eftirtekt í dag, tjald- aðu öllu sem þú átt til. Ef þú stefnir á lang- tímamarkmið er gott að skammta orkuna og einbeita sér að því sem lætur verkið rúlla og þróast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu það ekki slá þig út af lag- inun þótt skyndilegar efasemdir um eigið ágæti sæki á þig í dag. Varastu að taka fljótfærnislegar ákvarðanir í fjölskyldumál- unum í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hugaðu að því hvernig þú getir bætt heimilisaðstæður þínar og samband þitt við fjölskylduna. Farðu varlega í það að biðja nána vini eða fjölskyldu um liðsinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst þú vera utangátta, en þorir ekki að láta til þín taka. Reyndu að halda sambandi við vini þína jafnvel þótt vík verði í milli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Finnist þér þú vera sambandslaus og þreyttur er kominn tími til að slaka á og hlusta á líkamann. Farðu vel með þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft á mikilli þolinmæði að halda í samskiptum við aðra í dag. Gættu þess bara að gleyma ekki hvað skiptir raunveru- legu máli í lífinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að snúa þér að þeim verkefnum sem þú hefur látið dragast. Hvaðeina sem þú tekur upp á til þess að bæta skipulagið mun koma þér að notum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er farsælla að velta hlut- unum fyrir sér heldur en að bregðast strax við. Hikaðu ekki við að koma hugmyndum þínum á framfæri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fólk þarf á þér að halda, en þú þarft það líka! Settu mörk og styrktu þau, ekki síst hvað varðar það dýrmætasta sem þú átt, tímann þinn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gættu að því hvað þú segir því það er mikill ruglingur í loftinu sem getur hæglega leitt til misskilnings. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu umbætur á heimili þínu í dag og leggðu þig fram um að bæta samband sem hefur verið að versna. skipaður í nefndir til endurskoðunar á ýmsum lagabálkum tengdum sigl- ingum, svo sem siglingalögum, sjó- mannalögum, lögskráningu sjó- manna og atvinnuréttindalögum skipstjórnarmanna og vélstjóra. Hann sat í framkvæmdaráði Vinnuveitendasambands Íslands 1987 til 1989. Var formaður stjórnar Fiskifélags Íslands 1992 til 1994. Gullmerki Ferðafélags Íslands hlaut Jónas svo árið 1992. Jónas hefur skrifað fjölda greina um mál tengd sjávarútvegi í meðal annars Morgunblaðið, Fiskifréttir og sjómannablaðið Víking. „Til að benda á eitthvað nefni ég það, að hafa starfað í rannsóknar- nefnd sjóslysa með þeim ágætu mönnum, sem með mér voru á þeim tíma, hefur alltaf verið mér hug- leikið. Sú lífsreynsla mín, að togvír slóst í fót mér með tilheyrandi spít- alavist og jafnframt að hafa dregist fyrir borð fastur í lykkju á drag- nótatógi, fannst mér gefa mér meiri dýpt og skilning til þess að fjalla um öryggismál sjómanna. Á þessum vel, en einnig er Haukur Jóhannes- son jarðfræðingur mér eftirminni- legur, hann var þarna líka,“ segir Jónas. Á starfstíma sínum hjá LÍÚ átti hann sæti í ýmsum nefndum tengd- um sjávarútvegi, svo sem rann- sóknarnefnd sjóslysa 1972 til 1985. Undanþágunefnd, mönnunarnefnd fiskiskipa og siglingaráði. Jónas var J ónas Haraldsson er fæddur í Reykjavík 21. apríl 1945. Hann gekk í Landakots- skóla, Gagnfræðaskóla miðbæjar og Verslunar- skóla Íslands þaðan sem hann lauk stúdentsprófi árið 1966. Lá leiðin því næst í lagadeild Háskóla Íslands og lauk Jónas þaðan embættisprófi árið 1972. Hann öðlaðist málflutnings- réttindi fyrir héraðsdómi árið 1975 og fyrir Hæstarétti 2001. Jónas kom víða við á vinnumark- aði. Árin 1956 og 1957 seldi hann og bar út dagblöð. Næstu tvö árin þar á eftir starfaði hann sem sendill hjá Garðari Gíslasyni hf. Var hann svo við fiskveiðar við Vestur-Grænland á b.v. Þorsteini Ingólfssyni RE-206 og 1961 á b.v. Pétri Halldórssyni RE-207. Ísfiskveiðar á b.v. Karlsefni RE-24 árin 1962 til 1965 en auk þessa sótti Jónas sjóinn á b.v. Júpi- ter RE-161, b.v. Röðli GK-518 og var á dragnót á mb. Breiðfirðingi RE-101 og ms. Gullfossi hjá Togara- afgreiðslunni hf. Að loknu laganámi hélt Jónas til starfa hjá Landssambandi íslenskra útgerðarmanna og gegndi þar stöðu skrifstofustjóra árin 1972 til 1999, en var sjálfstætt starfandi lögmaður árin 1999 til 2017. „Maður er búinn að vinna hingað og þangað um dagana sem er auðvit- að ágætt veganesti fyrir lífið seinna meir,“ segir Jónas. „Ég fór svo beint til LÍÚ eftir lögfræðina. Það kom þannig til að búið var að bjóða ein- um vinnu þar, skólabróður mínum, sem hafði hins vegar engan áhuga á þessu, hann hafði ekkert verið í sjávarútvegi og benti þá á mig og þarna var ég í 27 ár,“ segir Jónas. „Svo fór ég að starfa sjálfstætt við lögmennsku, fyrst með Friðrik H. Hermannssyni heitnum en síðar með syni mínum, Jónasi Þór Jónas- syni, og var við það fram til ársins 2017,“ segir Jónas. Hann er áhugamaður um tónlist og gönguferðir og starfaði lengi sem leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Ís- lands. „Ég var bara í dagsferðunum en tók einnig þátt í vinnu við skála félagsins. Páll Sigurðsson lagapró- fessor var formaður félagsins lengi tíma voru oft mikil átök um öryggis- mál þeirra, sérstaklega vegna sleppibúnaðar gúmbáta og fengum við í nefndinni stundum kaldar kveðjur frá Vestmannaeyjum,“ segir Jónas kíminn. Vegna heimsástands segist Jónas líklega ekki gera sér mikinn daga- mun á afmælisdaginn. „Það er allt í lamasessi út af þessari veiru svo það verður eitthvað rólegt, ég fresta þessu bara um óákveðinn tíma,“ segir hann. „Maður er líka orðinn þetta gamall þótt ég sé við fína heilsu. Það hefur alltaf háð mér dá- lítið að ég fótbrotnaði í körfubolta og ég fann alveg fyrir því þegar ég var í fjallgöngunum,“ segir afmælis- barnið. Fjölskylda Eiginkona Jónasar er Guðný Jónasdóttir, f. 16.1. 1944, fyrrver- andi sögukennari við Mennta- skólann í Reykjavík. Foreldrar Guð- nýjar voru Jónas Guðmundsson, f. 11.6. 1898, d. 4.7. 1973, ráðuneytis- stjóri og formaður Sambands ís- Jónas Haraldsson, fyrrverandi lögmaður – 75 ára Þjóðhátíð Jónas ásamt fjölskyldu 17. júní 2019. Hann sjálfur lengst t.v. F.v. aftari röð: Ragnar Eyþórsson, Jónas Þór Jónasson, Guðný Jónasdóttir og Valgerður Jónasdóttir. F.v. fremri röð: Margrét Lára Jónasdóttir, Guðný Helga Ragnarsdóttir, Jónas Karl Ragnarsson og María Lovísa Jónasdóttir. Allt í lamasessi vegna veiru Ljósmynd/Aðsend Á sjó Um borð í b.v. Þorsteini Ingólfssyni RE-206 í tveggja mánaða saltfiskstúr 1960. 50 ára Magnús fædd- ist í Hafnarfirði en ólst upp á Selfossi. Hann býr í Garðabæ. Magnús er lyfjafræð- ingur frá HÍ og MBA þaðan. Hann er eig- andi Apóteks Garða- bæjar og Apóteks Hafnarfjarðar þar sem hann er lyfsali. Maki: Borghildur Ágústsdóttir, fædd 1972, fjármálastjóri hjá Icelandair Hotels. Börn: Eyþór Már, fæddur 1990, Egill, fæddur 1996, og Ágúst, fæddur 2006. Foreldrar: Sigurður Sveinsson, f, 1944, lögfræðingur, og Ingunn Þóra Magnús- dóttir, f. 1944, kennari og sagnfræðingur. Magnús Sigurðsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.