Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 www.flugger.is*Tilboðið gildir frá 6.-30. apríl 2020 á meðan birgðir endast á öllum stærðum og gljástigum af áðurnefndum vörum í tilboðinu Langar þig að lakka glugga, húsgögn eða innréttingar? Flügger Interior Fix Primer og Interior High Finish leysir það verkefni með þér. 30% afsláttur út apríl* Fyrir helgi komu út sjö barnabæk- ur hjá Forlaginu. Ein útgefin í fyrsta skipti en aðrar fyrir löngu orðnar klassík verk sem hafa verið uppseld á markaði. Í tilkynningu segir að „um sé að ræða lítið barna- bókaflóð sem ætti að gleðja for- eldra fyrir sumardaginn fyrsta. Bækurnar henta börnum á mismun- andi aldri og eru margar hverjar sí- gildar bækur sem hafa ekki fengist í lengri eða skemmri tíma.“ Skólaráðgátan eftir Martin Wid- mark er ný viðbót við Spæjarastofu Lalla og Maju en bókin hentar vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn enda er letrið stórt og setningar stuttar. Aðrar bækur sem komu út teljast endurútgáfur. Allt í plati er fyrsta bók Sigrúnar Eldjárn og kom fyrst út fyrir 40 árum. Tvær bækur um Emmu og Tuma eftir Gunilla Wolde eru endur- útgefnar: Emma og litli bróðir og Tumi ætlar út. Í meira en fjóra ára- tugi hafa bækurnar um Tuma og Emmu sýnt íslenskum börnum og foreldrum þeirra töfrana í hvers- deginum. Vísnabókin kom fyrst út árið 1946 en með tímanum var aukið við hana bæði vísum og teikningum sem hafðar eru með í þessari nýju og fallegu útgáfu. Vísnabókin hefur verið ófáanleg um hríð. Sagan af Dimmalimm eftir Guð- mund Thorsteinsson – Mugg – kom fyrst út árið 1942 en fáar íslenskar barnabækur hafa notið viðlíka vin- sælda og ævintýrið um litlu prins- essuna. Sígilda sagan Fólk og ræningjar í Kardemommubæ eftir Thorbjörn Egner er síðan endurútgefin í til- efni uppsetningar Þjóðleikhússins á leikritinu en þessi saga um fjöl- skrúðugt mannlíf í Kardemommu- bæ hefur glatt margar kynslóðir Ís- lendinga. Sjö barnabækur komnar á markað  Ein ný og aðrar orðnar klassískar Dimmalimm Teikning úr sígildu og endurútgefnu ævintýri Muggs. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég steinhætti allt í einu að skrifa skáldsögur fyrir nokkrum árum – ekki viljandi, heldur hvarf mér gáf- an og ég hef aldrei viljað kreista neitt upp úr mér. Hins vegar fór ég að iðka það að setja saman lög þá sjaldan að stopular stundir gáf- ust í slíkt: sat kannski í sófa yfir einhverri vitleysu í sjónvarpinu, helst Barnaby, með gítar og hummaði einhverjar lagleysur yfir alls konar hljómagang meðan ég fylgdist með einstaklega óáhuga- verðum framgangi mála á skjánum. Stundum small eitthvað og allt í einu tilbúið lag. Og ég get sagt eins og allir stoltir fúskarar: ég veit bara ekkert hvaðan það kom!“ skrifar þingmaðurinn, rithöfundur- inn og söngvaskáldið Guðmundur Andri Thorsson á fésbókarsíðu sína um tilurð fyrstu sólóplötu sinnar, Ótrygg er ögurstundin, sem væntanleg er um mánaðamót. Guðmundur Andri er enginn ný- græðingur þegar kemur að tónlist, hefur verið einn liðsmanna Spaða um árabil en ekki gefið út plötu einn síns liðs fyrr en nú. Gott að kúpla sig út Blaðamaður er sammála Guð- mundi Andra þegar kemur að Barnaby, finnst þættirnir óttalega leiðinlegir en hann bendir á já- kvæða hlið þeirra leiðinda, að nota- legt geti verið að horfa á leiðinlegt sjónvarpsefni eftir erfiðan vinnu- dag eða -viku. „Eitthvað sem höfð- ar ekki á neinn hátt til manns,“ segir hann, „og þá hef ég stundum setið með gítar í hönd og raulað eitthvað yfir einhverjum hljóma- gangi sem maður fer að spila. Síðan verður bara til eitthvert lag, allt í einu.“ Angurvær og frekar blíðleg –Hvernig söngvaskáld ertu? „Þetta er svolítið angurvært, hljóðlátt og hægt. Ég er svo léleg- ur gítarleikari, spila mjög hægt á gítarinn og því verða lögin öll frek- ar hæg og angurvær, frekar blíð- leg. Það er frekar blíðleg stemning í þessari músík og hún er ekkert flókin og ekki mikið áreiti í henni. Hún er frekar þægileg að hlusta á,“ svarar Guðmundur Andri. –Hvað ertu að semja um? Um hvað eru textarnir? „Ég er að semja um ástina og hverfulleika alls, eru ekki allir textar um það? Ástina, dauðann og hverfulleikann?“ spyr söngvaskáld- ið og blaðamaður segir það líklega rétt athugað. Guðmundur Andri segir lögin hafa komið á undan textunum, hann hafi fundið einhverja texta sem pössuðu við lögin. „Þá fór ég oft í gömul þjóðkvæði og fann þar stef sem ég prjónaði í kringum, það er oft þægilegt að hafa eitt- hvað til að prjóna við. Þannig að það eru dálítið mörg þannig lög, prjónuð í kringum gömul þjóð- kvæðastef.“ Góðar viðtökur –Svo ég vitni aftur í textann þinn á Facebook þá virðist þú ekki hafa fengið mikla hvatningu til út- gáfunnar? Guðmundur Andri hlær. „Þú mátt ekki taka bókstaflega allt sem maður skrifar,“ segir hann, „þetta er eiginlega lygi, það tóku mér all- ir voðalega vel og hvöttu mig til dáða.“ –Fékkstu einhverjar ráðlegg- ingar, t.d. frá félögum þínum í Spöðunum? „Það var nú félagi minn í Spöð- unum sem tók þetta upp, bassa- leikarinn Guðmundur Ingólfsson. Hann tók þetta allt upp og spilaði á bassann og hjálpaði mér heil- mikið við þetta. Og ýmsir fleiri komu og spiluðu fyrir mig í þess- um lögum. En í rauninni fékk ég engar sérstakar ráðleggingar, nei, enda var þetta dálítið tilbúið.“ Carpe diem –Þessi titill, Ótrygg er ögur- stundin, þú segist hafa stolið hon- um. Hvaðan stalstu honum? „Frá föður mínum. Þetta er þýð- ing hans á leikriti sem var sýnt í Iðnó og hét A Delicate Balance á ensku. Ég notaði þessa línu í ein- hverju lagi og ég ákvað bara að nota hana sem titil. Þá var þetta kannski eitthvað svona „carpe diem“, maður lifir bara einu sinni.“ Guðmundur Andri er spurður að því hvort hann ætli að gefa út fleiri plötur. „Já, þetta er svona tíu platna plan sem ég er með. Nei, ég er nú að ljúga því en það er aldrei að vita. Ég á alla vega slatta af lögum í viðbót,“ svarar hann. Þingmenn þurfa ekki að óttast –Hafa störfin á þinginu ekki veitt þér innblástur við textagerð? „Nei, ekki ennþá en kannski þegar maður verður laus þaðan og fer að vinna úr þessari reynslu, þá er aldrei að vita. En á þessari stundu, þegar maður er í óveðrinu miðju, verður maður að einbeita sér að því. Samþingmenn og fé- lagar mínir á þingi þurfa ekki að óttast að ég fari alltaf heim á kvöldin og skrifi einhverjar lýs- ingar á þeim sem ég nota svo í skáldsögu,“ segir Guðmundur Andri sposkur. Morgunblaðið/Einar Falur Fjölhæfur Guðmundi Andra Thorssyni er margt til lista lagt. Brátt kemur út fyrsta sólóplatan hans og segir hann lögin á henni hæg, angurvær og frekar blíðleg. Hann kveðst syngja um ástina, dauðann og hverfulleikann. Af ástinni og hverfulleika alls  Guðmundur Andri gefur út fyrstu sólóplötu sína, Ótrygg er ögurstundin  Gott að semja lög yfir leiðinlegu sjónvarpsefni á borð við Barnaby  Titillinn sóttur í þýðingu föður hans á leikriti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.