Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 96. tölublað 108. árgangur
MJÖG
MIKILVÆGUR
BOÐSKAPUR METNAÐARFULLT BRUGG
TILHLÖKKUN
HJÁ ÍSLANDS-
MEISTURUNUM
POPPARAR HJÁLPA TIL 10 ÍÞRÓTTIR 26ÞYÐIR ROALD DAHL 28
Betolvex
Fæst án
lyfseðils
1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur
Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin
(B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti
og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/
fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag.
Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið
vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja-
fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp-
lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
B-12
A
c
ta
v
is
9
1
4
0
3
2
Engar hvalveiðar í sumar
Hvalur hf. ræður ekki við samkeppni við niðurgreiddar hvalaafurðir Japana
Unnið að rannsóknum á notkun hvalaafurða í fæðubótarefni og lækningavörur
verðs fyrir afurðirnar séu áfram
endalausar kröfur um prufur og
efnagreiningar á afurðum héðan,
kröfur sem ekki séu gerðar til afurða
frá útgerðum Japana sjálfra.
Mikil nálægð í hvalskurði
Hann bætir því við að þótt
markaðurinn í Japan væri í lagi hefði
verið nánast vonlaust að vinna við
hvalskurð vegna kórónuveirufarald-
ursins. Menn vinni þar í svo mikilli
nálægð hver við annan.
Kristján er þó ekki af baki dottinn
með að hefja hvalveiðar að nýju.
Hann segir að rannsóknir sem
unnið hafi verið að á hvalaafurðum
séu í fullum gangi. Þær felist í að at-
huga möguleika á því að nýta lang-
reyðarkjöt í járnríkt fæðubótarefni
fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi og
framleiða gelatín úr beinum og hval-
spiki til lækninga og matvæla-
vinnslu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórnvöld í Japan niðurgreiða hval-
veiðar eigin útgerða svo mikið að
litlu máli skiptir hvað útgerðirnar fá
fyrir afurðirnar á markaði. Það er
aðalástæða þess að Hvalur hf. mun
ekki veiða og verka hval í sumar. Er
þetta annað árið í röð sem hvalveiðar
falla niður.
Kristján Loftsson, framkvæmda-
stjóri Hvals hf., segir að auk lágs
Hlé á hvalveiðum
» Heimilt er að veiða samtals
rúmlega 200 langreyðar hér
við land á ári og einnig rúm-
lega 200 hrefnur.
» Engar hvalveiðar voru
stundaðar hér við land á síð-
asta ári en 2018 voru veiddar
136 langreyðar og 6 hrefnur.
MLeggjum ekki keisarann ... »2
Gott veður var um land allt á sumardaginn
fyrsta og dagurinn stóð sannarlega undir nafni á
Akureyri. Götukaffihúsastemmning var í blíð-
viðri og sól í Hafnarstræti. Margir töldu óhætt
að sleppa peysunni. Áfram verður bjart norðan-
lands fram eftir degi í dag en rigning eða skúrir
sunnan til. Mikil umferð var á göngustígum á
höfuðborgarsvæðinu í gær þótt skýjað væri en
flestir reyndu að passa upp á fjarlægðina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Götukaffihús í sól og blíðviðri á Akureyri
Gott veður um land allt á sumardaginn fyrsta
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nettó hefur tekið í notkun 2.000 fer-
metra miðstöð í Klettagörðum til að
þjóna netverslun fyrirtækisins. Mið-
stöðin var útbúin á um viku.
Gríðarleg aukning hefur orðið í
netverslun með dagvörur síðustu
vikur, vegna kórónuveirufaraldurs-
ins. Komið hefur fram að fyrirtækin
sem eru með þessa þjónustu hafa
margfaldað veltu sína. Hún náði há-
marki skömmu fyrir páska. Eftir
páska, þegar ljóst varð að yfirvöld
myndu slaka á samkomutakmörkun-
um, jafnaðist ástandið aftur. Stjórn-
endur Nettó og Heimkaupa telja þó
að íslenskir neytendur muni áfram
nota þessa þjónustu í miklum mæli.
Unnið allan sólarhringinn
Í nýrri miðstöð Nettó er hægt að
auka flæði netverslunarinnar, stýra
birgðastöðu betur en áður og fjölga
heimsendingum til muna. Þar eru
meðal annars 100 fermetra frystir og
200 fermetra kælir. Unnið er á vökt-
um. Bætt hefur verið við yfir 70
starfsmönnum í netverslun og heim-
sendingu. »11
Netversl-
un útbúin
á vikutíma
2.000 fm miðstöð
netverslunar Nettó
Ljósmynd/aðsend
Netverslun Staflar af vörum eru í
nýrri miðstöð hjá Nettó.
Virkum smitum kórónuveirunnar
hér á landi heldur áfram að fækka.
Í gær voru þau 270 talsins, en
undangenginn sólarhring greind-
ust fjögur ný smit. Landlæknir seg-
ir þó að ekki megi hrósa sigri of
snemma og ekki komi til greina að
flýta afléttingu samkomubanns.
Liggja nú 11 á Landspítala vegna
veirunnar, þar af 8 sem er batnað
af sjúkdómnum. Páll Matthíasson,
forstjóri Landspítalans, greindi frá
þessu í gær og sagði að umræddir
sjúklingar glímdu við blóð-
storknun, sem væri algengur fylgi-
kvilli gjörgæslumeðferðar.
Slakað verður á heimsóknar-
banni á sumum deildum Land-
spítalans 4. maí. Enn hefur þó ekki
verið tekin ákvörðun um breyt-
ingar á reglum um heimsóknir á
sjúkrahúsin sjálf, við Hringbraut
og Fossvog.
Svæðisstjóri WHO í Evrópu segir
að allt að helmingur dauðsfalla
vegna kórónuveirunnar í álfunni sé
á umönnunarstofnunum. Angela
Merkel, kanslari Þýskalands, sagði
í gær að veirufaraldurinn væri
gríðarleg áskorun fyrir samheldni
ESB-landanna. Kvað hún Þjóðverja
reiðubúna að „auka umtalsvert“
fjárframlög til ESB vegna við-
bragða við kreppunni. »4
Morgunblaðið/Sigurður Unnarsson
Fundur Víðir Reynisson, Alma Möller og Páll Matthíasson á fundinum í gær.
Slakað verður á heimsóknarbanni á sumum deildum Landspítala 4. maí.
Virkum smitum fækkar dag frá degi
270 virk smit í gær Ekki má hrósa
sigri of snemma, segir landlæknir