Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA. Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 RAFLAGNAEFNI Í MIKLUÚRVALI Alexander Kristjánsson Ragnhildur Þrastardóttir „Stór hluti Íslendinga upplifir nú veruleika margra öryrkja með þeirri einangrun sem fylgir heimsfaraldri kórónuveirunnar.“ Þetta sagði Þuríð- ur Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á blaða- mannafundi almannavarna í gær. Tæplega 20.000 Íslendingar hafa þurft að fara í sóttkví og 2.000 í ein- angrun. Kórónuveirufaraldurinn er í rénun en virk smit eru nú 270. Alls greindust fjögur ný smit í gær en undanfarna daga hefur fjöldi nýgreindra verið undir miðspá úr líkani HÍ. Alma Möll- er landlæknir segir þó ekki tilefni til að flýta tilslökunum á samkomubanni í ljósi víðtækra áhrifa bannsins á efna- hagslífið. „Nei, við teljum engan veg- inn óhætt að slaka á,“ sagði Alma. Blóðþynning og veik lungu Ellefu liggja nú á Landspítala vegna kórónuveirunnar. Þar af eru átta sem er batnað af sjúkdómnum en glíma enn við afleiðingar sýkingar- innar, að sögn Páls. Sagði hann að margir sjúklingar glímdu við blóð- storknun og fengju þynningarlyf, en það er algengur fylgifiskur gjör- gæslumeðferðar. Þá eru margir þeirra með veikluleg lungu. Feðrum verður heimilt að vera við- staddir fæðingar frá og með 4. maí. Þeim verður þó ekki heimilt að fylgja konu á legudeild eftir fæðingu eða að fara í sameiginleg rými. Heimsóknar- bann verður í meginatriðum óbreytt eftir 4. maí, sagði Páll og áfram miðað við að heimsóknir verði ekki leyfðar nema í undantekningartilfellum sam- kvæmt mati starfsfólks. Þó verður rýmkað um heimsóknir á Grensásdeild og þær leyfðar eftir klukkan fjögur á daginn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um rýmkun reglna á Landspítalanum við Hring- braut eða í Fossvogi en Páll segir að- spurður að skýrar vísbendingar þurfi um að kórónuveirusmit sé að minnka mjög í samfélaginu. Slík ákvörðun sé í höndum sóttvarnalæknis. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 2 58 Útlönd 1 0 Austurland 8 14 Höfuðborgarsvæði 1.306 464 Suðurnes 77 30 Norðurland vestra 35 5 Norðurland eystra 46 16 Suðurland 177 55 Vestfirðir 95 88 Vesturland 42 19 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 45.093 sýni hafa verið tekin 1.509 einstaklingar hafa náð bata 10 einstaklingar eru látnir 15 eru á sjúkrahúsi 5 á gjör-gæslu 270 eru í einangrun Fjöldi smita frá 28. febrúar til 22. apríl Heimild: covid.is 1.789 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.789 270 apríl 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 81% 54% 9,6% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,61% sýna tekin hjá ÍE 18.623 hafa lokið sóttkví749 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit feb. mars „Engan veginn óhætt að slaka á“  Megum ekki hrósa sigri of snemma  11 á Landspítala vegna veirunnar, þar af átta sem er „batnað“  Blóðstorknun algeng eftir gjörgæslulegu  Feður fá að vera viðstaddir fæðingar frá 4. maí Ljósmynd/Lögreglan Blaðamannafundur Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, var gestur á fundinum í gær. Íslenskur læknir sem starfar í nágrannaríki Íslands þurfti að leggjast inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar eftir að hafa smitast við störf. Hafði honum áður verið gert að sinna sjúk- lingum, sem smitaður voru af veirunni, án viðeigandi hlífðar- búnaðar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á blaðamanna- fundi almannavarna í gær. Páll sagði að læknirinn væri einn af bestu vinum hans, en það hefði tekið lækninn langan tíma að ná sér á strik aftur vegna takmarkaðrar aðstoðar heilbrigðiskerfisins. Þá hefði verið töluverð bið eftir því að komast í skimun. „Ég er þakklátur fyrir að búa í landi þar sem við höfum bor- ið gæfu til að hugsa um sjúk- linga sem einstaklinga og meta stöðuna út frá stað- reyndum en ekki óskhyggju,“ sagði Páll. Það væri ekki sjálf- gefið að brugðist væri jafn vel við faraldrinum og hér. Þakklátur Íslendingum VINUR PÁLS SMITAÐIST Á SJÚKRAHÚSI ERLENDIS Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð- herra hefur dustað rykið af tillögum frá árinu 2006 um viðbyggingu við Þjóðleikhúsið og óskað eftir að þær verði endurskoðaðar með það að markmiði að móta nýjar tillögur. Frá þessu greindi Lilja í grein hér í Morgunblaðinu í gær í tilefni af 70 ára afmæli leikhússins. Magnús Geir Þórðarson þjóðleik- hússtjóri segir í samtali við Morgun- blaðið að orð ráðherra séu fagnaðar- efni. „Þetta er mál sem leikhúsfólk hefur kallað eftir árum saman og ég fagna því að ráðherra sýni þörfum leikhússins skilning og stuðning á af- mælinu.“ Starfsemin í nokkrum húsum Starfsemi Þjóðleikhússins hefur fyrir löngu sprengt utan af sér, en útihús þess eru nú nýtt sem skrif- stofur, tveir sýningarsalir, Kassinn og Kúlan, eru í gömlu íþróttahúsi í Lindargötu aftan við aðalbygging- una og æfingaaðstaða er í gamla Hæstaréttarhúsinu að Lindargötu 3. Magnús Geir seg- ir að þessi rými séu ekki tilvalin fyrir starfsemi leikhússins. Tillögurnar frá árinu 2006 ganga út á að stækka bygginguna til austurs með svartri kassalaga viðbyggingu sem myndi hýsa annað svið. Magnús Geir segir að vanda þurfi verulega til verka þegar byggt er við jafn sögu- frægt hús og Þjóðleikhúsið, sem hann segir eina merkilegustu bygg- ingu þjóðarinnar. Hugmyndirnar frá 2006 hafi hins vegar verið ansi klókar og hann sé sannfærður um að hægt sé að útfæra tillögur sem samræmist þörfum greinarinnar og standist all- ar kröfur út frá arkitektúr. Aðspurður segir Magnús ótíma- bært að segja til um hvenær ný við- bygging gæti verið tekin í gagnið enda sé verkefnið á upphafsreit. „En það er ómetanlegt að finna fyrir stuðningi ráðherra sem hann sýnir í verki með þessu afgerandi skrefi.“ Mun stórbæta að- stöðu leikhússins  Menntamálaráðherra opnar á hug- mynd um viðbyggingu við Þjóðleikhúsið Magnús Geir Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.