Morgunblaðið - 24.04.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
recast svefnsófi kr. 149.900
vandaðir og góðir svefnsófar frá innovation living denmark - skoðaðu úrvalið á linan.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Það eru svo sem ekki ný sannindi að
tónlistarmönnum þykir mörgum sop-
inn góður. Ófáar sögur eru til af sulli
og svalli og hefur þá stundum verið
horft frekar í magnið en gæðin. Síð-
ustu ár hafa hins vegar æ fleiri úr
tónlistarheiminum opinberað ástríðu
sína fyrir vönduðum vínum og bjór.
Þá er ekki bara verið að vísa til
krafna sem þeir leggja fram um hvað
skuli vera til staðar baksviðs á tón-
leikum þeirra – sumir hafa gengið svo
langt að hefja framleiðslu á gæðavöru
til að fá útrás fyrir þessa ástríðu.
Þessi bylgja hefur nýverið náð til Ís-
lands og minnst þrjár bjórtegundir
hafa verið unnar í samstarfi við ís-
lenskt tónlistarfólk.
„Það hefur verið frábært að vinna
með þessum hæfileikaríku tónlistar-
mönnum sem eru vel að sér í bjór-
fræðum – og vita hvað þeir vilja,“ seg-
ir Árni Theodór Long, bruggmeistari
hjá Borg brugghúsi. Á dögunum var
kynntur til leiks bjórinn Undraland,
sem gerður var í tilefni tíu ára af-
mælis hljómsveitarinnar Valdimars.
Þetta er þriðji bjórinn á skömmum
tíma sem Borg gerir í samstarfi við
hljómsveitir; fyrstur kom Bjór! Sem
gerður var með Fræbbblunum og síð-
ar Fever Dream sem unninn var með
meðlimum Of Monsters and Men.
38 ára aðdragandi
Árni segir í samtali við Morgun-
blaðið að fyrsta samstarfsbrugg
Borgar hafi verið vorið 2015 og strax
þá hafi sú lína verið lögð að ekki væri
verið að brugga bjór fyrir einhvern
annan – allir yrðu að hafa eitthvað til
málanna að leggja.
„Það var svo á haustdögum 2018
sem snillingarnir í Fræbbblunum
komu að máli við okkur og höfðu
áhuga á samstarfi um bruggun á
bjórnum Bjór!, sem nefndur er í höf-
uðið á tímamótalagi þeirra frá 1981
sem talið er hafa haft raunveruleg
áhrif á afléttingu bjórbannsins átta
árum síðar. Innan bandsins er alvöru
bjóráhugafólk sem hefur skoðanir á
bjór og var að einhverju leyti með í
þessari handverksbjórasenu sem við
erum í. Okkur var því bæði ljúft og
skylt að brugga með því þennan bjór í
upphafi árs 2019, eftir 38 ára bið frá
útgáfu lagsins, og í tilefni af 30 ára af-
mæli bjórfrelsis á Íslandi,“ segir
Árni.
„Þarna opnuðum við aðeins dyrnar
og svo gerist það síðasta vor að mögu-
lega stærsta hljómsveit Íslandssög-
unnar, Of Monsters and Men, hafði
samband og lýsti yfir áhuga á að
brugga með okkur bjór í tilefni af út-
gáfu plötunnar Fever Dream.“
Gömul vinasambönd úr Reykja-
nesbæ voru þar endurvakin en einn
meðlima Of Monsters and Men,
Brynjar gítarleikari, lærði tónfræði
þar í bæ hjá Sturlaugi Jóni Björns-
syni, bruggmeistara hjá Borg. „Þann
bjór erum við einmitt að endurgera
núna með þeim og er von á honum í
búðir á næstu dögum,“ segir Árni.
Önnur tenging úr Reykjanesbæ
liðkaði til fyrir gerð bjórsins Undra-
lands. „Fyrir nokkrum vikum kom
svo út bjórinn Undraland, sem við
brugguðum með hljómsveitinni
Valdimar í tilefni af tíu ára afmælis-
tónleikum sveitarinnar. Bandið er
stofnað um sama leyti og brugghúsið
og því 10 ára afmælisþema í gangi
þar. Líkt og með Fever Dream var
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hluti
af tengingunni, en Valdimar og Stulli
spiluðu þar saman og þekkjast frá
unga aldri.“
Sting með vínekru á Ítalíu
Meðal erlendra tónlistarmanna
sem hafa látið til sín taka í vín- og
bjórgerð er söngkonan Fergie, sem
gerði garðinn frægan með Black
Eyed Peas. Hún stofnaði víngerðina
Ferguson Crest með pabba sínum og
hefur vakið athygli fyrir ágætlega
heppnuð rauðvín. Tónlistarmaðurinn
Sting á vínekru á Ítalíu og nefnir vín-
in af henni eftir frægustu lögum
sínum, til að mynda Message in a
Bottle og Roxanne.
Söngvarinn Rick Astley, sem gerði
garðinn frægan á níunda áratugnum,
tók höndum saman við danska sí-
gaunabruggarann Mikkeller og fram-
leiddi bjór fyrir nokkrum árum. Þeir
hafa síðan sett á fót tvo bari saman í
heimaborg Astleys, London. Hljóm-
sveitin The National gerði sömuleiðis
bjór með Mikkeller fyrir skemmstu.
Þá hefur rokkarinn Sammy Hagar
lengi fengist við framleiðslu romms
og tekíla.
Popparar brugga af metnaði
Sífellt fleiri tónlistarmenn taka þátt í framleiðslu á metnaðarfullum vínum og bjór Þrjár íslenskar
bjórtegundir hafa nýlega verið framleiddar í samstarfi við tónlistarfólk Horfa í gæði fremur en magn
Samstarf Tveir meðlima hljómsveitarinnar Of Monsters and Men skála með bruggurum Borgar brugghúss.
Mjúkt Söngkonan Fergie úr Black Eyed Peas þykir gera frambærileg vín.Hart Marilyn Manson gerir absint.
Metnaður ræður ekki alltaf för þeg-
ar tónlistarmenn leggja nafn sitt við
áfengisframleiðslu. Oft og iðulega er
augljóst að krónur og aurar ráða för.
Þannig hefur stundum verið gert
grín að bjórnum Bastards Lager
sem kenndur var við hljómsveitina
Motörhead. Í kynningu var hann
sagður fá dreifingu „beint úr helvíti“
en var í raun framleiddur í Svíþjóð.
Annar ómerkilegur bjór var Badass,
sem bar nafn Kid Rock. Hann lét
framleiða samfestinga og sitthvað
fleira til að fylgja bjórnum úr hlaði
en flestir létu sér fátt um finnast.
Sama gildir um ýmsar tegundir sem
hljómsveitin AC/DC hefur selt nafn
sitt við. Og ætli margir séu hrifnir af
rauðvíninu Kiss this Wine? Eða
flauelsmjúku Zinfandel-víninu frá
Whitesnake?
En svo er líka hægt að fara alla
leið með þetta eins og gert er með
rauðvínið sem ber nafn rokkarans
Ozzy Osbourne. Sérstök útgáfa af
því er seld í líkkistum svo þar er í
það minnsta kominn safngripur.
Sama gildir með viskí sem gefið var
út í tilefni 50 ára afmælis The Roll-
ing Stones, en á flöskunni var tung-
an fræga skorin út í glerið.
Viltu Whitesnake eða
Ozzy með matnum?
Tónlistarmenn
lána nafnið sitt
Valdimars-
bjórinn
Undraland.
Ozzy
Osbourne-
rauðvín.
Fræbbblarnir-Bjór!
AC/DC-
bjórinn.
Whitesnake-
rauðvín.
Motörhead-
viskí.