Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 12
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þrátt fyrir mikinn velvilja lykil- starfsmanna hjá Vínbúðunum falla reglur og starfshættir ríkisverslan- anna illa að þörfum handverks- brugghúsa og torvelda nýsköpun í bjórframleiðslu. Minnihluti ís- lenskra handverksbrugghúsa selur vörur sínar í verslunum ÁTVR; þau reiða sig frekar á sölu í gegnum veit- ingastaði og ölstofur og hefur kórónuveirufaraldurinn því stór- skaðað hjá þeim reksturinn. Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Brothers Brewery í Vestmanna- eyjum, segir að nýtt frumvarp um sölu áfengis myndi rétta íslensku handverksbruggi líflínu enda gætu fyrirtækin þá selt bjórunnendum framleiðslu sína beint yfir netið. Mikil verðmætasköpun og fjöldi starfa eru í húfi, og sér Jóhann fram á að bjór sem Brothers Brewery hefur bruggað til að selja um þetta leyti árs muni fara í súginn. Ölstofan ber reksturinn uppi Brothers Brewery er ungt fyrir- tæki sem átti upphaf sitt því að lítill hópur vina í Vestmannaeyjum hóf að gera tilraunir með heimabruggun á bjór. Smám saman urðu félagarnir flinkari við bruggunina og notuðu vina- og kunningjahóp sinn sem til- raunadýr. „Þegar bjórinn okkar fór að þykja nokkuð góður kviknaði sú hugmynd sumarið 2015 að selja framleiðsluna á veitingastaðnum Einsa Kalda. Fljótlega var ljóst að mikil eftirspurn var eftir vörunni og þegar okkar bjór var valinn sá besti á Bjórhátíðinni á Hólum var ljóst að við myndum þurfa að stækka við okkur,“ útskýrir Jóhann. Til að gera langa sögu stutta lagði Brothers Brewery undir sig rúmlega 500 fer- metra atvinnuhúsnæði miðsvæðis í Vestmannaeyjum, fjárfesti í all- stórum bruggtækjum og opnaði öl- stofu á sama stað. Jóhann segir ölstofuna hjartað í starfseminni, en árið 2019 komu um 79% af tekjum félagsins í gegnum þann hluta rekstursins. „Það er öl- stofan sem heldur okkur uppi og gerir okkur fært að framleiða fyrir Vínbúðirnar og veitingastaði.“ Óhentugir verkferlar En af hverju ekki að leggja meiri áherslu á sölu í gegnum verslanir ÁTVR? Jóhann segir það lykilatriði í starfsemi Brothers Brewery að þróa í sífellu nýjar tegundir af bjór. Það sem bjórunnendur sækjast eftir er sú upplifun að prófa og uppgötva nýja bjóra með nýjum brögðum og blæbrigðum, sem yfirleitt eru ekki fáanlegir nema í takmarkaðan tíma. „Við kynnum til sögunnar einn og jafnvel tvo nýja bjóra í hverjum mánuði og höfum boðið upp á 79 mismunandi bjórtegundir frá opn- un,“ útskýrir Jóhann og bætir við að þetta sé líka það sem aðstandendum Brothers Brewery þyki skemmtileg- ast: að bregða á leik með hráefnið og gera nýjar uppgötvanir. „Þetta er allt annars konar starfsemi en fjöldaframleiðsla á bjór þar sem framleiðslunni er jafnvel alfarið stýrt af tölvu og sami bjórinn fram- leiddur út í eitt.“ Ástæða þess að þetta viðskipta- módel fyrirtækja eins og Brothers Brewery fellur illa að sölu í búðum Vínbúðarinnar er að sérfræðingar ÁTVR þurfa að samþykkja vöruna og getur það ferli tekið allt að þrjár vikur. „Brakandi ferskur bjór sem við bruggum í litlu upplagi er kannski ekki að endast mikið lengur en 4-6 vikur og byrja þá bragðgæðin að dala. Jafnvel þó að við gætum þess að allt sé eins og það á að vera, og jafnvel ef afgreiðslan gengur hratt fyrir sig hjá Vínbúðunum, sést að tíminn er of knappur. Ekki er nóg með það heldur byrjar ÁTVR á að taka inn tólf kassa prufusendingu til sölu í fjórum völdum Vínbúðum. Ef sú sending selst vel kemur önnur og ögn stærri pöntun skömmu síðar, og þannig koll af kolli, svo að þegar salan er búin að ná einhverju magni að ráði er bjórinn ekki lengur ferskur, og var þó mikið fyrir því haft á hverju stigi að hanna umbúðir í samræmi við ströngustu reglur og senda út prufusendingar sem eru svo smáar að svarar engan veginn kostnaði.“ Dæmi um að spilað hafi verið á reglurnar Segir Jóhann þessa umgjörð á sölu handverksbjórs í Vínbúðunum skýra af hverju aðeins sjö af 22 fyrirtækjum í samtökum handverks- brugghúsa selja framleiðslu sína í verslunum ÁTVR en hinir reiði sig alfarið á sölu í gegnum veitingastaði og ölstofur. „Það væri strax til mik- illa bóta ef íslenskur handverksbjór gæti t.d., í fyrsta holli, fengið inni í tíu verslunum frekar en fjórum, en enn betra væri ef framleiðendum væri leyft að selja beint til neyt- enda,“ segir Jóhann og bætir við að þess þekkist dæmi að stóru aðilarnir á markaðnum hafi í krafti stærðar sinnar spilað á reglur ÁTVR til að koma sínum tegundum að: „Er eng- in leið til að koma í veg fyrir að stór framleiðandi eða heildsali sendi starfsfólk sitt í þær búðir þar sem prufusala fer fram og láti það tæma hillurnar svo að Vínbúðin sendi stærri pöntun um hæl og fjölgi sölu- stöðum, og þannig koll af kolli.“ Myndi bein sala yfir netið, eins og fyrirliggjandi frumvarp leggur til, auðvelda hinum almenna bjórunn- anda að nálgast sína uppáhalds ís- lensku handverksbjóra og rétta hlut smárra innlendra nýsköpunarfyrir- tækja í mjög svo harðri samkeppni. Bendir Jóhann á að neytendur geti nú þegar keypt áfengi yfir netið frá seljendum í Evrópu og fengið heim að dyrum með snatri. Myndi frum- varpið umfram allt jafna stöðu inn- lendra framleiðenda gagnvart er- lendum netverslunum. „Nú þegar má kaupa íslenskan handverksbjór yfir netið, svo fremi að pöntunin sé lögð inn hjá breskri netverslun.“ Geta stundum orðið að verðmætum fyrirtækjum Gefur Jóhann lítið fyrir gagn- rýnisraddir sem t.d. telja að aukið frelsi á íslenskum áfengismarkaði muni ýta undir misnotkun áfengis. „Tölurnar benda þvert á móti til að fjölgun sölustaða á undanförnum ár- um og áratugum, og þar með bætt aðgengi og aukið vöruúrval, hafi ekki haldist í hendur við aukinn vanda tengdan áfengisneyslu. Virðist vínmenningin frekar hafa batnað og þorri fólks kaupa sér áfenga drykki til að njóta þeirra en ekki til að misnota áfengið.“ Fái greinin að blómstra er svo aldrei að vita nema íslenskur hand- verksbjór geti orðið að dýrmætri út- flutningsvöru. Minnir Jóhann á að Ísland búi að einstaklega góðu vatni og aðstæður til bjórgerðar séu á margan hátt hagfelldar. „Við höfum dæmi sem sýna þjóðhagslegt mik- ilvægi þessarar greinar, eins og í Skotlandi þar sem útflutningstekjur viskí-iðnaðarins nema um 5,5 millj- örðum punda árlega, og höfum dæmi um handverksbrugghús eins og BrewDog sem var stofnað 2007 og var tíu árum síðar metið á 1,7 milljarða punda.“ Nýtt frumvarp væri líflína fyrir íslenskan handverksbjór Morgunblaðið/Eggert Markaður Mynd úr safni af kátum bjórunnendum. Minnihluti framleiðenda handverksbjórs hér á landi selur framleiðslu sína í verslunum ÁTVR.  Rekstur margra brugghúsa er háður sölu á veitingastöðum og ölstofum Ljósmynd/Óskar Pétur Friðrik Lokað Jóhann Guðmundsson við barborðið. Ölstofan hefur borið reksturinn uppi til þessa. 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 Pantanir í s. 558 0000 og info@matarkjallarinn.is Aðalstræti 2, 101 Rvk. |www.matarkjallarinn.is Grillpakkar heim að dyrum 30% AFSLÁTTUR af TAKE AWAY matseðli ef þú sækir Skoðaðu alla grill- og matarpakka á heimasíðu okkar. *Panta þarf með dags fyrirvara GRILLPAKKI 2* Reykt svínarif í chili bbq sósu og tandoori kjúklingalæri Lágmarskpöntun er fyrir 2 Verð 4.900,- pr. mann GRILLPAKKI 1* 250gr fitusprengt nauta ribeye og tandoori kjúklingalæri Lágmarkspöntun er fyrir 2 Verð 5.500,- pr. mann Meðlæti með grillpakka 1 og 2 • Maís m/sriratcha sósu og hvítlauksmjöri, grillað grænmetisspjót • Köld hvítlaukschili sósa, bearnaise sósa • Yuzu og chili gljáð butternut grasker, kartöflusalat m/jalapeno og dijon sinnepi • Portobello sveppir fylltir m/kryddjurta rjómaosti og hvítlauksraspi • Ferskt salat m/ferskum tómötum, grískum fetaosti og parmesan osti ● Neðri deild Bandaríkjaþings fundaði á fimmtudag til að samþykkja nýjan 484 milljarða dala björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins. Með þessari nýjustu viðbót hafa bandarísk stjórnvöld varið nærri 3.000 milljörðum dala í að draga úr því tjóni sem fólk og fyrirtæki hafa þurft að þola vegna far- aldursins. Efri deild þingsins samþykkti björgunarpakkann á þriðjudag. Nýjustu tölur benda til að bandarískt efnahagslíf sé enn á niðurleið og hafa nú tæplega 26,5 milljón manns sótt um atvinnuleysisbætur þar í landi frá því að sóttvarnaaðgerðir hófust af full- umkrafti. Greinir Reuters frá að þau störf sem nú hafa tapast séu fleiri en öll þau nýju störf sem hafa orðið til í bandaríska hagkerfinu frá því í septem- ber 2010. ai@mbl.is Bæta 484 milljörðum við björgunarpakkann 24. apríl 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 145.47 Sterlingspund 179.56 Kanadadalur 102.83 Dönsk króna 21.194 Norsk króna 13.657 Sænsk króna 14.335 Svissn. franki 150.19 Japanskt jen 1.3512 SDR 198.27 Evra 158.07 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.1754 Hrávöruverð Gull 1702.65 ($/únsa) Ál 1443.5 ($/tonn) LME Hráolía 20.23 ($/fatið) Brent ● Svo virðist sem neyt- endur hugi ekki eins vel að útliti sínu og angan í veirufaraldri og þeir gera alla jafna. Sést það í minnkaðri sölu á hár- og húðvörum hjá Unilever. Aftur á móti hefur þar orðið aukning í sölu á hreinlætisvörum fyrir heimilið, s.s. gólfsápu og klór, á fyrsta ársfjórðungi. FT greinir frá þessu og vísar í nýjar tölur frá neytendavörurisanum Unilever sem sýna samdrátt í sölu hár- og húð- snyrtivara í Kína og á Indlandi sem tengja má beint við smitvarnaaðgerðir. Rekja má um fjórðung af sölu snyrti- vara til þess að fólk vill hafa sig til fyrir vinnu og skóla og því var viðbúið að sal- an myndi dragast saman nú þegar margir vinnustaðir og flestar mennta- stofnanir hafa lokað dyrum sínum. Vaxandi vinsældir fjarvinnu á undan- förnum árum höfðu, að sögn sér- fræðinga Unilever, þegar leitt til merkjanlegs samdráttar í eftirspurn eftir vörum eins og rakvélarblöðum, hársápu og svitalyktareyði. ai@mbl.is Sala á snyrtivörum dregst saman STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.