Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 Þú getur fundið allar uppáhalds dekurvörurnar þínar á vefversluninni okkar á www.loccitane.is Við bjóðum upp á fría heimsendingu með pöntunum yfir 10.000 kr. Hugsið vel um ykkur sjálf og ykkar nánustu. Starfsfólk L’Occitane Vid erum enn her fyrir ykkur! ‘- Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) segir það „mikið áhyggjuefni“ að áætlaður helmingur dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar í Evrópu skuli eiga sér stað á stofnunum og heimilum fyrir aldraða. „Það verður ekki hægt að stytta sér leið aftur til eðlilegs ástands,“ sagði svæðisstjóri WHO í Evrópu. Sagði hann íbúa jarðar myndu verða í „ólgusjó“ um ófyrirsjáanlega framtíð. „Samkvæmt upplýsingum frá Evrópulöndum er allt að helm- ingur hinna látnu af umönnunar- stofnunum. Þetta er mannlegur harmleikur sem var með öllu ófyrir- sjáanlegur.“ WHO varaði svo í gær við vax- andi fjölda dauðsfalla af völdum malaríu í löndum sunnan Sahara í Afríku og sagði hann geta allt að tvöfaldast vegna kórónuveirunnar. Segja útreikningar WHO að allt að 760.000 manns geti fallið úr malaríu á árinu raskist lyfjaflutningar til landanna og skortur verði á varnar- búnaði eins og sérstökum flugna- netum. Svo mikið manntjón hefur ekki orðið vegna malaríu í yfir 20 ár. Þegar best lætur hafa rúmlega 400.000 dáið úr malaríu ár hvert, rúmlega 90% þeirra í Afríku. Til að bregðast við gífurlega auknu at- vinnuleysi í Bandaríkjunum var bú- ist við því að fulltrúadeild þingsins í Washington myndi samþykkja 484 milljarða dollara björgunarpakka. Nær hann meðal annars til smáfyrirtækja sem orðið hafa fyrir barðinu á samdrætti. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að veirufarald- urinn væri enn á byrjunarreit og gríðarleg áskorun fyrir samheldni ESB-landanna. „Þetta er stærsta áskorun okkar frá lokum seinna stríðsins fyrir líf og heilsu fólksins okkar,“ sagði hún í þýska þinginu í gærmorgun. Merkel sagði Þjóðverja reiðu- búna að „auka umtalsvert“ fjár- framlög til Evrópusambandsins (ESB) vegna kreppunnar og við- bragða við henni. Búist er við að leiðtogar ESB-ríkjanna samþykki á vídeófundi sérstaka neyðaraðstoð við þau ríki sambandsins sem verst hafi orðið úti vegna faraldursins. Merkel sagði lýðræðið í húfi en með því að sýna „hámarks aga fáum við fyrr lifað eðlilegu lífi aftur. Við megum ekki klúðra því sem þegar hefur náðst,“ sagði kanslarinn og bar lof á heilbrigðiskerfið og herinn í baráttunni við kórónuveiruna. Sagði hún kreppuna eiga sér engin fordæmi og að það yrði spurning sem stjórnmálamenn myndu spyrja sig um langa framtíð hvernig koma mætti í veg fyrir að veiran næði jafn yfirþyrmandi tökum á heil- brigðiskerfinu og yrði jafn mann- skæð. Nikótín til varnar Ný könnun á sjúkrahúsum Parísarborgar bendir til þess að nikótín gæti falið í sér varnarmátt gagnvart kórónuveirunni. Reyk- ingamenn sem sýktust af veirunni í Frakklandi virtust ekki verða jafn- mikið fyrir barðinu á henni og þeir sem ekki reykja. Náði könnunin til 480 sjúklinga á Pitié-Salpêtrière spítalanum og skýrir stjórnandi hennar, Zahir Amoura, frá henni á netsíðunni Qeios. Þar kemur fram að verið sé að útvíkka athugunina. Af þeim sem hún náði til í fyrstu voru 350 manns sem leggja varð inn á spítalann og 130 minna veikir. Helmingur deyr á stofnunum  Angela Merkel segir kórónuveirufaraldurinn á byrjunarreit og gríðarlega áskorun fyrir samheldni ESB-landanna  WHO varar við því að malaría muni blossa upp í Afríku sunnan Sahara AFP Leita smits Bandarískir þjóðvarðliðar beina bíl út af stóru svæði sem lagt var undir veirupróf í New York. Grænlendingar eru reiðubúnir að þiggja bandarísk fjárframlög en vilja ekki fjárfest- ingar sem bundn- ar eru skilyrðum. Bandaríkjamenn undirbúa opnun ræðismanns- skrifstofu í Nuuk, höfuðstað Grænlands, síðar á árinu. Hermt er að um sé að ræða 12 milljóna dollara þróunaraðstoð sem Grænlendingum bjóðist. Áformin mælast misvel fyrir í Danmörku og segja fulltrúar í utanríkisnefnd danska þingsins Bandaríkjamenn hafa gengið of langt í að reka flein milli Grænlendinga og Dana. Jon Rahbek-Clemmensen, pró- fessor við danska varnarmálaskól- ann í Kaupmannahöfn, segir að Bandaríkin hafi sofnað á verðinum á norðurskautssvæðinu með þeim af- leiðingum að Rússar og Kínverjar hafi þar náð forskoti. Með þróun- araðstoðinni séu þeir að reyna að rétta hlut sinn. agas@mbl.is Þiggja aðstoð án skilyrða GRÆNLAND Litadýrð í Kulusuk á Grænlandi. Frakkar munu ekki aðstoða fyrirtæki sem skráð eru í skattaparadísum með fjárhags- legri neyðar- aðstoð vegna kórónuveiru- faraldursins. Þetta sagði fjármálaráðherrann Bruno Le Maire í gær. „Séu höfuðstöðvarnar í skattaparadís er alveg ljóst að fyrirtækið fær ekki að njóta að- stoðar af opinberu fé,“ sagði Maire við útvarpsstöðina France Info. Hann bætti því við að fyrirtæki sem nytu opinbers fjárstuðnings á þessum tímum mættu ekki greiða út hagnað né kaupa eigin hlutabréf. agas@mbl.is FRAKKLAND Aflandsfélög fá ekki aðstoð Bruno Le Maire

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.