Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020
Á
örfáum mánuðum
hefur veröldin um-
breyst. Tugþúsundir
hafa látist og millj-
ónir veikst þannig
að fólk um alla veröld á nú um
sárt að binda. Flest upplifum við
umbreytingu á lífsháttum okkar.
Eins og svo oft þegar út af ber í
lífinu, felur það í
sér tækifæri. Við
fáum rými og næði
til að vinna með
okkur sjálf, við get-
um verið í góðu
sambandi við fólkið
okkar á netinu.
Þetta kallar á hug-
myndaauðgi og
sköpun í því að nýta
tæknina okkur til
góðs. Allt frá því að
Jesús Kristur átti í
samfélagi við læri-
sveina sína og eftir
að fyrstu kristnu
kirkjurnar urðu til
hafa kristnir hist
og átt saman sam-
félag. Þetta hefur
ekkert breyst.
Þjóðkirkjan sendir
út guðsþjónustur
og kirkjur um allt
land streyma
hvers konar efni
til uppbyggingar
og sáluhjálpar.
Bænir gefa okkur
frið og von. Það er
tækifæri í því að stunda kyrrð-
arbæn á netinu og dýpka þannig
vitundarsamband sitt við æðri
mátt. Þannig getum við notið
kyrrðarinnar sem við þurfum öll
á að halda í lífinu en fáum því
miður alltof sjaldan tækifæri til
að gefa okkur í dagsins önn.
Það er eðlilegt að á erfiðum
tímum láti tilfinningar og sorg,
sem mögulega gera ekki vart við
sig dagsdaglega, á sér kræla.
Þau sem eru einmana eða þjást
vegna missis og erfiðra sárra til-
finninga eða hvers kyns vand-
ræða í lífinu, gætu til dæmis leit-
að til Netkirkju. Á netkirkja.is
eru prestar og djáknar sem eru
sérhæfð í sálgæslu og leitast við
að mæta fólki þar sem það er
statt á hverjum tíma. Hjá Net-
kirkju er vel tekið á móti öllum
sem hafa samband.
Staðan í dag innifelur líka ann-
ars konar áskorun fyrir samfélag
sem venjulega byggir á hraða,
streitu og neyslu. Kannski má
segja að það sé engin ástæða til
að sóa góðri kreppu, heldur
miklu frekar að grípa tækifærið
og nýta hana til góðs. Það er
þetta með að hafa glasið hálffullt
eða hálftómt, hvort við veljum að
sjá það slæma í hlutunum eða
tækifærið og áskorunina.
Það væri auðveldlega hægt að
nota nokkrar mínútur á dag til að
gera eitthvað gott, tína ruslið
sem verður á vegi okkar þegar
við förum í gönguferðir. Heilsa
þeim sem við mætum með fallegu
brosi um leið og við stígum til
hliðar til að virða tveggja metra
regluna. Og svo þetta stórkost-
lega tækifæri sem felst í því að
vera með fjölskyldu sinni og
börnum, að rækta garðinn sinn.
Það er magnað að sjá hversu
margir eru einmitt að nýta sér
útivist, göngustígar borgarinnar
hafa verið býsna þétt gengnir
undanfarið. Um allt
land eru stórkostleg
svæði til útivistar sem
sífellt fleiri virðast
vera að uppgötva og
nýta, Heiðmörkin,
Elliðaárdalurinn og
endalausar víddir
Reykjanessins bjóða
svo dæmi sé tekið upp
á stórkostlega útivist í
fallegu umhverfi. Ein-
földu þættirnir sem
lífið býður upp á og
eru allt í kringum
okkur eru að vakna,
margt verður þannig
einfaldara og kannski
betra líka.
Á sama tíma og
þjóðir hafa vandað sig
við að hefta útbreiðslu
veirunnar hefur neysla
dregist saman, við
sjáum að fólk stendur
saman, hjálpar hvað
öðru og hughreystir.
Mengunarskýið yfir
fallegu jörðinni okkar
hefur minnkað og
sums staðar sést í blá-
an himin þar sem slíkt hefur ekki
gerst um langa hríð. Á sömu
stöðum getur fólk staðið úti og
dregið að sér hreint súrefni,
kannski í fyrsta sinn á ævinni.
Kannski mun allt fara á sama
veg eftir að faraldrinum lýkur.
Kannski munum við henda okkur
aftur á kaf í neysluna, kannski
mun mengunarskýið aftur hylja
jörðina. En Guð gefi að við lær-
um af þessu öllu saman, að við
lærum að virða sköpunarverk
Guðs, að við drögum úr neysl-
unni, að mengunarskýið komi
aldrei aftur, að einstaklings-
hyggjan víki og náungakær-
leikurinn verði ríkjandi. En eitt
er víst, heimurinn verður aldrei
eins og hann var.
Að lokum langar mig að færa
ykkur blessun sem á uppruna
sinn hjá Sömum og hljómar svo í
lauslegri þýðingu:
Drottinn blessi himininn sem
vakir yfir þér. Drottinn blessi
jörðina sem þú gengur á. Drott-
inn blessi það sem að baki er,
fortíðina. Drottinn blessi það sem
framundan er, framtíðina.
Kirkjan til fólksins
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Breyttur heimur
Hugvekja
Fritz Már Berndsen
Jörgensson
Höfundu er prestur í Keflavíkur-
kirkju, rithöfundur, doktorsnemi
og annar tveggja stofnenda Net-
kirkju, fyrstu rafrænu kirkjunnar
á Íslandi.
Fritz Már Berndsen
Jörgensson
Veröldin eins og
við þekkjum
hana hefur um-
breyst á stuttum
tíma. En eins og
svo oft þá felur
það í sér tæki-
færi og nýjar
áskoranir.
Afslöppun „Einföldu þætt-
irnir sem lífið býður upp á
eru allt í kringum okkur.“
Eitt helsta kosn-
ingaloforð Sjálf-
stæðisflokksins fyrir
síðustu borgar-
stjórnarkosningar var
að „fella niður fast-
eignaskatt á 70 ára og
eldri“. Síðar kom í
ljós að það var ekki
heimilt samkvæmt
lögum um tekjustofna
sveitarfélaga. Sam-
kvæmt 5. grein laga
um tekjustofna sveitarfélaga er
einungis heimilt að lækka eða fella
niður fasteignaskatt sem tekju-
litlum elli- og örorkulífeyrisþegum
er gert að greiða.
Síðan þessi staðreynd lá fyrir
hefur ekkert spurst af þessu máli
og í þeim tillögum sem einhuga
borgarstjórn kynnti nýlega sem
viðbrögð við Covid-19 var ekki
minnst á lækkun fasteignaskatts
til tekjulágra elli- og örorkulíf-
eyrisþega sem búa í
eigin húsnæði. Þessi
hópur er fjölmennur í
Reykjavík. Lækka á
fasteignaskatt á at-
vinnuhúsnæði á næsta
ári. Það er út af fyrir
sig ágætt, en hefði
komið að meira gagni
á þessu ári.
Hér með er skorað
á borgarstjórn að
auka verulega afslátt
eða fella niður á þessu
ári fasteignaskatt á
íbúðarhúsnæði tekju-
lítilla örorku- og ellilífeyrisþega
umfram það sem núverandi viðmið
borgarstjórnar gera ráð fyrir.
Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði
og vatns- og fráveitugjöld Veitna
vega þungt í heimilisbókhaldinu og
hafa sjaldan verið hærri en þau
eru í dag.
Í framhaldi af stórhækkuðu fast-
eignaverði á síðustu árum hefur
fasteignamat húsnæðis hækkað að
mestu til samræmis. Það er síðan
grunnur fyrir upphæð fasteigna-
skatts sem Reykjavíkurborg inn-
heimtir.
Fjárhagsstaða þessa hóps er af-
ar þung í dag og mikilvægt að
borgaryfirvöld taki aukið tillit til
þess á þeim erfiðu tímum sem við
nú stöndum frammi fyrir. Það væri
góð viðleitni borgaryfirvalda í
þeim tilgangi að létta byrðar
tekjulágra elli- og örorkulífeyris-
þega sem eiga og búa í sínu hús-
næði.
Eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson »Hér með er skorað á
borgarstjórn að
auka verulega á þessu
ári afslátt af fasteigna-
skatti á íbúðarhúsnæði
tekjulítilla örorku- og
ellilífeyrisþega.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Fasteignaskatturinn
Það styttist í sum-
arið og bráðum
standa börnum til
boða ýmiss konar
sumarnámskeið sem
haldin verða m.a. í
Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum og á
vegum skóla- og frí-
stundaráðs. Eftir
strangan og afar
óvenjulegan vetur
sem einkenndist seinnipartinn af
faraldri bíða mörg börn þess með
óþreyju að taka þátt í tóm-
stundum, íþróttum og leikjum.
Í undirbúningi hjá Flokki
fólksins er að leggja aftur fyrir
tillögu um að rýmka reglur frí-
stundakortsins þannig að hægt sé
að nota það á öll námskeið á veg-
um Reykjavíkurborgar sem og
önnur viðurkennd námskeið án
tillits til lengdar námskeiðanna.
Núgildandi reglur um frístunda-
kort kveða á um að frístunda-
styrkinn, 50.000 kr., sé aðeins
hægt að nýta í námskeið sem eru
að lágmarki 10 vikna löng. Nú
býður Fjölskyldu- og húsdýra-
garðurinn börnum upp á 5 daga
námskeið sem kosta 18.500 og 4
daga námskeið sem kosta 15.100.
Skóla- og frístundaráð býður
börnum einnig upp á námskeið
sem kosta um 10.000 á viku.
Í borgarráði 2. maí 2019 lagði
ég til rýmkun á reglum um frí-
stundakort m.a. til að heimila
notkun kortsins í stutt tóm-
stundaverkefni. Tillagan var
felld. Ég hyggst gera aðra at-
rennu að regluverkinu von bráðar
því það er öllum börnum afar
mikilvægt að komast á námskeið
í sumar eftir þennan óvenjulega
vetur.
Að skilyrða notkun frí-
stundakortsins við tíuvikna löng
námskeið lokar fyrir alla nýtingu
þess í sumar- og vetrarnámskeið
sem vara skemur en tíu vikur.
Sumarnámskeiðin eru flest stutt,
allt niður í 4 daga. Það er ekki
lengd námskeiðs sem skiptir máli
heldur gæði þess og hvernig
námskeiðið hentar barninu.
Fjárhagur foreldra er misjafn.
Sumir hafa misst vinnu eða laun
þeirra verið skert vegna CO-
VID-19. Ekki hafa foreldrar ráð
á að leyfa börnum sínum að taka
þátt í sumar- eða
vetrarnámskeiðum.
Það lítur sérkenni-
lega út að sjá öll þau
fjölbreyttu sumar-
námskeið auglýst á
vefsíðu ÍTR og skóla-
og frístundaráðs og
sjá á sama stað vísað
í upplýsingar um frí-
stundakort, sem þó
er ekki hægt að nota
vegna þess að ekkert
námskeiðanna nær 10
vikum.
Gengisfelling frístunda-
kortsins í gegnum árin
Auk þess að leggja fram til-
lögur um rýmkun á reglum frí-
stundakortsins hef ég einnig lagt
fram tillögur sem lúta að því að
frístundakortið fái aftur upphaf-
legan tilgang. Til upprifjunar var
frístundakortið hugsað sem tæki
til jöfnuðar, til að gefa öllum
börnum tækifæri til að stunda
íþrótta- eða tómstundastarf án
tillits til efnahags foreldra þeirra.
Árið 2009 var byrjað að afbaka
reglur frístundakortsins, sem
varð til þess að frístundakortið
var ekki lengur það jöfnunartæki
sem það átti að vera. Gengisfell-
ing á frístundakortinu hófst þeg-
ar ákveðið var að hægt yrði að
nýta rétt frístundakortsins til að
greiða gjald frístundaheimilis. Sé
kortið notað til að greiða frí-
stundaheimili getur barnið ekki
notað það til að fara á íþrótta-
eða tómstundanámskeið. Hér
hefði átt að finna aðrar leiðir til
að styrkja foreldra sem ekki gátu
greitt frístundaheimili fyrir barn
sitt í stað þess að taka frístunda-
kortið af barninu. Næst var tekið
upp á að blanda rétti til nýtingar
frístundakortsins saman við um-
sókn um fjárhagsaðstoð vegna
aðstoðar við barn. Sú ákvörðun
dró enn frekar úr líkum þess að
barn gæti notað það til að velja
sér tómstund eða íþrótt.
Barátta mín og Flokks fólksins
fyrir rétti barnsins að nýta frí-
stundakortið í samræmi við til-
gang þess er hvergi nærri lokið
en hefur þó skilað nokkrum ár-
angri. Til stendur að gera þær
breytingar á reglum um fjárhags-
aðstoð að fellt verði úr gildi að
skilyrða umsækjanda að nýta sér
rétt sinn samkvæmt frístunda-
korti til að geta sótt um aðstoð
vegna barns. Þetta er sann-
arlega fagnaðarefni. Drög af
breytingum á reglunum eru nú í
umsagnarferli.
Rýmka þarf reglur frístunda-
kortsins enn frekar, enda eru
þær almennt allt of stífar. Að
afnema skilyrði um að námskeið
þurfi að vera 10 vikur til að nota
frístundakortið er réttlætismál.
Löng námskeið eru almennt
dýrari en stutt. Þar sem styrk-
urinn er aðeins 50.000 geta
efnaminni og fátækir foreldrar
oft ekki greitt það sem upp á
vantar. Í mörgum tilfellum ligg-
ur því frístundastyrkurinn ónot-
aður. Í hverfi 111, þar sem flest-
ir innflytjendur búa og fátækt
er mest, nær nýting ekki 70%.
Með því að afnema skilyrði um
tímalengd námskeiða þannig að
hægt verði að nota frístunda-
kortið á öll námskeið á vegum
Reykjavíkurborgar aukast lík-
urnar á að fleiri börn geti og
muni nýta frístundakortið.
Í gangi er stefnumótunar-
vinna um frístundakortið. Von-
andi er sá hópur að vinna með
þær tillögur um lagfæringar á
reglum frístundakortsins sem
Flokkur fólksins hefur lagt til.
Ég mun áfram halda á lofti til-
lögum um breytingar sem miða
að því að koma frístundakortinu
aftur til uppruna síns sem
stuðningstæki sem stuðlar að
því að öll börn 6-18 ára í
Reykjavík geti tekið þátt í upp-
byggilegu frístundastarfi óháð
efnahag eða félagslegum að-
stæðum. Frístundakortið er ætl-
að til jöfnunar og fjarlægja þarf
annmarka við reglur kortsins til
að börn í öllum hverfum geti
nýtt kortið eins og tilgangur
þess segir til um.
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur » Að skilyrða notkun
frístundakortsins
við tíu vikna löng nám-
skeið lokar fyrir alla
notkun þess í sumar- og
vetrarnámskeið sem
vara skemur en tíu
vikur.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og borgar-
fulltrúi Flokks fólksins.
Auðvitað á að vera
hægt að nota frístunda-
kortið í öll sumarnámskeið