Morgunblaðið - 24.04.2020, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020
✝ Þórhallur Jóns-son fæddist 4.
janúar 1926 í Skál-
holtsvík í Stranda-
sýslu. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 12. apríl
2020.
Foreldrar Þór-
halls voru Jón Ólafs-
son, f. 11.7. 1891, d.
14.4. 1971, og Aldís
Ósk Sveinsdóttir, f.
7.11. 1895, d. 7.8. 1990. Systkini
Þórhalls eru Guðrún, f. 21.10.
1921, d. 18.7. 2017; Ólafur, f.
2.12. 1923, d. 1.1. 2013; Borg-
hildur, f. 4.4. 1928; Höskuldur,
f. 6.4. 1929, d. 4.12. 2014, og
Ægir, f. 28.12. 1936. Hálfbróðir
sammæðra Þorsteinn Erlings-
son Ólafsson, f. 1.12. 1916, d.
16.9. 1984.
Þórhallur bjó með foreldrum
sínum og systkinum á Hömrum
ari og húsasmíðameistari, f.
17.2. 1951, maki Ingibjörg Si-
vertsen skrifstofumaður, f.
20.5. 1950. Börn þeirra eru
Þórhallur, Hafsteinn Michael
og Sólveig. 3) Jóhanna Val-
gerður, söngkona og
myndlistarkona, f. 18.4. 1957,
maki Óttar Guðmundsson lækn-
ir, f. 29.4. 1948. Börn Jóhönnu
eru Hildigunnur og Guðmundur
Þórir. Barnabarnabörn Þór-
halls og Guðmundu eru alls 12.
Þórhallur lauk námi í húsa-
smíðum við Iðnskólann í
Reykjavík og öðlaðist meist-
araréttindi 1953. Hann stofnaði
ásamt fjórum félögum sínum
trésmíðafélagið Við sf. 1957.
Var félagið í fullum rekstri allt
fram til ársins 2005. Eftir það
sinnti Þórhallur margs konar
trésmíðum og handverki frá
heimili sínu.
Útför Þórhalls fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 24. apríl
2020, en sökum aðstæðna er
hún aðeins ætluð nánustu ætt-
ingjum.
í Dalasýslu árin
1930-1945. Eftir
það bjó hann í
Reykjavík.
Eiginkona Þór-
halls er Guð-
munda Guð-
mundsdóttir
húsmóðir, f. 14.3.
1928. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Nikulás-
son, f. 29.3. 1894,
d. 27.12. 1972, og Jóhanna
Gísladóttir, f. 3.3. 1894, d.
16.12. 1962. Guðmunda og Þór-
hallur bjuggu síðast á Háa-
leitisbraut 145. Börn þeirra
eru: 1) Þórir, læknir, f. 7.9.
1948, maki Sólveig S. Krist-
insdóttir, hjúkrunarfræðingur
og ljósmóðir, f. 9.5. 1948. Börn
þeirra eru Kristín Þórhalla og
Jóhanna Guðmunda. 2) Guð-
mundur, framhaldsskólakenn-
Pabbi var alinn upp á Hömrum
í Laxárdal. Þar hafði verið stund-
aður hefðbundinn fjárbúskapur
við frekar erfið skilyrði. Heimilið
var barnmargt og 19 ára gamall
ákvað hann að hleypa heimdrag-
anum og halda til Reykjavíkur.
Hann hóf nám í húsasmíði og
hlaut meistararéttindi 1953.
Pabbi og móðir mín giftu þau
sig 1948. Þau stofnuðu heimili á
Háaleitisvegi 26, sem var á
erfðafestulandi sem móðurafi
minn hafði fengið úthlutað
snemma á fjórða áratugnum. Afi
hafði rutt landsvæðið og breytt í
grösug tún og var með kindur og
kartöflurækt. Pabbi hjálpaði
tengdaföður sínum við þau störf
sem lutu að fjárbúskapnum.
Hann stækkaði lítið hús afa og
bætti við efri hæð fyrir sína fjöl-
skyldu.
Mér er minnisstætt frá æsku-
árum mínum þegar féð var rekið
úr réttinni við Blesugróf á haust-
dögum eftir Sogavegi, upp Soga-
mýrarblett og inn á túnið við Háa-
leitisveg. Þetta var sveit í ört
vaxandi borg.
Pabbi var aldrei atvinnulaus
með smíðaverkefni þótt erfiðir
tímar væru um miðbik síðustu
aldar. Fyrsta alvörumeistara-
verkefnið fékk hann 1953, að
byggja einbýlishús fyrir lögreglu-
stjórann í Reykjavík við Ægisíðu.
Þetta varð hvatinn að því sem síð-
ar varð, en 1957 stofnaði hann
með fjórum úrvalstrésmiðum tré-
smíðaverkstæðið Við sf. sem til
húsa var á Háaleitisvegi 26. Þar
með bættust hamarshögg, vélar-
hljóð og ótrúlega fjölbreytt at-
hafnalíf við heimilið og æsku-
minningarnar.
Þeir félagarnir fengu strax
mjög góða viðskiptavini sem
færðu þeim óþrjótandi verkefni
til ársins 2005. Ég nefni hér nokk-
ur s.s. Skeljung frá 1958, Geir
Gunnar bónda í Lundi og Kristin í
Björgun frá 1960. Jafnhliða þjón-
ustu við viðskiptamenn byggðu
þeir nokkur fjölbýlishús á sjö-
unda áratugnum. Samhliða öðr-
um krefjandi verkefnum fyrir
fasta viðskiptavini voru einnig
smíðuð hús víða á höfuðborgar-
svæðinu fyrir einstaklinga.
Ég var svo heppinn að nema
húsasmíðar hjá þessum einstaka
mannskap. Vinnan með þeim var
mjög fjölbreytt og þeir voru allir
ótrúlega vinnusamir og ósérhlífn-
ir. Pabbi sá um allt bókhald og
umsýslu með rekstri fyrirtækis-
ins. Það var allt kvöldvinna að
loknum vinnudegi.
Pabbi var meðalmaður á hæð,
rétt byrjaður að grána í vöngum
upp úr áttræðisaldri, samsvaraði
sér vel og var ákaflega léttur í
spori. Hann hafði rólegt og yfir-
vegað fas en var fastur fyrir í
grundvallarskoðunum sem
byggðist á sterkri réttlætiskennd.
Það var engin sýndarmennska í
framkomu hans og lífi. Hann var
bindindismaður á vín, bjó yfir
góðri þekkingu og hjálpsemi
gagnvart öðrum. Hann hafði
endalaust umburðarlyndi gagn-
vart yfirsjónum barna sinna.
Pabbi hafði yndi af góðum bók-
menntum og Dalaskáldin voru í
mestu uppáhaldi og kunni hann
mörg ljóð þeirra. Pabbi var list-
fengur og góður teiknari. Þau
mamma voru samhent og nutu
þess að ferðast og gera sér daga-
mun í hópi góðra vina.
Ég kveð með söknuði föður og
mentor. Handleiðslan var ein-
stök. Pabbi nefndi stundum við
mig hin síðari ár hve heppinn
hann hefði verið í lífi sínu. Við
niðjar hans erum ekki síður
heppnir að hafa átt yndislegan
pabba, tengdapabba, afa og lang-
afa.
Guðmundur Þórhallsson.
Tengdafaðir minn, Þórhallur
Jónsson, var af þeirri kynslóð sem
flutti úr sveitum landsins til
Reykjavíkur á árunum eftir stríð-
ið. Hann var alinn upp í stórum
systkinahópi á Hömrum í Laxár-
dal við fornfálegar aðstæður.
Hann lýsti frumstæðum búskap-
arháttum, baðstofulífi, rafmagns-
leysi og farskóla.
Þórhallur gerðist húsasmíða-
meistari í Reykjavík, kvæntist
mikilli sómakonu, Guðmundu
Guðmundsdóttur, og eignaðist
þrjú börn. Mér fannst hann alltaf
vera maður tveggja heima. Hann
stóð styrkum fótum í tæknivæð-
ingu og framförum nútímans en
gleymdi aldrei uppruna sínum í
Dölunum. Hann talaði um Kjart-
an og Bolla og aðrar hetjur Lax-
dælu eins og bernskuvini sína.
Þórhallur var fermdur í kirkjunni
í Hjarðarholti þar sem andi Ólafs
pá sveif enn yfir vötnum. Sturl-
unga var honum sérlega hugstæð
enda þekkti hann vel harmsögu
Sturlu Sighvatssonar og annarra
ábúenda á Sauðafelli.
Þórhallur var dyggur fulltrúi
íslenskrar bændamenningar þótt
hann hefði búið á mölinni í 70 ár.
Hann kunni ógrynni af kvæðum,
sálmum og spakmælum sem voru
honum hugleikin.
Þórhallur dáðist að Íslendinga-
sögum enda rann hann saman við
þær og var hluti af þeim. Hann
hafði til að bera marga þá mann-
kosti sem lýst er í sögunum. Mér
fannst hann minna mikið á Hall-
dór Snorrason, einn af ábúendum
í Hjarðarholti, en hann var æðru-
laus og jafnlundaður, fámæltur en
bermæltur.
Þórhallur lést að kveldi páska-
dags í Sóltúni. Hann tók dauðan-
um af æðruleysi enda sáttur við
dagsverk sitt sem er yfrið. Ég
vona að hann sitji nú í góðum
fögnuði með vinum sínum Lax-
dælum og Sturlungum við lang-
elda í veröld þar sem tíminn er
ekki lengur til. Guð blessi minn-
ingu Þórhalls Jónssonar.
Óttar Guðmundsson.
Stórhríð í minningunni, hagl-
élið og bylurinn stendur á okkur
og afi heldur á mér langa leið.
Stór, hlýr og þéttur faðmur.
Hlýjar, stórar og vinnulúnar
hendur. Ekkert getur komið fyrir
mig í hans fangi.
Mín fyrsta minning af afa
finnst mér lýsa því hlutverki sem
hann gegndi hjá okkur afkomend-
um hans. Hann var alltaf til stað-
ar, traustur, þögull, sterkur. Ein-
hvers konar fjall. Náttúrubarnið
afi. Alinn upp í torfbæ, umkringd-
ur íslenskri náttúru, fjöllin, hamr-
arnir, lyngið. Hann hljóp upp á
fjöll, smalaði fé. Ljóshærður, úti-
tekinn fallegur drengur með
sveip. Miðjubarnið sem hjálpaði
systkinum og foreldrum við hvað
sem þurfti að gera.
Hann flutti á mölina, hóf tré-
smíðanám og kynntist ömmu á
dansleik rétt eftir stríð. Þau fet-
uðu lífsleiðina í gegnum súrt og
sætt. Veittu okkur staðfestu og
kjölfestu. Alltaf var opið hús á
Háaleitisbraut sem var sannkall-
að fjölskylduhús og ég leit alltaf á
það sem mitt annað heimili. Afi
byggði húsið fyrir fjölskylduna
sína frá grunni og hélt því svo fal-
lega við í gegnum árin og ég man
hann uppi á þaki að dytta að bara
fyrir örfáum árum. Þau amma
gáfu húsinu sál með sínu dásam-
lega sinni. Amma elskaði mann-
inn sinn af öllu hjarta og kallaði
það upp yfir sig reglulega og það
var sannarlega gagnkvæmt þó að
afi hefði sýnt það á annan og þög-
ulli hátt.
Á Háaleitisbraut voru málin
rædd í hádeginu yfir rabarbar-
agraut og kaffibolli drukkinn „úti
í húsi“ - gróðurhúsinu sem afi
byggði fyrir rósirnar hennar
ömmu. Barnabörnin og síðar
barnabarnabörnin voru sem blóm
í eggi hjá afa og ömmu. Alltaf tími
til að horfa á enn einn dansinn,
hlusta á enn eitt lagið og spila enn
eitt spilið. Afi gerði hreinlega allt
sem maður bað um, kvartaði aldr-
ei, brosti bara sínu fallega brosi
og klappaði manni á kinn. Þeim
fannst þeirra hlutverk vera að
passa og sinna þessum fallegu og
yndislegu börnum fram eftir öllu.
Litla stelpan í mér er ekki
tilbúin að sleppa þó að fullorðna
konan sé fyrir löngu búin að átta
sig á gangi lífsins og þeirri fegurð
sem felst í því þegar gamalt fólk
kveður satt lífdaga.
Afi var sannarlega tilbúinn í
langferðina yfir í sumarlandið.
Hann verður alltaf hjá okkur á
sinn hátt.
Takk fyrir allt og allt.
Hildigunnur Einarsdóttir.
Afi var einn af þessum róleg-
heitamönnum sem skipta ekki
auðveldlega skapi. Maður sem
hafði erft æðruleysi genginna
kynslóða sem þoldu hungurs-
neyðir og harðræði, áður en nú-
tíminn knúði dyra með öllum sín-
um allsnægtum. Við áttum skap
saman og vorum vinir. Það
skyggði sjaldan nokkuð á þá vin-
áttu. Frá því að ég man eftir mér
gátum við langfeðgar rætt saman
um samfélagsmál, bókmenntir,
þjóðlegan fróðleik, sagnfræði og
handverk. Ein af elstu minning-
um mínum er um mig og afa:
Lygn, sólbjartur sumardagur og
við að ganga hönd í hönd stíginn
sem liggur á milli Háaleitis-
brautar og Safamýrar. Fíflar og
sóleyjar í breiðum á túnunum,
köttur liggur í skugga af gömlum
bíl, börn hlæja og ég læt dæluna
ganga. Spyr hvort hann hafi séð
draug, tröll eða álfa, því að ég
vissi að afi var fæddur í þiljuðum
torfbæ á þeim tíma þegar tröll
óðu um tún, álfar bjuggu í hömr-
um og draugar dvöldu í hverjum
skugga. Ég man eftir því að koma
nokkrum árum síðar með afa að
Hömrum þar sem hann var fædd-
ur, þar voru bara grænar tóftir,
svartir klettaveggir og þungbú-
inn himinn. Við fjölskyldan setj-
umst niður þar sem gamli bærinn
hafði staðið og borðum nesti. Það
fór að rigna.
Mörgum árum síðar sitjum við
afi að tafli í eldhúsinu á Háaleit-
isbraut. Það er snjómugga úti,
jólaljós í glugga og í bakgrunni
malar útvarpsleikrit og eins og
svo oft áður berst talið að þeirri
veröld sem er gengin. Ég hlusta
hugfanginn á hann segja mér frá
jólahaldinu þegar hann var
drengur, einfaldleikanum sem
var honum svo minnisstæður, á
meðan ég færði peð og svo ridd-
ara og loksins segir afi brosandi:
„Þarna mátaðir þú mig.“ Með ár-
unum breytist umræðuefnið en
eitt breyttist aldrei, ánægjan yfir
því að vera í návist hvor annars og
blíða afa í minn garð. Þessi mildi
einkenndi síðasta samtal okkar
afa. Við ræddum um liðinn tíma
og fólk sem var horfið á braut og
hið ókomna. Það var bjart yfir afa
þegar ég kvaddi. Við höfðum átt
enn eina góða stund saman.
Þórhallur Guðmundsson.
Elsku afi minn lést að kvöldi
páskadags 12. apríl, 94 ára að
aldri.
Mig langar að minnast hans
með fáeinum orðum.
Ég varð strax mjög mikil afa
stelpa og mín fyrsta minning um
hann er hversu örugg ég var hjá
honum. Það gat ekkert farið úr-
skeiðis ef ég var hjá afa. Ég var
einnig þess fullviss fram á ung-
lingsárin að afi væri sterkasti
maður í heimi. Ef ég var hrædd
við einhverjar óútskýrðar
draugaverur þá var hræðslan
fljót að hverfa þegar ég hugleiddi
það hvernig afi myndi yfirbuga
þær og vernda mig. Á Háaleitis-
braut 145 var alltaf mikið að ger-
ast. Það var mikið fjör þegar ég
og systir mín ásamt tveimur
frændum fengum öll að gista hjá
afa og ömmu. Þá fékk eitt okkar
að sofa á milli afa og ömmu og hin
þrjú röðuðu sér á dýnur kringum
rúmið þeirra. Í minningunni voru
það einna helst ég og Hafsteinn
frændi sem rifumst um það hver
ætti að sofa á milli afa og ömmu.
Þegar ég vann svaf ég nánast allt-
af með andlitið að hálsakoti afa.
Afi vildi allt fyrir alla gera og
sérstaklega fyrir barnabörnin sín.
Hann hafði alltaf áhuga á því sem
við vorum að fást við og til í að
spjalla og spila við okkur. Það var
heldur ekkert tiltökumál að fá
hann til að skutla sér eða gera
okkur ýmsa greiða.
Afi var drátthagur og teiknaði
listilega það sem maður bað hann
um að gera. Ég hafði unun af því
að fylgjast með honum.
Ég flutti til afa og ömmu þegar
ég var 16 ára og ákvað að fara í
menntaskóla í Reykjavík. Ég bjó
hjá þeim í þrjú ár og við afi áttum
mjög gott skap saman. Á þeim
tíma sá ég hvað afi var duglegur
að vinna. Hann var húsasmíða-
meistari og átti smíðaverkstæði. Í
seinni tíð þegar hann var hættur
að vinna var hann einnig sístarf-
andi. Hann var ýmist niðri í kjall-
ara eða út í bílskúr að laga gömul
húsgögn og smíða ýmsa muni. Á
þessum tíma kenndi hann mér
líka ákveðið æðruleysi. Hann
sagði stundum „það þýðir ekkert
að tala um það“ þegar við stóðum
frammi fyrir einhverju sem við
gátum ekki breytt. Það kom mjög
vel í ljós þegar amma veiktist og
þurfti að leggjast inn á hjúkrun-
arheimili.
Þegar ég minnist afa koma
þessi orð helst upp í huga minn:
góðmennska, hófsemi, vinnusemi,
öryggi og styrkur. Þetta eru
eiginleikar sem ég vona að lifi
áfram í mér og börnum mínum.
Ég sakna afa og er þakklát fyrir
þann tíma sem ég átti með hon-
um, fyrir það sem hann kenndi
mér og fyrir alla hans gæsku og
umhyggju.
Jóhanna Guðmunda
Þórisdóttir.
Þórhallur Jónsson
✝ Grétar ÞórSigurðsson
fæddist í Keflavík
4. janúar 1947.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 26.
febrúar 2020. Grét-
ar Þór var sonur
hjónanna Sigurðar
Jóhanns Guð-
mundssonar bif-
reiðarstjóra, f.
21.7. 1906, d. 1.5. 1965 og Sig-
rúnar Hannesdóttur húsmóður,
f. 22.9. 1911, d. 24.7. 2001.
Systkini Grétars Þórs eru: Guð-
mundur, f. 10.6. 1933, d. 24.10.
2013. Arnbjörg, f. 1.9. 1934, d.
6.4. 1987. Tyrfingur Hafsteinn,
f. 13.6. 1936, d. 30.6. 2004.
Hannes Reynir, f. 30.6. 1939, d.
mundsson, dætur þeirra eru
Hanna Guðný og Hafdís.
3) Magnea Grétarsdóttir, f
18.8. 1975, maki Sigurður Ragn-
ar Magnússon, börn þeirra eru
Grétar Þór, Svava Rún og
Sigurpáll Magni.
Grétar Þór fæddist á Bald-
ursgötu 2 í Keflavík og ólst þar
upp. Sem ungur maður var
hann farinn að stunda sjó-
mennsku. Þegar Grétar Þór var
um tvítugt stofnaði hann sitt
eigið fyrirtæki, Réttingarverk-
stæði GS. Í seinni tíð byggði
hann upp og rak ferðaþjónustu-
fyrirtæki á Blönduósi ásamt eig-
inkonu sinni. Ferðalög og sjó-
mennska voru hans áhugamál
og hafði hann tækifæri til þess
að stunda sjóinn sér til ánægju
fram undir það síðasta. Útför
Grétars Þórs fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 24. apríl, kl.
13. Útförinni verður streymt á
fésbókarsíðu: (Facebook Signý
Sigurhansdóttir). Stytt slóð:
shorturl.at/lxZ27. Slóðina má
nálgast á mbl.is/andlat.
13.10. 2018. Sig-
urður Vignir, f.
26.4 .1941. Guðni
Sigurbjörn, f. 16.3.
1944. Grétar Þór, f.
26.3. 1945, d. 24.11.
1945. Lilja Björk, f.
24.7.1951.
Eftirlifandi eig-
inkona Grétars
Þórs er Signý H.
Sigurhansdóttir, f.
21.6. 1947. Þau
gengu í hjónaband 29.6. 1968.
Börn þeirra eru:
1) Gunnar Þór Grétarsson, f.
22.3. 1969, sambýliskona Sól-
veig Gísladóttir, börn Gunnars
eru Signý Jóna, Helena Rós og
Daníel.
2) Bryndís Grétarsdóttir, f.
10.6. 1973, maki Hafsteinn Guð-
Drottinn sjálfur stóð á ströndu:
Stillist vindur! Lækki sær!
Hátt er siglt og stöðugt stjórnað.
Stýra kannt þú sonur kær.
Hörð er lundin, hraust er mundin,
hjartað gott, sem undir slær.
Heill til stranda, Stjáni blái,
stíg í land og kom til mín.
Hér er nóg að stríða og starfa.
Stundaðu sjó og drekktu vín,
kjós þér leiði, vel þér veiði.
Valin skeiðin bíður þín.
(Örn Arnarson)
Síðustu vikur hef ég staðið
mig að því að raula texta lagsins
um Stjána bláa. Ástæðan er sú að
ljóðið um sægarpinn minnir mig
ætíð á afa minn og alnafna sem
nú hefur haldið á vit forfeðranna.
Í huga mér var afi fyrst og
fremst sjómaður. Síðar komst ég
að því að sjómennskan hefði náð
yfir brot af starfsferli hans.
Því er samt ekki hægt að neita
að hann hafi smellpassað í hlut-
verkið, hann hafði ögn hörkulegt
yfirbragð og húðflúr með akkeri.
Í barnæsku fannst mér flúrið
mjög athyglisvert og spennandi
og ég mátaði hann afa minn við
ýmsar ævintýrapersónur í hug-
anum vegna þess.
Þessar minningar um flúrið
góða og ævintýramyndirnar eru
sóttar til áranna þegar þau
amma bjuggu að Hafnargötu 54,
sem var höll í huga barns. Þang-
að var gaman að koma og sér-
staklega spennandi var að kíkja á
verkstæðið hans afa. Þar átti afi
sér sinn heimavöll. Hann var
nefnilega hagleiksmaður í rétt-
ingum og hvers kyns bílaviðgerð-
um.
Sagt er að málmurinn hafi
leikið í höndum hans. Hjá honum
lærði ég snemma um mikilvægi
þess að sinna viðhaldi bíla og síð-
ar minnti hann mann reglulega á
að kominn væri tími til að bóna
bílinn.
Afi nýtti ekki einungis kunn-
áttu og dugnað sinn í bílarétt-
ingar því húsbyggingar eru kap-
ítuli út af fyrir sig. Stórhýsið að
Hafnargötu 54 hafði hann sjálfur
reist ásamt fjölskyldunni. Sem
barn þótti mér ótrúlegt að þau
sjálf hefðu reist slíkan kastala.
Mörgum árum áður höfðu amma
og afi flutt inn í sitt fyrsta hús
tvítug að aldri, hús sem afi hafði
sjálfur byggt.
Afi fylgdist vel með því sem
fjölskyldan tók sér fyrir hendur
og maður gat gengið að því vísu
að hann spyrði frétta þegar kíkt
var í heimsókn. Hann talaði líka
töluvert í síma við vini og kunn-
ingja hvaðanæva. Maður heyrði
stundum til hans segja frá nýj-
ustu afrekum barnabarnanna.
Hann var nefnilega hreykinn af
sínu fólki. Vina og kunningja-
fjöldinn gerði það að verkum að
það var þægilegt að geta kennt
sig við afa, sérstaklega þegar
maður kynnti sig fyrir eldri Kefl-
víkingum – hann Grétar í Bár-
unni þekktu allir.
Ferðalög stundaði afi af kappi,
bæði innanlands sem utan og allt
fram á hinsta dag. Þau amma
keyrðu um landið á húsbíl á
sumrin, en á veturna voru það
ýmist skíðabrekkur eða hlýrri
lendur Kanaríeyja sem heilluðu.
Mér er sérstaklega eftirminnileg
skíðaferðin sem við Signý Jóna
frænka mín fórum með þeim
ömmu og afa til Akureyrar um
árið.
Því er ekki hægt að neita að
róður afa þyngdist síðustu árin
sökum veikinda. Á honum var
samt engan bilbug að finna og
hann lét þau mein sem á hann
herjuðu ekki stoppa sig. Þannig
fékk hann að njóta nokkurra
góðra daga á sínum eftirlætis
stað, Kanaríeyjum, í félagi við
ömmu síðustu dagana áður en
hann kvaddi.
Grétar Þór Sigurðsson.
Grétar Þór
Sigurðsson