Morgunblaðið - 24.04.2020, Page 18

Morgunblaðið - 24.04.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 ✝ Þóra Ragnars-dóttir fæddist 25. mars 1954 í Borgarnesi. Hún lést á líknardeild Landspítalans 16. apríl 2020. Þóra var dóttir hjónanna Ragnars Lúðvíks Jóns- sonar, f. 20. des- ember 1920, d. 28. júní 2013 og Önnu Guðrúnar Georgsdóttur, f. 21. mars 1929, d. 2. október 2018. Þau bjuggu allan sinn búskap í Borgarnesi. Systkini Þóru eru Rúnar, f. 29. september 1949, Steinar, f. 4. mars 1952, Jón Georg, f. 29. maí 1958 og Ragnheiður Elín, f. 29. júlí 1968. Þóra giftist 1. júlí 1978 Gísla Kristóferssyni húsa- Borgarnesi og lauk landsprófi þaðan. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974. Stundaði nám við Kennaraháskólann og útskrif- aðist þaðan árið 1978. Kenndi við Ölduselsskóla, Breiða- gerðisskóla og Seljaskóla árin 1978-1991 og Snælandsskóla í Kópavogi árin 1992-2015. Þóra lék körfuknattleik með Skallagrími og ÍR og var hluti af fyrsta kvennalandsliði Ís- lands í körfuknattleik árið 1973. Hún fylgdist alla tíð vel með því sem fram fór á vettvangi íþrótta. Þóra var mikill náttúruunn- andi og naut sín sérlega vel ut- andyra með fjölskyldu og vin- um, við dúntekju, í berjamó og gönguferðum svo fátt eitt sé nefnt. Þóra helgaði líf sitt fjöl- skyldu sinni og lagði einstaka rækt við barnabörn sín auk þess að ferðast víða, bæði inn- anlands og utan. Útförin fer fram í kyrrþey. smíðameistara, f. 12. apríl 1955. Foreldrar Gísla voru Kristófer Þorgeirsson, f. 4. febrúar 1929, d. 9. október 2010 og Ólína Jóhanna Gísladóttir, f. 11. ágúst 1929, d. 19. júní 2017. Börn Þóru og Gísla eru: 1. Georg Gíslason, f. 25. mars 1978. Maki Júlía Egils- dóttir. Börn þeirra eru: A) Kolfinna, B) Gísli, C) María. 2. Ólína Jóhanna, f. 4. júní 1981. Maki Jóhannes Ásbjörns- son. Börn þeirra eru: A) Sóley, B) Elín Þóra, C) Ásbjörn Gísli. 3. Rúrik, f. 25. febrúar 1988. Maki Nathalia Soliani. Þóra hóf skólagöngu sína í Elsku móðir mín, sem ég átti svo einstakt samband við, elskaði svo heitt og leit mikið upp til, er látin. Það er óraunverulegt að þurfa að rita þessi orð um mömmu mína sem kvaddi allt of snemma eftir stutta baráttu við krabbamein. Sorgin er mikil og mörg hjörtu eru í þúsund molum fyrir vikið. Hún var mér allt. Hún var fjölskyldunni allt. Mamma var einstaklega gjaf- mild og lifði fyrir að hjálpa öðr- um og gefa af sér. Hún var góð móðir og góður vinur vina sinna. Mamma gerði mig stoltan og hún sagði mér og sýndi að hún var líka stolt af mér. Mamma var mér hvatning og veitti mér inn- blástur. Hún gaf mér ást, um- hyggju, hlýju og gott uppeldi. Mamma vildi öllum vel og var traust. Hún talaði ekki illa um aðra heldur var hún dugleg að hrósa fólki og hvetja það til dáða. Mamma var með stórt hjarta og það sýndi sig svo ótal sinnum á marga mismunandi vegu. Mamma tapaði aldrei húmornum sínum, sagði brandara fram á síðasta dag þrátt fyrir að vera mikið veik, og hló svo með sínum smitandi hlátri. Það var dýrmætt og lærdómsríkt að fá að eyða með henni síðustu dögunum á líknardeild Landspítalans og vil ég þakka starfsfólkinu þar fyrir þeirra viðmót og góða starf sem þar er unnið. Minningarnar eru endalausar og þær munu lifa. Þrátt fyrir að við byggjum hvort í sínu landinu síðastliðin 15 ár náðum við að eyða miklum tíma saman hvort sem það var á Íslandi eða er- lendis. Við ferðuðumst mikið saman og höfðum oft orð á því að við værum að skapa minningar. Facetime-símtölin hlaupa á þús- undum og byrjuðu allir dagar hjá mér á símtali til hennar með morgunkaffinu. Hún var minn stuðningsmaður númer eitt, ásamt pabba, og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir það. Söknuðurinn er gríðarlegur en ég reyni að hugsa til þess sem hún sagði í hvert skipti sem við kvöddumst: „Við skulum ekki vera leið þegar við kveðjumst, heldur gleðjast og brosa þegar við hittumst næst.“ Ég verð áfram hér og mamma er þar en í huganum verðum við alltaf á sama stað. Rúrik Gíslason. Elsku mamma mín. Nú hefur mamma haldið af stað í heimsreisuna. Skemmti- ferðaskipið hefur leyst landfestar og förinni er heitið til Ástralíu. Þar ætlar mamma að læra mál frumbyggjanna. Með sínu yfir- náttúrulega æðruleysi síðustu dagana tjáði hún okkur þetta. Fyrir mömmu er ég ólýsanlega þakklát. Hún var alltaf til staðar. Natni hennar við barnabörnin var aðdáunarverð, þolinmæðin sem hún sýndi þeim og metnað- urinn. Ef hún var beðin fyrir eitt af barnabörnum sínum kallaði hún yfirleitt á hin líka. Hún elsk- aði að hafa þau öll hjá sér. Það er ekki síst fyrir hennar tilstilli hve náin barnabörnin hennar eru, meira eins og systkin en frænd- systkin. Mamma var mikið náttúru- barn og sérlega fróð um allt sem tengdist náttúrunni. Hún var alltaf að fræða okkur systkinin og seinna barnabörnin á ferða- lögum okkar um landið. Hún spurði okkur út úr um fjöll, fugla, vötn, ár og sýslur. Mamma lét sig aðra varða. Ef einhver átti um sárt að binda þá var hún mætt. Mamma var einstaklega gjafmild hvort sem það var í formi gjörða eða gjafa. Hún framkvæmdi það sem hún hugsaði af væntum- þykju einni. Mamma geislaði af heilbrigði og því var það mikið reiðarslag þegar hún greindist með illvígan sjúkdóm. Ekkert í líferni hennar gaf tilefni til þess að hún þyrfti að veikjast. En nú hefur hún kvatt okkur eftir hetjulega bar- áttu við veikindi sín. Ég er þakk- lát fyrir samheldni fjölskyldunn- ar á þessum erfiðu tímum. Það hjálpar okkur í sorginni að hafa stuðning hvert af öðru. Saman munum við halda utan um pabba og hvert annað. Fórnfúsa, hjálpsama og yndis- lega mamma mín. Það var þinn háttur að eyða ekki miklum tíma í að kveðjast heldur fagna vel þegar við hittumst. Ég hlakka til að knúsa þig þegar við hittumst næst. Ég sakna þín sárt og trúi því vart að þú sért ekki lengur hjá mér. Ég hugga mig við það að núna ert þú á góðum og fal- legum stað og Guð hefur tekið sár þín og mein og gert þig heila á ný. Þú ert fyrirmyndin mín, elsku mamma, og ég ætla að til- einka mér öll þín fallegu og góðu gildi. Þín Ólína (Olla). Þóra tengdamóðir dóttur okk- ar var einstök fyrir margar sakir. Hún gleymist ekki öllum þeim fjölda sem kynntist henni á lífs- leiðinni. Þeir voru mýmargir sem nutu þeirra kynna. Þóra var gefandinn í sam- skiptum við samferðafólk sitt. Hún átti erfitt með að þiggja, fannst óþarfi að fólk væri að hygla henni, þeir hinir sömu sem svo margt þáðu af henni áttu ekki að muna eftir máltækinu „Æ sér gjöf til gjalda“. Þóra þekkti náttúru landsins og naut hennar óspart með sín- um einstaka lífsförunaut og fjöl- skyldu og vinum. Gísli var aldrei langt undan þar sem Þóra fór. Mættu börnin velja sér foreldra yrði fyrirmyndin þau hjón. Allt of snemma og með sorg og söknuði í hjarta kveðjum við vin- konu okkar og þökkum henni samfylgdina með öllum ljúfu minningunum. Gísla, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum sem öll voru yndi hennar sendum við okkar hjartanlegustu samúðar- kveðjur og biðjum að þau finni styrk og ró í sinni stóru sorg. Guð geymi þig, elsku Þóra. Herdís María (Haddí) og Egill. Elsku tengdamamma. „Þetta er uppáhaldstengda- sonur minn.“ Þetta sagðir þú reglulega svo aðrir heyrðu. Með stríðnisglampa í augunum af því að ég var sá eini og ljóst að Georg og Rúrik myndu ekki færa þér annan. En meiningin var skýr. Við áttum verðmætan vinskap. Við skildum hvort annað. Meira að segja stundum þegar aðrir skildu okkur ekki alveg. Þú varst stolt af mér alla tíð. Stolt af því sem ég var að fást við og þú lést mig alltaf finna það. Þú varst mér sannur bandamaður. Og fyrir það verð ég ævinlega þakk- látur. Það er magnað til þess að hugsa að þegar við Olla kynnt- umst seint á síðustu öld varst þú litlu eldri en ég er núna. Við vor- um krakkar. Þú varst mamma. Svo urðum við foreldrar og þú varðst amma. Af óskiljanlegum ástæðum var þér svo falið að kveðja. Allt of snemma. Þannig var ferðalagið okkar saman. Svo stutt en samt svo langt. Svo áþreifanleg áminning um hvað tíminn ferðast hratt. Hve lífið er dýrmætt. Hvað áratugur er fljót- ur að líða. Hvernig mánuður líð- ur hjá líkt og um viku væri að ræða þegar maður verður full- orðinn. Við fjölskyldan söknum þín meira en orð fá lýst. En hlýjum okkur við þær ótalmörgu minn- ingar sem þú skapaðir með um- hyggju þinni fyrir okkur, með aðdáunarverðri natni við barna- börnin þín og með því að lifa líf- inu til fulls. Hispurslaust og grímulaust. Hrein og bein alltaf. Lokaspretturinn var sér- stakur. Sársaukafullur. Ég og svo margir aðrir hefðum viljað getað sest við rúmstokkinn þinn og haldið um hönd þína. En við létum okkur nægja að tala saman í gegnum síma með gluggann á milli. Og þar sýndir þú okkur í síð- asta skipti úr hverju þú varst gerð. Styrkurinn, húmorinn og æðruleysið slíkt að mann setti hljóðan aftur og aftur. Skemmti- ferðaskipið var á leiðinni að sækja þig og það kom að lokum. Við sem eftir sitjum, fjölskyldan þín, munum ávallt varðveita þig í hjörtum okkar og huga. Og við vitum að þú munt vaka yfir okkur. Njóttu ferðalagsins, elsku Þóra. Jóhannes. Elsku besta amma Þóra. Þú varst besta vinkona okkar í öllum heiminum og það er ólýs- anlega sárt að þurfa að kveðja þig. En það sem þú gafst okkur munum við alltaf varðveita. Minningarnar eru svo sterkar og svo margar af því að þú varst svo skemmtileg, fyndin, hjálpsöm og hugmyndarík. Þú kenndir okkur svo margt. Þú kenndir okkur að hjóla og gafst okkur fyrstu hjólin okkar. Þú kenndir okkur að lesa mjög snemma enda varstu ein- stakur kennari. Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum var að fara með þér í vinnuna. Þegar við, eldri barnabörnin, vorum öll orðin læs þá keyptir þú handa okkur lestrarbikar sem gerði okkur svo stolt. Þú gafst okkur svo mikinn tíma og settir okkur alltaf í fyrsta sæti. Það var alveg sama hvar við vorum, þú varst mætt að sækja okkur með nesti, nýbakað eða á leiðinni með okkur á kaffihús. Við elskuðum að fá að gista hjá þér og afa í Furuhjalla. Góða lyktin í ömmu- holu. Þar sváfum við alltaf svo vel. Að vakna og koma fram og heyra þig segja „góðan daginn“. Þá varstu búin að baka pönnu- kökur eða elda eitthvað sem þú vissir að okkur langaði í. Gamla útvarpið sem þú kveiktir alltaf á á morgnana og svo dönsuðum við saman við lögin sem komu. Leynistaðirnir sem þú sýndir okkur í berjamó og allir skemmtilegu frasarnir eins og „bannað að gráta í ömmuhúsi“. Takk fyrir að mæta á öll fim- leikamótin okkar, allar skóla- skemmtanirnar og danssýning- arnar. Við höfum svo ótrúlega margt að þakka fyrir og það er svo margt sem við ætlum að til- einka okkur í framtíðinni. Sér- staklega hvernig þú vildir alltaf allt fyrir aðra gera. Þú varst öflugasta kona sem við höfum kynnst og við ætlum að gera allt til þess að verða eins stórkostleg- ar og góðar og þú varst. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur, elsku amma Þóra. Við vitum að þú munt áfram fylgjast með okk- ur og styðja okkur eins og þú gerðir alltaf. Við lofum að passa afa vel. Þínar ömmustelpur, Sóley og Elín Þóra. Elsku amma Þóra var nátt- úrubarn og naut þess að ferðast og vera úti. Á ótal ferðalögum okkar um landið þuldi amma upp sýslurnar, nöfn fjalla, fjarða, fossa, vatna, fugla, bæja og blóma. Það voru ekki fá skiptin sem við fórum með ömmu í berjamó. Amma var svo reynd í berja- bransanum að hún vissi um leyni- staði um allt land þar sem bestu og stærstu berin voru. Aðeins við barnabörnin og hennar nánustu vinir fengum að njóta góðs af því. Á sumrin var heldur betur gaman í Furuhjalla. Við brölluð- um mikið saman í garðinum og það er alveg ógleymanlegt þegar amma hringdi í okkur á morgn- ana og bað okkur um að koma í heimsókn. Við vorum alltaf til í það því að okkur leið best í ömmu- og afahúsi. Okkur fannst gaman að hjóla til hennar á hjólunum sem þau amma og afi höfðu gefið okkur. Þegar við mættum þá stóð hún tilbúin að taka á móti okkur í dyragættinni. Svo var tjaldað í garðinum og jafnvel látið renna í uppblásna sundlaug og notið kræsinga sem amma hafði bakað. Amma var alltaf tilbúin að keyra okkur og sækja á æfingar og í skólann eða hvert sem við þurftum að fara. Hún passaði upp á það að við værum ekki svöng og var yfirleitt með nesti og nýbakað í bílnum. Amma var stuðningsmaður okkar númer eitt. Hún hvatti okkur áfram í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og mætti á mót og keppnir. Amma var hjálpsöm og að- stoðaði okkur við heimanámið, hún var einstakur kennari. Hún kenndi okkur að lesa og gaf okkur lestrarbikar þegar við náðum góðum tökum á lestr- inum. Amma átti sex barnabörn og vildi alltaf vera meðvituð um hvar allir væru og hvað þeir væru að gera. Hún hringdi oft í okkur á morgnana til þess að bjóða okkur góðan dag og óska okkur góðs gengis inn í daginn. Við lítum upp til ömmu og munum alltaf gera. Hún er okkar fyrirmynd og við elskum hana ofurheitt. Ömmu fannst að við ættum að gleðjast innilega þegar við hitt- umst en ekki nota of langan tíma til að kveðjast. Með þakklæti í hjarta kveðj- um við elsku ömmu Þóru og von- um að henni líði vel á nýjum stað. Engin orð fá lýst hversu mikið við eigum eftir að sakna hennar. Guð blessi minningu ömmu. Kolfinna, Gísli og María. Líttu hvert sólarlag sem þitt hinsta væri það því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) að er eins og hún elsku systir mín hafi skynjað að hún yrði hrifin í burtu í blóma lífsins. Henni féll aldrei verk úr hendi, naut ávallt hvers andartaks og elskaði lífið. Þóra var 14 ára þegar ég fæddist, líklega hefur henni fundist hún bera ábyrgð á litlu mannverunni og varð hin mamma mín ekki síður en stóra systir. Hún lét sig líf mitt varða og studdi mig í því sem ég tók mér fyrir hendur hverju sinni. Mörgum hefur eflaust þótt hún á Þóra Ragnarsdóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, MARÍA ATLADÓTTIR, Rúgakri 3, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 20. apríl. Unnsteinn Jóhannsson Atli Baldvin Unnsteinsson Ellen Sigfúsdóttir Elvar Örn Unnsteinsson Þyri Rafnsdóttir Jóhann Unnsteinsson Linda Björg Pétursdóttir Steinunn Unnsteinsdóttir Ingólfur Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN DANÍELSSON vélfræðingur, lést á heimili sínu föstudaginn 17. apríl. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun útförin fara fram síðar og auglýst þegar þar að kemur. Hjartans þakkir færum við Heru heimahjúkrun fyrir einstaka alúð. Vilhelmína Ólafsdóttir Helgi Kristinsson Molly Smith Davíð Freyr Albertsson Tinna Þorvaldsdóttir Ísabella Ösp, Börkur Elí, Aníta Eik, Birkir Leó María Albertsdóttir Berglind, Elísabet Freyja Elskuleg eiginkona mín, RAGNHILDUR HARALDSDÓTTIR sjúkraliði, frá Þorvaldsstöðum, Skeggjastaðahreppi N-Múlasýslu, andaðist að morgni dags 20. apríl á líknardeild Landspítala. Útförin fer fram í kyrrþey. Aðstandendur þakka starfsfólki á krabbameins- og líknardeild Landspítalans umönnun og hlýju. Fyrir hönd aðstandenda, Brynjólfur Magnússon Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi, langafi og bróðir, GUÐJÓN EINARSSON, fv. lögregluvarðstjóri, Hlíðarvegi 13, Hvolsvelli, lést laugardaginn 18. apríl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Í ljósi aðstæðna mun útförin fara fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Þuríður Kristjánsdóttir Rúnar Þór Guðjónsson Sara Ósk Rúnarsdóttir Laufey Rún Rúnarsdóttir, maki og börn Sigríður Einarsdóttir Guðrún Einarsdóttir Sigurjón Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.