Morgunblaðið - 24.04.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020
✝ Páll Sigurðs-son fæddist 9.
nóvember 1925 í
Reykjavík. Hann
andaðist 16. apríl
2020 á Sóltúni.
Foreldrar: Sig-
urður Jónsson sjó-
maður, f. 1894, d.
1959, og k.h. Ingi-
björg Pálsdóttir
húsfreyja, f. 1900,
d. 1975. Systkini
Páls: Sigrún, f. 1923, d. 1999,
maki Guðmundur Guðmunds-
son, og Jón, f. 1934, maki Berg-
ljót Jónatansdóttir.
Páll kvæntist 19. ágúst 1949
Guðrúnu Jónsdóttur geðlækni,
f. 6. október 1926, d. 27.11.
2019, dóttur Jóns Júníussonar
stýrimanns, f. 1985, d. 1967, og
k.h. Jónínu Jónsdóttur hús-
freyju, f. 1900, d. 1983. Börn
þeirra: Jónína tannlæknir og
Ingibjörg lyfjafræðingur, f.
1949; Dögg hrl., f. 1956; dr.
med. Sigurður Páll geðlæknir
og Jón Rúnar hrl., f. 1960.
Maki Jónínu: Dr. med. Magn-
ús Guðmundsson lyf- og gigt-
arlæknir. Börn: Guðrún Lilja
viðskiptafræðingur, f. 1974,
maki Geirlaugur Blöndal Jóns-
son, börn: Magnús Garðar og
Nína Dögg; Atli Páll tölvufræð-
ingur, f. 1981, maki Marlena
Magnusson, börn: Oliver Atli og
Aurelia Lilja. Maki Ingibjargar:
á slysavarðstofunni og Landa-
koti og rak læknastofu í
Reykjavík um árabil. Hann var
tryggingayfirlæknir 1960-70.
Páll stundaði 1969-70 nám í
lýðheilsufræðum við Bristolhá-
skóla og lauk þaðan DPH-prófi.
Páll var fyrsti ráðuneytis-
stjóri heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins 1970 til
starfsloka 1995. Hann var 1982-
83 ráðgjafi hjá Evrópuskrif-
stofu WHO í Kaupmannahöfn
og 1973-80 í hlutastarfi yfir-
læknir hjá Sjálfsbjörg. Páll var
formaður Skurðlæknafélags Ís-
lands, stjórnarnefndar Rík-
isspítala, Daggjaldanefndar
sjúkrahúsa og Íslenskrar
endurtryggingar, sat í stjórn
LR, Læknafélagsins Eirar,
Gigtarfélags Íslands, yfirstjórn
mannvirkjagerðar á Landspít-
alalóð, norrænu embættis-
mannanefndinni um félags- og
heilbrigðismál og Umferðar-
ráði. Hann var borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins 1966-70, einn
stofnenda Rotaryklúbbsins
Reykjavík-Austurbær, ritari
þar og forseti og valinn Paul
Harris Fellow og heiðursfélagi
í klúbbnum.
Páll gaf út bókina Heilsu og
velferð, þætti úr sögu heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins 1970-1995.
Páll var sæmdur hinni ís-
lensku fálkaorðu og var heið-
ursfélagi í Læknafélagi Íslands.
Útför Páls fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 24. apríl 2020, og
hefst kl. 13.
Helgi Þórhallsson
efnaverkfræð-
ingur. Synir: Páll
eðlisverkfræð-
ingur, f. 1970,
maki Karítas
Gunnarsdóttir,
börn: Melkorka
Ingibjörg, Re-
bekka Guðfinna og
Egill Breki; Þór-
hallur kennari f.
1977, maki Þórunn
J. Júlíusdóttir, börn: Elín Dögg,
Helgi og Stefán. Dögg var gift
dr. Ólafi Ísleifssyni alþingis-
manni. Sonur: Páll Ágúst, f.
1983, lögmaður og prestur,
maki Karen Lind Ólafsdóttir,
börn: Þórhildur Katrín, Dögg,
Ólafur Páll og Magnea Sig-
urborg. Maki Sigurðar Páls er
Ásthildur Sólborg Þorsteins-
dóttir grunnskólakennari.
Börn: Guðrún Ágústa læknir, f.
1986, sem á Freyju Sif með
Peter Christian Nielsen og
Ástu Lilju með Hilmari Laxdal;
Sólrún Dögg heilbrigðisverk-
fræðingur, f. 1991, sem á Jens
Erik með Þorra Jenssyni; Páll
Steinar háskólanemi, f. 1994;
Sigrún Björk háskólanemi, f.
1997.
Páll lauk stúdentsprófi frá
MR 1946, læknaprófi frá HÍ
1952 og sérnámi í bæklunar-
skurðlækningum í Svíþjóð
1956. Hann varð sérfræðingur
Fyrst stóð hugur pabba til
verkfræði. Veikindadvöl á Landa-
koti 1945 breytti því. Hann ákvað
að verða læknir. Atvikin höguðu
því svo að hann valdi embættis-
mennsku framyfir lækningarnar
síðari helming starfsævinnar.
Í hálfa öld fékkst pabbi við
heilbrigðismál. Framan af sinnti
hann lækningum á slysavarðstofu
og Landakoti, var bæklunar-
læknir, heimilislæknir og trygg-
ingayfirlæknir.
Í aldarfjórðung var hann ráðu-
neytisstjóri í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, sá
fyrsti sem gegndi því embætti.
Hann hafði yfirgripsmikla þekk-
ingu á málaflokknum og skýra
sýn á það hverju þyrfti að breyta
sjúklingum og landsmönnum til
hagsbóta. Pabbi byggði upp ráðu-
neytið í samvinnu við starfsmenn
þess og beitti sér fyrir öflugri
uppbyggingu og þróun heil-
brigðisþjónustunnar. Allt var það
gert í umboði ráðherra hvers
tíma, sem pabbi sagði í grund-
vallaratriðum hafa verið sammála
um hlutverk og mikilvægi þess-
arar þjónustu, sama hvar í flokki
þeir voru. Samtals gegndu 10 ein-
staklingar embætti heilbrigðis-
ráðherra þann aldarfjórðung sem
pabbi var ráðuneytisstjóri.
Pabbi var meðalmaður á hæð,
myndarlegur, brúneygður með
fallegt svart, liðað hár, sem fljótt
gránaði. Jakkaföt voru hans ein-
kennisfatnaður, eins og annarra
karlmanna af hans kynslóð, en
hann bar jafnan slaufu, sem var
óalgengt á þessum árum.
Pabbi var glöggur maður, rétt-
sýnn, ráðagóður, raunsær, ákveð-
inn, skipulagður og hreinskipt-
inn. Hann gerði sér aldrei rellu út
af neinu. Mamma lýsti pabba með
tilvitnun í Pál postula: „… verið
karlmannlegir og styrkir. Allt sé
hjá yður í kærleika gjört.“ Sam-
starfsmaður sagði helsta löst
pabba vera hversu óáreitinn hann
væri og að hann svaraði illu með
því að bjóða hinn vangann.
Pabbi var farsæll í ævistarfi
sínu og gæfumaður í einkalífinu.
Þau mamma voru einstök hjón.
Þau voru samrýnd, miklir félagar
og traustir vinir. Þau elskuðu,
treystu og virtu hvort annað, tak-
markalaust. Þegar heilsu
mömmu hrakaði annaðist pabbi
hana af einstakri ást og um-
hyggju þangað til verkefnið varð
honum ofviða. Um tíma voru þau
aðskilin. Aftur sameinuðust þau á
Sóltúni og pabbi passaði upp á
mömmu þangað til hún dó í
nóvember sl.
„Þá styttist í að ég fari,“ sagði
pabbi þegar ég sagði honum að
mamma væri látin. Lífsvilji
pabba var þó alltaf sterkur og
breyttist ekki við andlát mömmu.
Við ræddum að næst yrði hann 95
ára. Honum fannst það spenn-
andi tilhugsun og vildi ná þeim af-
mælisdegi. Ferðirnar í Gríms-
nesið voru pabba annað tilhlökk-
unarefni. Þær brutu upp
hversdaginn eins og allar heim-
sóknirnar sem hann fékk.
Veiran vonda breytti öllu.
Heimsóknir voru bannaðar.
Mörg símtöl á degi hverjum
komu ekki í staðinn fyrir bíltúra í
sveitina og heimsóknir. Lífsvilj-
inn þvarr. Pabbi fann líklega á
sér að tímaglasið tæmdist hratt.
Við Nonni bróðir spjölluðum við
pabba á föstudaginn langa. Nonni
sagði honum frá ferð í Grímsnesið
og að vor væri í lofti. Pabbi sagði
þá: „Það vorar ekki hjá mér.“
Nokkrum dögum síðar var hann
farinn. Pabbi reyndist sannspár.
Guð blessi og geymi minningu
pabba og mömmu.
Dögg Pálsdóttir.
Pabbi ákvað að verða læknir
og stundaði bæklunarlækningar
um árabil. Árið 1969 fór hann til
Bristol, Englandi til að læra emb-
ættislækningar. Með þeim
mömmu fórum við þrjú yngri
systkinin. Þetta var ævintýra-
ferðalag fyrir okkur bræður en
mikið átak fyrir pabba, kominn á
miðjan aldur. Hann vildi hins
vegar breyta til og varð árið 1970
fyrsti ráðuneytisstjórinn í heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu. Pabbi hafði áhuga á heil-
brigðismálum og velferð
almennings og helgaði þessum
málefnum starfskrafta sína.
Ef lýsa á pabba í fáum orðum
þá er það vinnusemi, virðing og
umhyggja. Hann var góður
námsmaður, lauk t.d. læknanámi
á fimm og hálfu ári þegar námið
tók sjö ár. Það taldi hann sig
þurfa að gera því í miðju lækna-
námi eignuðust þau mamma sína
fyrri tvíbura, elstu systur mínar.
Hann bar mikla virðingu fyrir
mömmu, eiginkonu sinni, sem
hann elskaði og dáði. Hann sinnti
sjúklingum sínum af kostgæfni
og honum voru falin og treyst
fyrir mörgum trúnaðarstörfum á
langri starfsævi.
Mér er minnisstætt að stuttu
eftir að pabbi varð sextugur var
hann kominn til Englands á ný
því hann reyndist með kransæða-
sjúkdóm sem krafðist uppskurð-
ar erlendis. Pabbi vissi að hann
var kominn með þrengsli í
hjartaslagæðum en vildi fyrst
halda upp á sextugsafmæli sitt.
Það gerðu þau mamma myndar-
lega í Stigahlíð 89 þar sem þau
höfðu byggt fjölskyldunni heim-
ili. Eftir aðgerðina fór hann að
öllum læknisráðum og hætti t.d.
að borða rautt kjöt. Aðgerð sem
átti að endast í 10-15 ár dugði
honum vel í tæp 35 ár. Stuttu síð-
ar var ákveðið að hjartaskurð-
lækningar skyldu teknar upp á
Íslandi. Það var heiladrjúgt spor,
sem pabbi kom að og studdi, þótt
ekki hafi vantað úrtöluraddirnar
um að slíkt væri ekki mögulegt á
litla Íslandi.
Eftir að pabbi fór á eftirlaun
áttu þau mamma góð ár, þau
nutu frelsisins, ferðuðust mikið
innanlands og utan og voru í
sumarhúsinu í Grímsnesi. Pabbi
ræktaði áfram skóg, fékk okkur
bræður til að gróðursetja fleiri
tré. Hann var sem fyrr fram-
kvæmdamaður og var fyrsti sum-
arhúsaeigandinn í Grímsnesi
sem tók inn hitaveitu í bústaðinn
þegar það stóð til boða. Þau sáu
um sig sjálf fram yfir nírætt en
minnkuðu við sig húsnæði eftir
starfslok.
Minnisstæðar eru allar ferð-
irnar í Grímsnesið og einnig í
fjölmörg orlofshús Læknafélags-
ins. Fram til 2017 var t.d. farið
árlega í Skaftafell og gist á
Kirkjubæjarklaustri.
Pabbi og mamma voru í lífi og
starfi okkur börnunum góðar
fyrirmyndir. Við vorum elskuð
og alin upp á trúuðu heimili.
Frá ágúst 2018 var pabbi á
Sóltúni en þangað fór mamma í
apríl árinu fyrr. Hann var skýr
og ótrúlega minnisgóður en
heilsan var farin að gefa sig, þótt
hann nyti þess sem fyrr að fara í
sumarbústaðinn og til barna
sinna í mat og veislur. Samko-
mubannið sl. vikur fór ekki vel
með hann. Pabbi var vanur að fá
tíðar heimsóknir frá börnum,
ættingjum og vinum. Heilsu hans
hrakaði ótrúlega skjótt. Hann
hafði alltaf haft fótavist en það
breyttist skyndilega um páskana
og líf hans fjaraði út.
Ég vil þakka starfsfólki Sól-
túns fyrir umönnun hans og
mömmu.
Jón Rúnar Pálsson.
Kynslóð foreldra minna og
vinir þeirra hverfa nú einn af öðr-
um. Páll Sigurðsson er nú farinn
og Guðrún kona hans lézt hinn
27. nóvember síðastliðinn. Páll
var mjög eftirminnilegur per-
sónuleiki og alltaf hress í bragði
að því er mér fannst alla tíð.
Maðurinn með þverslaufuna,
þegar allflestir gengu með háls-
bindi. Fór honum afar vel og varð
eiginlega standard að sjá Pál
með þverslaufu. Þetta voru svona
atriði sem börn tóku eftir í vina-
hópi foreldranna. Tíminn líður
óskaplega hratt og var ég að
skoða myndaalbúm þar sem ég
hef verið fenginn til að mynda í
40 ára afmæli föður míns og
finnst mér eins og það hafi verið í
gær, en það var reyndar árið
1966. Þar voru vitaskuld myndir
af Páli og Guðrúnu og öllum hin-
um vinahjónunum í góðu yfirlæti,
ungt fólk á uppleið innan lækna-
stéttarinnar og framtíðin blas-
andi við. Páll og Guðrún unnu
bæði frumkvöðlastörf, hver á sínu
sviði og var mikill kraftur og út-
geislun í kringum þau og kraftur
til að framkvæma og byggja í
haginn fyrir komandi kynslóðir.
Kynslóðin sem er að hverfa er
grunnurinn að því þjóðfélagi sem
við eigum í dag og ber að þakka
öllum þeim sem af einurð lögðu
þann grunn. Blessuð sé minning-
in um Pál og Guðrún, heiðurshjón
og votta ég öllum aðstandendum
innilega samúð.
Friðrik Ásmundsson
Brekkan.
Páll Sigurðsson var áreiðanleg
einn af traustustu embættis-
mönnum sem íslenska þjóðin hef-
ur átt. Ég naut þess að hafa hann
sem yfirmann stóran hluta starfs-
ævi minnar og hef í raun litið á
hann sem fóstra minn og kennara
í störfum fyrir íslenska heilbrigð-
isþjónustu. Þjóðin dáist að því í
dag hversu öflug og vel skipulögð
heilbrigðisþjónustan er þegar
hún þarf að takast á við erfið
verkefni eins og nú.
Skipulag heilbrigðisþjónustu
er mannanna verk. Það eru ekki
margir sem muna eða vita að það
var Páll sem skipulagði stofnun
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins á sínum tíma. Það
var hann sem stýrði gerð fyrstu
heildstæðu laganna um heilbrigð-
isþjónustu. Þótt ýmislegt hafi
breyst byggja núgildandi lög að
stórum hluta á þeim trausta
grunni sem lagður var í upphafi.
Páll var líka öflugur í erlendu
samstarfi. Það var eftir honum
tekið og menn lögðu við hlustir
þegar hann tók til máls á erlend-
um vettvangi.
Þótt ævi Páls snerist að veru-
legu leyti um störf hans í þágu
heilbrigðismála átti hann líka ein-
staklega farsælt og hamingjuríkt
fjölskyldulíf. Það var ánægjulegt
að sá hversu ástfangin þau Guð-
rún voru og ófeimin við að láta
væntumþykjuna í ljós þótt aðrir
væru viðstaddir. Það kemur því
ekki á óvart þótt Páll hafi kvatt
þennan heim stuttu á eftir Guð-
rúnu og ekki viljað láta hana bíða
of lengi eftir sér.
Páll fylgdist vel með þjóðmál-
unum fram á síðasta dag. Það
hefur áreiðanlega verið honum
þungbært að geta ekki fengið
heimsóknir á þessum síðustu
dögum ævinnar. Hann hefði ef-
laust viljað fylgjast með og ræða
málefni heilbrigðiskerfisins á
þessum erfiðu tímum og getað
hitt sína nánustu meir en núver-
andi aðstæður leyfðu.
Við Elín sendum börnum Guð-
rúnar og Páls og öðrum ættingj-
um þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Elín og Davíð.
Þegar minnast skal Páls,
manns með glæstan læknis- og
embættismannsferil að baki, er
mikilvægast fyrir okkur að lýsa
mannkostum hans. Við hjónin
kynntumst honum best eftir
starfslok hans. Páll breyttist ekk-
ert við þau.
Hann hélt áfram að fylgjast vel
með öllu. Sýndi mikinn áhuga á
hvernig gengi hjá okkur og börn-
unum. Hann var af bænda- og
sjómannafólki og lagði áherslu á
að allir færu í nám og næðu sér í
starfsréttindi. Jafnvel þegar
hann var orðinn lögblindur lagaði
hann sig að hljóðbókum og hlust-
aði meira á útvarp. Þegar Guðrún
eiginkona hans varð veik ákvað
hann að sinna henni heima. Hann
gerði það með ótrúlegri virðingu
og hlýju en um leið ákveðni. Sjálf-
ur sagði hann að þetta væri bara
gott fyrir sig því hann hefði meira
að gera, auk þess sem hann taldi
sig verða ernari. Það einkenndi
Pál að hann vildi alls ekki láta
þjóna sér. Hann vildi vera sjálf-
stæður og gera allt sjálfur þótt
árin færðust yfir. Páll var ákveð-
inn, fylginn sér og skipulagður.
Páll var minnugur, hafsjór af
þekkingu um fyrri tíma. Jafn-
framt þessu fylgdist hann vel með
þjóðmálum líðandi stundar. Frá-
sagnir hans um aðstöðuleysi og
fátækt fyrri tíma voru mikilvæg
þekking fyrir okkur. Hann sagði
okkur frá löngum illa eða ekki
borguðum vöktum lækna fyrr á
árum. Eftirminnilegar eru frá-
sagnir hans um störf sín á ung-
lingsárum um borð í gömlu tog-
urunum þar sem menn skiptust á
löngum vöktum og gerðu svo ekk-
ert annað en að sofa þess á milli í
deildum kojum.
Hann sagði frá því að fyrir til-
viljun hefði hann orðið læknir því
upphaflega ætlaði hann í verk-
fræði. Vegna veikinda missti
hann mikið úr stærðfræðikennslu
í MR og fannst hann því ekki
nógu góður í slíkt nám. Veikindi
þessi voru það alvarleg að gefa
þurfti honum sýklalyf. Þau var
ekki auðvelt að fá í þá daga og fór
svo að afi hans borgaði fyrir þau
en læknar Landakots útveguðu
lyfin hjá læknum í herstöðinni í
Keflavík.
Páll sagði frá sérnámi sínu í
Gautaborg, en þá geisaði mænu-
sótt þar en menn pældu þá lítið í
slíku og héldu óbreyttum háttum
og vinnu. Þetta talaði hann um
þegar Covid-19 byrjaði að láta á
sér kræla á Íslandi. Hann var
sammála því að alls öryggis væri
gætt hér á landi því margir löm-
uðust í Svíþjóð þegar hann starf-
aði þar.
Páll var handlaginn og ungur
að árum smíðaði hann og skar út.
Þetta sást vel í sumarbústaðnum
þar sem hann sjálfur gerði sem
mest. Páli var því sjálfgefið að
fara í bæklunarskurðlækningar.
Páll var bókaunnandi og bar
bókasafn hans þess merki. Þetta
voru þó ekki bara fræðibækur
heldur skáldsögur, ljóðabækur,
sögu- og alfræðirit. Páll var með-
vitaður um að alhliða þekking er
lykillinn að skynsömum ákvörð-
unum.
Við fjölskyldan kveðjum Pál og
um leið Guðrúnu konu hans með
stolti því þau voru glæsilegar
fyrirmyndir.
Þó að Páll talaði aldrei um trú-
mál var augljóst þegar Guðrún og
Páll lásu bænir með okkur að
hann trúði á hið góða í heiminum.
Ásthildur Sólborg og
Sigurður Páll.
Elsku afi Páll.
Það eru aðeins fjórir mánuðir
síðan ég skrifaði minningargrein
ömmu Guðrúnar. Það kemur ekki
á óvart að þið amma hafið yfirgef-
ið þetta jarðneska líf með svona
stuttu millibili. Þið voruð sam-
rýndustu hjón sem ég þekkti og
flestar minningar um þig eru
samofnar ömmu. Ég á margar
góðar bernskuminningar úr sum-
arbústaðnum í Grímsnesinu og úr
Stigahlíðinni, þar sem við bjugg-
um á sumrin. Þér fannst mikil-
vægt að barnabörnin sem bjuggu
í Svíþjóð myndu læra íslensku og
ég man að þú hlýddir mér yfir
námsefni við eldhúsborðið, þar
sem ég las upphátt úr gamalli
„Gagn og gaman“ skræðu.
Þú varst áhugasamur um hag
okkar allra, varst ræðinn, skýr og
einlægur og deildir af visku þinni
og góðum ráðum fram til æviloka.
Ég upplifði þig alltaf sem virðu-
legan, heiðarlegan og fordóma-
lausan mann með mikið náðar-
vald.
Það var fyrst á fullorðinsárum
að ég áttaði mig á að þú værir
þekktur og virtur í þjóðfélaginu
öllu og hefðir gegnt mikilvægu
embætti í áratugi. Nýlega heyrði
ég frá kollegum að þú hefðir verið
„faðir heimilislækninga á Íslandi“
og staðið að uppbyggingu heilsu-
gæsluþjónustunnar eins og við
þekkjum hana í dag. Það fyllir
mig stolti að heyra um ævistörf
Páll Sigurðsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona, amma og langamma,
VALBORG SIGURÐARDÓTTIR,
Hringbraut 50, Reykjavík, áður til
heimilis á Grandavegi 47,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 18. apríl. Útförin fer fram
mánudaginn 27. apríl kl. 13 frá
Fossvogskirkju.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta aðeins nánustu ættingjar
verið viðstaddir athöfnina, en henni verður streymt á vefslóðinni
https://www.sonik.is/valborg.
Magnús Guðmundsson Margrét Ásgeirsdóttir
Bertrand Darolle
Valgeir Guðmundsson Blandine Guðmundsson
Anna Soffía Guðmundsdóttir Ásgrímur Guðmundsson
Valgerður Guðmundsdóttir Pétur Hjálmtýsson
Hólmfríður Sigurðardóttir
Margrét Anna Sigurðardóttir Einar Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNELISE JANSEN,
Háaleitisbraut 44, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
föstudaginn 10. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Anna Margrét Ólafsdóttir
Sigrún Erla Ólafsdóttir Ágúst Birgisson
Guðrún Birna Ólafsdóttir
Brynjar Marinó Ólafsson Þórný Þórðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn