Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 ✝ Berglindfæddist 22. desember 1953 í Reykjavík. Hún lést á Landspít- alanum 13. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Demus Jo- ensen, f. í Fær- eyjum 5. febrúar 1914, d. 12. nóv- ember 1990, og Guðbjörg María Guðjónsdóttir, f. 1. desember 1914, d. 7. maí 2001. Berglind var næstyngst fjögurra systkina, en hin þrjú eru Súsanna, f. 1946, maki Jón Guðmundsson, Alda Hafdís, f. lengst af og hóf ung að vinna við fiskvinnslu, vann í Lands- bankanum, sem matráður hjá Súsönnu og Jóni á Sjómanna- stofunni Vör og við fatahreins- un með Öldu systur sinni. Berglind og Vignir Þór fluttu til Reykjavíkur 1994 og starfaði Berglind við mat- reiðslu í Gullsmára og síðan á Hrafnistu í Boðaþingi, en á báðum stöðum sá hún um mötuneyti fyrir eldra fólk og íbúa á þessum stöðum við góð- an orðstír. Útför Berglindar fer fram frá Seljakirkju í dag, 24. apríl 2020, og hefst athöfnin klukk- an 13 og er aðeins fyrir nán- ustu aðstandendur. Útförin verður send út á facebookhópi: Útför Berg- lindar Demusdóttur Joensen. Stytt slóð: shorturl.at/dqAY7. Slóðina má nálgast á mbl.is/ andlat. 1948, maki Sveinn Þór Ísaksson, og Vignir, f. 1960, maki Þuríður Gísladóttir. Berglind giftist Birgi Ingvasyni frá Ólafsfirði en þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Hall- dóra, f. 1975, gift Grant Whittaker og eiga þau þrjú börn, Nathan, f. 2005, Amöndu, f. 2007, og Adam, f. 2010. 2) Vignir Þór, f. 1981, í sambúð með Fríðu Björk Einarsdóttur. Berglind bjó í Grindavík Elsku mamma. Eftir hetju- lega baráttu síðustu fimm árin tók síðasta krabbameinsmeð- ferðin sinn toll. Aldrei kom það til greina að gefast upp og hug- rekki þínu og hörku mun ég seint gleyma. Allar minningarn- ar og allt sem þú hefur kennt mér mun ég að eilífu geyma! Góðmennska þín og umburð- arlyndi var öllum kunnugt, hvernig þú tókst fólki opnum örmum og vildir alltaf aðstoða alla í kringum þig, það var svo einstakt. Mun sakna þess þegar þú hringdir í mig eftir hvern ein- asta Liverpool-leik og fórst yfir hann með mér. Mun sakna þess hversu mikið þú upphafðir mig og varst alltaf stolt af mér, sama hversu lítið ég gerði. Þinn sonur, Vignir Þór Birgisson. Elsku Berglind okkar, nú er baráttunni lokið. Þú barðist eins og hetja og verður þú það alltaf í augum okkar. Við kveðjum þig með sorg í hjarta, en það er hægt að hugga sig við það að þér líði nú vel og sért laus við meinið sem kvaldi þig þessi seinustu ár. Þó sorgin sé mikil að þurfa að kveðja þig, elsku Berglind, þá vitum við öll að þú ert á fal- legum stað og vonandi með henni Öllu okkar. Við elskum þig og dýrkum, munum sakna þín alltaf og geyma þig í hjört- um okkar, elsku fallega og góða Berglind. Súsanna Demusdóttir, Jón Guðmundsson, Súsanna Margrét Gunnarsdóttir, Maríus Máni Karlsson og Jón Emil Karlsson. Elsku yndislega systir mín, þvílík barátta hjá þér við þenn- an illvíga sjúkdóm sem krabba- meinið er. Þú varst svo mikill nagli, svo mikil baráttukona – þú ætlaðir þér sko að komast yfir þetta. Á tímabili virtist það vera að tak- ast en svo hallaði aftur undan fæti, en aldrei, ekki einn einasta dag, gafst þú upp. Ekki einu sinni nú undir það síðasta, þá stóð það ekki til hjá þér að gef- ast upp. Þegar ég hitti þig á páskadag, daginn áður en þú kvaddir þá rann það upp fyrir mér hvað þú varst orðin veik, en þú ætlaðir þér nú út af spítalanum og þú ætlaðir þér að koma heim til okkar Þurý og taka nokkra göngutúra með okkur í Hvera- gerði. En svona varstu, þú kvartaðir aldrei yfir einu eða neinu. En þetta gerðist hratt, allt of hratt en ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að hitta þig daginn áður en þú kvaddir. Þú varst komin í öndunarvél en lést það nú ekki aftra þér frá því að spjalla við mig, minntist á Erlu Ósk og litlu afagullin mín, þá Magnús Geir og Viðar Karl og hvað þau þrjú voru þér kær og þú hafðir á orði hvað Erla Ósk hugsaði vel til þín og var alltaf að senda þér myndir og vídeó af tvíburunum – þú hafðir svo gaman af því, það sást og fannst langar leiðir. Þú talaðir líka vel um hana Þurý, og hvað hún hugsaði allt- af vel til þín og var þér góð, það var eins og þú vissir í hvað stefndi. Við ræddum oft um gömlu góðu dagana þegar við vorum að alast upp, ferðalögin í ryk- fylltum bílnum hjá pabba og mömmu þegar ekið var um malarvegi landsins, við syngj- andi í aftursætinu og lífið var svo einfalt og áhyggjulaust. Þú varst svo mikill stuðn- ingur við mig, ég man það alltaf að þegar ég var í boltanum hér áður fyrr, þá komst þú á flesta leiki og studdir við bakið á mér, og oftar en ekki þá krufðum við leikina eftir á. Þú varst afburðaíþróttakona og varst góð í öllu sem þú lagð- ir fyrir þig, handboltinn, golfið – þú varst fæddur sigurvegari – eins og ég sagði oft, þú varst algjör „fighter“. Við rifjuðum líka upp prakk- arastrikin okkar og þú minntir mig á tómatsósuhrekkinn fyrir ekki svo löngu. Það var við matarborðið á Víkurbrautinni og það var fisk- ur í matinn. Vitandi það að þú hristir flöskuna alltaf duglega þegar þú fékkst þér tómatsósu þá skrúfaði ég tappann lausan á flöskunni og viti menn, þú nátt- úrlega hristir flöskuna og tóm- atsósan út um allt og alla leið upp í loft – við gátum alltaf hlegið að þessu. Ég mun sakna þess að heyra ekki í þér, en við töluðum sam- an oft í viku og stundum nánast daglega. En ég mun heyra í þér samt sem áður – í minningunni sem er mér svo dýrmæt. Ég mun líka sakna þess að hitta ekki á þig og fá kaffi og veisluborð sem þú snaraðir fram á núll einni, enda algjör snillingur í matargerð. Ég mun líka sakna þess að heyra ekki hláturinn þinn og finna fyrir hlýjunni og um- hyggjunni frá þér. Hafðu það gott þar sem þú ert núna, elsku systir. Eins og við sögðum í hvert einasta sinn sem við kvöddumst – Ég elska þig. Minningin um yndislega systur, gull af konu, móður, ömmu, frænku, mágkonu – hún lifir. Hvíl í friði, elsku systir. Þinn bróðir, Vignir. Elsku besta Berglind mín, nú er komið að kveðjustund. Er ég lít til baka og hugsa um allar dásamlegu stundirnar sem við áttum saman get ég ekki annað en brosað. Hér áður fyrr áttum við það til að rekast hvor á aðra uppi í flugstöð þeg- ar þú varst á leiðinni til Dóru þinnar og ég að vinna, það voru alltaf fagnaðarfundir. Þegar drengirnir mínir komu í heim- inn breyttist samband okkar og má segja að við urðum mun nánari, við töluðum oft saman í síma eða á Facebook. Þú varst mikið meira en Berglind frænka okkar, þú ert og verður alltaf Berglind amma. Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og hversu góð þú varst Magnúsi Geir og Viðari Karli, þeir ljómuðu í hvert skipti þeg- ar þeir sáu þig. Elsku Berglind mín, ég vil þakka þér fyrir að sýna mér það hversu langt jákvæðni og bjartsýni kemur manni. Þú barðist til síðasta dags og sama hvað gekk á varstu alltaf já- kvæð og brosandi, ég mun reyna að miðla því til drengj- anna minna eins og ég get. Berglind mín, takk fyrir dásamlegar stundir, hefði ósk- að þess að þær yrðu mun fleiri. Guð geymi þig og við elskum þig. Erla Ósk, Magnús Geir og Viðar Karl. Ég sendi aðstandendum Berglindar mínar innilegustu samúðarkveðjur og læt hér fylgja með örstutta frumsamda kveðju í ljóðaformi til vinkonu minnar. Rós er farin í ferðina löngu, fortjaldið á látins braut. Man merka sál á sérgöngu, minning um fortíð þaut. Hjartasól hljóðgeisli í tónaóð himnasál leynist í laut. Rós sér í veglegu vökubönd í vonum daufra ljósa. Fugl á himni, Drottins hlý hönd í lystigarði fallinna rósa. Himnasól hljóðgeisli í tónaóð ferðalok, kveðja til rósa. Rós halloka við harm svarta hugga engla á herferð. Himna kærleiksgjöfin í hjarta, heillasál á heilagri ferð. Hjartasól hljóðgeisli í tónaóð himnasál í eilífðina sérð. Rós er geisli gimsteins þar, við grátum og engil þáum. Friðarland í Jesú það er svar eilíft líf Almættis ef náum. Himnasól hljóðgeisli í tónaóð, himnasál, síðar þig sjáum. Rós er á ferð í feigðarklaustur fortjald opið, sól sefur. Drottinn dýrðar huggar traustur dauf sunna birtu tefur. Himnasól hljóðgeisli í tónaóð himnaröðull ljós hefur. Rós himna hljómur hjarta rís hönd Drottins í englasýn. Þrot sálar þróun kærleika ós, þjáning liðin blessun þín. Á himni hels, uppskeran rós. Harmur er ást í Paradís. (Jóna Rúna Kvaran) Jóna Rúna Kvaran. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. (Jóna Rúna Kvaran) Fallin er frá kær vinkona Berglind, eftir hetjulega bar- áttu. Við kynntumst er við störfuðum í sambýlinu Gull- smára. Begga var matmóðir íbúanna sem voru eldri konur á sínu ævikvöldi. Hún hafði kærleikann ávallt með í orðum sínum og gjörðum. Vignir sonur Berglindar, hafði á orði að mamma sín hefði tek- ið gleðina á ný og endurnýjað ástríðuna fyrir matseld árið 2003 þegar hún hóf störf í Gull- smára. Hún vandaði til alls sem hún útbjó, matreiddi og bakaði fyrir íbúa og starfsfólk. Þær eru eft- irminnilegar aðventuhátíðarnar sem íbúar buðu til og kræs- ingar hennar Berglindar glöddu gesti. Í minningarorðum um íslenskar konur er pönnu- köku- og kleinugerð oft til um- ræðu en í Berglindar tilfelli er bara ekki annað hægt. Gömlu konurnar á sambýlinu höfðu ekki bara matarást á henni heldur voru alltaf þeim degi fegnastar þegar hún kom til baka eftir að hafa brugðið sér af bæ, t.d. til Dóru að hitta barnabörnin sín sem búa á Englandi. Eftirminnilegt var þegar hún beið þess að verða amma í fyrsta sinn og ætlaði að vera viðstödd fæðinguna, en dreng- urinn sneri dæminu við og tók sjálfur nýfæddur á móti ömmu sinni þegar hún mætti. Hún nýtti öll tækifæri til þess að heimsækja þau og fór síðast með Vigni sér við hlið, en hann var óendanleg stoð og stytta mömmu sinnar í veikindum hennar. Berglind hafði gaman af íþróttum og Vignir sagði að það skinu rauðar stjörnur í augum móður sinnar þegar þau ræddu gengi Liverpool, og að „púl- arar“ gengju aldrei einir, í eig- inlegri eða óeiginlegri merk- ingu. Berglind spilaði handbolta á ungdómsárum sín- um og golfið heillaði. Það var einmitt i golfinu sem hún kynntist Viktoríu Krist- jánsdóttur sem varð síðar með- leigjandi hennar og samstarfs- kona okkar. Það var henni mikil og erfið raun þegar Vigga kvaddi hægt og hljóðlega síð- astliðið haust en í tilefni 75 ára afmælis hennar, sem rann upp eftir andlátið, hélt Berglind upp á daginn og bauð til kon- unglegrar veislu að sínum hætti, sjálf þá orðin sárlasin. Auðvitað var Vignir þar með móður sinni og hjálpaði henni með daginn. Mæðginin störfuðu á árum áður saman í Sunda- nesti þar sem hún var mat- ráður. Mér er oft hugsað til Berg- lindar þegar ég tala við vegg- inn hjá KFC í Sundagörðum á höttunum eftir borgara fyrir vinkonu mína sem hefur ein- faldan matarsmekk og vill bara það besta. Við stöllur, ég, Begga og Jóna Rúna, og stund- um fleiri, léttum okkur oft lífið og fórum á tónleika og í leik- hús. Þetta gerðum við gjarnan á föstudögum og kölluðum dömukvöld. Þetta voru góðar samveru- stundir og verður Berglindar sárt saknað á slíkum viðburð- um héðan í frá. Ég kveð nú Berglindi með þeim orðum sem hún kvaddi mig gjarnan með: „Sæl elsku vinkona.“ Mér þótt vænt um þessa kveðju. Blessuð sé minning Guð- bjargar Berglindar Demus- dóttur Joensen. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Guðbjörg Berglind Demusdóttir Joensen þín og lesa í eftirmælum að þú hafir verið sæmdur fálkaorðu. Þú varst frábær fyrirmynd og það er augljóst hvaðan eigin áhugi á lýð- heilsu, trúnaðarstörfum og emb- ættislækningum kemur. Í bænum sínum bað amma Guðrún reglulega að við barna- börnin myndum eignast traustan, trúan, reglusaman og góðan maka. Sjálf var hún afar lánsöm með maka og lífsförunaut sem elskaði hana, treysti og virti fram til dauðadags. Þið amma lifðuð fallegu, ástríku, gæfusömu og viðburðaríku lífi, öðrum til fyrir- myndar og ég hugsa til ykkar beggja með ást og söknuði í hjarta. Það er sárt að komast ekki heim í kistulagningu og jarð- arför til að votta þér hinstu virð- ingu. Ég ímynda mér að þú sért löngu kominn til ömmu og að þið vakið yfir okkur saman. Blessuð sé minning ykkar beggja. Ykkar elskandi barnabarn, Guðrún Ágústa. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft afa Pál í mínu lífi. Afi Páll var besti maður sem ég hef kynnst. Hann var höfuð móðurfjölskyld- unnar. Þótt amma hafi fengið að ráða í litlu málunum þá var það afi sem stóð á bak við þær ákvarð- anir sem skiptu sköpum, enda hafði hann alltaf rétt fyrir sér. Hann skipti ekki skapi, fór ekki sínu fram með yfirgangi heldur var hann góður hlustandi og yf- irvegaður og rökfastur ræðumað- ur. Hann gat rætt um allt. Hann var fróður um allt milli himins og jarðar enda fylgdist hann vel með heimsmálum og öllu sem var að gerast hjá okkur afkomendunum. Hann var kletturinn okkar og við gátum leitað til hans með allt. Hann dæmdi ekki og lét okkur líða eins og við skiptum máli. Hann er fyrirmyndin mín og ég vona að ég líkist honum. Fyrstu minningar mínar um afa tengjast sumarbústaðnum í Grímsnesinu. Afi vaknaði alltaf fyrstur og þegar við hin vöknuð- um var hann búinn að finna til morgunmatinn. Dagurinn leið, það var farið í sund, í búðina og svo dyttaði afi að bústaðnum og nostraði við landið ef veður leyfði. Við fórum í göngutúra, það var lesið og spjallað. Afi talaði minna en amma en þegar hann talaði þá hlustaði ég gaumgæfilega enda sagði hann skemmtilega frá. Það var einstök gæfa að fá að fylgjast með sambandi afa og ömmu og heyra sögurnar um til- hugalífið og árin áður en ég fædd- ist. Afi elskaði Unnu sína afar heitt og vildi allt fyrir hana gera. Þeirra samband var einstakt. Milli þeirra féllu aldrei styggð- aryrði. Aldrei talaði afi öðruvísi en fallega um ömmu og hann setti hana alltaf í fyrsta sæti. Þegar ömmu hrakaði sá afi um hana heima þrátt fyrir litla sjón. Eftir að hún fór á hjúkrunarheimili heimsótti hann hana daglega en síðan sameinuðust þau aftur í Sól- túni, komu sér upp rútínu, hlustuðu saman á hljóðbækur og horfðu á sjónvarp. Þá var farið með ömmu inn til sín og þau hitt- ust aftur næsta dag. Amma þekkti engan undir lokið, ekki afa heldur. Alltaf lét hann eins og hún fylgdist með, sagði henni fréttir af okkur afkomendunum. Hann og Unna voru eitt. Ég ótt- aðist að færi hún á undan myndi hann fylgja fljótt á eftir. Það reyndist rétt. Afi var sorgmæddur þegar hann missti ömmu. Það var hon- um hjartans mál að kveðja hana fallega og virðulega. Þetta var honum erfitt en hann skipulagði kveðjustundina, hann vissi hvern- ig hann vildi hafa hlutina. Það var yndislegt að sjá hvað hann var ánægður með hvað allt tókst vel og hann ákvað að allt skyldi verða eins þegar kæmi að honum. Þá vissi enginn hvernig aðstæður yrðu. Þegar ég kvaddi hann í síðasta sinn í febrúar sl. þá sömdum við um að hann mundi halda upp á 95 ára afmælið sitt 9. nóvember nk. Félagsleg einangrun undarfarn- ar vikur og söknuður eftir ömmu varð honum um megn. Afi var þreyttur og ákvað að það væri komið nóg, hann vildi fara til ömmu. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér, sýnt mér, gefið mér og fyrir að vera sá maður sem þú varst. Ég minnist góðu stundanna með hlýju, sakna þess að geta ekki séð þig aftur en gleðst með þér að þið amma eruð nú saman á ný. Guðrún Lilja Magnúsdóttir. Þegar líða tók að sumri virðist sem afi hafi ákveðið að hann vildi njóta þess með Guðrúnu sinni. Sjötíu ára farsælt hjónaband þeirra er fyrirmynd okkur sem minnumst þeirra og þökkum allt sem þau voru okkur. Afi var fyr- irmynd í margvíslegum skilningi. Trúr, sama hvað á bjátaði, sam- stiga ömmu, hönd í hönd á lífsins vegi. Afi var fyrirmynd í því að setja sér markmið og ná þeim. Raunsæi, æðruleysi, ljúf- mennska og hófsemi eru allt orð sem lýsa afa vel. Margir minnast afa Páls á mis- munandi forsendum því hann kom víða við og lét til sín taka. Við Karen Lind minnumst afa fyrir þær mörgu stundir sem við áttum með honum er við ræddum daginn og veginn, framtíðina og hvaða veg skyldi velja. Það sem einkenndi upplifun okkar af hon- um var hversu vel hann hlustaði á það sem sagt var við hann. Hann hafði raunverulegan áhuga á því sem við vorum að ræða við hann. Með hóflegum ráðum, skynsemi og kærleika miðlaði hann svo lífs- reynslu sinni til okkar. Miðlægur punktur í lífi ömmu og afa var trúin á Jesú Krist. Kvölds og morgna báðu þau fyrir fjölskyldunni, lífinu og því sem framundan var hverju sinni. Enginn fór af þeirra heimili nema farið væri með bæn og beð- ið um handleiðslu Guðs en að endingu fóru allir viðstaddir saman með faðirvorið. Þeir sem tóku þátt í slíkri bænstund vita að það verður engin ferð farin, hvers eðlis sem hún er, nema hún sé sannarlega örugg og leidd af hendi Guðs. Það fallegasta var hvernig þeim tókst að sýna trú í verki. Afi og amma trúðu og treystu Guði. Lifðu í trú, sann- færð um að þau væru örugg í hendi Guðs. Afa kynntist ég best í ævin- týraveröldinni í Grímsnesi. Á meðan amma naut þess að liggja í ömmulundinum sínum þá tókum við barnabörnin til hendinni í verklegri vinnu með afa. Mála, smíða, grafa, klippa og búa til göngustíga, gróðursetja, listinn var endalaus. Á kvöldin fyrir kvöldbænir og háttinn gengum við alltaf saman niður að hliði og læstum því fyrir nóttina. Allt í röð og reglu og staðfastri rútínu. Þannig líður börnum best. Við þökkum fyrir að hafa kynnst afa Páli og notið síðasta áratugar með afa og ömmu. Við erum einnig þakklát fyrir að öll fjögur börn okkar kynntust vel langafa sínum og langömmu, ferðuðust með þeim um landið, fóru með þeim í Grímsnesið og munu því geyma í huga sínum og hjarta minningar um þau. Þakklæti er okkur efst í huga og gleði yfir því að þau séu nú saman á ný. Við gleðjumst yfir því að hönd í hönd verður vorið hjá afa og ömmu tími sameining- ar og framundan er eilífðin, Guð og þau tvö. Guð blessi minningu afa Páls og ömmu Guðrúnar og megi Guð varðveita okkur hin sem fyrst og fremst þökkum fyrir allt það sem þau voru okkur. Páll Ágúst og Karen Lind.  Fleiri minningargreinar um Pál Sigurðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.