Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 Veiðivefur í samstarfi við 40 ára Björn Ásgeir er fæddur og uppalinn í Hveragerði og að hluta til í Ólafsvík. Hann er pípulagningameistari ásamt því að vera eig- andi og framkvæmda- stjóri Lagnaþjónust- unnar ehf. á Selfossi. Maki: Rannveig Reynisdóttir, f. 1985, iðjuþjálfi og starfar sem forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna aldraðra hjá Hveragerðisbæ. Börn: Lovísa Ásgeirsdóttir, f. 2015, og Árelía Ásgeirsdóttir, f. 2018. Foreldrar: Björgvin Ásgeirsson, f. 1961, pípulagningameistari og stórbóndi á há- tæknibúinu í Hlíðartungu. Hrefna Kristjánsdóttir, f. 1961. Björn Ásgeir Björgvinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gerðu eitthvað öðruvísi í dag, ann- aðhvort eitthvað lítið eða stórbrotið. Þú býrð yfir miklum krafti og hreinskilni, hugs- ar hratt og missir ekki af neinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að bregðast ekki of hart við minniháttar málum. Gættu þín á að vera ekki óþolinmóður gagnvart þeim sem eru þér nákomnir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú ríður á að þú haldir fast við þitt og látir ekki smáatriðin trufla þig. Vertu á verði gagnvart hvers konar leyndarmálum og leynimakki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki það sem þú segir eða hvernig þú segir það sem skiptir máli. Reyndu að temja þér meiri tillitssemi í sam- skiptum við aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Lífið heldur áfram þó þú tapir stund- um, það gerir sigrana bara sætari. Virtu skoðanir annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert kappsfullur með áhuga á mörgum sviðum og átt auðvelt með að laða fólk til samstarfs. Gefðu rómantískum elsk- huga alla þína ást í stað þess að flækja mál- in. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að leggja þig allan fram til þess að ná þeim upplýsingum sem þarf svo þú getir ótrauður haldið áfram starfi þínu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er úr vöndu að ráða þegar staðið er frammi fyrir mörgum mögu- leikum. Vertu rólegur því þú munt njóta ár- angurs erfiðis þíns í fyllingu tímans. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samheldnin er fyrir öllu en það þýðir þó ekki að hver og einn eigi ekki að eiga stund fyrir sjálfan sig. Traust skiptir öllu máli svo þú getir staðið þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Enginn er fær um að lesa ann- arra hug svo þið verðið að tjá ykkur um það sem vefst fyrir ykkur. Bryddaðu upp á nýj- ungum í samskiptunum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Smámunasemin er alveg að fara með þig þessa dagana. Gakktu ótrauður til verks við nýtt verkefni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er eðlilegt að finna til af- brýðisemi vegna yfirgengilegrar velgengni annarra. Sýndu varkárni í peningamálum og ekki eyða um efni fram. F riðrik Karlsson, gítar- leikari hljómsveitar- innar Mezzoforte, varð fyrstur til að ljúka stúdentsprófi af tónlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti á sínum tíma, árið 1982. Árið eftir lauk hann burtfararprófi í gítarleik frá Tónskóla Sigursveins „Og ég er náttúrulega með bílpróf,“ segir Friðrik og hlær innilega. „Ég bara rétt náði að klára námið og þá vorum við bara farnir að túra,“ rifjar Friðrik upp. Hann lauk enn fremur fjölda tón- listartengdra námskeiða, hvort tveggja í Bretlandi og Bandaríkj- unum. „Ég var búinn að fá styrk til að fara í háskóla í Ameríku, en svo ákvað maður bara að láta frægðina stíga sér til höfuðs,“ segir gítarleik- arinn, sem hefur nánast eingöngu starfað við tónlist síðan á unglings- árum og var farinn að hafa tekjur af tónlistinni þegar 15 ára gamall. Fyrir utan unglingavinnuna, sem margur Íslendingurinn hefur reynt á eigin skinni, starfaði Friðrik sem afgreiðslumaður í hljóðfæraverslun- inni Rín við Rauðarárstíg og telur að hann eigi þar enn sölumet í gíturum. Kennsla hefur verið drjúgur þátt- ur af starfsferli Friðriks. Hann kenndi við Tónskóla Sigursveins, þar sem hann sjálfur nam, og auk þess við skóla Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Árið 1990 stofnuðu þeir Björn Thoroddsen gítarleikari, sem líklega er einna nafnkunnastur fyrir hljómsveit sína, Tríó Björns Thoroddsen, Nýja gítarskólann við Rauðagerði. „Þetta var rosalega vinsæll skóli, þú gast lært allt þarna, rokk og djass og eiginlega allar stefnur og kennararnir okkar voru vanir tón- listarmenn, Bjössi sjálfur náttúru- lega hálærður og þetta var bara mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Friðrik, sem bjó í Bretlandi í 18 ár og spilaði þar með mörgum þekktum tónlistarmönnum, svo sem bresku söngkonunni Kate Bush á röð 22 tónleika árið 2014 sem voru fyrstu tónleikar hennar síðan 1979. Þá var Friðrik gítarleikari í sjón- varpsþáttunum X-Factor og hefur komið fram með listafólki á borð við Madonnu, José Carreras og hinn velska Tom Jones. Ekki er þó örgrannt um að Frið- rik Karlsson er kunnastur fyrir feril sinn með Mezzoforte, sveitinni sem öðlaðist nánast heimsfrægð árið 1983 með laginu Garden Party og lætur enn engan bilbug á sér finna. Messufall varð þó hjá sveitinni í fyrirhugaðri tónleikaferð um Noreg sem hefjast skyldi í Stavanger 5. mars, um það leyti sem kórónu- veiran herti tak sitt fyrir alvöru á Evrópu og Norðurlöndunum. „Öllum tónleikunum var frestað fram á haust og ég veit auðvitað ekkert hvernig það fer,“ segir Friðrik. Ekki blés byrlegar með sextugs- afmælið í dag. „Ég er nú bara búinn að vera í sjálfskipaðri sóttkví. Ég ætlaði að halda risaveislu og endur- vekja fullt af gömlum hljómsveitum sem ég hef verið í, en þetta verður bara allt að bíða, hvort sem það verður í haust eða hvað. Nú ætlum við bara að hittast nánasta fjöl- skyldan.“ Helsta áhugamál Friðriks, nú þegar árin færast yfir, er heilsan. „Ég stunda sjósund. Fyrir þremur árum ákvað ég að hætta að drekka áfengi og sjósundið hefur svolítið komið í staðinn, það er ákveðið „kick“,“ segir Friðrik, sem auk þess stundar líkamsrækt undir vökulu auga einkaþjálfara og hugleiðslu og jóga, en hugleiðslu- og slökunar- tónlist gítarleikarans er vafalaust mörgum kunn sem slíkt sækja. Þá er samband Friðriks við einka- dóttur sína, Maríu Von, honum ákaf- lega kært og segir hann dótturina augasteininn sinn. „Ég gef út undir eigin nafni, en tónlistin kemur út hjá Alda Music sem var Sena áður. Nú fer þetta allt á Spotify og aðrar streymisveitur, maður gefur ekkert út á diskum lengur, það er alveg búið,“ segir Friðrik og hlær, en hann heldur auk áðurnefndra leiða úti sínu eigin smá- forriti, eða „appi“, ichill music. Skyldi líf tónlistarmanna nú- tímans þá alltaf vera sama harkið og þekkst hefur um áratugi, eilífur Friðrik Karlsson gítarleikari – 60 ára Ljósmynd/Aðsend Reynslubolti Friðrik Karlsson gítarleikari hefur marga fjöruna sopið á 45 ára tónlistarferli og man tímana tvenna. Hann fórnar stórveislu í dag. Ætlaði sér að halda risaveislu Ljósmynd/Aðsend Feðgin Bæjarlistamaður Seltjarnarness ásamt Maríu Von dóttur sinni. 50 ára Unnur Jóns- dóttir er Árbæingur en býr í Hafnarfirði. Unnur er þroskaþjálfi og með meistarapróf í lýðheilsuvísindum. Hún starfar sem yfirþroskaþjálfi í skammtímadvölinni Hnotubergi í Hafnarfirði sem þjónar fötluðum ung- mennum. Maki: Hilmar Þór Harðarson, f. 1956, vélfræðingur og rafvirki. Börn: Jón Hálfdan, f. 1995, Dagný, f. 2002, og Daníel Vignir, f. 2003. Foreldrar: Jón H. Guðmundsson, f. 1946, húsasmíðameistari frá Súganda- firði, og Hólmfríður Jónsdóttir, f. 1944, hjúkrunarfræðingur frá Kópaskeri. Unnur Jónsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.