Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Síða 16
Orðrómur hefur gengið innan embættisins síðan í maí á þessu ári um að Ólafur Helgi væri á „leiðinni út“ og Alda Hrönn yrði næsti lögreglustjóri. Fyrr í sumar var tilkynnt að Ólafur Helgi myndi ljúka störfum í lok ágúst og hefja störf í dóms- málaráðuneytinu og kom það því mörgum að óvörum þegar hann hætti skyndilega síðasta föstudag. DV ræddi við tug heimildarmanna sem starfa hjá lögreglunni og skyldum embættum. Lýstu þó nokkrir starfsmenn lögregluembættis- ins á Suðurnesjum yfir gífur- legri vanlíðan og töluðu um „eitrað andrúmsloft“ og báru við hræðslu og ógnarstjórn. Dularfulli skjalaskápurinn DV hefur fjölda heimilda fyrir því að á skrifstofu mannauðs- stjóra lögreglunnar á Suður- nesjum sé skjalaskápur sem hafi að geyma viðkvæm mannauðsgögn sem ekki eru skráð í hið hefðbundna GoPro- kerfi. Þeim gögnum hafi frá- farandi lögreglustjóra ekki tekist að fá aðgang að. Um- ræða hefur átt sér stað síð- ustu vikur um ráðningarmál í embættinu og meinta spill- ingu í þeim málum en gögnin þykja geta varpað ljósi á stöðu þeirra mála. DV greindi frá því fyrir viku að Ólafi Helga hafi verið gert að láta þegar af störfum síðasta föstudag. Heimildarmenn DV sögðu að það væri vegna þess að Ólafur Helgi ætlaði sér að komast inn í skjalaskápinn í gögnin sem hann hefur að geyma, en LÖGREGLU- STJÓRAKAPALL Á SUÐURNESJUM Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum logar í deilum. Starfsmenn skiptast í tvær fylkingar og tala um ógnarstjórn. mannauðsstjóri hafi meinað honum aðgang. Hafði hann fengið þau svör frá lögfróðum að hann, sem lögreglustjóri, ætti að eiga möguleika á að komast í gögnin, ef ástæður mæltu með því. Mun Ólafur þá einnig hafa viljað kanna starfskjör aðstoðarsaksókn- ara, sem hann taldi rökstudd- an grun um að væru óeðlileg. Eins er skýrt kveðið á um í lögreglulögum að undir- mönnum lögreglustjóra beri að hlýða yfirboðara sínum. Barst þá símhringing frá dómsmálaráðuneytinu og var Ólafi tilkynnt að ráðuneytis- stjóri væri á leiðinni og hann væri að ljúka störfum þá þegar. Ólafur Helgi staðfesti í samtali við DV að ráðuneytis- stjóri, Haukur Guðmundsson, hafi mætt á starfsstöðina, en það þykir furðulegt í ljósi þess að Ólafur sjálfur og ráðuneyt- ið halda því fram að starfslok hans hafi átt sér stað í mesta bróðerni. Hins vegar ber heimildum DV saman um að Ólafur sé í viðkvæmri stöðu og geti því ekki leyft sér að tjá sig í óþökk ráðuneytisins. DV hafði samband við Grím Hergeirsson, settan lög- reglustjóra á Suðurnesjum, og spurði út í skjalaskápinn og hvort lögreglustjóri ætti ekki að hafa aðgang að þeim gögnum sem þar eru geymd. Grímur benti á að forstöðu- menn ættu að komast í gögnin ef gætt sé að málefnalegum ástæðum og gert með lögmæt- um hætti. „Hér hjá embætt- inu eru upplýsingar er varða starfsmannamál geymdar í málaskrárkerfi þess og í sér- stakri hirslu þar sem aðgangs- stýring er viðhöfð. Ekkert mælir gegn slíku fyrirkomu- lagi enda sé öryggi upplýsing- anna tryggt í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.“ Matarklúbburinn Uppreisnin gegn Ólafi Helga er rakin til svonefndra fjór- menninga, eða „matarklúbbs- ins“ líkt og heimildarmenn og fjölmiðlar hafa vísað til hans. Er síðara viðurnefnið rakið til reglulegra hittinga Öldu Hrannar og félaga hennar sem eru saman í matarklúbbi. Fjórmenningarnir saman- standa af Öldu Hrönn, mann- auðsstjóranum Helga Þ. Kristjánssyni, yfirlögreglu- þjóninum Bjarneyju Annels- dóttur og fjármálastjóranum Pétri Ó. Jónssyni. Alda Hrönn Alda Hrönn hóf störf á Suður- nesjum árið 2017 eftir að hafa tímabundið verið í verkefnum hjá Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Þarna hafði Alda nýlega verið sökuð um brot í starfi og hafði um tíma stöðu sakbornings í svonefndu LÖKE-máli. Einnig kom Alda við sögu í máli lögreglumanns sem var ranglega sakaður um spillingu, mál sem ríkið þurfti í tveimur aðskildum tilvikum að greiða bætur vegna. Alda vann um árabil náið með Sigríði Björk Guðjóns- dóttur, sem í dag er ríkislög- reglustjóri. Í júlí greindi Vísir frá því að ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með skriflegar kvartanir undan fyrirhugaðri hallarbyltingu „matarklúbbsins“. Var þar greint frá því að fjórmenn- ingarnir beittu sér fyrir því að upplýsingum væri haldið frá Ólafi Helga og að ætthygli ætti sér stað í ráðningarmál- um. Bréfritari tekur fram að Alda Hrönn hafi talað illa um starfsmenn við Ólaf Helga og lýsir bréfritari því að honum líði almennt illa í vinnunni og finni fyrir óöryggi. Ólga á Suðurnesjum – Óásættan- legar aðstæður eru innan lögreglunnar á Suðurnesjum. MYND/EYÞÓR Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is 16 EYJAN 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.