Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Side 20
FURÐULEGUSTU ÍSLENSKU DÓMSMÁLIN Húsdraugur, milljóna arfur í garð katta og ósáttir klámframleiðendur eru á meðal þess sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi undanfarin ár. Þ að getur allt gerst í rétt­arsal og flestir hafa ein­hvern tímann horft á bandaríska réttardramaþætti og kvikmyndir, sem oftar en ekki fjalla um stórfurðuleg málaferli og fáránlegar ákær­ ur. Ísland fer ekki varhluta af því eins og sjá má á þessari samantekt þar sem kennir ýmissa undarlegra grasa. Töldu almannahagsmunum ógnað vegna heimiliskattar Sjaldgæft er að deilur um eignarhald á gæludýrum rati í íslenska réttarsali en í maí 2012 var eitt slíkt mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykja­ víkur. Maður og kona voru að slíta sambúð og vildu bæði fá að halda ketti sem þau höfðu átt saman. Maðurinn lagði fram beiðni til héraðsdóms til að fá dómsúrskurð í því skyni að fá köttinn tekinn úr höndum konunnar, en beiðninni var hafnað á þeirri forsendu að honum hefði ekki tekist að sanna með nægjanlegum hætti eignarhald sitt á kett­ inum. Samkvæmt framburði mannsins fyrir dómi gaf konan honum köttinn í jóla­ gjöf árið 2010. Konan hélt því hins vegar fram að hún hefði fengið köttinn sem kettling að gjöf frá nafngreindum manni og þá lofað þeim manni að láta köttinn aldrei frá sér. Í kjölfar þess að beiðni mannsins var hafnað í hér­ aðsdómi tók hann upp á því að fara heim til fyrrum sambýlis­ konu sinnar, á meðan hún var í burtu, í því skyni að sækja köttinn. Fékk hann aðstoð iðnaðarmanna sem voru að vinna við húsið til þess að láta lyfta sér upp með vinnulyftu að svölum hússins, þar sem hann stóð og kallaði á köttinn. Hann fjarlægði köttinn síðan af heimilinu. Konan kærði manninn um­ svifalaust fyrir húsbrot og þjófnað og í skýrslutöku hjá lögreglu viðurkenndi maður­ inn að hafa farið heim til henn­ ar og haft köttinn á brott með sér. Sagðist hann einfaldlega „hafa farið og náð í köttinn.“ Í kjölfarið lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram beiðni til héraðsdóms um húsleitarheimild hjá mann­ inum. Í beiðni lögreglu kom fram að „rökstuddur grunur væri fyrir því að maðurinn hefði með ólögmætum hætti tekið köttinn og væri með með hann í sinni vörslu.“ Því væri nauðsynlegt að gera húsleit hjá honum, í því skyni að leggja hald á köttinn og koma honum í hendur konunnar á ný. Vísaði lögregla til þess að „rökstuddur grunur léki á því að framið hefði verið brot sem sætt gæti ákæru og að maðurinn hefði verið þar að verki, enda væru augljósir rannsóknarhagsmunir í húfi.“ Héraðsdómur hafnaði þó húsleitarbeiðninni á þeim for­ sendum að óljóst var hvaða tilteknu rannsóknarhags­ munir væri í húfi í þessu tilviki. Eins og atvikum málsins væri háttað leiddu almannahagsmunir ekki til þess að húsleitarkrafa næði fram að ganga. Konan áfrýjaði málinu í kjölfarið til Hæstarétt­ ar sem komst að sömu niðurstöðu. Draugur kom við sögu í sakamáli Árið 2012 hlaut eigandi söluturnsins Draums­ ins við Rauðarárstíg eins árs fangelsi fyrir brot gegn lyfjalögum og pen­ ingaþvætti, en hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa selt tveimur konum lyf seðilsskyld lyf í söluturninum. Fyrir dómi neitaði eigandinn alfarið að hafa selt konunum tveimur lyfin. Hann viðurkenndi þó að hafa leyft einni konu að geyma poka með lyfjum inni í versluninni. Ástæðan? Konan bað hann um að geyma pokann eftir að hún sá drauga ganga um heima hjá sér. Fórnarlömbin voru einnig sakborningar Svokallað Nígeríusvindl er ekki nýtt af nálinni hérlendis og eitt slíkt rataði fyrir dóm­ stóla árið 2006. Nígeríumenn­ irnir Nosa Gibson Ehiorobo og Sunday Osemwengie voru þá dæmdir í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness eftir að þeim tókst að selja íslensk­ um feðginum svarta pappírs­ miða í peningaseðlastærð og telja þeim trú um að hægt væri að breyta pappírnum í alvöru peninga. Um var að ræða eina milljón „evra“ sem þeir sannfærðu Íslendingana um að kaupa á 100.000 evrur. Héldu þeir því fram við feðginin að „evrurnar“ þyrfti að geyma í bréfpoka og sprauta í pokann tilteknum vökva sem þeir voru með, þá myndi hvíta duftið fara af evrunum. Tjáðu þeir feðgin­ unum að það tæki efnið átta klukkustundir að hvarfast í burtu, en það var jafn langur tími og þeir sjálfir töldu sig þurfa til að komast úr landi. Þeir voru hins vegar stöðvaðir á Keflavík­ urflugvelli áður en þeir náðu að stinga af með ránsfenginn. Það sem einnig var óvenjulegt við málið var að á tímabili höfðu feðginin einnig stöðu sakborn­ ings við yfirheyrslur, enda höfðu þau tekið við pappírs­ miðunum á sínum tíma. Þau voru þó aldrei ákærð fyrir fjársvik en dómarinn í málinu hafði á orði að það væri refsi­ verð heimska ef fórnarlömbin í málinu þyrftu að dúsa lengi í fangelsi. Klámfólkið sem mátti ekki koma á Hótel Sögu Árið 2007 varð uppi fótur og fit þegar það fréttist að að tæplega 150 stærstu netklámsframleiðendur heims ætluðu að halda kaupstefnu í Reykjavík undir yfirskrift­ inni SnowGathering 2007, en skipuleggjendur ráðstefnunn­ ar voru eigendur hollenskrar klámsíðu. Mótmælaraddir almennings og borgaryfir­ valda létu ekki á sér standa og að lokum ákváðu eigendur Hótel Sögu að synja ráðstefnu­ gestum um gistingu á síðustu stundu. Skipuleggjendur neyddust því til að hætta við að halda ráðstefnuna hér á landi enda reyndist ómögulegt að finna nýjan gististað með svo skömmum fyrirvara. Í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma sagði Hrönn Greipsdóttir hótelstjóri að hópurinn hefði verið á 49 her­ bergjum og vafamál væri hvort hægt hefði verið að taka tillit til annarra gesta á hinum Kattavinafélag Íslands tengdist óvenjulegu erfðamáli á tíunda áratugnum. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is 20 FÓKUS 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.