Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Page 21
Draugagangur kom meðal annars við sögu í sakamáli sem sneri að eiganda söluturns í Reykjavík. MYND/GETTY 160 herbergjum hótelsins með fyrirsjáanleg mótmæli fyrir utan hótelið, að ekki sé talað um vöktun lögreglunnar. „Klámfólkið“, eins og það var kallað í fjölmiðlum, fór í kjölfarið í mál við Hótel Sögu og krafðist 10 milljóna í skaðabætur. Krafan byggðist að mestu leyti á flugförum til landsins sem voru keypt fyr- ir hátt á fimmta tug manna, launagreiðslum og öðrum útgjöldum í aðdraganda ráð- stefnunnar. Að lokum var samið um upphæð bóta utan réttar og fengu skipuleggj- endur SnowGathering fimm milljónir íslenskra króna í vasann. Kettir fengu 13,4 milljónir í arf Árið 1996 kom upp óvenjulegt dómsmál í tengslum við and- lát níræðrar konu á Blöndu- ósi. Konan hafði alla tíð verið mikill kattavinur og í erfða- skrá hennar kom fram að Kattavinafélagið á Akureyri ætti að erfa allar eigur hennar að frádregnum kostnaði við útför hennar og frágang á leiði. Einnig kom fram í erfða- skránni að ef Kattavinafélagið á Akureyri yrði lagt niður þá skyldi Kattavinafélag Reykjavíkur njóta arfsins, sem vera skyldi í minningu systur konunnar og allra katta þeirra systra. Gallinn var sá að þegar kon- an lést var Kattavinafélagið á Akureyri ekki til, og Katta- vinafélagið í Reykjavík hét lögformlega Kattavinafélag Íslands. Systurdóttir konunnar gerði einnig kröfu í búið og að lokum var henni dæmdur arf- urinn, þar sem héraðsdómur Norðurlands vestra taldi að Kattavinafélagi Íslands hefði ekki tekist að sýna fram á með óyggjandi hætti að það væri í raun sami félagsskapur og Kattavinafélag Reykjavíkur. Framburður sýslumanns fyrir dóminum er nokkuð spaugilegur, en hann lét meðal annars hafa eftir sér að hin látna hefði verið „gömul piparmey og ekki alltaf í góðu skapi“ en hún hefði þó „alveg örugglega vitað hvað hún var að gera með erfðaskránni.“ Sýslumaður sagðist þó hafa bent henni á áhrif gerningsins. „Frá mínu sjónarmiði var það óskynsamlegt að láta kettina hafa það eða Kattavinafélagið og ég benti henni á það. En ég ætlaði ekki að taka fram fyrir hendurnar á henni. Ég vissi hvernig hún var stemmd. Hún elskaði þessi kvikindi og við því var ekkert að segja.“ Kattavinafélag Íslands áfrýjaði úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að félag- ið ætti svo sannarlega rétt á arfinum. Fram kom í niður- stöðu dómsins að með því að tilnefna annað fyrrnefnda félagið aðallega til arfs, en hitt til vara, þá yrði að ætla að hin látna hefði lagt sérstaka áherslu á að eignir hennar gengju að henni látinni til starfsemi kattavina, en ekki til lögerfingja. Konan hafði alla tíð verið talin eignalaus, Gerði sér upp flogaköst Í desember síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykja- víkur 21 árs karlmann í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás auk fíkniefna- og vopnalagabrota. Óhætt er að segja að atburðarásin í kring- um líkamsárásarmálið hafi verið nokkuð sérstök. Í dómskýrslunni kemur fram að kvöld eitt í október 2016 hafi lögreglu og sjúkra- flutningamönnum borist tilkynning um mann í mið- borginni sem væri með skerta meðvitund. Þegar lögreglu- menn komu á staðinn var þeim tjáð af sjúkraflutninga- mönnum að maðurinn, hinn ákærði í málinu, hefði verið að gera sér upp flogakast. Maðurinn hljóp síðan í burtu þegar honum var synjað um akstur með sjúkrabifreið í fylgd með kærustunni sinni. Við frekara eftirlit urðu lög- reglumenn þess áskynja að maðurinn var ítrekað að gera sér upp flogakast í nágrenni við Dómhúsið á Lækjartorgi. Þegar vegfarendur ætluðu að koma til aðstoðar virtist maðurinn síðan svara því með því að ýta og slá frá sér. Lögreglumenn misstu sjónar á manninum en stuttu síðar var tilkynnt um hann í ná- grenninu og að það blæddi úr honum. Þegar lögreglumenn komu á staðinn reyndist maðurinn vera liggjandi á jörðinni að gera sér upp flogakast. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af honum virtist hann koma strax til meðvitundar og sagði þá að allt væri í lagi. Hann var síðan beðinn um að láta af þessari hegðun og yfirgefa staðinn. Stuttu síðar þegar lögreglumenn hugðust fara af svæðinu tjáði vegfarandi þeim að maðurinn væri aftur farinn að veitast að fólki í nágrenninu. Þegar lögreglu- menn nálguðust hann fyrir utan Dómhúsið reyndist hann vera að ýta við fólki. Hann var þá handtekinn og færður á lögreglustöð en fram kemur í dómskýrslu að hann hafi verið „sjáanlega ölvaður.“ Fyrir dómi kom maðurinn með þá útskýringu að hann hefði verið að skemmta sér með þáverandi kærustu sinni umrædda nótt í miðborginni og hann hefði verið að gera sér upp flogaveikiköst til að reyna að ná athygli kær- ustunnar. Sagðist hann hafa verið haldinn athyglissýki. n en við andlát hennar kom í ljós að hún átti innistæðu uppi á rúmlega 13 milljónir króna hjá KEA, kaupfélaginu í bænum. Fór í mál við 11 ára strák Árið 2010 lenti hjólreiða- maður í árekstri við ellefu ára gamlan pilt sem var að ganga yfir akbraut í Hafnarfirði. Af- leiðingarnar voru þær að hjól- reiðamaðurinn féll af hjólinu og slasaðist. Hann stefndi í kjölfarið piltinum fyrir dóm, en þar sem pilturinn var ólög- ráða þá var móður hans stefnt í staðinn. Hjólreiðamaðurinn fór fram á viðurkenningu á skaðabótaskyldu auk máls- kostnaðar. Rök hans voru þau að pilturinn hefði ekki sýnt nægilega aðgát þegar hann hljóp fyrir akbrautina. Maðurinn sagðist hafa hlotið áverka af slysinu sem hefðu valdið tímabundinni 100 pró- senta örorku og varanlegri átta prósenta örorku. Í mál- flutningi lögmanns mannsins kom meðal annars fram að slysið hefði verið afleiðing „saknæmrar og ólögmætrar háttsemi“ piltsins og að piltur- inn hefði með „háttsemi sinni og aðgæsluleysi“ sýnt af sér „saknæma og ólögmæta hátt- semi og með því meðal ann- ars brotið skráðar reglur sem gildi um umferð fótgangandi vegfarenda við akbrautir.“ Maðurinn sagðist sjálfur hafa sýnt af sér alla þá að- gæslu sem hafi mátt krefjast af honum og því væri ekki um hans eigin sök að ræða. Málið fór fyrir héraðsdóm Reykjaness árið 2014. Við málsmeðferðina benti lög- maður drengsins meðal ann- ars á að engin fordæmi væru fyrir því að ábyrgð á líkams- tjóni væri lögð á gangandi vegfaranda, aðeins 11 ára að aldri, vegna umferðaróhapps. Dómurinn sýknaði að lokum drenginn af kröfum mannsins, meðal annars vegna þess að málsatvik voru óljós og talið var að maðurinn hefði ekki sýnt þá aðgæslu sem honum hafi sjálfum borið þegar hann sá piltinn fram undan sér. Hæstiréttur staðfesti síðar dóm héraðsdóms. DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 53 “Við erum netfyrirtæki og höldum skrár yfir alla klámmyndaleikara o g -leikkonur heims- ins,” segir Christina Bong a, talsmaður vefsíð- unnar freeones.com sem stendur fyrir sam- komunni SnowGathering . SnowGathering er sérstök tengsla-ráðstefna ætluð fyrirtækjum og einstaklingum sem te ngjast klámiðnaðin- um. “Tilgangur ráðstefnun nar er að leiða sam- an fyrirtæki í bransanum og hjálpa þeim að mynda tengsl við dreifin garaðila, vefsíður og fleira,” segir Christina. Í á r verður ráðstefnan haldin á Íslandi, nánar tilt ekið á Radisson SAS Hótel Sögu við Hagatorg o g er von á allt að 175 manns. Ætluðu að halda ráðstefnun a í Austur- ríki Þetta er í annað skipti sem SnowGathering- ráðstefnan er haldin en í fy rra var hún í Austur- ríki. „Við ætluðum á sömu slóðir í ár, en hót- el í Austurríki voru öll up pbókuð, þess vegna enduðum við á Íslandi,“ se gir Christina en fyr- irtækið setur þau skilyrði a ð snjór sé við hönd- ina og að umhverfið sé kul dalegt. Dagskrá ráð- stefnunnar er vel skipulögð . Til stendur að fara í Bláa lónið, á skíði, á stríp iklúbb og að Geysi, svo eitthvað sé nefnt. Ver ð fyrir heildarpakk- ann er 1250 evrur, eða um 111 þúsund íslenskar krónur, en aðeins þeir sem hafa bein tengsl við klámfyrirtæki geta skráð si g. Þrjár klámmyndastjörnur „Það koma með okkur þ rjár klámmynda- stjörnur sem sjá um kynn ingar og milligöngu milli aðila á hátíðinni,“ segir Christina. Þær klámstjörnur sem um ræ ðir eru Sandy Cage, Daisy Rock og Eve Angel . Segir Christina að í leiðinni verði teknir mynd aþættir með stjörn- unum en hún efast um að eiginleg klámmynd verði tekin upp. „Það er svo erfitt að fá rétta fólkið í það alla leið til Ís lands, en ég útiloka ekki neitt.“ Þeim sem vil ja kynna sér Snow- Gathering-ráðstefnuna fre kar er bent á heima- síðuna snowgathering.co m. dori@dv.is Klámráðstefna í reyKjavíK Á leiðinni til landsins Þær da isy rock, eva angel og sand y Cage verða staddar á klaka num í byrjun mars. SnowGathering tengsla-ráðstefna ætluð ath afnamönnum úr klámheiminum verður haldi n á radisson sas í byrjun mars. “Við ætlum að minnast sk emmti- staðarins Tetris sem var s taðsettur í Fischersundi. Við ætlum til dæmis bara að spila rapptónlist f rá árunum 1994 til 1998, annað fær ek ki að vera með,” segir plötusnúðurin n Benedikt Freyr Jónsson, betur þekk tur sem Dj B-Ruff eða Benni. Á laugard agskvöld- ið verður sérstakt Tetris-kv öld haldið hátíðlegt á Prikinu og sp ilar þar B- Ruff ásamt Quarashi-plötu snúðnum fyrrverandi Dj Dice. Segir Benni að staðurinn hafi átt mikinn þátt í upp- gangi hiphop-tónlistar á Í slandi fyr- ir áratug síðan. “Þarna spi luðu allir í fyrsta skipti, ég var á 16. á ri þegar ég spilaði þarna fyrst og hafð i þá aðeins spilað í félagsmiðstöðvum . Á Tetris voru bara aðalhiphop-djö mmin fyrir svona tíu árum og það mu na eflaust margir eftir þeim.” Staður inn var al- ræmdur á sínum tíma. S agt var að dyraverðir staðarins skeyt tu lítið um aldur gesta og því gátu kr akkar sem ekki höfðu aldur til lauma ð sér inn. Staðnum var lokað árið 19 98. “Hvað get ég sagt? Þetta var dja mmstaður unga fólksins. Nokkurn v eginn allir 16 ára og eldri fengu að v era þarna inni með sitt eigið áfeng i í flösku. Þetta var eiginlega eins og í reif- partíi,” segir Benedikt að lo kum. Þeir B-Ruff og Dice taka sér stöðu fyrir aftan plötuspilarana um m iðnætti á Prikinu annað kvöld og ve rða veigar gefins, á meðan birgðir ley fa. Þeir Dj B-Ruff og Dj Dice byrjuðu báðir feril sinn á skemmtistaðnum Tetri s: Skemmtistaðarins Tetr is minnst á Prikinu Benedikt Freyr Jónsson spilaði í fyrsta skipti á skemm tistað árið 1996, þá aðeins 15 ára. úthverfin Dagana 7. til 11. mars ver ður ráðstefnan Snow- Gathering haldin á Hótel Sö gu. Ráðstefnan er ætluð til þess að athafnam enn úr klámheiminum geti myndað tengsl sín á milli. Með í för verða þrjár þekktar klámstjörn ur og munu þær sitja fyrir í myndaþáttum í ísl enskri náttúru. Útgáfutónleikar á Amsterdam Íslenska rokkhljómsveitin Envy of Nona fagnar útgáf u fyrstu breiðskífu sinnar með útgá futón- leikum í kvöld á Kaffi Ams terdam. Það er frítt inn og verður e inhver mjöður í boði svo lengi sem birgð- ir endast. Hljómsveitin En vy of Nona hefur verið starfand i í rúm- lega tvö ár, en aðeins í rúm t ár í núverandi mynd. Fyrsta b reiðskífa hljómsveitarinnar ber heit ið Two Years Birth, en það er vegn a þess að tvö ár tók að fullklára p lötuna. Platan verður fáanleg í öllu m helstu hljómplötuverslunu m á Ís- landi í byrjun mars. 1.000 manns búnir að kvitta undir Rétt rúmlega 1.000 manns hafa skrifað undir áskorun MO RFÍS- ráðs til Ríkissjónvarpsins u m að sýna frá úrslitakeppni MO RF- ÍS. Undirskriftasöfnunin fó r í gang fyrir tveimur vikum o g að sögn formanns MORFÍS B rynj- ars Guðnasonar hefur hún gengið vel. Úrslit MORFÍS verða h aldin í Háskólabíói þann 16. ma rs en þá mætir lið Menntaskóla ns við Hamrahlíð annað hvort Fj öl- brautaskólanum í Garðabæ eða Borgarholtsskóla. MH tryg gði sér sæti í úrslitum með öruggu m sigri á FB, en síðari undanúrslit avið- ureignin fer ekki fram fyrr en 22. febrúar. Útþrá fyrir ungt fólk Í dag, föstudag, er haldin r áð- stefnan Útþrá 2007. Á ráðs tefn- unni er kynntur fjöldi spen nandi tækifæra fyrir Íslendinga á aldrin- um 15 til 25 ára á erlendri grundu. Sextán einstaklingar og fyr irtæki kynna starfsemi sína og ná m, störf, ferðir, sjálfboðaliðas törf og fleira sem þau bjóða upp á erlend- is. Ráðstefnan stendur frá kl. 16 til 18 og er haldin í Hinu h úsinu, Pósthússtræti 3 til 5. FÓKUS 21DV 28. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.