Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Page 24
TÍMAVÉLIN
B irgir Gunnlaugsson stofnaði Rokklingana árið 1988. „Ég var þá
að reka BG útgáfu og hafði
nokkrum árum áður fengið
skólafélaga barna minna úr
Seljaskóla til að syngja alls
kyns lög, svona barnaleikja
lög, inn á nokkrar kassettur.
Hluti af þessum hóp myndaði
síðan þennan kjarna sem síð
ar varð Rokklingarnir.“
190 krakkar mættu í prufur
Fyrirmyndin að Rokklingun
um voru Mini Pops: breskir
sjónvarpsþættir þar sem
börn sungu þekkt dægurlög.
„Þessi hugmynd sló alveg
í gegn í Bretlandi á sínum
tíma. Mini Pops nafnið gekk
auðvitað ekki upp hérna
heima en Leopold Pálsson
gekk til liðs við okkur og bjó
til Rokklinganafnið og lógóið.
Við auglýstum áheyrnar
prufur í blöðum og á fjórum
dögum mættu 190 krakkar.“
Á endanum voru 14 eða 15
krakkar valdir og segir Birg
ir að ekki hafi verið leitað eft
ir fullkomnum söngröddum.
„Við vorum að leita að
þessum náttúrutalent hjá
krökkunum, við vildum að
þau myndu syngja eðlilega
og væru ekki of þjálfuð. Við
vildum að þau myndu syngja
lögin með sínu nefi, út frá
sínu hjarta og með sinni eig
in túlkun. Eftir að plöturnar
komu út fengum við gagnrýni
á það að söngurinn væri ekki
nógu agaður og þess háttar,
en stóðum föst á þessu og það
virkaði greinilega vel. Börnin
fengu algjörlega að gera þetta
á sínum forsendum. Það höfð
aði til mömmu og pabba og
afa og ömmu. Og það höfðaði
til annarra krakka líka.“
Fyrsta Rokklingaplatan
kom út árið 1989 og þá var
einnig stofnaður Rokklinga
klúbburinn, aðdáendaklúbb
ur sveitarinnar. „Þetta var
fyrsta alvöru „commercial“
barnaplatan sem gefin var út
hér á landi. Þetta var í fyrsta
skipti sem sem barnaplata
var markaðssett eins og full
orðinsplata.“
Ótrúlegar vinsældir
Ári síðar kom önnur platan út
auk þess sem Rokklingaskól
inn vinsæli var stofnaður. Þar
gafst krökkum kostur á að
syngja og dansa við Rokk
lingalögin og nokkrir nem
endur voru síðan teknir inn
í sveitina. Þá voru fjölmörg
tónlistarmyndbönd gefin út
í tengslum við lögin og síðar
meir kom út sérstök video
spóla.
„Þetta voru allt meira og
minna mín uppáhaldslög.
Nína og Geiri er sennilega
skemmtilegasta og krútt
legasta myndbandið og það
náði líka mestri spilun,“ segir
Birgir, en hann kveðst hugsa
til þessa tíma með mikilli
hlýju; upptökurnar í stúdíó
inu og á myndböndunum og
stemningin þar í kring.
„Síðan kaupir Skífan þetta
og þeir gáfu út fjórðu plöt
una. Sú plata reis aldrei neitt,
þeir duttu í þessa faglegu
gryfju, fengu kórsöngvara til
að syngja eins og börn. Þeir
bara náðu ekki konseptinu:
Að leyfa börnunum að gera
þetta eftir sínu höfði.“
Vinsældir Rokklinganna
voru með hreinum ólíkindum.
Krakkar um allt land sendu
bréf í Rokklingaklúbbinn.
„Krakkarnir komu einu
sinni í viku niður í BG útgáfu
þar sem þau árituðu bréfin
frá aðdáendum sem voru svo
send til baka. Um jólin árit
uðu þau svo plötur, svo voru
gerðir Rokklingabolir og
plaköt. Við tókum þetta alla
leið. Ég held að eigi einhver
þrjú þúsund aðdáendabréf frá
þessum árum. Þetta er allt í
kössum niðri í geymslu hjá
mér, ásamt búningunum og
hinu og þessu. Þetta endar á
Þjóðminjasafninu einhvern
daginn!“
Þurfti að skipta um
símanúmer
Birgir segist alls ekki hafa
átt von á þessum gríðarlegu
vinsældum. „En Leopold
sagði við mig, þegar við vor
um að klára upptökurnar á
fyrstu plötunni: „Þú skalt búa
þig undir það að þetta mun
breyta lífi þínu næstu árin.
Þetta verður alveg svaka
legur hittari.“ Og það gekk
eftir. Þetta var auðvitað alveg
nýtt: Að barnaplötur væru
gefnar út eins og fullorðins
plötur. Það voru notaðar sömu
markaðsherferðir og hjá tón
listarmönnum eins og Bubba.
Einn úr hópnum, hann Júlli
sem bjó í Grindavík, hann
hætti eftir að plata númer
tvö kom út. Hann var einn
sá vinsælasti í hópnum, mik
ill sjarmör og með hása og
skemmtilega rödd. Hann fékk
engan frið fyrir aðdáendum,
það var stöðugt ónæði og for
eldrar hans þurftu að skipta
um símanúmer. Stelpurnar
gátu verið ansi agressívar og
ófeimnar.“
Birgir hefur lítil afskipti
haft af Rokklingakrökkunum
í gegnum tíðina og segir það
aldrei hafa staðið til að vera
með einhvers konar „come
back“.
„Krakkarnir voru yndisleg
upp til hópa, þau héldu rosa
lega vel hópinn og stóðu þétt
saman. Hluti af þessum hóp
hefur lagt tónlistina fyrir sig.
En ég veit að mörg þeirra
áttu í vandræðum á unglings
árum, þeim var strítt mikið á
þessu. En ég hef aldrei lent í
því að einhver segist sjá eftir
þessum tíma.
Þeim fannst þetta allt al
veg ofboðslega gaman. Við
flugum um allt land til að
skemmta, leigðum flugvél
undir hópinn og þeim fannst
rosalega flott að vera flogið
um í einkaflugvél.“
Það eru liðin rúmlega fimm
ár síðan Birgir rifjaði Rokk
lingatímabilið síðast upp. „Þá
var það sem sagt blaðamaður
frá Japan sem hafði samband
við mig. Gömlu Rokklinga
myndböndin eru til á netinu
og þau eiga aðdáendur um
allan heim. Lagið um Nínu
og Geira er sérstaklega vin
sælt.“
Fékk athygli
hvert sem hún kom
„Þetta var óraunverulegur
tími fyrir 11 ára hnátu,“ segir
Diljá Ámundadóttir, en hún
var hluti af Rokklingunum á
sínum tíma.
„Ég tók þátt í Rokklinga
söngkeppni í Húsafelli og
lenti í þriðja sæti og var í
framhaldi beðin um að koma
í prufu fyrir Rokklingana –
og komst inn. Ég man eftir
löngum dögum í hljóðveri
í Hafnarfirði þar sem við
sungum hvern slagarann á
eftir öðrum og mynduðum
svona lagasyrpur. Svo var
rosalega gaman að leika í
tónlistarmyndböndunum.
Eitt var tekið inni á Bíóbarn
um sáluga. Þar vorum við
börnin í svaka 50´s dressum
að panta appelsín á barnum
og velja lög í glymskratta. Ég
var stúlkan með bláu augun
sem einn söngvarinn söng
til í laginu „Bláu augun þín“.
Þetta lag hefur fylgt mér
allar götur síðan.
Ég man eftir að hafa fengið
mikla athygli hvert sem ég
kom. Var beðin um eigin
handaráritanir og fannst
mér mjög smart að láta fólk
halla sér fram og fá að nota
bakið sem borð til að skrifa
á. Svo fengum við aðdáenda
bréf líka. En við fengum samt
bara að skoða þau í möppu
hjá stjórnandanum þegar við
fengum platínuplötur afhent
ar. Mér hefur alltaf þótt það
svolítið leiðinlegt – að hafa
ekki fengið afrit af þessum
bréfum til að eiga í minn
ingakassanum. Svo fengum
við heldur engin laun. En það
er nú önnur umræða.“n
Allir Íslendingar muna
eftir Rokklingunum sem
slógu rækilega í gegn á
árunum 1989-1991. Grúpp-
una skipuðu krakkar sem
sungu vinsælar, íslenskar
dægurflugur. Meðlimir
Rokklinganna voru eltir
á röndum, aðdáendabréf
streymdu inn og vegg-
spjöld af sveitinni prýddu
ófá ísl ensk barnaherbergi.
Voru heimsfræg á Íslandi
Allir Íslendingar muna eftir Rokklingunum sem slógu rækilega í gegn á árunum 1989-
1991. Meðlimir Rokklinganna voru eltir á röndum og aðdáendabréfin hrúguðust inn.
Rokklingarnir voru að breskri fyrirmynd og slógu rækilega í gegn. MYND/SKJÁSKOT
Rokkling-
arnir voru
alls staðar:
á plötuum-
slögum, í
sjónvarpi, á
veggspjöldum
og stutterma-
bolum. MYND/
SKJÁSKOT
Auður Ösp
Guðmundsdóttir
audur@dv.is
24 FÓKUS 28. ÁGÚST 2020 DV