Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Síða 31
MATUR 31DV 28. ÁGÚST 2020 Þ egar ritstjórn DV lagð-ist í sóttkví var allt tínt til úr ísskápnum og „comfort food“, eða lægðar- fæði, var mun oftar á borðum en ásættanlegt þykir fyrir fólk með útivistarleyfi. En það góða sem kom út úr því – fyrir utan nokkur aukakíló – er þessi stórkostlegi réttur sem er án efa einn besti pasta- réttur síðari ára. Ábending Ferskt íslenskt grænkál er að finna í flestum matvöruversl­ unum sem stendur eða í góðum görðum. Það er tilvalið að nýta það í morgunþeytinginn eða þennan rétt. Ljúffengt lægðarfæði með hvítvíns-primadonnasósu Nei, nú skaltu klára að lesa þetta blað og skransa svo út í næstu verslun og kaupa í þennan rétt. Fyrsti munnbitinn og lífið mun leika við þig um stund. Besta pastað sem þú munt smakka Fyrir 3-4 fullorðna 1 pakki ferskt spaghetti eða tagli- atelle 150 g grænkál 4 hvítlauksrif 2 msk. smjör 1 dl matreiðslurjómi ½ dl hvítvín 200–300 g risarækja (hrá eða elduð – bæði selt frosið) Primadonnaostur – væn sneið ferskt kóríander salt chilipipar í kvörn pipar sítróna olía Setjið 1 dl af olíu, msk. af sítrónu­ safa, 1 dl af af söxuðu kóríander, ½ tsk. chili úr kvörn og 2 hvítlauksrif, pressuð, í krukku og hristið. Sigtið rækjurnar og pillið ef þær eru hráar og hellið leginum yfir. Marin­ erið í að lágmarki klst. Skolið grænkálið. Saxið gróft. Setjið í olíulög og saltið. Nuddið kálið með leginum og látið liggja í klst. Olían brýtur niður kálið og gerir það mun meyrara og betra. Steikið rækjurnar upp úr smjöri og merjið eitt hvítlauksrif út á pönnuna. Gætið þess að ofsteikja þær ekki, þá verða þær þurrar og seigar. Séu rækjurnar hráar duga 3­4 mínútur við nokkuð háan hita (þar til þær verða bleikar) því þær halda áfram að eldast í sósunni. Bætið grænkálinu á pönnuna. Hellið rjóma, hvítvíni og 2 dl af rifn­ um primadonna út á pönnuna. Saltið og piprið eftir smekk. Látið malla svo sósa þykkni. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbein­ ingum. Sigtið og setjið í skál. Hellið rækjunum í sósunni út á. Setjið dl af osti yfir, ferskan pipar og saxað kóríander. Berið fram með góðu salati og köldu rósavíni – eða sódavatni. Ískalt rósavín tekur þennan rétt upp á annað og hærra stig. MYND/ÞORBJÖRG MARINÓSDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.