Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Side 36
Í vikunni var greint frá því að lögræði yfir tón-listarkonunni og popp- goðsögninni Britney Spears myndi haldast óbreytt fram að febrúar á næsta ári. For- ræðisdeila hennar hefur verið fyrirferðarmikil í fjöl- miðlum vestanhafs, fyrst og fremst vegna #FreeBritney- herferðarinnar (ísl: #Frelsið- Britney) sem hefur verið mjög áberandi. Árið 2007 varð almenningi ljóst að Britney glímdi við andlega erfiðleika. Mikla at- hygli vakti þegar hún rakaði hárið af sér og kastaði regn- hlíf í papparassa. Þá missti hún einnig forræði yfir börn- um sínum til fyrrverandi eiginmanns síns, Kevin Fed- erline. Einnig var hún vistuð á stofnunum vegna geðrænna vandamála. Aðrir stjórna fjármálum Ári seinna missti hún svo eig- ið lögræði til föður síns, Jamie Parnell Spears, og lögmanns- ins Andrew Wallet, sem þýðir í raun að þeir hafa stjórn á persónulegum ákvörðunum og fjármálum hennar. Þess má geta að auðævi Britney Spears eru metin á um það bil 50 milljónir dollara, eða andvirði tæpra 7 milljarða ís- lenskra króna, sem þeir hafa haft umsjón með. Þrátt fyrir þetta var Britn - ey iðin. Ólögráða hefur hún gefið út þrjár plötur, mætt reglulega í sjónvarpssal og haldið tónleikasýningu í Las Vegas. Stigu til hliðar Ástandið var nánast óbreytt þangað til í mars árið 2019, þegar Andrew Wallet ákvað að hætta sem lögráðamaður hennar. Og í september sama ár steig pabbi hennar einn- ig til hliðar sem lögráða- maður, en þó tímabundið vegna „heilsuvandamála“. Jodi Montgomery var skip- aður sem nýr umsjónarmaður Britney. Árið 2009 fór #FreeBritney- herferðin fyrst af stað. Um er að ræða hreyfingu, eða hóp, sem er fyrst og fremst skip- uð aðdáendum hennar, sem áhyggjur hafa af lögræðis- málinu. Markmið #FreeBrit- ney-herferðarinnar gengur út á að Britney verði aftur lög- ráða. Forsvarsmenn hreyfing- arinnar hafa reynt að koma málinu á borð Hvíta hússins og að þar verði hún aftur gerð lögráða. Nýlega höfðu safnast 125 þúsund undirskriftir fólks sem vill að hún öðlist aftur frelsi. Forsvarsfólk hreyfing- arinnar hefur haldið mótmæli og þá „trendar“ „hashtaggið“ #FreeBritney reglulega. Dulin skilaboð í myndböndum Í fyrra fór herferðin aftur á fullt. Í kjölfarið bað Britney aðdáendur sína, í gegnum FRELSISBARÁTTA BRITNEY BYGGIST Á DULDUM SKILABOÐUM Britney Spears er 38 ára gömul en undanfarin ár hefur faðir hennar haft lögræði yfir henni. Markmið herferðarinnar #FreeBritney er að hún verði aftur lögráða. Britney Spears er goðsögn í lifanda lífi og á að baki smelli á borð við Oops!... I Did It Again og Baby one more time. Andleg vandamál Britney voru á allra vörum. MYND/GETTY Britney Spears hefur verið dugleg að koma fram þrátt fyrir að vera ólögráða. MYND/GETTY Ég finn fyrir ást ykkar og ég veit að þið finnið fyrir minni! Insta gram, um að virða einka- líf sitt. Margir töldu þó að hún hefði ekki ákveðið sjálf að koma þeim skilaboðum á framfæri. Þá hafa myndbönd Britney á Instagram vakið gríðarlega athygli og ýmsir talið að þar væri að finna dulin skilaboð. Þekktasta dæmið var þegar Britney ákvað að klæðast gul- um bol í myndbandi á Insta- gram. Í myndbandinu lagði hún sérstaka áherslu á bolinn. „Ég var svo spennt að fara í uppáhalds gula bolinn minn að ég varð bara að deila því.“ Seinna kom í ljós að aðdáandi hafði sent henni skilaboð um að klæðast gulum bol í næsta myndbandi væri hún í ein- hverri hættu. Þetta og fleiri álíka atvik blésu samsæris- kenningum og #FreeBritney- herferðinni byr undir báða vængi. Vill ekki að faðirinn sé lögráðamaðurinn Seint í sumar óskaði Britney eftir því að faðir hennar yrði ekki gerður aftur að lögráða- manni hennar. Hún óskaði þó ekki eftir því að verða lög- ráða, heldur að Jodi Montgo- mery myndi halda áfram sem umsjónarmaður hennar. Dæma átti í málinu í þess- ari viku, þann 22. ágúst, en þá var ákveðið að núverandi ástand yrði óbreytt þangað til í febrúar. Lesa á milli línanna Britney hefur sjálf lítið getað tjáð sig um málið, en líkt og áður segir hafa áhorfendur lesið á milli línanna. Til að mynda hafa margir í #Free- Britney-herferðinni litið á færslu sem birtist á Insta- grammi hennar í síðustu viku sem þökk til hreyfingarinnar, en færslan er svohljóðandi: „Mér líður eins og að við munum líta aftur til baka á þennan tíma í sóttkví sem risastórt breytingaskeið í lífi okkar. Við vitum ekki hve- nær hlutirnir verða eðlilegir aftur, en við höldum áfram að vera jákvæð og lærum fullt af hlutum um okkur sjálf! Ég vil taka fram að ég er mjög þakk- lát öllum dásamlegu og raun- verulegu aðdáendum mínum fyrir að vera svona yndis- legir! Ég finn fyrir ást ykkar og ég veit að þið finnið fyrir minni!“ n Jón Þór Stefánsson jonthor@dv.is 36 STJÖRNUFRÉTTIR 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.