Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 6
Sendum Iþrótía- og Olympíusamhandi Islands, íþróttafólki, landsmönnum og viðskiptavinum hestu jóla- og nýárskveðjur. BYKO Garðabær <$> TOYOTA www.toyota.is BÓN & ÞVOTTASTÖÐIN Sóltúni 3 - Sími 551 4820 Keppt verður í 28 íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu ísland átt um þátttakendur Aðeins eru um níu mán- uðir þar til Ólympíu- leikarnir verða settir í Sydney í Ástralíu en þeir fara fram 15. september til 1. október á næsta ári. Þetta verður i 27. sinn sem leikarnir verða haldn- ir síðan þeir voru endur- vaktir 1896 en að þessu sinni verður keppt i 28 greinum. Gert er ráð fyrir um 10.200 iþróttamönn- um frá 200 þjóðum en ís- land getur átt um 40 þátt- takendur i sjö greinum. ÓLympiuLeikarnir eru á fjög- urra ára fresti og segja má að í flestum tiLfellum hafi undirbúningur fyrir næstu leika hafist þegar keppni lauk í AtLanta í Bandaríkjunum fyr- ir fjórum árum. íþrótta- og Ólympíusamband ísLands hef- ur ákveðið hvaða reglur giLda um úrtöku íslenskra íþrótta- manna vegna leikanna í Sydney. Að tillögu Sundsam- bands ísLands veróur miðað við að Lágmörkin fyrir is- lenskt sundfólk falLi á milli A- og B-lágmarka ALþjóða- ólympíunefndarinnar, IOC, og að þeim verði að ná á ólymp- íuárinu, það er frá 1. janúar 2000. Einnig hefur ÍSÍ sam- þykkt að höfðu samráði við FrjáLsíþróttasamband íslands að fara eftir viðmiðunum IOC í frjálsíþróttum að því tiL- skildu aó lágmörkum verði náð á ólympíuárinu. í öðrum íþróttagreinum verður miðaó við lágmörk IOC. Þrjú berjast um sæti í badminton Keppt hefur verið í badmint- on á ÓLympíuLeikum síðan í BarceLona 1992 en 86 karLar og 86 konur keppa i einliða- og tviliðaleik karla og kvenna og í tvenndarleik. 29 karlar keppa i einLiðaLeik og jafn- margar konur, 38 karlar og 38 konur i tvílióaleik og 38 í tvenndarleik (19 karlar og 19 konur). HLutgengi fæst með þátttöku á aLþjóðamótum, sem gefa stig á heimslistann frá 1. maí i ár til 30. apríl 2000, en keppnin i Sydney fer fram 16. til 23. septem- ber. Badminton á mikLum vin- sæLdum að fagna í Asiu, einkum i Indónesíu og Kína, og unnu keppendur frá Asíu tiL 14 af 15 verðlaunum í AtLanta 1996. Hins vegar eru reglurnar þannig að í mesta Lagi þrír frá sömu þjóð geta keppt í hverri grein. Tak- markanirnar gera það að verkum að keppendur sem verða í kringum 50. sætið á heimslistanum 1. maí 2000 eiga möguLeika á að öðlast keppnisrétt. Sveinn SöLvason, Brynja Pétursdóttir og Tómas Viborg stefna að þátttöku í Sydney en þau búa og æfa erLendis og taka þátt í mörgum al- þjóðamótum í vetur. Rúnar fyrstur inn 98 karlar og 98 konur keppa í fimleikum og var heimsmeist- arakeppnin i Kína eina und- ankeppnin. TóLf efstu sexmannalið karla og kvenna tryggðu sér þátttöku- rétt i Sydney eða 72 keppendur í hvorum hópi. Til viðbótar bætt- ust tveir við úr hverju liði sem varð í 13. tiL 18. sæti. Níu stigahæstu einstak- lingarnir þar á eftir tryggðu sér einnig keppnisrétt og þar var Rúnar Alexandersson, sem varð í 46. sæti á HM, í sjö- unda sæti, eða 91. sæti þegar á heildina er Litið. Afríka, Amerika, Asia, Evrópa og Eyjaálfa fá siðan eitt sæti hvert. Júdókapparnir Vernharð Þorleifsson og Gísli Jón Magnússon reyna að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Sydney. ELva Rut Jónsdóttir var i fararbroddi Norðurlanda- kvenna i fjölþraut á HM og varð í 102. sæti af 260 kepp- endum, en það nægði henni ekki til að öðlast keppnisrétt í Sydney. Átta frjálsíþrótta- menn á listanum Fimm ísLenskir frjálsíþrótta- menn, tugþrautarmaðurinn Jón Arnar Magnússon, stang- arstökkvararnir Vala Flosa- dóttir og Þórey Edda Elís- dóttir, hlauparinn Guðrún Arnardóttir og maraþon- hlauparinn Martha Ernsts- dóttir hafa náð þeim árangri sem þarf að ná á næsta ári til að tryggja sér þátttöku- rétt á leikunum, en þrír til vióbótar, Einar KarL Hjartar- son hástökkvari, Magnús Aron HalLgrímsson kringLu- kastari og Vigdís Guðjóns- dóttir spjótkastari, eru ekki Langt frá Lágmarkinu. Keppni í frjálsum fer fram 22. september til 1. október. íþróttamenn verða að ná lágmörkunum frá 1. janúar til 11. september á næsta ári en nái enginn frjálsíþrótta- maður þjóðar lágmarki má hún samt sem áður senda einn karL og eina konu á Leikana. Þjóð má mest senda þrjá íþróttamenn í hverja grein. Eitt sæti laust í handboltanum Úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða i handknattLeik karla fer fram í Króatíu í Lok janúar og þá ræðst hvort ís- Lendingar verða með í hand- boltanum í Sydney. Evrópa á sjö af 12 sætum í Sydney en Svíar, Rússar, Júgóslavar, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar tryggðu sér þátttöku- rétt á Leikunum með árangri sínum á HM í ár. Sú þjóð sem nær lengst í Króatíu fyrir utan fyrrnefnd lið fær lausa sætið til Ástralíu þar sem keppnin fer fram 16. septem- ber til 1. október. í hverju liði eru skráðir 15 keppendur hverju sinni. 6

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.