Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 25
Umfang Íþróttahátíðar háð styrk Alþingis Iþróttahátíð ÍSÍ var fyrst haldin 1970 og hefur síð- an farið fram á tíu ára fresti. Að sögn Arnar Andréssonar, formanns nefndar um Íþróttahátíð árið 2000, er ætlunin að halda hátíðina vítt og breitt um landið en umfangið sé háð styrk frá Al- þingi. Upphaflega hafði ver- ið sótt um 20 miUjóna króna styrk en síðan var dregið mikið úr umfanginu og miðast undirbúningur nú við að átta til tíu milljóna króna styrkur fáist til verksins. Örn segir að áætlunin taki mið af styrkveitingum en hugmyndin sé ekki að vera með eina skrauthátíð eins og áður heldur tengja hátiðina viðburðum í héruð- um landsins. „Við köllum há- tíðina íþróttir og fjölskyldan og tengist hún meðal annars Vetrarhátíðinni á Akureyri í mars," segir Örn. „Hugmynd- in er ekki að tengja þetta keppni heldur höfða til allra og í því sambandi ber fyrst að nefna að stefnt er að íþróttadegi í maílok þar sem við viljum fá alla út að hreyfa sig. Eins hefur verið rætt um að tengja þetta einhverjum leikskólaverkefnum og svo grunn- og framhaldsskóla- verkefnum. Ennfremur að héraðsmót verði haldin undir merkjum Íþróttahátíðarinnar, íþróttir fyrir aldraða, kvennahlaup á vegum ÍSÍ auk ýmissa móta í yngri flokkum. Örn segir að styst sé í Vetrarhátíð í Reykjavík og Akureyri auk þess sem Aust- firðingar hafi hug á að hafa eitthvað hjá sér, en ekkert sé frágengið í því efni. „Hugs- unin á bak við hátíðina er að vekja athygli á íþróttum og hreyfingu heima í héraði, á gildi iþrótta og íþrótta- starfsins." Vetrarhátíð var síðast haldin á Akureyri 1990 og var þá vigð skíðalyfta í Htíðarfjalli. Vetrarhátíð í tvo mánuði Iþróttabandalag Akureyrar hefur lagt til að ÍBA sjái um Vetrarhátíð i samvinnu við ÍSÍ og Vetrariþróttamið- stöð íslands á Akureyri. „Við höfum gert drög að dagskrá um allar helgar í mars sem endi með ÍSÍ-þingi á Akur- eyri síðustu helgina, svo er Skíðalandsmótið í Reykjavík í byrjun apríl, þá 25. Andrésar andar leikarnir á Akureyri og loks páskavikan hérna fyrir norðan," segir Þröstur Guð- jónsson, formaður ÍBA og formaður undirbúningsnefnd- ar Vetrarhátíðar. „Við höfum meðal annars leitað eftir samstarfi við skíðamenn, skautamenn, hestamenn, vélsleðamenn, bílaklúbb, Ferðafélag Akureyrar og Skíðadeild fatlaðra, en við leggjum áherslu á að allir geti verið með, jafnt kepp- endur og fjölskyldan í heild." Akureyringar héldu Vetr- arhátíð 1970, 1980 og 1990. „Við höfum verið með þetta í ákveðnum ramma og viljum halda því áfram en fjárhags- áætlun okkar hljóðar upp á fimm milljónir. Sumarhátíð er ekki sambærileg en við höfum lagt áherslu á að halda hátíð sem vekur at- hygli. Það skiptir miklu að fá fólkið út og tiL þátttöku, jafnt ófatlaða sem fatlaða. Við höfum búið til veglega dagskrá fyrir fatlaða, sem við leggjum mikið upp úr, auk þess sem við höfðum til keppnisfólksins. Þessi hátíð er aðeins á tíu ára fresti og mikilvægt að vel takist til." — , „Undir tunguna ,yA húðina“ :i§g#P^ . T • Lí „l munninn „Millifingranna“ Reyklaus árangur NICDRETTE Hjálpaitæki sem inniheldur nikótrn sem kemur í stað nikótíns við reykingar og dregur þannig úr fráhvarfseinkennum og auðveldar fólki að hætta að reykja eða draga úr reykingum.Gæta verður varúðar við notkun lyfjanna hjá sjúklingum með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma. Reykingar geta aukið hættu á blóðtappamyndun og það sama á við ef nikótínlyf eru notuð samtímis lyfjum sem innihalda gestagen-östrógen (t.d. getnaðarvamatöflur). Þungaðar konur og konur með bam á brjósti ættu ekki að nota nikótínlyf. Þeir sem em með sykursýki, ofstarfsemi skjaldkirtils eða krómfíklaæxli eiga að fara varlega í að nota Nicorette tungurótartöflur. Lyfið er ekki ætlað bömum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Nicorette er til sem tyggigúmmí, sem nefúði, forðaplástur sem er límdur á húð, töflur sem settar em undir tungu og sem sogrör. Skömmtun lyfjanna er einstaklingsbundin. Leiðbeiningar um rétta notkun em í fylgiseðli með lyfjunum.Brýnt er að lyfið sé notað rétt og í tilætlaðan tíma til að sem bestur árangur náist. Með hverri pakkningu lyfsins er fylgiseðill með nákvæmum upplýsingum um hvemig nota á lyfin, hvaða aukaverkanir þau geta haft og fleira. Lestu fylgiseðilinn vandlega áður en þú byijar að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Pharmacia & UPjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf. Hörgatúni 2,210 Garðabær. 1 25 ♦

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.