Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 31
Knattspyrnuhallir rísa f Reykjanesbæ og Reykjavík Gífurleg breyting fyrír knattspyrnuna Undanfarin ár hefur Knatt- spyrnusamband íslands lagt ríka áherslu á byggingu yfirbyggðra knattspyrnuvalla i fullri stærð og sér nú hilla undir að draumurinn verði að veruleika. HölL í Reykjanesbæ verður vígð í febrúar og borg- arráð samþykkti í lok nóvem- ber aó byggja knattspyrnuhús ? Grafarvogi, sem getur orðið tilbúið næsta vetur. Þá hafa verið vióræóur í gangi um sameiginlegt hús fyrir Kópa- vog, Garðabæ og Hafnarfjörð. „Þaó hlaut að koma að þessu og fordæmið í Reykja- nesbæ gat ekki annað en Leitt af sér að hús kæmi í Reykja- vík, en það hefur reyndar ver- iö á teikniborðinu nokkurn tíma," segir Eggert Magnús- son, formaður KSÍ. „Vonin hefur ávalLt verið sú aó vió sæjum fLeiri knattspyrnuhús risa um Leið og ákvörðun um fyrsta húsið væri komin og ánægjulegt er að sjá það ger- ast." Eggert segir að breytt að- staða hafi mikið aó segja. „Þetta verður gifurLeg breyt- ing fyrir íslenska knattspyrnu. Nú geta menn farið að æfa og keppa yfir veturinn við aLlt aórar og betri kringumstæður en áður. Auóvitaó verður eng- in stökkbreyting í einu vet- fangi en Ljóst er að þetta kemur af stað þróun sem Leiðir tiL betri knattspyrnu, og sömu sögu er aó segja af sparkvölLunum sem komið hefur verið upp í Reykjanes- bæ. Það er ekki síður ánægju- legt framtak og öðrum tiL eft- irbreytni." Knattspyrnuforystan hefur unnið ötuLLega aó framgangi þessa máls um árabil, Mann- virkjanefnd KSÍ gaf út sér- stakan kynningarbækLing og haLdin var ráðstefna með sveitarféLögum þar sem ýmsir möguleikar voru kynntir, en KSÍ hefur viljað sjá knatt- spyrnuhús í öllum fjórðung- um. Þegar rætt hefur verið um slikt hús í Reykjavík hefur einkum verið staðnæmst við LaugardaLinn en Eggert segir að staðurinn skipti ekki öllu máti. „Auðvitað hefði verið skemmtiLegra að hafa þetta hús í LaugardaLnum þar sem þjóðarLeikvangarnir eru, íþróttauppbyggingin og bíla- stæðin, en aðaLatriðið er að fá hús. Þetta hefur verið mik- ið baráttumáL og veróur það áfram því við viljum sjá fleiri hús." Framkvæmdir við Reykjaneshöllina ganga vei spennandi verkefni og von- sér hag í að fara út í svona andi sjá fleiri sveitarféLög framkvæmdir." spyrnuvöllur með gervi- grasi. Húsið er 7.840 fermetrar og tæplega 80 þúsund rúmmetrar. Það er 108 metrar á Lengd og 72,6 á breidd. Lofthæð við hlióarlínur fót- boLtavallarins er 5,5 metrar en 12,5 yfir miójum velLin- um. Byggingin skiptist í íþrótta- og þjónustuhús og verður hægt að stunda þar flestar íþróttagreinar. TiL dæmis má setja svonefnt fLjótandi parketgólf yfir gervigrasið og leika þar ýmsa boltaleiki. Gert er ráð fyrir rými fyrir 1.500 áhorfendur. „Framkvæmdir ganga eðli- Lega og á undan áætLun ef eitthvað er en húsið verður vígt klukkan tvö 18. febrúar á næsta ári," segir Skúli Þ. SkúLason, forseti bæjarstjórn- ar Reykjanesbæjar. „Þegar er farið að falast eftir tímum en byrjað verður að nota húsið um Leið og þaó veróur tilbúió. íþróttahreyfingin hérna suó- ur með sjó er í viðbragðs- stöðu og Knattspyrnusam- band ísLands hefur Líka óskaó eftir timum. Auk þess hafa fyrirspurnir borist frá Reykja- víkurfélögum og fleirum." VerkafL hf. byggir húsið og Leigir það Reykjanesbæ. „Þetta er byggt tiL að treysta íþróttalífið i bæjarfélaginu og því hafa féLögin hér for- gang en við reynum aö sinna óskum annarra eftir bestu getu," segir Skúli. Hann seg- ir að kostnaður sveitarfé- lagsins verði sambærilegur Reykjaneshöllin vígð f febrúar Blað verður brotið i sögu íslenskrar íþróttamannvirkjagerðar þegar Reykjaneshöllin verður vígð 18. febrúar á næsta ári. Þetta er fyrsta hús sinnar tegundar á ís- landi en í því verður með- al annars fullbúinn knatt- við rekstur annarra íþrótta- mannvirkja. „Rekstur sund- miðstöðvarinnar kostar okkur um 20 milljónir, sömu sögu er aó segja af íþróttahúsinu við Sunnubraut og íþrótta- húsinu í Njarðvík en við áætLum að leggja tiL um 25 til 29 milljónir á ári í Reykjaneshöllina. Þetta er Harðir, mjúkir, stórir og litlir pakkar fyrir alla sportlega íslendinga. Jólagjöfin fæst hjá okkur. Gleðileg jól. SbflBHBflfle sími 510 8020 Sendum íþrótta- og * Olympíusambandi Islands, íþróttafólki, landsmönnum og viðskipta vin urn bestu jóla- og nýárskveðjur. ES MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR lCELANDAIR 4®#F rnn u FJÁRFESTINGARBANKI ATVINNULÍFSINS H F www.rvk.is 31

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.