Olympíublaðið - 01.04.1984, Side 10

Olympíublaðið - 01.04.1984, Side 10
10 OLYMPÍUNEFND ÍSLANDS __________099 Þau hafa tekið þátt í Sumar - olympíuleikunum fyrir Islands hönd ísland tók fyrst þátt í fjórðu Sumar-olympíuleikunum 1908 í London. Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram 1932, en við tókum fyrst þátt í þeim í St. Moritz 1948. Árið 1908 fóru fimmtu leikarnir fram í London. Þátttakendur: Jóhannes Jósefsson, fararstjóri, tók þátt í grísk-rómverskri glímu. Auk þess sýndu 6 Islendingar glímu: Hallgrímur Benediktsson, Guðmundur Sigurjónsson, Sig- urjón Pétursson, Páll Guttormsson, Jón Pálsson og Pétur Sigfússon. I raun var Jóhannes einn þátttakandi í sjálfum Olympíu- leikunum, en flokkurinn sýndi íslenska glímu. Árið 1912 fóru leikamir fram í Stokkhólmi. Þátttakendur: Hallgrímur Benediktsson, fararstjóri, Halldór Hansen, ritari, Axel Kristjánsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Jón Halldórsson, Magnús T. Kjaran, Kári Arngrímsson og Sigurjón Pétursson. Jón Halldórsson kepptií 100 og200 mhlaupi, en hinir þátt- takendumir í glímu, sem þá var keppt í sem sýningaríþrótt. Sigurjón Pétursson keppti einnig í grísk-rómverskriglímu. Eftir þessa leika voru ekki þátttakendur sendir frá Islandi fyrr en á leikana í Berlín 1936 en 1920 tók einn Islendingur þátt í Olympíuleikunum, var það Jón Kaldal sem keppti á vegum Dana. Árið 1936 fóru elleftu Olympíuleikarnir fram í Berlín. Fararstjóm: Benedikt G. Wáge, Björn Björnsson, fararstjóri, Olafur Sveinsson, Benedikt Jakobsson, Erlingur Pálsson, Jón Pálsson. Keppendur íslands á leikunum í fíerlín 1936. Þá tók ferðin lengn tíma en nú til dags, enda þá engar farþegaflugvélar íferðum til og frá Islandi. Frjálsíþróttir: Karl Vilmundarson, tugþraut, Sigurður Sigurðsson, há- stökk og þrístökk, Kristján Vattnes, spjótkast, Sveinn Ingvarsson, 100 m hlaup. Sundknattleikur: Jón Ingi Guðmundsson, Jón D. Jónsson, Jónas Halldórs- son, Logi Einarsson, Magnús Pálsson, Pétur Snæland, Rögnvaldur Sigurjónsson, Stefán Jónsson, Ulfar Þórðar- son, Þórður Guðmundsson, Þorsteinn Hjálmarsson. Árið 1948 fóm fjórtándu Olympíuleikarnir fram í London. Fararstjórn: Benedikt G. Wáge, Hallgrímur F. Hallgrímsson, Erlingur Pálsson, fararstjóri, Jens Guðbjörnsson, Einar B. Pálsson, Olafur Sveinsson, Olle Ekberg, Guðmundur S. Hofdal, Jón Pálsson, Jónas Halldórsson, Rósa Gestsdóttir. Frjálsíþróttir: Ásmundur Bjarnason, 4x100 m boðhlaup, Finnbjörn Þorvaldsson, 100 m, 4x100 m boðhlaup og langstökk, Haukur Clausen, 100 og 200 m hlaup og 4x100 m boðhlaup, Jóel Sigurðsson, spjótkast, Magnús Jónsson var skráður í 4x400 m boðhlaup, Oskarjónsson, 800 og 1500 m hlaup, Páll Halldórsson var skráður í 4x400 m boðhlaup, Reynir Sigurðsson, 400 m hlaup, Sigfús Sigurðsson kúluvarp, Stefán Sörensson, þrístökk, Torfi Bryngeirsson, stangarstökk, Trausti Eyjólfsson, 4x100 m boðhlaup, Vilhjálmur Vilmundarson, kúluvarp, Orn Clausen, 100 m og tugþraut. Sund: Anna Olafsdóttir, 200 m bringusund, Kolbrún Olafsdóttir 100 m baksund, Þórdís Arnadóttir, 200 m bringusund, Ari Guðmundsson 100 og 400 m skriðsund, Atli Steinarsson, 200 m bringusund, Guðmundur Ingólfsson, 100 m bak- Adolf Hitler lél mikið á sér bera á leikunum í Berlín 1936. Hér má sjá hann við setningu leikana ásaml sínum nánustu samstarfs- mönnum.

x

Olympíublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.