Olympíublaðið - 01.04.1984, Síða 16

Olympíublaðið - 01.04.1984, Síða 16
16 OLYMPÍUNEFND ÍSLANDS 05^9 Fulltrúar undirbúningsnefndar Olympíuleikanna í Los Angeles skýrðu frá undirbúningi leikanna 1984. 50 milljónir dollara verða greiddar til þjóða Olympíunefnda vegna dvalar og ferðakostnaðar af peningum sem inn koma vegna sjónvarps og af þessum peningum verða m.a. greidd þátttökugjöld sex íþróttamanna og fararstjóra hverrar þjóðar vegna Olympíuleikanna 1984. Miklar umræður urðu um fjármálin og fyrst og fremst um á hvern hátt forseti ANOK hefði aflað $407.318,00 svo og það mikla fjármagn sem ANOK hefur fengið og þarf að nota til rekstrar starfsemi sinnar. Forseti ANOK sagði, að á þessum tíma væri ekki hægt að starfa nema hafa fjármagn og nota það til að greiða fyrir það sem það kostar að reka starfsemi ANOK. A fundinum í Los Angeles var upplýst að greiða þarf fyrir dvöl miðað við 20 í Olympíuþorpi og $45,00 á dag, sem þýðir að dvöl hvers íþróttamanns sem dvelur í Olympíuþorpi í USA kostar $900,00, það er að segja, ef íþróttamaður dvelur í Olympíuþorpi, þarf að greiða fyrir 20 daga minnst. Þetta þýðir að kostnaður við hvern íþrótta- mann, sem kemur á Olympíuleikana í Los Angeles 1984 er áætlaður $2500,00 fyrir flug og dvöl. Mjög miklar umræður urðu um kostnað við dvöl íþrótta- manna í Olympíuþorpinu, og mátti heyra á fulltrúum að þeir voru furðu lostnir yfir því að ekki væri búið að ganga frá því fyrir löngu hvað dvölin mundi kosta, ennfremur urðu menn undrandi á því, að það þyrfti að greiða minnst fyrir 20 daga dvöl í Olympíuþorpinu. Niðurstaða ANOK fundarins Niðurstaða ANOK fundarins í Los Angeles var þessi: Yfirlýsing ANOK vegna umræðna um 23. Olympíuleik- ana. Stjórn ANOK kom saman í Los Angeles í janúar, þar sem 23. Olympíuleikarnir verða haldnir, og þegar haft er í huga að Olympíuleikarnir eru einstakt fyrirbæri í nútíma þjóðfélagi sem sameinar þjóðir jarðar okkar án tillits til tungumáls, kynþáttar, stjórnmála og trúarlegrar skoðunar, styður ráðið þá skoðun að það sé nauðsynlegt að gera það sem mögulegt er fyrir 23. Olympíuleikana til að halda í heiðri Olympíuhugsjónina, vinskap og heiðarlega íþrótta- keppni æsku alls heimsins. Stjórn ANOK metur mjög starfsemi IOC og forseta þess, Juan Antonio Samaranch, sem hefur helgað sig þróun og styrkingu Olympíuhreyfmgarinnar og framtíðar velgengni hennar. NOC þátttakendurnir létu í ljós ánægju sína viðvíkjandi ályktun IOC um fjárhagslega aðstoð til dómara, dóm- nefnda, tæknilegra þátttakenda alþjóðasambanda, sem taka þátt í leikunum. Mikilvæg hjálp er líka ákvörðun IOC að greiða fyrir sex fulltrúa frá sérhverju landi. Það gleður stjórn ANOK, að verða vör við hið jákvæða viðhorf IOC viðvíkjandi tillögum ANOK vinnuhópsins sem stjórnað var af Sir Dennis Follows. Stjórn ANOK álftur að aðalverk IOC og ANOK fram að komandi leikjum sé að skapa öllum NOC aðstæður sem eru nauðsyn- legar fyrir árangursríkan undirbúning um leið og tryggð sé full virðing fyrir öllum Olympíureglum af hálfu LAOOC. USC olympíuþorpid er mjög nálœgt aðalleikvanginum og vistarverur þar eru mjög glcesilegar. - allir íþróttaviðburðir 23. Olympíuleikanna verði skipu- lagðir í samráði við Olympíureglur í umhverfi friðar og vinsemdar, þannig að þeir verði merkisviðburður heims- íþrótta. - framfylgt verði öllum ákvörðunum öryggisreglna hvað viðkemur Olympíureglum, þar með talin leyfi til Banda- ríkjanna gegn Olympíukortum og öryggisráðstöfunum vegna Olympíufjölskyldunnar o.s.frv. - gistingu Olympíuhópanna í Olympíuþorpinu verði hag- að samkvæmt óskum NOC og eftir þörfum hvers lands. - LAOOC muni ábyrgjast kostnað gistingar Olympíuhópa á því verði sem samþykkt er af NOC og mun að talsverðu leyti auka þjónustu sem boðin er frítt Olympíuþátttak- endum eins og var í fyrri leikjum. - LAOOC muni koma til móts við NOC með auknum fjölda af aðstoðarmönnum og leiðtogum samkvæmt hinum nýja viðbótartexta við 37. grein Olympíureglnanna. - stundaskrá Los Angeles Olympíuleikanna muni vera íþróttafólkinu í hag. - LAOOC muni tryggja íþróttafólkinu, dómurum og fararstjórum fullnægjandi flutninga, sem geri þeim kleift að komast á hina ýmsu keppnisstaði, hafandi í huga stærð Los Angeles borgar og þar af leiðandi fjarlægð til hinna ýmsu keppnisstaða. - í anda sanngjarns leiks muni „doping“ eftirlitið á leik- unum samanstanda af þrautreyndum hámenntuðum mönnum. - ákvörðun IOC um að greiða kostnað dómara og með- dómara muni gera alþjóðasamböndum kleift að senda færustu dómarana til að tryggja óhlutdrægni og réttláta dóma. Allt verður komið í lag Umræðurnar í stjórn ANOK gáfu til kynna, að það er margt ógert af hendi LAOOC fyrir 23. Olympíuleikana til að gera þá að reglulegri hátíð æsku jarðarinnar. I þessu tilliti lætur stjórn ANOK í ljós sérstaka von sína, staðfest- ingu og sannfæringu að: - á tímabilinu fram að leikunum muni LAOOC auka talsvert umsvif upplýsinga sem sendar verða til NOC og muni ganga frá öllum nauðsynlegum upplýsingum varð- andi óleyst mál. - stjórn ANOK lýsi yfir vilja sínum til að aðstoða IOC og LAOOC til að ganga frá öllum áðurnefndum atriðum.

x

Olympíublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.