Olympíublaðið - 01.04.1984, Qupperneq 17

Olympíublaðið - 01.04.1984, Qupperneq 17
OLYMPÍUNEFND ÍSLANDS 17 QQP Islensku keppendurnir á leikunum í Los Angeles koma til með að búa í UCLA olympíuþorpinu. Það er lengrafrá aðalleikvanginum en hitt þorpið, en loftslagið þar er sagt mun betra. Olympíufundur IOC Fulltrúar 144 þjóða voru mættir á olympíufundinum með IOC. Samkomulag var gert á milli IOC og LAOOC um að ekki yrði greitt meira en S35,00 á dag og aðeins greitt fyrir þá daga sem keppendur munu dvelja í Olympíuþorpi. Samningur sá sem gerður var á milli IOC og LAOOC fer hér á eftir: Samningur á milli IOC og LAOOC varðandi kostnað í Olympíuþorpinu: IOC og LAOOC hafa gert með sér eftirfarandi samning vegna kostnaðar í Olympíuþorpinu á meðan á Olympíu- leikunum í Los Angeles stendur: Se'ðyfir setustofu í húsi í UCLA-þorpinu. 1. Þorpsgjaldið á viðurkenndum þátttakendum með ,,F“ viðurkenningu verður S35,00 á dag. Einungis þarf að greiða íyrir þá daga sem þessir þátttakendur eru við- staddir. 2. Þar sem IOC mun borga dvöl sex þátttakenda í þorp- inu á hvert þátttökuland sem þess óskar, er samþykkt að: a) frá þátttakendum frá 1 -50 mun IOC borga LAOOC fyrirfram S4.200 fyrir 1. mars 1984. b) fyrir þátttakendur sem eru 51 og þar yfir mun NOC greiða fyrirfram sem svarar eins dags dvöl, þ.e.a.s. $35,00 á þátttakanda fyrir 1. mars 1984. c) fyrir þátttakendur 51 og þar yfir eins og farið var fram á, mun IOC einnig greiða $4.200 fyrirfram. 3. Fyrirfram borganir eru byggðar á 20 daga dvöl en ónotaðir þátttökudagar verða endurgreiddir. 4. 1. mars 1983 munu löndin tilkynna bæði IOC og LAOOC hámarks þátttakendafjölda sinn og er þá ekki innifalin tala þátttakenda hópíþrótta, sem eftir er að ákveða. 5. Heildarfjöldi ,,F“ þátttakenda í 23. Olympíuleikunum fer ekki fram úr 12.000. 6. IOC samþykkir að endurgreiða LAOOC kostnað við skemmdir sem ef til vill verða í herbergjum þeirra: Olympíuþorpin verða opnuð tveim vikum fyrir leikana og lokað þrem dögum el'tir þá. Hægt verður að borða í hvoru þorpinu sem er, burtséð frá því í hvoru þorpinu þátttakendur búa. Engir matar- miðar verða notaðir, aðeins sýnt þátttökukortið. Eftir því sem næst verður komist, mun yíirleitt öll þjón- usta og matur vera ókeypis í Olympíuþorpunum, eða eins og verið hefur á síðustu Olympíuleikum. Sjö milljónir aðgöngumiða munu verða seldar á S18,00 hver miði og þrjár milljónir aðgöngumiða undir $10,00. Stórmót smáþjóða Fundur smáþjóða var haldinn og rætt um keppni þeirra á milli. Upplýst var að rætt heíði verið við forseta IOC og formann ENOK um væntanlegan fjárhagslegan stuðning. Ennfremur kom fram að Evrópuráðið og UNESCO myndu ef til vill styrkja slíka keppni. San Marini vill standa fyrir fyrstu slíkri keppni. Ákveða þarf stað og stund og í hvaða íþróttagreinum ætti að keppa, t.d. í 4-5, og ákveða fjölda þátttakenda, miða mest við 20 þátttakendur. Rætt var um hugsanlega þátttöku, frá Islandi mætti hugsa sér þátttöku í lyftingum, júdó, skotfimi, og er þá átt við skotfimi, þar sem skotið er á hluti á lofti, frjálsar íþróttir og sund. Mótið mun verða haldið á vegum Olympíu- nefnda, og er það ekki síst vegna styrks sem ef til vill kæmi frá IOC og ENOK og hefur verið rætt um að halda mótið á tímabilinu apríl - maí 1985. Keppt yrði eftir reglum alþjóðasérsambandanna. Margt fleira mætti upp telja frá fundinum í Los Angeles, en þetta verður látið nægja. Næsti fundur ANOK og IOC mun verða haldinn í Lissabon, Portúgal árið 1985.

x

Olympíublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.