Olympíublaðið - 01.04.1984, Síða 18
18
OLYMPÍUNEFND ÍSLANDS
QPP
Fimm sérsambönd og átta
einstaklingar hafa fengið styrk
fyrir Olympíuleikana 1984
Að undanförnu hefur stjórn Olympíunefndar íslands
rætt við fulltrúa allra þeirra sérsambanda, sem eiga á að
skipa þeim afreksmönnum, sem líklegir eru til að ná þeim
árangri, sem Olympíunefndin hefur sett til þess að íþrótta-
menn yrðu hlutgengir á Olympíuleikunum á næsta ári.
Þau sérsambönd, sem líkleg eru til að hafa slíkum afreks-
mönnum á að skipa eru:
Skíðasamband Islands^
Frjálsíþróttasamband Islands
Júdósamband Islands
Lyftingasamband Islands
Sundsamband Islands
Eftir þessar viðræður hefur orðið samkomulag í fram-
kvæmdastjórn OI að úthluta eftirfarandi styrkjum til sér-
sambanda og einstaklinga:
F rjálsíþróttasambandið 90.000
Einar Vilhjálmsson 70.000
Oskar Jakobsson 70.000
Oddur Sigurðsson 50.000
Vésteinn Hafsteinsson 50.000
Þórdís Gísladóttir 50.000
Þráinn Hafsteinsson 50.000 Kr. 430.000
Skíðasambandið ” 300.000
J údósambandið 100.000
Bjarni Friðriksson 70.000 ” 170.000
Sundsambandið 120.000
Tryggvi Helgason 50.000 ” 170.000
Lyftingasambandið _____ 170.000
Alls kr. 1.240,000
Eins og sjá má er úthlutunin tvíþætt. Annarsvegar er út-
hlutað til einstakra íþróttamanna. Sú úthlutun er til þeirra
sem hafa náð árangri á alþjóðamælikvarða í íþrótt sinni og
eru því mjög líklegir til þess að verða valdir til þátttöku í
Olympíuleikunum á þessu ári.
Hinsvegar er veittur styrkur beint til sérsambandanna,
Aðalleikvangurinn í Los Angeles, þar sem olympvuleikarnir fara
fram í sumar. Það kostar mikla peninga og vinnu að senda lið
pangað og œfa ípróttafólkið sem par mun keppa.
til þess að viðkomandi samband geti staðið fyrir og kostað
æfingar fyrir þá sem eru líklegir til þess að geta náð árangri
á heimsmælikvarða á næstunni og kæmu þá til greina að
verða valdir til þátttöku í leikunum.
Þegar þessari úthlutun er lokið er hér um að ræða lang-
hæsta æfingastyrk, sem OI hefur veitt til íþróttamanna. Þó
er það mun minna en íþróttamenn annarra þjóða fá,
sem gera nú orðið lítið annað en að æfa og búa sig
undir þátttöku í Olympíuleikunum. Það er ánægjulegt að
vita að við eigum nú marga afreksíþróttamenn, sem getið
hafa sér góðan orðstír á erlendum stórmótum. Það er því
ánægjulegt að geta stutt nokkuð við bakið á þeim í þeim
erfiðu æfingum sem framundan eru, til að hljóta þann
heiður að fá að taka þátt í stærstu æskulýðshátíð heims,
Olympíuleikunum, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
En við skulum muna að engir peningar gera íþrótta-
mann að afreksmanni, það verður hann að gera sjálfur með
þrotlausum æfingum og sjálfsafneitun.
í sambandi við þessa úthlutun iná benda á, að OI greiðir
allan kostnað við þátttöku okkar í Olympíuleikunum. I
þeim kostnaði, sem verður óvenju liár að þessu sinni, er
allur ferðakostnaður l'ram og til baka, uppihald og löt á
íþróttamennina, sem þeir eiga að koma l'ram í fyrir hönd
Islands.