Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 4

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 4
2 II V Ö T Við eigum verk fyrir höndum Skólaæska. Það má vera, að það hljómi illa i eyrum ykkar þegar ég kem hér og segi ykkur, að við höfum verk- efni að vinna, hljómi illa vegna þess, að ykkur finnst ef til vill að verkefni ykkar séu nógu áþreifan- leg, þótt ekki sé verið að hampa því framan i ykkur i blaðagrein. En við gerum okkur það ef til vill ekki nógu ljóst, hver þessi verkefni eru. Við gerum okkur það þó sjálfsagt öll ljóst, að við erum fyrst og fremst komin i skólana til þess að stunda þar nám okkar undir handleiðslu og tilsögn ltennaranna, og okkur er skylt að rækja þáð eftir beztu getu. En við höfum ennþá meiri verk- efnum að sinna, sem engu að síð- ur geta talizt skyldur en önnur verkefni, sem okkur eru lögð á herðar i skólum okkar. Hér á ég við félagasamtök og félagslíf skól- anna. Þeirri húgsun skýtur því miður allt of oft fram hjá mönnum, að félagslíf sé einskis virði og það sé ekkert á sig leggjandi fyrir það, því að það skilji ekkert eftir og komi að engum notum þegar út i lifið kemur. Aðrir vilja varpa félags- starfinu á örfáa menn, þótt þeir viðurkenni gildi þess. Öll verðum við að viðurekenna það, að líf okk- ar og störf krefjast samfélags, sam- skipta og samvinnu við aðra í meiri cða minni mæli. Við erum vitan- Hjalti Þórðarson forseti S. B. S. lega húin misjöfnum hæfileikum til að mæta þessu óumflýjanlega lögmáli almennra samskipta og við- horfin til þeirra hluta eru eðlilega misjöfn. Þá verðum við að játa það, að við þurfum tamningu til að ná nauðsynlegum þroska, til þess að geta sameinað hin misjöfnu sjónar- mið. Þjóðfélag'ið og mannfélagið krefjast þegnskapar livers einstak- lings, og' hver, sem reynist góður þegn nýtur fullkomlega þeirra rétt- inda, sem hvert þróskað þjóðfélag veitir. En til þess að þjóðfélagið eða samfélagið njóti þegnskapar okkar, verðum við að ltafa nægan félagsþroska. Við höfum víða tæki- færi til þcss að öðlast slíkan jtroska,

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.