Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 10

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 10
8 H V ft T nienn skulum við ekki dæma hart fyrir afstöðu þeirra til bindindis- málanna. Það eru aðrir, sem verð- skulda þyngri dóm. Það er sá mikli fjöldi manna, sem drekka „í liófi“ og þykjast kunna fótum sínum for- ráð og vilja alls ekkert á sig leggja til hjálpar þeim meðbræðrum sín- um og systrum, sem veikari eru á svellinu. Það eru þessir menn, hóf- drykkj umennirair, sem fyrst og fremst bcra ábyrgð á áfengisböl- inu. Þeir eru fyrirmynd ungling- anna, sem neyta fyrsta vínsopans, í þeirri trú að þeim muni t'akast að halda áfengislöngun sinni í skefjum. Ofdykkjumennirnir verða engum fyrirmynd. Þcir eru aumkaðir og fyrirlitnir af flestum. Nei, það eru hófdrykkjumennirnir, mennirnir sem skála i fínum veizlum; það eru þeir, sem þyngsta sök eiga. Frá sjón- armiði þeirra erum við bindindis- mennirnir litlu betri en drykkju- ræflarnir. Iivorirtveggja eru í þcirra augum hvimleiðir öfgamenn, en þeir einir þræða hinn gullna meðalveg. Þeir geta því öruggir horft til him- ins og sett upp Faríseasvip. Þessum Iiugsunarhætti verður að ln-evta. Menn verða að láta sér skiljast, að liófdrykkja er ekki til sem lausn þessara mála. Meðan áfengis er nejdt, er til áfengisböl, hvað sem líður öllu skrafi um hófdrykkju. Æskumenn! Þið eruð nú að leggja út í hildarleik lífsins. Þið inunuð mæta ýmsum erfiðleikum, eins og títt er, en í baráttunni eigið þið að efla þroska ykkar og mannvit. Verið þess minnugir, að í ykkar Iiöndum er framtíðin. Þetta veit þjóðin, og' hefur í samræmi við það, lagt fram geypilega fjárupphæð til skóla og annara stofnana og starf- semi, sem ætluð er til að veita æsk- unni sem beztan undirbúning und- ir lifið. Fyrir þetta standið þið í skuld við þjóðina, skuld, sem hún ætlast til, að þið greiðið með því að verða sem nýtastir menn og starfsamastir í þágu þjóðarinnar. Bindindissamtökin stefna í þá átt, að veita ykkur styrk i baráttunni, hjálpa ykkur til að halda frelsi ykkar fyrir ásókn eiturlyfja, sem eru skaðsamleg bæði fyrir líkama ykkar og sál. Við þá, sem neita öllum sannind- um og slá höfðum sínuin við harð- an steininn og krefjast afskiptaleys- is af hálfu bindindissamtakanna, svo að þeim takist að sýkja sem mest út frá sér, vil ég segja þetta: Við munum halda áfram að sanna þjóðinni þær óskapa fórnir, sem fjölmargir einstaklingar og hún i heild færir Bakkusi, þangað til augu hennar opnast fyrir skaðsemi á- fengisneyzlunnar. Við munum hakla áfram að láta hana heyra kvala- stunur þeirra, sem áfengismein- semdin hefir sært dýpstum sárum. Við munum lialda áfram að knýja á hjartadyr hennar, þangað til heil- brigð og óbrengluð dómgreind liennar og skynsemi kemur til dyra og hún breytir eftir liennar boði. Við erum þess fullvisir, að þeir tímar koma, að allt þetta tekst, en þangað til inunum við heyja barátt- una og leita brautargengis allra þeirra, sem öðlazt liafa skilning á nauðsyn þessara mála.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.