Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 16

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 16
14 H V ö T komi annar strætisvagn og önnur kvensa, og þess vegna sé ástæðu- laust að hlaupa. Hitt er þá sótt þeim mun fastar, að ná augnabliksást- um kvenna í algleymi ölvímunnar. Þannig liafa menn stundum jafn- vel fastnað sér konur með raun- hæfum aðferðum, er rómantík og „flört“ hefur ekki dugað. Fjöldi ungra sveina og meyja situr að sumbli á skemmtisamkomum og í samsætum, í skemmtiferðalögum og hvarvetna til þess að geta svifið á vængjum óvitsins inn i loghita augnablikssælu ástarinnar. Slík fótskriða niður brekkuna er auð- veld og samþýðist vel mannlegum vanþroska. Áfengið steypir af stóli skynsemi og sjálfstjórn manna, en fær frumstæðustu og skepnulegustu hvötum þeirra völdin, en þá eru þessar hvatir manna jafnan á suðu- marki sökum áfengisbrennslunnar. Asthneigð og kynhvöt er ekkert, sem upplýstur og' þroskaður mað- ur þarf að skammast sin fyrir. Þessi lífæð þróunar og þroska er af jafngöfugum uppruna sem allt ]>að, er við tignum og sýnum mesta virðingu. En þessi lifsstraumur er svo sterkur og straumharður, að bezt mun hverjum einum farnast, sem þar stýrir fleyi sínu allsgáður. Og aðeins þannig fæst hin full- komna sæla. Það er illt til þess að vita, að lieimska, hleypidómar og fáfræði skuli hafa ráðið mestu um almenn- ings álit og afstöðn manna til kyn- ferðismálanna fram á hin síðustu ár, svo að menn skuli þurfa að stíga niður frá þroskastigi mannvits og sjálfstjórnar, niður i taumleysi og forað áfengisvímunnar til þess að koma sér á framfæri. Á þessu sviði er það eins og víðar, að þroski og manndómur þarf að koma í stað ómenningar. Mikið af áfengisdýrlc- un mundi hverfa, ef menn kynnu að búa að sjálfum sér í ástamál- um eins og uppréttum manni sæm- ir. Þar með á ég hvorki við taum- laust líf né meinlætalíf, heldur rétt og' hlutskipti hins siðmenntaða og þroskaða manns. Sir William Rothenstein víkur að þessu í bókinni „Men and Memo- ries“, er hann segir: „Margir ungir listamenn, sem ég hef þekkt, dóu áður en þeir fengju fullþroskað hæfileika sína. Þeir só- uðu kröftum sínum í áfengisnautn og annað hófleysi. Næturlífið í Montmartre, sem mörgum okkur þótti skemmtilegt, hafði ömurlegar afleiðingar. Karlmenn voru á konu- veiðum og' konur á mannaveiðum á gruggugum slóðum, og drykkju- skapurinn var beitan, sem notuð var.“ Stjórn S.B.S. skipa nú þessir menn: Formaður: Hjalti Þórðarson, Samvinnuskólanum; Ritari: Sigurður Magnússon, Verzlunarskólanum; Gjaidkeri: Stefán Ól. Jónsson, Kennaraskólanum. Ritnefnd HVATAR: Sigurður Magnússon, Verzlunarskólanum; Ásbjartur Sæmundsson, Samvinnuskólanum; Guðjón Jónsson, Kennaraskólanum.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.