Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 5

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 5
H V ö T 3 en hvergi jafn gullvægt og í skól- unum, samhliða öðrum lærdómi, sem nauðsynlegur er. Félagslífið krefst fórna, það er víst, og ef til vill fórnum við tíma og kröftum frá öðrum verkefnum, sem við legðum annars meiri á- herzlu á, en sú fórn getur tæpast orðið svo stór, að hún borgi sig ekki og aldrei tilfinnaleg', ef nógu marg- ir eru með i samtökunum. Draumórakennd og hugsunarleysi einstaklinganna liamla félagsþrosk- anum oft og einatt. Til þessarar deyfðar liggja vafa- laust margar orsakir. Það hefur gengið yfir land okkar mikið vel- megunartímabil, sem verkað hefur eins og áfengi á þjóðina. Áhrif þessa liafa meðal annars komið fram hjá æskunni og valdið sofandaliætti hjá henni m. a. um félagsmálin. Þvi til sönnunar má benda á það, að fyr- ir fáum árum voru allsherjarsam- tök skólaæskunnar í landinu, Sam- hand bindindisfélaga i skólum, mjög öflugur félagsskapur, en nú cr svo af honum dregið, að aðeins helmingur þeirra skóla, sem áttu bindindisfélög í sambandinu, eru þar nú. Ekki er það þó vegna þess, að ekki sé þörf slíkra samtaka sem áður. Þvert á móti hefur þörf öfl- ugra hindindissamtaka aldrei ver- ið jafnbrýn og' nú. Þvi að áfengis- neyzslan hefur aukizt með aukinni kaupgetu og vélmegun manna, og hún hefur síazt inn í skólalífið. Margir öflugir bindindismenn hafa lokið námi og þar með misst tækifærin, sem þeir höfðu áður til að veita áfengisflaumnum viðnám, en nemendur, sem liafa komið á eftir þeim í skólann, liafa ekki fund- ið köllun til þes að gegna því sama hlutverki. Þar með hafa þeir brugð- izt því trausti og þeim skyldum, sem brautryðjendur og margir eldri for- yztuménn samtakanna báru til þeirra, sem á eftir þeim mundu koma. Engum þarf að detta i liug, að upphafsmenn hindindissamtak- anna í skólunum hafi litiðá þau sem eitthvert stundar-fyrirbæri, heldur var hér um að ræða upphaf að skipulegri og markvissri baráttu, haráttu fyrir útrýmningu áfengis- ins úr skólum landsins. Þeir liafa einnig' gert sér ljóst, að þeir urðu að hyggja vonir sínar að miklu leyti á æsku framtíðarinnar i þessum efnum. Hér er við andstæðing að etja, sem ekki verður yfirunninn á svipstundu, og það þarf heilsteypt og traust samtök til þess að á hon- um verði sigrazt. Samtökin, sem hér um ræðir, standa líka saman af að- iljum, sem koma og fara. Það er óumflýjanlegt, og þá verða þeir, sem fara, að treysta á, að til séu liðsmenn, sem taka við, þar sem þeir verða frá að hverfa. Mikill hluti skólaæskunnar hefur brugðizt þessu trausti, og þó einkum í liinum æðri skólum, sem höfðu þó forystuna i upphafi og raunar lengi fram eftir. Allir hljóta að sjá, að þessi stefna er óeðlileg, ekki sízt hjá mönnum, sem stefna til æðstu metorða i þjóð- félaginu. Það eru að sönnu til menn í þeim skólum, sem nú eru utan við bindindissamtökin, sem eru þeim vinveittir. En áhrifa þeirra gætir ekki vegna þess, að andúðin

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.