Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 17

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 17
H V ö T 15 Hagnýting mikilvægustu orkunnar Eitt mikilvægasta vandamálið í sambandi við mannlegt líf, er hag- nýting og tamning sálar- og líkams- orku manna. Eðlileg þrá hins heil- brigða manns til athafna og lífs- nautnar er livorki syndsamleg né af illum rótum runnin. Það er hið mesta óráð að kúga þessa orku. Það gefst ekki betur en þótt menn reyndu að troða möl og grjóti i eitt gos- auga á hverasvæði. Krafturinn mundi brjótast út gegnum jarð- skorpuna á öðrum stað, eða spýta öllum tálmunum úr sínum gamla farvegi. Það hefur aldrei reynzt einhlítt að segja við heilbrigðan og kraft- mikinn æskulýð: „Snertu ekki, taktu ekki, bragðaðu ekki.“ Jafnvel slílc boð og bönn geta örfað ásæln- ina og gert syndina sæta. Um nokkurra ára skeið áiti eg heima í fjalllendi fyrir vestan Klettafjöll Ameríku. Þar var ynd- islegt að vera, sumar, sól og bliða mestan Iiluta ársins. Vikum saman blakti ekki liár á liöfði og skýlaus himinn livelfdist yfir fögru landi og frjósömu, og hamingjusömum börnum þess. Allt sumarið, sem var mjög langt, gátu menn gengið fá- klæddir, unga fólkið velti séí- i heitum sandinum lijá miklu stöðu- vatni og' synt þar sér til hressing- ar, og etið nægju sína af hollum ávöxtum, því að ávaxtagarðar voru hjá hverju ibúðarhúsi og út um alla bjalla og fjallahlíðar. Menn sváfu úti á sumrum, nóttin var svöi Pétur Sigurðsson. og mild og loftið þrungið af ilman blóma og' ávaxta. Frá þessum bæ, Iíelowna heitir hann, þar sem ég átti heima, fóru eitt haustið fimm milljónir epla- kassar, og þetta eru góð epli. Um (30 eplategundir eru ræktaðar i þessum yndislega dal, sem mér verður jafnan hugsað lil sem sælu- staðar á jöi'ðu. En ekkert af þessum indælu epl- um, perum, sveskjum, plómum, vin- berjum, kii'suberjum og svo öllunx tómötunum og öðrxxm garðávöxlum færði mönnum saðningu og' holl- xistu, ef mannshöndin hefði ekki komið til með kunnáttxi síixa. Án áveitu væri þessi mikla ræktun ekki hugsanleg, þurrkar eru það nxiklir á þessu svæði. En uppi i háfjöllunx er nægilegt valn. Búendur þessara

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.