Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 15

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 15
H V Ö T 13 niður um 1500 ára bil, en voru end- urvaktir rétt fyrir síðustu aldamót, og voru þá fyrst haldnir í heim- kynnum sínum, í hinni fornfrægu borg lista og vísinda, Aþenu. Þá voru þeir haldnir sem alþjóðlegt iþróttamót, og' þannig hefur það verið ávallt síðan. Nú á síðustu áratugum hafa einn- ig verið háðir fjöldamargir aðrir millirikjakappleikir í íþróttum. Það hefur jafnan þótt mikill lieið- ur, að verða sigurvegari á íþrótta- mótum þar sein beztu íþróttamenn margra þjóða hafa keppt, og þá ekki sízt Ólympíuleikunum. Sigurvegarinn hefur ekki aðeins skapað sjálfum sér frægð, lieldur einnig landi sínu og þjóð sinni, þvi að sú skoðún er fyrir löngu orðin rikjandi, að sú þjóð, sem eigi glæsi- lega íþróttamenn, sé jafnframt menningarþjóð á öðrum sviðum. Þetta stafar af því, að mönnum er orðið Ijóst, hversu íþróttaiðkan- ir eru menningaraukandi. Við Islendingar erum fámenn þjóð og ekki áhrifamikil um al- þjóðamál, enda er þekking erlendra manna á landi okkar og þjóð mjög lítil. En oft eru hugmyndir þeirra um okkur hlægilegar, og stundum jafn- vel beinlínis til skaða. Enginn vafi er á því, að einhver hczta landkynning, sem við getum fengið, eru afrelc íslenzkra íþrótta- manna á erlendum vettvangi. En ef Islendingar vinna íþrótta- afrek á heimsmælikvarða á erlend- uin íþróttamótum, ])á munu útlend- ingar hætta að líta á okkur sem Astamál og áfengi Allt frá þeim tíma, er skráð var hin ógeðslega saga um dætur Lots, og til þess, er nokkrir Ameríkumenn hneyksluðu Iieila heimsálfu og komu af stað málaferlum með því að sitja að áfengisdrykkju í kring- um baðker, barmafullt af kampa- víni, þar sem byltist í nakinn, lag- lega gerður skrokkur leikkonu eða léttúðardrósar, liafa ástarhneyksli, áfengisdrykkja og harmsögur farið saman. Dætur Lots voru uppi áður en dag- aði af menningu, en kampavins- haðhnevksli Ameríkumannanna gerðist í hvítu dagsljósi hámenn- ingar tuttugustu ahlarinnar. — Lítil framför. Metliafi Rómverja i mellu- lífi — Messalína — lét nakta sveina troða vínlagarþróna, meðan hún dansaði með ölvuðum og trylltum veizlulýð til dýrðar taumlausum girndum sínurn i kringum fórnar- slall Bakkusar, þar til drykkjulæt- in voru kæfð í hlóði hinna ástleitu og ölteitu veizlugesta. Á öllum timum hafa menn reynt að drekkja ástarsorgum sínum í áfengi. Á þessu hygg ég' þó, að orð- in sé nokkur hreyting, því að allur þorri manna er hættur að syrgja hæði „sakleysi“, ást og vináttu og hefur gengið á hönd hinum nýja sið, sem huggar með því, að alltaf skrælingja. Þeir munu hta á okk- ur sem siðmenntaða þjóð. Grínmr Jósafatsson.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.