Hvöt - 01.03.1953, Qupperneq 13

Hvöt - 01.03.1953, Qupperneq 13
H V Ö T 11 anum er hætt að berast að vitum mér. Hlátur lífsglaðra barna greini ég aðeins í fjarska, en skuggann á þilinu mun ég alltaf eygja. Skuggann þinn. Hann mun fylgja mér eftir, þar til ferð minni lýkur. Aldrei munum við sleppa hvor af öðrum, ég og skugginn. Skugginn, sem minnir á þig, litlu stúlkuna með ljósu lokkana og bláu seiðandi augun. Litlu stúlkuna, er gefið hefur lífi mínu gildi, og þrátt fyrir alla úlfúð og tortryggni er dá- samlegt að fá að lifa þessu lífi aðeins vegna þín. Ég tilbið nafn þitt og hrópa það út í þögult húmið. Skuggi þinn á þil- inu er minn guð. Allt í einu lýkur ferð minni. Okkur skilja fjarlægðir. ,,Þið sjáizt aldrei framar“, hvíslar nóttin. Nú fæ ég eigi lengur sofið fyrir niði elfarinnar. Á hvítu líni jarðarinnar vil ég leita. Leita þín. HVER VEIT? 1. Hvenær og hvar fæddist Ingrid Bergman ? 2. Eftir hvern eru þessar ljóðlínur: „Já, gott áttu veröld, að vera svo ung og fögur og von er að sólinni þyki nú gaman að skína“. 3. Hver lagði grundvöll að nýnorsku rit- máli? 4. Hvenær var tónskáldið Franz Liszt uppi ? 5. Hvað þýðir orðið Samojedi? 6. Hver er höfundur Esperanto? 7. Hver var forsætisráðherra íslands Al- þingishátíðarárið 1930 ? 8. Hvað hét ástmey Jónasar Hallgríms- sonar ? 9. Hvað slær hjartað í nýfæddu barni oft á mínútu ? 10. Hvert var fyrsta landið, er veitti konum stjórnmálajafnrétti á við karla, og hvaða ár? Svör á bls. 13. Sögur af Bernhard Shaw Bernhard Shaw ræddi eitt sinn við Frið- þjóf Nansen, landkönnuðinn fræga, og kvört- uðu báðir yfir þrálátum höfuðverk. Loks spyr Shaw: „Hafið þér reynt að finna ráð við höfuðverk?“ Nansen varð að svara þessu neitandi. „Það er undarlegt", svarar Shaw. „Þér eyðið tíma og kröftum til að finna Norðurheimskautið, enda þótt það komi engum að gagni, en þér reynið ekki að finna ráð við höfuðverk, enda þótt þér munduð þá verða velgerðarmaður alls mannkynsins!" Shaw var flest betur gefið en fríðleikur. Eigi að síður sóttist fjöldi kvenna eftir því að giftast honum. Ein slíkra sagði við Shaw: „Hugsið yður, að barnið fengi mína fegurð og gáfur yðar!“ „Það væri ekki sem verst", svaraði Shaw íbygginn, ,,en hugsum okkur að það yrði öfugt!" Spíritistar í Englandi reyndu að telja Shaw á sitt mál eftir fyrri heimsstyrjöldina, en hann tók því fálega. Einn þeirra sagði: „Eg get svo svarið það, að borðið hreyfðist“. „Vitaskuld", svaraði Shaw, ,,sá vægir, sem vitið hefur meira". Shaw státaði af því, að hann kynni manna bezt að búa til kaffi. Prestur einn skrifaði honum til og bað um uppskriftina að þessu ágæta kaffi. Shaw sendi honum uppskriftina, en bætti við þessari athugasemd: „Eg vona, að beiðni yðar sé einlæg, en ekki enn ein brellan til að ná í eiginhandarundirskrift mína“. Hinn æruverði klerkur klippti undirskrift- ina neðan af bréfinu og sendi Shaw og sagði: „Ég vona, að þér sjáið nú, að bón mín var einlæg". \

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.