Hvöt - 01.03.1953, Qupperneq 25

Hvöt - 01.03.1953, Qupperneq 25
H V Ö T 23 Hugleiðing um S. B. S. Eins og að undanförnu gekkst S. B. S. fyrir bindindisfræðslu í nokkrum fram- haldsskólum í Reykjavík þann 1. febr. s.l. Voru ræðumenn frá S. B. S. og Stórstúku íslands og var þeim hvar- vetna vel tekið. S. B. S. sendi aðeins ræðumann í einn skóla utan bæjarins, í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Gagn- fræðaskóli Akraness óskaði eftir ræðu- manni, en af einhverjum ástæðum taldi stjórn S. B. S. eigi möguleika á að verð^ við þeirri ósk og sýnir það áhugaleysi hennar á útbreiðslustarf- semi bindindishreyfingarinnar í skól- um landsins, því að nóga ágæta ræðu- menn hefði verið hægt að fá innan sambandsins. Að kvöldi 1. febrúar fékk S. B. S. rúman 'hálftíma í kvölddagskrá Ríkis- útvarpsins og var það styttri tími en áður hefur tíðkazt. S. B. S. hélt enga skemmtisamkomu að kvöldi 1. febrúar, en það hefur tíðk- azt hjá sambandinu að efna þá til dekkra og dekkra, unz myrkt verður. Aragrúi flöktandi ljósa sjást framundan. Fjarlægðin minnkar smátt og smátt. Við erum komin til Reykja- víkur. Eftir viku mun skólinn byrja. Ég vil ekki líta fram í tímann, hvers- dagsleiki þeirra daga ógnar mér. Því tek ég það ráð að horfa um öxl. Svip- myndir hins liðna sumars fylgja mér inn í lönd svefns og drauma. r a HVÖT: ársrit S. B. S. 21. árg. 1953. Ritstjórn: Helga Erla Hjartardóttir, Kvennask. Hjörtur Guðmundsson, Kennarask. Þórarinn Árnason, Menntaskólanum. Prentsmiðja Jóns Helgasonar 1953. v______________________________________V skemmtisamkomu á undanförnum ár- um, skemmtunar, sem haldin er fyrir skólaæskuna, því að nú er okkur brýn nauðsyn á heilbrigðum skemmtunum, þegar við stöndum í hættu af alls kon- ar böli og erlendum menningaráhrif- um, sem munu móta menningu okkar og tilveru, ef ekki verður staðið á verði. Þess vegna hefði verið æskilegt, að S. B. S., sem menningarsamtök, hefði haldið þessari venju áfram, en það var öðru nær. Af þessu og ýmsu öðru má sjá, að bindindisstarfsemi æskulýðsins er að falla í dvala, og gæti farið svo, að það yrði nafnið tómt, en þannig má ekki verða. Samband bindindisfélaga í skólum verður að breyta um svip. Það verður að vakna af þeim höfga- fulla dvala, er nú hvílir yfir því. Það verður að vera lifandi samtök, er heldur upp óstöðvandi baráttu fyrir málstað sínum. Það verður að vekja sér álit meðal almennings, og það mun takast fyrr en síðar, ef rétt er á málum haldið. Verum samtaka um að efla S. B. S. — samtök okkar. Verum sístarfandi í þágu þess. Stöndum saman í bræðra- lagi og réttum öllum hjálparhönd, er þess þurfa, þá mun markinu náð.

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.