Austri - 18.12.1986, Side 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
Útgefandi: KjördæmissambandframsóknarmannaáAusturlandi
Skrifstofa Austra Lyngási 1,700 Egilsstaðir, pósthólf 73 S 97-1984
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson
Útgáfustjóri: Þórhalla Snæþórsdóttir
Auglýsingastjóri: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
Blaðamenn: Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Örvar Þór Einarsson
Auglýsinga- og áskriftasími: 97-1984
Áskrift kr. 105.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 60.00
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum ® 97-1449
Á jólum
Enn nálgast jólin, hátíð ljóss og lífs, sem haldin er
þegar skammdegið er svartast og veðrin hörðust hér á
norðurslóðum.
Þótt jólin séu forn hátíð, þá hafa þau sérstakt inntak í
hinum kristna heimi. Jólin eru tengd fegurstu og bestu
tilfinningum mannanna. Jólin eru hátíð kærleika, en ekki
haturs, þau eru hátíð ljóss, en ekki myrkurs. Þau eru
hátíð hins barnslega í manninum, hátíð hins óspillta.
Jólin eru hátíð friðar.
Því miður er það svo um þessi jól eins og löngum fyrr
að það er fjarri því að friðvænlega horfi. Sá friður sem
við búum við, styðst við spjótsodda meir en oftast áður,
og það er fjarri því að sá friður sé tryggur. Enn sem fyrr
sækja skuggarnir að, þeir skuggar eru vígbúnaður, hryðju-
verk, mengun umhverfisins og neysla vímuefna.
Á liðnu ári höfum við íslendingar að mörgu leyti verið
í nánari snertingu við þessa vágesti heldur en áður.
Mengun frá stórslysinu í Chernobyl náði upp að íslands-
ströndum, armur hryðjuverkamanna teygði sig hingað til
íslands þótt blóði væri ekki úthellt sem betur fer. Við ís-
lendingar fylgdumst úr návígi með árangurslitlu þrátefli
stórveldanna um afvopnunarmál, og vonbrigðin voru
mikil, því allir þrá árangur af þeim viðræðum.
Jólahátíðin er hátíð fjölskyldunnar og barnanna. Það
er nú svo að fjölskyldulífið er mikilvægt í nútíma þjóðfé-
lagi, og ég er þeirrar skoðunar, að ekkert stuðli að and-
legu jafnvægi einstaklinganna með sama hætti og traust
og gott fjölskyldulíf. Þær stundir sem fjölskyldan getur
eytt saman eru dýrmætar og jólin gefa slíkt tækifæri.
Hraðinn vex jafnt og þétt og það fylgir nútíma lifnaðar-
háttum. Fólk er önnum kafið, við það að sjá sér og sínum
farborða, sinna félagsmálum, eða við það að gera það
gott, komast áfram í lífinu. Samkeppnin vex, og hún
reynir á hvern einstakling.
Ef fjölskyldan liggur á milli hryggjar í öllu því umróti
sem nú gengur yfir þjóðfélagið, er hætta á ferðum, og því
miður hafa fjölmargir einstaklingar orðið rótleysi að
bráð, og ánetjast eiturlyfjaneyslu.
Jólahátíðin væri hjóm eitt ef hún hefði ekki trúarlegt
innihald. Það innihald er koma frelsarans, og hin einfalda
sögn um barnið sem fæddist í fjárhúsi, og var lagt í jötu.
Kynslóð eftir kynslóð hefur hlustað á þessa einföldu sögu
á jólum og heyrt jólasálmana hljóma, og þetta hefur
snert hinar dýpstu tilfinningar, hinar barnslegu kenndir.
Kristin trú inniheldur kærleiks- og siðaboðskap, sem
er einstaklingum og þjóðum gott vegarnesti. Jólin minna
okkur framar öllu öðru á þann boðskap.
Austri klæðist hátíðarbúningi á jólum, og við gerum
okkur nokkurn dagamun í útgáfu blaðsins. Ég vil nota
þetta tækifæri til þess að óska lesendum þess gleðilegra
jóla, árs og friðar, en þannig er orðuð sú fallega kveðja
sem hljómar á jólum.
J.K.
Senn líður að jólum, þeirri
hátíð, sem lýsir upp svartasta
skammdegið hér norður á .hjara
veraldar, hátíð ljóssins, hátíð
friðar. Við íslendingar búum svo
sannarlega á ystu mörkurn hins
byggilega heims og við kunnum vel
við það, erum stolt af því. Þó undr-
umst við stundum, hvernig við
lifum þetta af, en það gleymist
fljótt þegar vel gengur. Ellefu
hundruð ára búseta fjarri ys og þys
heimsins hefur kennt okkur ýmis-
legt sem aðrar þjóðir þekkja varla
nema af afspurn. Á ég þar við forna
menningu þjóðarinnar, söguritanir
og fróðleik sem varðveist hefur
mann fram af manni, öld eftir öld.
Þó er ef til vill meira um vert, hve
einkenni þjóðarinnar hafa mótast
af fjarlægðinni við umheiminn.
Þolinmæði og þrautseigja, ásamt
óbifandi trú á sjálfstæði þjóðar
hetur borið okkur að því marki sem
við höfum náð, að vera öðrum
óháð, frjáls þjóð í frjálsu landi.
Fyrir nokkru var landið okkar
allt í einu orðið að miðdepli og
kastljósum að því beint. Leiðtogar
stórveldanna tveggja í austri og
vestri komu hingað til að ráða
ráðum sínum. Heimsbyggðin stóð
á öndinni, yrði þessi fundur spor í
átt til friðaf? Þessi spurning og
aðrar álíka voru ásæknar þann
tíma sem fundurinn stóð yfir Víst
er að fundurinn var árangursríkur
þó að ekki væri um beina samninga
að ræða, og hans verður án efa
minnst á blöðum sögunnar sem
stefnumarkandi tímamóta. En eftir
hverju var heimsbyggðin að bíða?
Eftir viljayfirlýsingum um frið í
heimi, frið á jörð? Sennilega var
það þannig, vegna þess að í
hjörtum okkar jarðarbarna býr
eirriæg þrá eftir friði. Þar býr einnig
von um að stríði og hvers kyns
ófriði linni hér á jörðu, von um að
tortryggni, illvilji, rógur, eigin-
girni, svik, öfund og hatur víki fyrir
trúnaði, umburðarlyndi,
drengskap, fórnfýsi, réttlæti, sann-
girni og kærleika. Við vitum að slík
breyting getur aðeins orðið ef við
viljum það sjálf, hún verður að ger-
ast í hjörtum manna, okkar eigin
hjörtum.
720 — Borgarfirði eystri 97-2977
Tónlistarkrossgátan no: 68
Útsending 28. desember 1986.
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2,
Efstaleiti 1, 108 Reykjavík. Merkt Tónlistakrossgátan.
íslenskar getraunir
Sala Austfjarðafélaganna í 16. leikviku var þessi:
Raðir: Heildars.: Sölul.
Þróttur, Neskaupstað 5.904 29.520 7.380,00
Höttur, Egilsstöðum 2.844 14.220 3.555,00
Einherji, Vopnafirði 2.370 11.850 2.962,50
Valur, Reyðarfirði 1.636 8.180 2.045,00
Leiknir, Fáskrúðsfirði 1.584 7.920 1.980,00
Hrafnkell Freysgoði 1.217 6.085 1.521,25
Umf. Fljótsdæla 962 4.810 1.202,50
Austri, Eskifirði 608 3.040 760,00
Neisti, Djúpavogi 540 2.700 675,00
Umf. Eiðaskóla 432 2.160 540,00
Félög UÍA 2,35% af sölunni 18.097 90.485 22.621,25
Salan alls 775.852 3.879.260 969.815 25
Uppgjör frá Hugin, Seyðisfirði og Súlunni, Stöðvarfirði bárust ekki.
Aðventan og jólin gefa okkur
einmitt gullið tækifæri til að rækta
hið góða og jákvæða í mannshjart-
anu. Notum þennan tíma til að
sýna hvert öðru trúnað: í stað tor-
tryggni,—umburðarlyndi í stað ill-
vilja, — drengskap í stað rógs, —
fórnfýsi í stað eigingirni, — réttlæti
í stað svika, — sanngirni í stað
öfundar og umfram allt kærleika í
stað haturs. Öll yiðleitni okkar í
þessa átt færir okkur nær því marki
sem við þráum öll — friði á jörðu
og friði í eigin hjörtum.
Við sem byggjum þessa jörð vi-
tum að friður fæst aldrei'með stríði
og vopnaviðskiptum. Vígbúnaðar-
kapphlaup stórveldanna, með víg-
vélum og vopnum sem gætu gereytt
heiminum á svipstundu, stuðlar
ekki að friði. Skæruhernaður og
skemmdarverk eru ekki unnin í
anda kærleika. Á hverju ári eru
framleidd í heiminum stríðsleik-
föng í milljóna tali. Við eyðum dýr-
mætum gjaldeyri í að flytja inn slík
leikföng og það sem meira er, for-
eldrar, afar og ömmur, frændur og
frænkur kaupa þau til að gefa
börnum. Er þetta sá arfur sem við
höfum ætlað komandi kynslóð,
við, íbúar þessa lands sem hlutum
sjálf í arf ómetanlegan menningar-
legan fjársjóð? Hvers vegna eru at-
hafnir okkar og annarra hér í
þessum heimi ekki í samræmi við
hina augljósu friðarþrá sem býr
innst í hjarta hvers manns? Höfum
við lagt okkur fram við að rækta hið
jákvæða og góða? Höfum við sýnt
það í verki að kærleikur vísar
okkur veginn til friðar og farsæld-
ar? Við vitum að kærleikur leiðir til
heilla og hamingju, hvar sem er og
að öll tilvera okkar byggist á
honum, hvort sem við erum að fást
við lausn eigin mála eða mála þjóð-
arinnar allrar, þó að þar greini oft
á um leiðir.
Nú fer í hönd tími gjafa, börn og
fullorðnir hlaupa til og frá í búðir í
þeim tilgangi að kaupa jólagjafir.
Flestir fá eitthvað við sitt hæfi, en
því miður vill oft gleymast, að
gjöfin á að tala máli hjartans en
ekki handarinnar og hin sanna gjöf
er að gefa af sjálfum sér, verðmæti
gjafarinnar á veraldlega vísu
skiptir minnstu. Látum hluta af
okkur sjálfum fylgja hverri gjöf nú
um þessi jól, minnug þess, að gjöf
án gefanda er einskis virði.
Við sem búum hér við ystu höf
erum þjóð friðar, vopnlaus þjóð,
sem þráir réttlæti, þjóð sem háði
margra. alda vopnlausa baráttu
fyrir frelsi sínu og sjálfstæði og
tókst að vinna sigur. Megi friður og
farsæld fylgja landi, þjóð og mann-
heimi öllum um ókomin ár.
GLEÐILEG JÓL
Guðrún Tryggvadóttir
JÓLANÓTT
Nú senn mun Éirta of degi
sakíaust 6am erfœtt
sdu þár það fyrs t
vitringamir firír
Austurtöndiwifrá.
Fjárhirðum úti í fiaga
flutti engiíf pau 6oð
að fzddur vcm víst, jreCsari vor
fátœkri móður hjá:
í Betlehem
í jötu hann er
dýrð sé Guði í uppíÚEðum
ogfriður um aCCajörð.
Bfessa þú, Drottinn minn
fiömin stór og smá.
Þess bið égþig nú
í (uzrCáka og trú
gef þú fteimijfefsi ogfrið.
Lát kerCzús miídi jiína
Cýsa þentian hám
tií fiuggwiar þám
sem engan eiga að.
Drottinn minn, ég þakka þér.
G.T.