Austri


Austri - 18.12.1986, Síða 7

Austri - 18.12.1986, Síða 7
Egilsstöðum, jólin 1986. AUSTRI 7 ekki inn en hringgengum húsið og lögðumst á glugga. Ekki verður það talin kurteisi, en við gerðum ekki ráð fyrir að verða hér á ferð næstu árin svo... Ekki var húsið háreist en ótrúlega vel féll það að landslagi með græn torfþök sín. Ég verð að játa að ég er búin að gleyma hvert leið okkar lá er yfir fjallið kom. Þar var auðvitað annar fjörður eða öllu heldur sund og út- sýn yfir til næstu eyja var stórkost- leg. En hvort við ókum til hægri eða vinstri þegar niður að sjónum kom það man ég ekki og skiptir varla máli. Það var komið fram yfir hádegi og allir orðnir svangir. Okkur kom saman um að fá okkur snarl ef við rækjumst á sjoppu eða matsölustað. Við reiknuðum þó ekki með að slíkt væri að finna í grenndinni. Þetta var fremur strjálbyggð sveit. Bændabýli með snotrum byggingum, kýr á beit, en ekki voru túnin stór. Greinilega var erfitt um ræktun, jarðvegur grunnur og grjótið óð alls staðar upp úr. Sums staðar sáum við jafn- vel fólk vera að rífa grjót upp úr túnblettum. En viti menn. Handan við lága hæð blasti við bygging sem sannar- lega leit út eins og veitingastaður. Við ókum inn á planið. Þar voru margir bílar, bæði fólksbílar og einnig vinnuvélar. Líklega voru þeir að gera bílastæði hér. Ég tók eftir þrem jeppum sem voru mál- aðir skræpóttir í brúnum og grænum litum. Hvílík smekkleysa, hugsaði ég. Við komum inn í dálítinn matsal þar sem fólk sat að snæðingi. Matarilmurinn ærði upp í okkur sultinn og við þóttumst heppin að hafa rekist á staðinn. Sirrý gekk fyrst að afgreiðsluborðinu og spurði á syngjandi sænsku hvort við gætum fengið mat. Afgreiðsludaman starði á hana stórum augum. (,Spise?“ sagði Þröstur, benti á matinn og okkur. Þá ljómaði konan í framan. Alveg sjálfsagt, gjörið svo vel. Á matseðlinum var girnilegur pottréttur með græn- meti. Og verðið var hlægilega lágt. Nú höfðum við sannarlega dottið í lukkupottinn. Við tókum bakka og Sirrý og Þröstur fengu skammtað á diskana eins og á þeim tolldi. Hér var maturinn greinilega ekki skor- inn við nögl. Sem þau eru að leggja af stað til að horfa eftir lausu borði og við Haukur að færa okkur að af- greiðsluborðinu vindur sér að okkur maður í hvítri skyrtu með undarlegum borðum og hefur upp raust sína og mælir á dönsku að því er okkur skildist en svo óðamála var hann að við náðum ekki að greina eitt einasta orð. Þó kom þar að við þóttumst skilja að hann væri að spyrja hvað við værum þar að gera. Okkur fannst þetta í meira lagi skrítið ef ekki hreinlega dóna- legt. Svöruðum þó af fyllstu kurt- eisi að við værum að fá okkur að borða, hvað maðurinn hlaut reyndar að sjá. Ekki virtist þetta vera nægilegt svar því enn heldur hann langa tölu, bendir og patar. í þessum orðaflaumi greindum við brátt eitt orð sem hann staglaðist á. Militær. Við litum hvert á annað. Her. Og sannleikurinn rann upp fyrir okkur þegar sá borðalagði fór að róast. Við vorum stödd á herstöð. Við höfðum álpast inn á danska herstöð. Við sáum að fólk við næstu borð var farið að glotta og allir gláptu á okkur. Hver hefði boðið okkur, spurði sá danski. Enginn. Við hefðum bara haldið að þetta væri veitingastaður og komið hér til að borða. Hann þrumaði að við yrðum að fara strax. Hér væri óviðkomandi bann- aður aðgangur. Hér færi enginn inn fyrir dyr nema í boði einhvers í stöðinni. Haukur benti á Sirrý og Þröst sem enn stóðu þarna með hrokaða diskana. „En þau eru búin að fá mat. Konan sagði að það væri allt í lagi.“ Danskurinn hristi höfuðið, sýni- lega stórhneykslaður á þessum blessuðum fávitum en þó greini- lega búinn að átta sig á að hér voru að minnsta kosti ekki á ferðinni njósnarar frá KGB heldur blásak- lausir græningjar á ferðalagi. En á látbragði hans mátti skilja að annað eins og þetta hafði aldrei borið við á þeim stað. Hann fór að skýra fyrir okkur eins og við værum smábörn að hingað mætti enginn óviðkomandi stíga fæti og þyrfti til þess sérstakan passa. „Þið verðið mínir gestir,“ sagði hann loks í uppgjafatón. „Og þið komið á skrifstofu mína áður en þið farið.“ Líðan okkar var vægast sagt orðin lítt bærileg, og matarlystin rokin út í veður og vind. Samt snerum við okkur að því að fá skammtinn okkar. En nú brá svo við að konan blessuð sem áður var svo alúðleg var orðin eins og stein- gervingur í framan og skellti á disk- ana okkar smáslettu af kássunni, rétt nægilegt til að óhreinka þá. Það var ekki hátt á okkur risið þar sem við sátum og átum hina dönsku herglás. Við heyrðum pískrið allt í kringum okkur og vissum engan veginn hvernig við áttum að vera. Á skrifstofu offiserans urðum við að gefa upp nöfn og heimilisföng. Gera grein fyrir hvaðan við kæmum, hvert við værum að fara og hvað við værum hér að gera. Við urðum að sýna ökuskírteini og far- miðana með skipinu. Foringinn virtist loks sannfærður um að danska hernum stafaði engin hætta af furðufuglum þessum. Við vorum jafnvel ekki grunlaus um að hann væri farinn að hafa gaman af. Fegin höfðum við verið er við komum inn á „hótelið". Hálfu fegnari gengum við þaðan út. Þá varð mér líka ljóst hvers vegna jepparnir voru málaðir svo ósmekklega. Það voru felulitir herbíla. Nú, við höfðum þó fengið að borða. Sirrý og Þröstur þre- faldan skammt, við Haukur einn þriðja úr skammti. Það er sæmi- legur skammtur á mann ef jafnt er deilt. Við komum niður að höfn í þann mund er Norröna var að leggjast að. Það var ekki fyrr en um borð að við gátum farið að hlæja að ævintýrinu. Það mátti með sanni segja að dagurinn okkar í Færeyj- um hafði orðið viðburðaríkur. Ennþá getum við velst um af hlátri þegar við minnumst inngöngu okkar í danska herinn. Við erum enn að útmála hvert fyrir öðru hve við vorum hamingjusöm yfir þessum ódýra, góða mat í byrjun. Hvað danski yfirforinginn var óða- mála og hneykslaður yfir „innrás- inni“ og hve lúpuleg við svældum í okkur kássuna þá hina dönsku. Sigrún Björgvinsdóttir. Austfjarðaleið hf sími 97-7713 Bestu jóla- og nýársKveðjur til viðshiptavlna og annarra Austfirðinga. ÞöKKum viðsKiptin Verslunarmannafélag Austurlands sendir félagsmönnum sínum og öðrum Austfirðingum bestu ósKir um gleðilegjól og farsæld á Komandi ári. ÞöKKum samstarf liðins árs. Qleðileg jól gott og farsælt Homandl ár. ÞöHkum góða samwlnnu á árinu aem erað líða. Skinney hf. Steinunn SF 10, Freyr SF 20, Skinney SF 30 Höfn, Hornafirði

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.