Austri - 18.12.1986, Qupperneq 8
8
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON:
Framsóknarflokkurinn
70 ára
Þingmenn Framsóknarflokksins í garði Alþingishússins 1963.
Alþingi og ríkisstjórn eru valda-
mestu stofnanir þjóðarinnar og fá
til meðferðar stærstu og þýðingar-
mestu mál hennar. Tilvist þessara
stofnana og athafnir byggjast á
skipulegu félagsstarfi stjórnmála-
flokkanna. í lýðræðisríki eru þeir
því einhver þýðingarmestu félags-
samtökin. Á þessu ári eiga tveir
elstu stjórnmálaflokkarnir 70 ára
afmæli, Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur. Sjálfstæðisflokkur
og Alþýðubandalag eru yngri og
hafa þar að auki breytt um nöfn.
Flokkur í reifum.
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður 16. desember 1916, á
fundi átta alþingismanna sem
bundist höfðu samtökum og bókuðu
fyrstu fundargerð sína þann dag.
Áustri birtir hér nokkra fróðleiks-
Formannaskipli í Framsóknarflokknum
Eysteini Jónssyni.
mola frá stofnun Framsóknar-
flokksins og starfi hans í 70 ár.
Fimm alþingismenn hittust á
Seyðisfirði haustið 1916 á leið til
þings. Á meðan þeir biðu skips
ákváðu þeir að stofna þingflokk og
undirbjuggu stefnumótun. í
Reykjavík bættust þrír við. Fjórir
af þessum átta voru Austfirðingar:
Porsteinn M. Jónsson, Jón á
Hvanná, Sveinn í Firði og Þorleifur
í Hólum. Hinir voru: Sigurður á
Ysta-Felli, Einar á Eyrarlandi,
Guðmundur í Ási og Ólafur Briem
þingmaður Skagfirðinga, sem varð
fyrsti formaður hins nýja flokks.
Níundi þingmaðurinn kom til liðs
við áttmenningana, Jörundur
Brynjólfsson, og menn utan Al-
þingis voru með nánast frá byrjun:
Guðbrandur Magnússon, fyrsti rit-
stjóri Tímans, sem varð málgagn
flokksins, Tryggvi Þórhallsson,
Jónas Jónsson frá Hriflu og margir
fleiri.
Áður en nafn flokksins var fylli-
lega ákveðið spurði Bjarni frá Vogi
nokkra úr hópnum hvað afkvæmið
héti. „Framsóknarflokkur“, svar-
aði Sigurður á Ysta-Felli. Ogsagan
segir að allir hafi látið sér það vel
líka!
Sá næst stærsti
Jónas á Hriflu vann samtímis að
stofnun og skipulagningu tveggja
stjórnmálaflokka, samvinnumanna
og bænda, verkamanna og sjó-
manna. Var það ætlan hans að þeir
störfuðu saman að lausn þeirra við-
fangsefna sem við tóku þegar sjálf-
stæðisbaráttan (við Dani) var til
lykta leidd. Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur voru stofnaðir
sama árið sem fyrr segir — og unnu
jafnan samail þegar þeir höfðu til
þess meirihluta á Alþingi. En það
hafa þeir aldrei haft eftir að „verka-
lýðsflokkarnir“ urðu tveir.
Nokkrar „vinstri“ stjórnir hafa þó
verið myndaðar síðan undir forsæti
framsóknarmanna með þátttöku
þriggja flokka.
Staða Framsóknarflokksins á
Alþingi hefur lengst af verið sterk
þótt ekki hafi hann haft þar meiri-
hluta nema eftir sögulegt þingrof
og kosningar 1931. Pá urðu þing-
menn hans 23 af 42 og atkvæða-
magnið 35.9%. Fæstir hafa þing-
menn Framsóknarflokksins orðið
12 1978, ef frá eru skilin mótunar-
árin þau allra fyrstu. Að undan-
teknum þessum árum hafa fram-
sóknarmenn ætíð haft á að skipa
næstflestum þingmönnum (nema
1927-33 þegar þeirra þingflokkur
var sá fjölmennasti).
Á 70 ára starfsferli Framsóknar-
1968. — Ólafur Jóhannesson tekur við af
flokksins hefur forsætisráðherrann
verið úr hans röðum í rösklega 30
ár. Og flokkurinn hefur átt fulltrúa
í ríkisstjórn í hartnær 48 ár.
Tryggvi Þórhallsson, Ásgeir Ás-
geirsson, Hermann Jónasson,
Steingrímur Steinþórsson, Ólafur
Jóhannesson og Steingrímur Her-
mannsson hafa verið forsætisráð-
herrar, Hermann lengst eða rösk-
lega 10 ár. Jónas Jónsson (formaður
um hríð) var dóms- og kirkjumála-
ráðherra 1927-32 og fór með
menntamál. Eysteinn Jónsson
(formaður um hríð) var ráðherra
samtals í nærfellt 20 ár, lengst af
fj ármálaráðherra.
Á stjórnpalli
Þótt styrkleiki og áhrif stjórn-
málaflokka ráðist nokkuð af fjölda
alþingismanna og beinni þátttöku
í ríkisstjórnum, varðar mestu
stefna þeirra, baráttumál og máls-
meðferð, og verður staldrað við
nokkur atriði.
Fyrsta ríkisstjóm Framsóknar-
flokksins 1927 var framfarastjórn
svo lengi var við brugðið. Sam-
göngum fleygði fram og tímamót
urðu í skólamálum — á öllum skóla-
stigum. Jónas frá Hriflu átti fram-
kvæði að ellegar studdi kröftuglega
mörg menningarmál, þar á meðal
byggingu skóla um allt land, bygg-
ingu Háskólans, Þjóðleikhúss og
Sundhallar Reykjavíkur. Enn í dag
reyna sumir andstæðingar Fram-
sóknarflokksins að láta sem minnst
á þessu bera!
Hermann og Eysteinn tóku við
stjórnartaumum í heimskreppunni
ásamt Haraldi Guðmundssyni frá
Alþýðuflokknum. Sú átakastjórn
sneri vörn í sókn með eflingu at-
vinnuvega, skipulagnmgu markaðs-
mála, stofnun almannatrygginga
og fleiri aðgerðum til að rétta hlut
hinna máttarminni. Stjórnarlota
Hermanns og Eysteins stóð í 8 ár,
fyrst með Alþýðuflokknum, þá
hrein flokksstjórn Framsóknar
með hlutleysi Alþýðuflokks, og
loks þjóðstjórn sem þeir flokkar
stóðu að ásamt Sjálfstæðisflokki
fram til 1942.
Næsta lota Framsóknarflokksins
í ríkisstjórn stóð nær óslitið frá 4.
febrúar 1947 til ársloka 1958. Fyrst
var starfað með Alþýðuflokki og
Sjálfstæðisflokki, þá með Sjálf-
stæðisflokki og loks með Alþýðu-
flokki og Alþýðubandalagi. Mörgu
var að sinna eftir stríðsárin, efna-
hagsmálum, eflingu atvinnulífs og
margvíslegum framfaramálum. Þá
var til dæmis hafist handa um
skipulega rafvæðingu alls landsins
undir forystu framsóknarmanna.
Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar
færði fiskveiðilögsöguna út í 12
mílur.
Framsóknarflokkurinn var utan
ríkisstjórnar á „Viðreisnarárun-
um“ og veitti ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks
strangt aðhald. Hún féll í kosn-
ingum 1971 og Framsóknarflokk-
urinn myndaði ríkisstjórn undir
forsæti Olafs Jóhannessonar með
þátttöku Samtaka frjálslyndra og
vinstrimanna og Alþýðubandalags-
ins. Fiskveiðilögsagan var færð út í
50 mílur eftir 13 ára kyrrstöðu hjá
„Viðreisn“, og byggðamál tekin
föstum tökum. Tókst að stöðva um
sinn suðurfallið í þróun búsetu í
landinu.
Framsóknarflokkurinn hefur nú
átt fulltrúa í ríkisstjórn nær óslitið
frá 1971. Og nú er forsætisráðherr-
ann úr hans hópi, Steingrímur Her-
mannsson formaður flokksins.
Ríkisstjórn hans hefur tekist að slá
á verðbólguna án atvinnuleysis og
án kjaraskerðingar nema í byrjun
aðgerðanna.
Staðið í stórræðum
Til þess að glöggva sig örlítið
betur á málefnabaráttu Framsóknar-
flokksins og áhrifum hans í lands-
málunum á 70 ára ferli skal minnt
á þetta:
íslendingar heimtu fullveldi sitt
1918 sem var grundvallaratriði og
undirstaða þess sem á eftir fór.
íslendingar mættu ásókn stór-
veldis fyrir stríðsbyrjun með reisn
sem vakti athygli (þá var Hermann
Jónasson forsætisráðherra). Síðan
lagðist ófriðurinn yfir heimsbyggð-
ina, ísland var hernumið, og þótt
landið yrði ekki orustuvöllur þá bar
hér að höndum margan vanda sem
stjómvöld hlutu að ráða framúr.
Lýðveldi var stofnað 1944,
sambandi við Dani slitið, stjórnar-
skránni breytt, formað embætti
þjóðhöfðingja með fleiru sem
fylgdi.
íslendingar hlutu sem sjálfstæð
þjóð að byggja upp utanríkisþjón-
ustu, taka ákvarðanir um öryggis-
mál sín eftir að hlutleysið var fótum
troðið og gerast aðilar að margvís-
legu og margslungnu samstarfi
frjálsra þjóða.
Flokkur sem hefur verið jafn
áhrifamikill á Alþingi og í ríkis-
stjórn eins og Framsóknarflokkur-
inn hefur verið allan þennan tíma,
hefur óhjákvæmilega komið mjög
að þessum stóru verkefnum, sem
þjóðin hefur orðið að glíma við
undir forystu Alþingis og ríkis-
stjórnar. í þessu sambandi má geta
þess, að Framsóknarflokkurinn
átti einn flokka sæti í öllum þeim
ríkisstjórnum sem stóðu fyrir að-
gerðum til að færa út fiskveiðilög-
söguna, allt frá 1948 að land-
grunnslögin voru sett til þess að 200
mílurnar voru teknar 1975. — En
þegar stiklað er á stóru í sögu eins
stjórnmálaflokks ber að hafa ríkt í
huga, að hér er nú einskonar fjöl-
flokkaskipan og því eiga jafnan
tveir eða fleiri flokkar hlut að
hverri ákvörðun.
Barist og samið
Eftirtektarvert er hversu oft
hefur tekist, á þeim tíma sem hér
um ræðir, að ná samstöðu allra al-
þingismanna í þýðingarmiklum og
viðkvæmum málum. Stundum var
það auðvelt eins og þegar jarðeldar
eyddu byggð í Vestmannaeyjum.
En stundum vandasamt vegna
hörkuágreinings um leiðir að
marki, sem menn voru útaf fyrir sig
sammála um. Svo var til dæmis um
landhelgismálið oftar en hitt, og
um lýðveldisstofnunina 1944.
Framsóknarflokkurinn haslaði
sér völl frá upphafi á „miðju“ ís-
lenskra stjórnmála. Það er meðal
annars orsök þess, hversu oft
honum hefur verið falin verkstjórn
á þjóðarbúinu, og að hann hefur
einatt verið sterkasta aflið að sætta
mismunandi sjónarmið í hinum
þýðingarmestu málum.
Þrátt fyrir þessa stöðu Fram-
sóknarflokksins hefur hann frá
upphafi fremur leitað samstarfs til
„vinstri“, eins og komist er að orði.
En þegar engin viðunandi samstaða
náðist þeim megin hefur oft tekist
samstarf um stjórn landsins við
Sjálfstæðisflokkinn. í öllum til-
vikum hefur verið þannig um hnúta
búið, að framsóknarmenn telja sig
hafa orðið að nokkru gagni með
þátttöku í ríkisstjórn, að ætíð hafi
tekist að þoka stefnu- og áhuga-
málum flokksmanna nokkuð á
leið.
Að lokum skal á það minnt, að
lýðræðið verður ekki framkvæmt
án stjórnmálaflokkanna, sem eru
ekkert annað en skipuleg félög
fólks með líkar skoðanir á lands-
málum. Og þar sem flokkar eru
fjórir eða fleiri er oftast óhjá-
kvæmilegt að tveir — eða fleiri —
starfi saman að stjórn landsins.
Þetta eru grundvallaratriði sem
nauðsynlegt er að gera sér grein
fyrir og aldrei má gleyma. Sama
gildir um almenna þátttöku í stjórn-
málastarfi. Hún treystir undirstöðu
lýðræðisskipulagsins og er af þeim
sökum í hæsta máta æskileg.
Takið eftir!
Framsóknarmenn leitast vitan-
lega við að kynna flokk sinn á
sjötugsafmæli hans. Þeir minna á
mörg smárit sem út hafa komið um
stofnun hans, stefnu og störf, til
dæmis eftir Eystein Jónsson, sem
hefur verið baráttumaður í stjórn-
málunum lengur en flestir aðrir
landsmenn. Þórarinn Þórarinsson
hefur skrifað sögu flokksins fyrstu
fjörutíu árin, og Vilhjálmur Hjálm-
arsson ritað ævisögu Eysteins Jóns-
sonar. Bækur hafa verið skrifaðar
um Jónas Jónsson og gefið út safn
af greinum hans, svo nefnd séu
dæmi um prentaðar heimildir.
Framsóknarflokkurinn er ekki
og hefur aldrei verið háður er-
lendum kennisetningum þjóðnýt-
ingar, „frjálshyggju“ o.s.frv. Hann
lagar sig því auðveldlega að nýjum
viðfangsefnum án þess að ræturnar
séu í hættu. — Frá fyrstu tíð er
markmið framsóknarmanna fram-
för alls landsins og allrar þjóðar-
innar.
Þingmenn Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi 1985 — og fjórir fyrrverandi.
Eysteinn Jónsson, alþingismennirnir Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, Tómas Árnason og Páll Þorsteinsson.