Austri - 18.12.1986, Side 16
16
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
HELGI HALLGRlMSSON:
Jónas Hallgrímsson
skoðar surtarbrand í Fljótsdal
„Hann breiðirfram af bergihvítan skrúða". Efstíhlutifossins, nokkurvorvöxturí ánni.
Jónas Hallgrímsson er nú þekkt-
astur sem „listaskáldið góða“ og
hefur fyrir löngu öðlast þá viður-
kenningu sem felst í orðinu
þjóðskáld. En Jónas var einnig
náttúrufræðingur og lagði sig sér-
staklega eftir jarðfræði og dýra-
fræði. Á fyrstu áratugum 19. aldar
ferðaðist hann víða um landið og
skoðaði og skilgreindi jarðsögu
þess og jarðlög. Sérstaklega var
honum umhugað að athuga íslenska
surtarbrandinn og þá myndun sem
henni fylgir (surtarbrandsmyndun-
ina), og finna samhengi hennar
sem víðast á landinu. Einnig skoð-
aði hann fornminjar og var vissu-
lega ekki blindur á fegurð náttúr-
unnar, sem kvæði hans vitna um.
Til eru ferðadagbækur Jónasar frá
ýmsum af rannsóknarferðum hans,
en þær er því miður nær allar skrif-
aðar á dönsku. Voru þær gefnar út
í heildarritsafni hans, sem Matt-
hías Þórðarson ritstýrði 1934, en
hafa aldrei verið þýddar, svo mér
sé kunnugt.
Sumarið 1842 ferðaðist Jónas um
Suðurland og Austurland. Hann
hafði veturinn áður dvalið í Reykja-
vík, en fékk nú 500 dala styrk til
þessarar rannsóknarferðar, enda
réði hann til sín tvo aðstoðarmenn,
skólapilta úr Bessastaðaskóla.
Dagbókin sem hann hélt í þessari
ferð, er ein sú ítarlegasta sem til er
frá hans hendi, en fjallar nær ein-
göngu um jarðfræðileg efni, enda
er titill hennar: „Geologisk
dagbog, fört paa en Rejse langs Is-
lands Syd- og Östkyst, Sommerene
1842.“ Hún er birt í 3. bindi Rit-
safnsins, bls. 208-266. Hún er að-
eins til í afriti, sem Matthías telur
að Brynjólfur Snorrason hafi gert,
og var sérstaklega ætlað Japhetus
Steenstrup, vini Jónasar, og er lík-
lega frá honum komin. Hún er í
handritasafni Háskólans í Kaup-
mannahöfn, og fannst þar ekki fyrr
en eftir aldamótin 1900. Hefur Þor-
valdur Thoroddsen því ekki notað
hana við samningu rita sinna.
Hér er aðeins valið lítið sýnis-
horn úr þessari merku dagbók, sem
fjallar um ferðir Jónasar um Fljóts-
dalinn og rannsókn hans á surtar-
brandslögum við Hengifoss, en
þangað fór hann hvorki meira né
minna en þrjár rannsóknarferðir og
virðist hafa hrifist af þessum stað,
þótt það komi lítið fram í dagbók-
inni.
Jónas fór tvisvar um Fljótsdalinn
á ferðalagi sínu, í fyrra skiptið á
norðurleið, og gerði þá litlar athug-
anir, enda dvaldi hann þá aðeins
einn dag (30. ágúst), oggisti á Bessa-
stöðum. Um miðjan september
veiktist hann svo í fæti, þá staddur
í Tungu, að hann varð að fara aftur
upp í Brekku í Fljótsdal til að leita
sér lækninga, hjá Hans Beldring
fjórðungslækni. Þar dvaldi hann
svo í 23 daga, eða frá 16. sept. til
9. október, og það er fyrst 4. októ-
ber, að hann treystir sér til að taka
upp könnunarferðir sínar að nýju.
Má ætla að hann hafi þó ekki verið
aðgerðarlaus allan þennan veik-
indatíma á Brekku, en um það
segir fátt í dagbókinni.
Náttúrufegurð á Brekku er við
brugðið. Þaðan blasir allur Fljóts-
dalurinn við, með sínum reglulegu
landslagsdráttum og gróðursæld,
virkilegur „sæludalur" eins og segir
í Dalvísu, sem Jónas orti stuttu
síðar. Það er vissulega engin furða
þótt ýmsir hafi látið sér detta í hug,
að nokkur af þekktustu kvæðum
Jónasar megi rekja til þessarar
dvalar, svo sem Dalvísu og ein-
hvern hluta Hulduljóða, sem Jónas
lauk ekki við fyrr en nokkrum
árum síðar. „Gljúfrabúi gamli
foss“ er vissulega viðeigandi ávarp
um Hengifossinn, sem „breiðir
fram af bergi hvítan skrúða“.
Athyglisvert er, að Jónas minnist
ekki á hið formfagra stuðlaberg við
Litlanesfoss (Stuðlabergsfoss) í
Hengifossárgili, í dagbók sinni,
þótt hann geti um sérkennilega
stuðlamyndun í örsmáum stíl í leir-
lagi upp við Hengifoss. Já náttúru-
fræðingar eru stundum skrítnir, en
gefum nú dagbókinni orðið. (Inn-
skot þýðanda eru innan horn-
klofa).
Þriðjudaginn 30. ágúst,
fór ég frá Hallormsstað upp í
Fljótsdal, yfir Fljótsdasls- eða
Jökulsána, sem er stærst þeirra
vatnsfalla er mynda Lagarfljót, og
síðan út í Bessastaði, hinum
megin. Þar átti að finnast surtar-
brandur, sem ég ætlaði að skoða.
Þegar þangað kom, frétti ég að þar
hefðu aðeins fundist einstök brot af
honum, sem skolast höfðu niður
með ánni, sem þar kemur ofan úr
fjallinu [Bessastaðaá]. Vissu menn
ekki gerla hvaðan hann var upp
runninn, en töldu staðinn mjög
óaðgengilegan. Varð ég því að
hætta við þá fyrirætlun.
Annar fundarstaður surtarbrands
er þarna í grenndinni, fyrir utan
bæinn Mela. Það er í fjallgili, í
brattri hlíð af yngra efni, sem ekki
nær niður að trappinu (blágrýtinu),
ef það skyldi þá finnast þarna, þótt
gilið sé reyndar svo djúpt að foss-
inn [Hengifoss] er kunnur sem einn
af hæstu fossum landsins.
Prufur voru teknar þarna, þótt
geta verði þess, að lögin með gróður-
leyfunum, voru mjög svo tak-
mörkuð, og varla hægt að ná heil-
legum flögum af þeim. Aðstæður
þarna eru annars svipaðar og á
Vesturlandi. Surtarbrandurinn
finnst hér í árgili, sem er skorið
djúpt niður í fjallshlíðina. Magn
hans er mjög lítið, og hann er
óvanalega bikkenndur (bituminös).
Sýni voru tekin af surtarbrandslag-
inu og undirliggjandi lögum. Skal
þess getið að ég lét hið hrjúfa yfir-
borð þess fylgja, vegna þess hve
það var einkennilegt.
Þótt ég hafi aðeins skoðað stað-
inn lauslega, get ég næstum fullyrt
(vegna fyrri reynslu við athugun á
surtarbrandi), að myndun þessi
muni hvarvetna á þessum slóðum
vera þakin af yngri bergmassa, þótt
ég gæti ekki tekið nægilega góð sýni
af berglögum þeim sem undir henni
liggja. Aðstæður eru þarna eins og
vanalega, brött gilkinn, sem hallar
á að giska um 30 gráður, og er svo
mjög þakin af skriðuefni, að hún
verður ekki könnuð nema með
ærnum vinnukrafti. Fór svo til baka
um Mela, inn í Bessastaði, þar sem
ég gisti.
Daginn eftir fór Jónas frá Bessa-
stöðum út að Ási í Fellum og gisti
þar næstu nótt. Hefur hann ekkert
sérstakt af þeirri ferð að segja.
Næsta dag fór hann yfir Fellaheiði,
að Skeggjastöðum á Jökuldal, og
síðan út í Jökulsárhlíð að Fossvöll-
um og Ketilsstöðum. Þaðan að
Vindfelli í Vopnafirði, þar sem
hann skoðaði surtarbrand, og
síðan aftur í Ketilsstaði og þaðan
að Galtastöðum (ytri) í Tungu, en
þar bjó þá Hjörleifur Guttormsson
(síðar prestur á Skinnastað og
Tjörn), skólabróðir hans. Þar
dvelur hann nokkra daga og kannar
umhverfið, og þaðan fara fylgdar-
menn hans tveir, sem þurftu að
komast í skólann. Þarna veikist
Jónas svo alvarlega, að hann ákveð-
ur að fara aftur upp í Brekku að
leita sér lækninga. Hann fer þann
14. sept. að Kirkjubæ, 15. að Ási í
Fellum og 16. að Brekku. Síðan
segir í dagbókinni:
Dagana 17.-24. september,
dvaldi ég á Brekku [það var þó
raunar miklu lengur]. Áf samtölum
við ýmsa þekkta menn þar í daln-
um, fékk ég fulla vissu um að surtar-
brand væri að finna í Bessastaða-
gilinu, sem ég gat um fyrr. Hins
vegar treysti ég mér ekki enn til að
rannsaka svo illa aðgengilegan stað
5endum Austfirðingum
bestu óshir um
gleðilegjól
og farsæld á nýja árinu.
ÞöKKum við5Kiptin.
Lýsihf.
Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91
-28777
5endum Austfirðingum
bestu ósKir um gleðilegjól
og farsælt Komandi ár
um leið og við þöKKum viðsKiptin á
árinu sem er að líða.
Nathan & Olsen
Ármúla 8 — sími 91 -681234
„Þar sem að háan hamar fossinn skekur". Hengifossárgljúfur, þar sem Jónas kom
þrisvar til að rannsaka „surtarbrandsmyndunina" sem sést greinilega hœgra megin á
myndinni.