Austri - 18.12.1986, Blaðsíða 20
20
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs
er orðið 20 ára
Undanfarí stofnunar Leikfélags
Fljótsdalshéraðs var uppsetning á
leikritinu „Skugga Sveini" sem ráð-
ist var í þegar Félagsheimilið Vala-
skjálf var opnað. Sýningin á
„Skugga Sveini“ tókst mjög vel og sá
neisti sem þá kviknaði varð að svo-
litlu báli og voru menn farnir að
ræða stofnun leikfélags í fullri al-
vöru. Seinna um sumarið, eða 31.
ágúst, var síðan haldinn stofnfundur
Leikfélags Fljótsdalshéraðs og
voru stofnendur 17.
Það var strax tekið til við að
undirbúa sýningu á öðru leikriti og
varð fyrir valinu léttur söngleikur
„Upp til selja“. Næstu árin rak
hver sýningin aðra og má segja að
í þessi tuttugu ár sé það alger
undantekning að leiksýning hafi
fallið niður.
Fyrsti formaður Leikfélags Fljóts-
dalshéraðs var Halldór Sigurðsson
á Miðhúsum. Haustið 1969 tók Vil-
berg Lárusson við formennsku af
Halldóri og 1970 var Jón Krístjáns-
son kjörínn formaður og gegndi
hann formennsku þar til Sigrún
Benediktsdóttir tók við 1973.1976
var Ingvar Guðmundsson formað-
ur félagsins, 1977 tók Arndís Þor-
valdsdóttir við, síðan Inga Rósa
Þórðardóttir 1980 og Kristrún Jóns-
dóttir 1982. Guðmundur Steingríms-
son tók við stjóminni í fyrrahaust og
auk hans sitja í stjóm félagsins
Aðalsteinn Halldórsson, gjaldkerí,
sem reyndar hefur setið í stjórn fé-
lagsins frá upphafi, utan eitt ár, rit-
ari er Inga Rósa Þórðardóttir og
meðstjórnendur eru Kristrún Jóns-
dóttir, Ágúst Ólafsson, Sólveig
Traustadóttir og Unnur Bragadótt-
ir.
Guðgeir Björnsson í leikritinu
Sólsetur.
Guðmundur Steingrímsson, for-
maður Leikfélags Fljótsdalshéraðs í
hlutverki sýslumanns í leikritinu Sól-
setur.
Ég ætla að leyfa mér að vitna í
orð Halldórs Sigurðssonar í grein
sem hann skrífaði í afmælisrit leik-
félagsins þegar það átti 15 ára af-
mæli. Þar segir Halldór m.a. „Saga
leikfélagsins fyrstu árin er saga um
fómfýsi og bjartsýni fólks, sem af
veikum mætti vildi auðga samfélag
sitt með iðkun þeirrar listgreinar,
sem ef til vill höfðar hvað sterkast
til fólks og er talin ómissandi þáttur
í menningarsamfé!agi“. Það má
segja að þessi orð eigi enn við, því
að baki hverrar leiksýningar liggur
mikil vinna fómfúsra manna og
þeir sem leggja á sig þessa vinnu
hafa brennandi áhuga á leiklist.
í tilefni af þessu afmælisárí Leik-
félags Fljótsdalshéraðs tók ég
formann félagsins Guðmund Stein-
grímsson tali.
— Hvenær fórstu að skipta þér
af Leikfélagi Fljótsdalshéraðs?
Það var 1976, þá var leikinn hér
einþáttungur sem hét „Sá sautjándi“
og lékum við hjónin þá bæði í fyrsta
skipti. Sigrún Benediktsdóttir á eig-
inlega sökina á því að við lentum í
þennan félagskap — hún kom og
bað okkur að vera með. Ég var
reyndar aðeins búinn að kynnast
leikstarfsemi því ég hafði unnið við
eina sýningu hjá Leikfélagi Reykja-
víkur sem sviðsmaður og lék smá-
hlutverk líka, þannig að áhuginn
var fyrir hendi.
— Égveitaðþúhefuroftleikið
stórt hlutverk í leiksýningum á bak
við tjöldin sem tæknimaður. Hvort
hefur þú leikið mefra á sviðinu eða
að tjaldabaki sem tæknimaður?
Ég lék nokkuð stórt hlutverk í
„Tobacco Road“ og í „Sólsetri" og
þar fyrir utan hef ég leikið ýmis
minni hlutverk. Ég hugsa að ég hafi
þó staðið meira við tæknistörfin
því ég hef oftast verið í þeim sam-
hliða litlu hlutverkunum. Vinna
mín við tæknistörfin byrjuðu aðal-
lega eftir að ég hafði fengið tæki-
færi til að læra svolítið um þessi mál
úti í London. Það var Leikfélagið
sem styrkti mig til þess að fara á
þriggja daga námskeið í leikhúsa-
tæknivinnu hjá frægum ljósameist-
ara í London.
— Nú hafa konur verið formenn
þessa félags nokkuð lengi á undan
þér. Er þetta hálfgert konuríki sem
þú tókst við?
Það er rétt að konur hafa stjórn-
að þessu félagi nokkuð lengi og það
hefur oft verið erfitt að manna karl-
hlutverk þegar sýningar hafa verið
settar upp. Nú virðist hins vegar
vera orðið jafn erfitt að manna bæði
karl og kvenhlutverk og kannski
ekki gott að skýra, hvers vegna það
er. Þetta er jú ákaflega tímafrekt
tómstundagaman á meðan verið er
að vinna við uppsetnigu á sýning-
um og það virðist sem fólk hafi sí-
fellt minni tíma. Mér hefur stund-
um dottið í hug að það gæti verið
gott að banna alla félagsstarfsemi
hér í 2-3 ár, því fólk virðist almennt
vera haldið fundarþreytu.
— Hvað ertu búinn að vera
formaður lengi?
Það er rúmlega ár. Ég tók við af
Kristrúnu Jónsdóttur. Ég hef raun-
ar verið í stjórn félagsins áður,
þegar Arndís Þorvaldsdóttir var
formaður þá var ég ritari.
— Hefur körlum fjölgað í félag-
inu við það að fá karlmann sem
formann?
Það brá nú svo við í fyrra að við
lentum í mestu erfiðleikum við að
manna kvenhlutverk, en yfirleitt
hafa það verið karlhlutverkin sem
hefur verið erfitt að manna. Ég veit
þó ekki hvort dæmið er að snúast
við. Það virðist bara sem fólk sé
hætt að gefa sér tíma til að standa
í svona löguðu — þetta er tíma-
frekt. Ef maður tekur þátt í sýn-
ingu þá er óhætt að reikna með að
það fari u.þ.b. tveir mánuðir í það
og maður sinnir ekki öðrum áhuga-
málum á meðan.
— Hvernigerleikfélagiðbúið?
Leikfélagið á talsverðar eignir.
Það á talsvert af fatnaði, notuðum
leikmyndum, leikmunum og hús-
gögnum. Það á svolítinn tækjabún-
að, ljósastjórnborð, sem var mikil
fjárfesting á sínum tíma, og nauð-
synlegt, það á segulband, magnara
og þess háttar tæki. Aðalvanda-
málið er að geyma þetta allt saman.
Við erum og höfum alltaf verið á
hrakhólum með geymsluhúsnæði
og reyndar æfingahúsnæði líka.
Við geymdum talsvert af okkar
dóti í kjallaranum í Valaskjálf, en
því var öllu hent þaðan út þegar
farið var að vinna við félagsmið-
stöðina þar. Við höfum tvö síðustu
árin haft ágæta aðstöðu til að æfa
úti á Vonarlandi og er dótið okkar
þar innan um ýmislegt annað dót
svo sem kartöflur og gamlar skó-
smíðavélar. Auk þess er ýmislegt
dót í varðveislu félagsmanna og
þegar nota á eitthvað af því sem
talið er að sé til hefst oftast æðis-
gengin leit.
— Hvernig hefur Leikfélagið
gengið þessi 20 ár sem það hefur
starfað?
Það hafa auðvitað skipst á skin
og skúrir. Stundum hefur verið
mikill kraftur í starfinu og stundum
mikil deyfð. 1974 var „Gullna hlið-
ið“ sýnt. Það var mikil og dýr sýn-
ing og lá við að félagið kollsigldi sig
á henni því árið eftir var ekki sett
upp nein sýning. Annars held ég að
alltaf hafi verið eitthvað um að vera
á hverju ári hjá Leikfélaginu.
— Hvernig er fjárhagur Leik-
félagsins núna?
Hann er nokkuð góður og ég
held betri en hjá flestum öðrum
áhugamannaleikfélögum. Á banda-
lagsþingum eru flest leikfélög
kveinandi yfir lélegum fjárhag og
miklum skuldum, en við þurfum
ekkert að berja lóminn. Við höfum
í gegnum árin haft ágætan gjald-
kera. Aðalsteinn Halldórsson hefur
verið gjaldkeri félagsins nærri sam-
fellt frá upphafi þess. Auk þess
hefur það alltaf verið stefnan að
leita eftir ódýrum ieiðum til að
leysa málin og oft hefur verið not-
ast við gamlar leikmyndir. Það hef-
ur líka mikið að segja að við höfum
átt leikstjóra hér heima sem hafa
unnið að uppsetningu á sýningum.
Þannig höfum við alltaf reynt að
spara eða alla vega ekki að bruðla.
Leiksýningar hafa oftast komið vel
út hjá okkur, við höfum fengið
okkar styrki út á þær frá ríki og
sveitarfélagi og með þeim hefur
ekki verið halli á sýningum hjá
okkur.
— Nú er þetta síðasta ár af-
mælisár Leikfélags Fljótsdalshér-
aðs, hafið þið minnst þess sérstak-
lega?
Við höfum staðið í ýmsu þetta
árið líkt og mörg önnur. Við
settum upp sýningu — sýndum
„Sólsetur“ eftir Sólveigu Trausta-
dóttur og við héldum þing Banda-
lags íslenskra leikfélaga sl. vor. Við
héldum raunar líka bandalagsþing
þegar félagið var 15 ára og erum
hálfpartinn búinn að lofa að halda
þing þegar við verðum 25 ára. Það
hefur þótt gott að halda þessi þing
á Hallormsstað og þau eru yfirleitt
vel sótt þar. Afmælisveislu héldum
við svo í haust í Samkvæmispáfan-
um. Þar var matur og létt dagskrá
með upprifjun úr gömlum kabarett-
um og jafnframt nýtt efni sem var
tekið upp fyrir ríkisútvarpið og
flutt kvöldið eftir afmælisveisluna.
Þessa dagana erum við að lesa
upp úr nýútkomnum bókum í Sam-
kvæmispáfanum fyrir hvort annað
og þá sem vilja koma og fá sér kaffi
og hlusta.
— Er eitthvað sérstakt á dag-
skrá hjá leikfélaginu á næstunni?
Það er nú ekkert ákveðið ennþá.
Við erum með ákveðnar hugmynd-
ir um leikrit sem við vilj um sýna, en
það er allt nokkuð óljóst ennþá og
verður skoðað nánar eftir áramót-
in. Við verðum með leiklistarnám-
skeið eftir áramótin og reiknum
með að Sigrún Valbergsdóttir verði
leiðbeinandi. Annars má búast við
að starfsemin verði með nokkuð
hefðbundnu sniði. V.S.
Úr Tobacco Road, f.v. Kristrún Jónsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Sig-
rún Benediktsdóttir og Sigurjón Bjarnason.
Sólveig Traustadóttir og Ágúst Ólafsson í leikritinu Sólsetur.
Úr Karamellukvörninni, f. v. Sigfús Ingólfsson, Halldóra Sveinsdóttir og Ágúst
Ólafsson.
/