Austri - 18.12.1986, Side 22
22
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
—
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON:
Hleypt heimdraganum
Til Siglufjarðar og suður á land
Bogi á Gljúfraborg segir frá
Priðja sumarið mitt á Siglufirði
var sumarið 1939. Ég hafði verið
vetrarmaður hjá Krístni Guð-
mundssyni á Mosfelli veturinn 1938
til 1939, en alls var ég hjá þeim
ágæta manni í fjóra vetur. Þaðan
fór ég niður að Blikastöðum og tal-
aði við Magnús bónda Þorláks-
son,sem vildi fá mig sem sumar-
mann. Bauðst hann til að kenna
mér á allar vélar og að greiða mér
gott kaup. Þannig fór samt, að ekki
tókust samningar milli okkar. Hélt
ég þá með ferjunni, sem gekk upp
í Borgarnes. Beið þar þá bifreið
sem átti áætlun norður til Akureyr-
ar. Þarna í Borgarnesi var maður
nokkur, sem ég þekkti og var hann
að fara norður. Hét hann Lárus
Ólafsson. Dálítið sérkennilegur
maður og ragur. Við héldum nú
sem leiðin lá með áætlunarbifreið-
inni. Þegar til Akureyrar kom,
tókum við herbergi þar á leigu á
hóteli. Ekki man ég nú hvað það
hét, enda skiptir það ekki máli. Þar
gistum við sem sagt. Síðan fórum
við fljúgandi til Siglufjarðar, en
þangað var förinni heitið. Ég var
ekki neitt áfram með það að fljúga,
en öðru máli gegndi með samferða-
manninn. Hann var mjög áfjáður í
það. Vélin hoppaði talsvert með
köflum til Siglufjarðar.Lagðist hún
á hliðina er hún var að snúa við í.
Siglufjarðardalnum. Varð þá félagi
minn alveg dauðhræddur og svitn-
aði mjög. Ég var ekki vitund
hræddur. Félagi minn setti húfuna
sína fyrir andlit sér, er hann var
sem hræddastur. Lárus Ólafsson,
félagi minn þarna, var hálfbróðir
Kjartans Ólafssonar, hins kunna
kvæðamanns í Reykjavík.
Nú vorum við komnir til Siglu-
fjarðar. Fór ég þá fyrst heim til
hjóna, sem ég hafði verið í fæði
hjá níu árum áður. Hét maðurinn
Jón Jónsson og konan Guðrún
Jónsdóttir, Spurði ég þau, hvort
þau gætu útvegað mér herbergi ein-
hvers staðar. Sögðu þau mér þá, að
þau lægju ekki á lausu á Siglufirði
um þetta leyti, allt væri fullt. En ég
gæti fengið að liggja á stofugólfinu,
uns eitthvað rættist úr húsnæðis-
vanda mínum. Varð ég að þiggja
þetta, þó að mér þætti það allt
annað en hagstætt. Fæði fékk ég
hjá hjónum þessum. Það var með
ágætum. En nú var eftir það, sem
ég hafði raunar lagt leið mína til
Siglufjarðar til að hreppa. Ég fór
að svipast um eftir vinnu. Það var
lítið um atvinnu á Siglufirði um
þetta leyti. Sama og engin síld-
veiði. Ég fékk vinnu við að bora
holur inn í bergið í Hestsskarði, en
það er milli Héðinsfj arðar og Siglu-
fjarðar. Var þetta gert í sambandi
við vegagerð. Margir menn voru
þarna f vinnu. Þarna vann með mér
maður, sem ég þekkti heiman að,
úr Breiðdal, Kristinn Hóseasson
frá Höskuldsstaðaseli. Hann hefur
verið prestur í Eydölum í um fjóra
áratugi. Við höfðum tjald, en
sváfum aldrei í því. Fengum við
að sofa í hlöðu að bóndabænum
Skútu, hjá Ragnari Jóhannessyni
bónda þar. Bjó hann áður á Refs-
stöðum á Laxárdal í Austur-Húna-
vatnssýslu.
Skúta er hinum megin við Siglu-
fjörð. Er nú heitt vatn það, sem
hitar upp hús í Siglufjarðarbæ,
tekið þar, því að jarðhiti er nokkur
í landi jarðarinnar. Þetta var svo
sem klukkustundar gang frá vinnu-
staðnum. Allir þeir, sem héldu til í
>>í“*
jJ;
Gleðileg jól
farsælt komandi ár.
Þökkum ánægjuleg
viðskipti á árinu
sem er að líða
Sölusamband
íslenskra fískframleiðenda
tjöldum, voru þrælkvefaðir, en við
Kristinn vorum alveg lausir við
þann kvilla. Eftir að vinnu lauk
þarna við að bora í fjallið fékk ég
vinnu við að laga til í kringum
Sjómanna- og gestaheimili Siglu-
fjarðar. Vann ég við það ásamt
Birni Jónssyni frá Seyðisfirði,
ágætum íþróttamanni. Hann hopp-
aði léttilega yfir garðinn eða girð-
inguna umhverfis lóð gestaheimil-
isins. Þökur vantaði á lóðina. Varð
ég að sækja þær inn að Steinaflöt-
um, víst tveggja til þriggja kíló-
metra leið. Og það í hjólbörum!
Ekki man ég eftir neinum bílum
þá á Siglufirði, og þó hljóta bifreið-
ar að hafa verið komnar þangað, í
jafn stóran bæ og Siglufjörður var
þá, og stórum fjölmennari en aðrir
bæir norðanlands, að Akureyri
einni undanskilinni. Ég var einn í
þessum þökuflutningum. Áður
höfðu þökurnar verið skornar og
lagðar í bunka, eins og lengi hafði
tíðkast. Er þessari vinnu var lokið
var ekki um annað að gera en að
fara að svipast um Ttir annarri
vinnu. Þá réði ég mig á síldarplan
Eyfirðinga. En síldin lét á sér
standa. En það lítið af síld sem ekki
var saltað, var flakað, og það auð-
vitað í höndunum. Vélarflökun
þekktist þá ekki. í hvert sinn sem
einhver síld kom fékk ég þessa
vinnu, það er að flaka síldina. Þess
á milli var ég algjörlega verklaus.
Skemmtanalífið á Siglufirði var
þeim mun fjörugra sem minna var að
gera, eins og nærri má geta. Ég fór
oft á böll þetta sumar. Þegar síldin
sást ekki lengur, sem raunar var
aldrei mikil þetta sumar, spurði ég
manninn, sem ég hitti fyrst, hvort
hann gæti útvegað mér bát eða ein-
hvers konar fleytu til að róa á á
kvöldin og koma síðan að á morgn-
ana. Hann var ekki seinn að nálgast
bát handa mér. Síðan tók ég að
stunda þetta: að róa til fiskjar einn
á báti í bókstaflegum skilningi.
Þegar ég kom að á morgnana, voru
það mikil læti í fólkinu að nálgast
nýjan fisk í soðið, að ég hafði ekki
tíma til að þvo hann allan, og því
síður að vigta hann. Samt hafði ég
góðar tekjur upp úr þessum veiði-
skap. Þá var enn mikill fiskur í sjó,
alveg uppi í landsteinum að kalla.
Ég réri aðeins út undir Siglunes,
þurfti sem sagt ekki lengra að fara
til að fá nægan fisk. Þess er áður
getið, að ég hafði ekki tíma til að
vigta þann fisk, er ég seldi. Ég átti
raunar enga vigt í eigu minni!
Einu sinni fóru með mér tveir
strákar á sjóinn. Voru það sonur
manns þess, er ég kom fyrst til
þarna, og sonur mannsins, er lán-
aði mér bátinn. Þá langaði ákaflega
til að fara eina sjóferð með mér,
strákagreyin. Þeir voru tólf ára
gamlir. Er við vorum komnir
nokkuð út fyrir kaupstaðinn
vissum við ekki fyrr en á okkur
skall niðaþoka. Bátarnir sem voru
þarna allt í kringum okkur, öskruðu
og vöruðu við að sigla á þá eða að
þeir sigldu á okkur. Strákarnir
sögðu, að ég réri út allan fjörð, en
ég þóttist viss um að ég væri á réttri
leið, enda kom það á daginn. Ég
réri meðfram landinu, inn fyrir
Siglufjarðarbæ, og síðan út að
bryggjunum. Sonur mannsins, er
ég kom fyrst til, hét Þórður. Er ég
hætti þessum róðrum og skilaði
bátnum og spurði um leið hvað báts-
lánið kostaði, sagði hann að bátur-
inn hefði ekki beðið meiri skaða af
því að vera úti á söltum sjó þennan
tíma sem ég hafði hann að láni en
þó að hann hefði verið bundinn við
bryggju sama tíma eða barist við
hana. Þetta var drengilega gert og
mælt.
Þann fisk sem ég veiddi, dró ég
á handfæri. Ég húkkaði hann allan.
Þegar „útgerð" minni var lokið, fór
ég að hugsa til heimferðar—austur
í Breiðdalinn. Var ég loks ferðbú-
inn og kominn niður á bryggju á
Siglufirði með dótið mitt. Ætlaði
ég að fara með báti sem þarna lá
bundinn við bryggju,og fara skyldi
til Sauðárkróks í fyrstu. Þá vildi svo
til, að ég hitti þarna mann nokkurn
frá Fáskrúðsfirði, Eidemann að
nafni. Tókum við tal saman. Sagði
ég honum . allt af ferðaáætlun
minni. Sagði hann þá, að ég skyldi
bara koma með sér, því að eftir
viku yrði ferð með Esju frá Breið-
dalsvík til Reykjavíkur. En ég fór
ekki að því sinni suður.
Ég festi kaup á hluta Þorsteins
Stefánssonar í Þve'-hamri í Breið-
dal. Að því sinni var ég þó ekki
nema veturinn heima. Ég fór suður
um vorið, vorið 1940. Vann égfyrst
ýmsa daglaunavinnu sem til féll í
borginni. Að því loknu réði ég mig
til starfa hjá Stefáni Þorlákssyni í
Reykjahlíð í Mosfellssveit. Réði ég
mig hjá honum til sjö mánaða, en
þar varð ég ekki nema tvo mánuði.
Ég þekkti ekki sögu hans. Hjá
honum voru kýrnar handmjólkað-
ar. Mér var sagt, áður en ég réði
mig þarna, að kýrnar væru tuttugu,
tíu kindur og sjö hestar. En þegar
til kastanna kom voru skepnurnar
svolítið fleiri. Kýrnar reyndust að
vera þrjátíu, kindurnar níutíu og
sjö hestar, eins og mér var sagt
áður. En svo voru tvö svín til við-
bótar því sem til tiltekið var af bú-
fénaði. Ég var það vanur skepnu-
hirðingu, að ég gat þetta vel. En
þar sem mér hafði verið sagt rangt
til um starfsvettvang minn, þóttist
ég ekki skyldur til að halda út
þennan ráðningartíma, og fór ég
þá frá bóndanum í Reykjahlíð,
sem fyrr er getið. Hann gerði til-
raun til að klekkja á mér, fékk sér
lögfræðing til halds og trausts. En
aldrei fékk ég neina formlega kæru
á mig. Ég hitti Stefán bónda síðar
á Mosfelli, og sagðist hann þá fara
í mál við mig. Ég sagði honum, að
það yrði hann að gera upp við
sjálfan sig.
Nú tók ég að stunda Bretavinnu,
en ekki samfellt. Ég hóf vinnuna á
svonefndum Ásum, milli Mos-
fellsdals og Álafoss. Þar var þá
verið að byggja sjúkrahús. Mikill
kuldi var þennan vetur, veturinn
1940-1941. Það var oft þetta 10 til
17 stiga frost. Til að halda á okkur
hita stóðum við í kringum tunnur,
sem koksi var brennt í. Þær voru
með götum, svo að ylinn legði frá
þeim. Við héldum okkurviðþessar
tunnur, þegar kalt var, en snertum
ekki á verki. Einn af okkur var
hverju sinni á vakt, eða í útkíkki,
eins og það var kallað, til að fylgj-
ast með því hvort verkstjórinn
kynni að birtast. Þegar hann svo
sást, gaf maðurinnokkurmerki,og
við tókum til við að gera eitthvað,
sem var meira að sýnast en að vera.
Höfðum verkfæri í höndum. Strax
og verkstjórinn var farinn höm-
Cfo W\mL Vt^sícípiwl ci (fymn d#i. ^ ' ~ ' " — ' m • ' T ~ " 1 1 , 'rti'.' ' " ~~ ?»!'-*.* — jV' ‘/y-- ■ 1 ^liiHfiml J ]j . ^ - ~-LÁ1 - - |
1 ■yvuffp*■■ Wr “ Í.: ■ 3MOAOELO Samba
SKIPADEILD ~ ' SAMBANDSINS tAkn traustra flutninga ^ LINDARGOTU 9A • PÓSTHÓLF 1480 • SIMI 28200 • TELEX 2101